Dagblaðið Vísir - DV - 08.07.2011, Blaðsíða 44
44 | Lífsstíll 8.–10. júlí 2011 Helgarblað
Tíska og vínyll
á Iðusvölum
Laugardaginn 9. júlí verður allsherj-
arhúllumhæ á svölunum í Iðu. Boð-
ið verður upp á seiðandi sumartóna,
Grand Marnier og hægt verður að
gera frábær kaup á íslenskri hönnun
og vínylplötum. Meðal þeirra ís-
lensku hönnuða sem verða þar eru
Mundi, Birna, E-Label, Forynja,
Popup Market og svo vefverslunin
Lakkalakk. Einnig munu safnarar
selja vínylplötur og eflaust verður
hægt að krækja í einhverja gullmola.
Markaðurinn stendur frá 14 til 22.
Frá 22 til 2 verður svo eftirpartí eftir
markaðinn. Fjölmargir plötusnúðar
troða upp og meðal þeirra eru Kar-
íus og Baktus, Nauseus, Mr. Cuellar
og fleiri fjörugir.
Leikkonur
selja fötin sín
Leikkonurnar María Heba Þorkels-
dóttir og Elma Lísa Gunnarsdóttir
verða með fatamarkað á laugardag-
inn. Stöllurnar ætla að hreinsa til í
skápunum hjá sér og selja föt, skart-
gripi og skó á góðu verði. Þær eru
miklar tískuskvísur báðar tvær og
eflaust margt fallegt sem kemur úr
hirslum þeirra. Elma Lísa heldur
reglulega fatamarkaði enda algjört
fatafrík að eigin sögn. Markaðurinn
verður haldinn í húsnæði Félags ís-
lenskra leikara að Lindargötu 9 á
milli 12 og 18.
„Við erum ekki mikið
með þunga kjötrétti
þótt það komi auðvitað fyr-
ir að maður fái sér til dæmis
nautasteik. Við erum meira
með kjúklingarétti og ekki
síður fiskrétti.
Þunglyndi er sjúkdómur sem snertir
flestar fjölskyldur. Fjármálaáhyggjur
og sambandserfiðleikar eru helstu
áhrifavaldarnir en það er margt
fleira sem ýtir undir þunglyndi og
sumt kemur á óvart. Flestir eru til
að mynda örugglega hæstánægðir
með sólskinsglæturnar á landinu um
þessar mundir en fyrir marga aðra
þýðir sólskin aðeins eitt, þunglyndi.
Það er vegna þess að þeir þjást af
tegund árstíðabundins þunglyndis,
SAD eða seasonal affective disorder.
Sumarþunglyndi er rakið til horm-
ónatruflana, en þegar veður er heitt,
framleiðir líkaminn minna af skjald-
kirtilshormóni sem leiðir til minni
orkubúskaps líkamans. Önnur kenn-
ing er sú að heitt veður minnki hæfi-
leikann til þess að glíma við streitu
sem aftur leiðir til þunglyndis.
Þeir sem þjást af sumarþunglyndi
glíma við minni matarlyst og svefn-
leysi meðan þunglyndi um vetur
leiðir frekar til ofáts og mikils svefns.
Þá er enn önnur kenning sem
bendir til að margir drekki meira
áfengi á sumrin sem stóreykur líkur
á þunglyndi.
Kleinuhringir gera fólk líka þung-
lynt og það er staðreynd að blóð-
sykurfallið sem fylgir því að borða
slíkt sætmeti hefur afar slæm áhrif á
skapsmunina.
Þá er betra að íhuga alvarlega að
hætta alfarið að reykja. Ef ekki til þess
að minnka líkur á krabbameini, þá
til þess að stórminnka líkur á þung-
lyndi. Rannsóknir leiða nefnilega
í ljós að reykingar geta aukið líkur
á alvarlegu þunglyndi um 93 pró-
sent. Þetta hefur verið staðfest af vís-
indamönnum í háskólanum í Mel-
bourne. Ástæðan fyrir þessu er sú að
nikótín örvar framleiðslu dópamíns
skamma stund og gefur heilanum á
sama tíma skilaboð um að fresta eig-
in náttúrulegu framleiðslu á efninu
sem hefur þær afleiðingar að til langs
tíma minnkar heilinn framleiðslu á
dópamíni.
M
ér finnst mjög gaman að
elda og elda mjög oft; ég
viðurkenni þó að konan
mín eldar betri mat en ég,“
segir Sigurður Kári Krist-
jánsson alþingismaður. „Ég reyni að
hafa réttina holla og ferska og forðast
sósujukk og „majonesrjómablöndur“.
Ég reyni frekar að láta hráefnið sem ég
nota hverju sinni njóta sín.“
Sigurður Kári segir að þau hjónin
eldi almennt léttan mat. „Við erum
ekki mikið með þunga kjötrétti þótt
það komi auðvitað fyrir að maður fái
sér til dæmis nautasteik. Við erum
meira með kjúklingarétti og ekki síð-
ur fiskrétti. Mér finnst fiskur ótrúlega
góður og nota hann ofsalega mik-
ið hvort sem það er hvítur fiskur eða
bleikur.
