Dagblaðið Vísir - DV - 08.07.2011, Blaðsíða 40

Dagblaðið Vísir - DV - 08.07.2011, Blaðsíða 40
Engar hugmyndir? Farðu á Pinterest Það er tilvalið að heimsækja vefsíðuna Pinterest þegar hugmynda- flugið þarf inn- spýtingu. Þar nælir fólk upp myndir eins og á risastórum vegg af því sem það hrífst af. Þarna má finna sniðug- ar upp- skriftir, arkitekt- úr, hönn- un og hug- mynd- ir um hvernig má nýta pláss á heimilinu, tískumyndir og ótal upp- finningar og ráð: pinterest.com. 40 | Lífsstíll 8.–10. júlí 2011 Helgarblað Hermiveggfóður Veggfóður sem líkir eftir útliti annars veggefnis er nýjasta æðið í innanhússhönnun. Vegg- fóður í líki flísa, steypu og viðar- þilja er meðal þess sem þykir eftirsóknarvert. Veggfóðrið fæst á vel völdum stöðum. Til að mynda á wallanddeco.com. Hér eru nokkrar skemmtileg- ar útfærslur af þessu nýja æði. Þiljur Hér er veggfóður í líki gamalla veggþilja. Það stendur hvítmálað hús við Bankastræti. Dýrindis skart skreytir stóra gluggana. Gull, silfur og eðal- steinar. Ævintýri úr eðalmálmum. Sumir skartgripirnir líkjast litlum skúlptúrum. Verslunin líkist ævintýraheimi. Naumhyggjan ræður þar ríkjum. Hvítir veggir. Gler. Skartgripaverslunin Orr er í eigu gullsmiðannaa Ástþórs Helgasonar og Kjartans Arnar Kjartanssonar og sáu þeir um innanhússhönnunina. Ætli sami stíll sé ríkjandi á heimili Ástþórs? Hann er til í innlit. Gefur upp heim- ilisfangið. Gamalt hverfi. Þar er allt í rólegheitunum. Ekki sálu að sjá. Hús í ýmsum litum skreyta götuna. Fer inn í undirgang. Gullsmiður- inn hafði skrifaði í tölvupósti að það ætti að fara til hægri ef ég kæmi þeim megin inn í portið. Hægra megin eru tvö áföst hús. Bakhús. Ekki er það hið fyrra. Hávaxinn gróður vex frjálslega fyrir framan litla, svartmálaða girð- ingu. Það þarf að opna lítið hlið og þá er ég væntanlega komin á réttan stað. Grænmálað, bárujárnsklætt hús með hvítmáluðum gluggum. Geng upp tröppur. Það er opið inn. Ungur maður stendur við eldhúsinn- réttingu sem blasir við úr dyrunum. Ástþór? Jú, sá er maðurinn. Við tök- umst í hendur og hann býður mér inn. Tveir glókollar eru líka heima. Það eru synir hans, Huginn og Þór. Mamma þeirra, Bryndís Erla Hjálmarsdóttir myndlistarmaður, er í vinnunni. Hlýlegir hlutir með sögu Nei, heimilið er ekki í sama stíl og verslunin Orr. Húsið er tæplega 90 ára og má segja að það sé að mestu upprunalegt. „Við Bryndís bjuggum áður í lít- illi íbúð við sömu götu og fluttum síðan til Skotlands þar sem Bryndís fór í nám. Við festum síðan kaup á húsinu fyrir fjórum árum.“ Af hverju að flytja í sama hverfi? Í sömu götu? „Þetta er æðislegt hverfi. Eins og gat- an hérna fyrir framan; þetta er eins og í einhverri bjánalegri bíómynd frá sjötíu og eitthvað. Á normal degi eru kannski 10 eða 30 krakkar að leika sér á götunni; bílar eru eigin- lega hættir að keyra þar. Þetta er eins og maður man frá því maður var lít- ill.“ Ástþór segir að ástandið á hús- inu hafi verið þokkalegt. „Við erum aðallega búin að vera að dytta að og gera heimilislegt. Við áttum eigin- lega ekkert innbú þegar við keypt- um húsið; við áttum stól og sófa sem mamma hafði átt.“ Fyrsta húsgagnið sem hjónin keyptu er ljósastóll sem Tom Dixon hannaði. Það er slökkt á stólnum enda hásumar. Hjónin keyptu síðan borðstofu- borð sem er nútímalegt. Bræðurnir, Huginn og Þór, sitja þar. Pabbi þeirra hafði náð í blöð og liti fyrir glókollana sína og sett á borðið. Hann náði líka í djús. Rautt djús. Önnur húsgögn eru héðan og þaðan. Flest gömul. „Þetta eru hlýir hlutir með sögu. Pétur, vinur minn, gaf mér stólana í stofunni; þeir voru áður á listasafni. Svo höfum við keypt mikið hjá Fríðu frænku.“ Öll hús- gögnin standa á upprunalega timb- urgólfinu sem húsráðendur hafa fyllt upp í með bútum eftir þörfum og lakkað svo yfir. Tveir litlir bræður hlaupa fram hjá. „Skrímsli,“ kallar annar. UNGT FÓLK Í GÖMLU HÚSI Gullsmiður, myndlistarmaður og tveir glókollar. Ástþór Helgason gullsmiður og fjölskylda hans búa í gömlu húsi þar sem upprunalegi stíllinn fær að njóta sín. „Þetta er eins og í einhverri bjánalegri bíó- mynd frá sjötíu og eitthvað. Á normal degi eru kannski 10 eða 30 krakkar að leika sér á göt- unni; bílar eru eiginlega hættir að keyra þar. Þetta er eins og maður man frá því maður var lítill. Hér búa gló- kollar Bræðurnir sofa í sama her- berginu. Allt í stíl. Minnir svolítið á baðstofu. Verslunin Orr þar sem naumhyggjan ræður ríkjum Þvílík fegurð sem þar fæst úr gulli, silfri og eðalsteinum. Flísar Skemmtilegt útlit, veggfóður sem líkir eftir marokkóskum flísum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.