Dagblaðið Vísir - DV - 08.07.2011, Page 40

Dagblaðið Vísir - DV - 08.07.2011, Page 40
Engar hugmyndir? Farðu á Pinterest Það er tilvalið að heimsækja vefsíðuna Pinterest þegar hugmynda- flugið þarf inn- spýtingu. Þar nælir fólk upp myndir eins og á risastórum vegg af því sem það hrífst af. Þarna má finna sniðug- ar upp- skriftir, arkitekt- úr, hönn- un og hug- mynd- ir um hvernig má nýta pláss á heimilinu, tískumyndir og ótal upp- finningar og ráð: pinterest.com. 40 | Lífsstíll 8.–10. júlí 2011 Helgarblað Hermiveggfóður Veggfóður sem líkir eftir útliti annars veggefnis er nýjasta æðið í innanhússhönnun. Vegg- fóður í líki flísa, steypu og viðar- þilja er meðal þess sem þykir eftirsóknarvert. Veggfóðrið fæst á vel völdum stöðum. Til að mynda á wallanddeco.com. Hér eru nokkrar skemmtileg- ar útfærslur af þessu nýja æði. Þiljur Hér er veggfóður í líki gamalla veggþilja. Það stendur hvítmálað hús við Bankastræti. Dýrindis skart skreytir stóra gluggana. Gull, silfur og eðal- steinar. Ævintýri úr eðalmálmum. Sumir skartgripirnir líkjast litlum skúlptúrum. Verslunin líkist ævintýraheimi. Naumhyggjan ræður þar ríkjum. Hvítir veggir. Gler. Skartgripaverslunin Orr er í eigu gullsmiðannaa Ástþórs Helgasonar og Kjartans Arnar Kjartanssonar og sáu þeir um innanhússhönnunina. Ætli sami stíll sé ríkjandi á heimili Ástþórs? Hann er til í innlit. Gefur upp heim- ilisfangið. Gamalt hverfi. Þar er allt í rólegheitunum. Ekki sálu að sjá. Hús í ýmsum litum skreyta götuna. Fer inn í undirgang. Gullsmiður- inn hafði skrifaði í tölvupósti að það ætti að fara til hægri ef ég kæmi þeim megin inn í portið. Hægra megin eru tvö áföst hús. Bakhús. Ekki er það hið fyrra. Hávaxinn gróður vex frjálslega fyrir framan litla, svartmálaða girð- ingu. Það þarf að opna lítið hlið og þá er ég væntanlega komin á réttan stað. Grænmálað, bárujárnsklætt hús með hvítmáluðum gluggum. Geng upp tröppur. Það er opið inn. Ungur maður stendur við eldhúsinn- réttingu sem blasir við úr dyrunum. Ástþór? Jú, sá er maðurinn. Við tök- umst í hendur og hann býður mér inn. Tveir glókollar eru líka heima. Það eru synir hans, Huginn og Þór. Mamma þeirra, Bryndís Erla Hjálmarsdóttir myndlistarmaður, er í vinnunni. Hlýlegir hlutir með sögu Nei, heimilið er ekki í sama stíl og verslunin Orr. Húsið er tæplega 90 ára og má segja að það sé að mestu upprunalegt. „Við Bryndís bjuggum áður í lít- illi íbúð við sömu götu og fluttum síðan til Skotlands þar sem Bryndís fór í nám. Við festum síðan kaup á húsinu fyrir fjórum árum.“ Af hverju að flytja í sama hverfi? Í sömu götu? „Þetta er æðislegt hverfi. Eins og gat- an hérna fyrir framan; þetta er eins og í einhverri bjánalegri bíómynd frá sjötíu og eitthvað. Á normal degi eru kannski 10 eða 30 krakkar að leika sér á götunni; bílar eru eigin- lega hættir að keyra þar. Þetta er eins og maður man frá því maður var lít- ill.“ Ástþór segir að ástandið á hús- inu hafi verið þokkalegt. „Við erum aðallega búin að vera að dytta að og gera heimilislegt. Við áttum eigin- lega ekkert innbú þegar við keypt- um húsið; við áttum stól og sófa sem mamma hafði átt.“ Fyrsta húsgagnið sem hjónin keyptu er ljósastóll sem Tom Dixon hannaði. Það er slökkt á stólnum enda hásumar. Hjónin keyptu síðan borðstofu- borð sem er nútímalegt. Bræðurnir, Huginn og Þór, sitja þar. Pabbi þeirra hafði náð í blöð og liti fyrir glókollana sína og sett á borðið. Hann náði líka í djús. Rautt djús. Önnur húsgögn eru héðan og þaðan. Flest gömul. „Þetta eru hlýir hlutir með sögu. Pétur, vinur minn, gaf mér stólana í stofunni; þeir voru áður á listasafni. Svo höfum við keypt mikið hjá Fríðu frænku.“ Öll hús- gögnin standa á upprunalega timb- urgólfinu sem húsráðendur hafa fyllt upp í með bútum eftir þörfum og lakkað svo yfir. Tveir litlir bræður hlaupa fram hjá. „Skrímsli,“ kallar annar. UNGT FÓLK Í GÖMLU HÚSI Gullsmiður, myndlistarmaður og tveir glókollar. Ástþór Helgason gullsmiður og fjölskylda hans búa í gömlu húsi þar sem upprunalegi stíllinn fær að njóta sín. „Þetta er eins og í einhverri bjánalegri bíó- mynd frá sjötíu og eitthvað. Á normal degi eru kannski 10 eða 30 krakkar að leika sér á göt- unni; bílar eru eiginlega hættir að keyra þar. Þetta er eins og maður man frá því maður var lítill. Hér búa gló- kollar Bræðurnir sofa í sama her- berginu. Allt í stíl. Minnir svolítið á baðstofu. Verslunin Orr þar sem naumhyggjan ræður ríkjum Þvílík fegurð sem þar fæst úr gulli, silfri og eðalsteinum. Flísar Skemmtilegt útlit, veggfóður sem líkir eftir marokkóskum flísum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.