Svo leggjum við mikið upp úr því
að hafa gott grænmeti með og eldum
mikið rótargrænmeti svo sem sellerí-
rót og við notum mikið sætar kartöflur
og lauka.“
Varðandi léttu réttina – Sigurður
Kári segist bæði hugsa um hollustuna
og líka að sér líði vel eftir að hafa borð-
að. „Að manni líði ekki eins og maður
hafi gleypt stóran stein og þurfi langan
tíma til að jafna sig. Það er líka gaman
að grilla læri, hamborgara og hitt og
þetta. Við erum lítið í pítsunum nema
að við gerum þær sjálf.“
Sigurður segist vera mikill aðdá-
andi rétta sem foreldrar hans elduðu
þegar hann var að alast upp. Hann
nefnir í því sambandi plokkfisk, kjöt
í karrý, kjötsúpu, saltkjöt og baunir,
soðinn fisk og nætursaltaða ýsu. „Ég
elda aldrei þessa rétti sjálfur; ég er
bara ekki nógu góður í því. Ég borða
þetta annaðhvort heima hjá for-
eldrum mínum eða í mötuneytinu í
þinginu.
Ég mæli með því að fólk prófi sig
áfram og geri alls konar nýja hluti en
gleymi samt ekki uppruna sínum;
haldi tryggð við mömmumatinn eins
og ég hef reynt að gera. Það er mikil-
vægt að þetta sé með hinu.“
Er alþingismaðurinn sælkeri? „Já,
ég held það.“
Hver er uppáhaldsrétturinn? „Ætli
það sé ekki hreindýrið sem ég elda á
jólunum með sósu, bakaðri kartöflu
og grænmeti. Það er alveg æðislegt.“
Svava
Alþingismaður
og sælkeri
Einfaldur en góður tandoori-kjúklingur með heimatilbúnu
naan-brauði, rhaita-sósu og hrísgrjónum.
Hráefni:
Grillaður tandoori-kjúklingur
Kjúklingabringur
Patak ś Tandoori paste, ein krukka.
Sýrður rjómi
2 stórir laukar (helst hótellaukar sem fást í Melabúðinni)
2 lime
Ég sker kjúklingabringurnar í nokkuð stóra bita. Hræri
saman Tandoori paste sósunni og sýrða rjómanum. Set
kjúklinginn út í þessa blöndu og læt hann marinerast þar
í ca. 2–3 tíma. Laukinn sker ég niður í stóra hringi, sem
fara í sömu marineringu. Og yfir þetta kreisti ég safann úr
limeinu.
Þegar kjúklingurinn hefur marinerast skil ég hann frá
sósunni og grilla hann. Það sama geri ég við laukinn.
Rhaita sósa:
AB-mjólk
Sýður rjómi
Agúrka
Hvítlaukur
Salt
Ég afhýði agúrkuna. Sker hana niður í smáa bita. Það sama
geri ég við hvítlaukinn, ca. eitt lauf. Hræri þessu síðan
saman við AB-mjólkina og sýrða rjómann í jöfnum hlut-
föllum og kreisti svo smá lime-safa yfir og salta.
Naan-brauð:
Hveiti, heilhveiti eða spelt
AB-mjólk
Lyftiduft
Salt
Kúmen eða annað krydd sem til er. Fer eftir smekk hvers
og eins.
Smjör
Hvítlaukur
Gróft salt
Hráefninu er blandað saman og því hnoðað saman í deig.
Það flatt út í nokkur brauð og það síðan steikt á þurri
pönnu.
Þegar brauðin eru tilbúin er smjörið brætt, fínsöxuðum
hvítlauk (3–4 geirum) bætt út í sjóðandi smjörið og því
síðan hellt yfir brauðið. Grófa saltinu síðan stráð yfir eftir
smekk.
Rétturinn er síðan borinn fram með hrísgrjónum.
n Þingmaðurinn Sigurður Kári Kristjánsson
er hrifnastur af hollum og ferskum réttum
Hugsar um hollustuna Sigurður Kári
segir þau hjónin elda almennt léttan mat.
Ljúffengur en varasamur Sætmetið gleður fólk ekki, blóðsykurfallið hefur neikvæð
áhrif á geðslagið.
Ekki eru allir ánægðir með sumarið og sólina:
Kleinuhringir geta valdið þunglyndi
Tandoori-kjúklingur
Fjaðurlokkar
Eyrnalokkar úr fjöðrum eru mjög
vinsælir um þessar mundir. Þeir
koma í alls kyns litum og síddin
er misjöfn. Það fer eftir smekk
hvers og eins hversu djarft er
teflt og gaman er að sjá mismun-
andi útfærslur. Sumir ganga svo
langt að vera með lokka í mjög
skærum og áberandi litum eins
og gulum, bleikum eða grænum
á meðan aðrir eru dannaðri og
með lokka í hefðbundnari litum
eins og svörtu og brúnu. Þetta er
skemmtilegt „trend“ sem gaman
er að leika sér að og það er líka
auðvelt að búa sjálfur til svona
lokka. Fjaðrir fást í flestum fönd-
urbúðum og einnig festingar fyrir
eyrnalokka. Þá er bara að sleppa
ímyndunaraflinu lausu og búa
sér til fallega lokka.