Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 10.08.2011, Qupperneq 3

Dagblaðið Vísir - DV - 10.08.2011, Qupperneq 3
Fréttir | 3Miðvikudagur 10. ágúst 2011 ENGEYINGAR Í VEL- LYSTINGUM EN RÍKIÐ TEKUR TJÓN SJÓVÁR n Bjarni Benediktsson sagði við DV 2009 að tjón ríkisins af Sjóvá yrði ekkert n Félög Einars og Benedikts Sveinssona skildu eftir milljarða tjón fyrir Sjóvá n Einar og Benedikt sitja á sex milljörðum Umdeild sala á Sjóvá 2005 Árið 2005 var Einar aftur í lykilhlut- verki þegar Íslandsbanki seldi 66,6 prósenta hlut bankans í Sjóvá til einkahlutafélagsins Þáttar sem var í eigu Milestone á 17,5 milljarða króna. Nokkur átök voru um söluna í stjórn Íslandsbanka og þá staðreynd að kaupin voru fjármögnuð af bankan- um. Var meðal annars fjallað um það í skýrslu rannsóknarnefndar Alþing- is. Karl Wernersson, einn aðaleigandi Milestone, hafði setið í stjórn Íslands- banka í rúmt ár þegar ákveðið var að selja félagi hans tryggingafélagið. Steinunn Jónsdóttir, dóttir Jóns Helga Guðmundssonar, sat í stjórn Íslandsbanka á þessum tíma. Hún sagði sig úr stjórninni og seldi hlut sinn í bankanum með tveggja millj- arða hagnaði eftir að hafa rifist við Karl Wernersson, meðal annars um þau áform hans að yfirtaka Sjóvá. Þegar salan á hlut Íslandsbanka til Milestone var tekin fyrir á stjórnar- fundi hjá Íslandsbanka sat Steinunn hjá. Lét hún bóka á stjórnarfundi sama dag og Milestone keypti hlutinn í Sjóvá að „…ástæða hlutleysis síns í málinu væri trú á að sala á Sjóvá í heild sinni væri hagkvæmasti kostur- inn fyrir hluthafa bankans.“ Straumur-Burðarás fór síðar fram á rannsókn á umræddri sölu þar sem fleiri en Milestone var ekki gefinn kostur á að bjóða í hlut Íslandsbanka í Sjóvá. Þess skal getið að Steinunn er í dag stór hluthafi í Sjóvá í gegnum einkahlutafélagið Ark. Er hún á með- al efnameiri Íslendinga. Það var ein- mitt umrætt einkahlutfélag hennar sem hagnaðist um tvo milljarða króna á sölunni á hlut sínum í Íslandsbanka árið 2005. Fyrrverandi Glitnistoppar í hluthafahópi Sjóvár Einnig má nefna að Steinunn Jóns- dóttir er gift Finni Reyr Stefánssyni, fyrrverandi framkvæmdastjóra hjá Glitni. Þegar umrædd sala á hlut Ís- landsbanka á hlutnum í Sjóvá fór fram árið 2005 sat Finnur í áhættunefnd Ís- landsbanka sem fór yfir lán til Mile- stone. Stuttu eftir að umrædd sala fór fram keyptu einkahlutafélög nokkurra stjórnenda Íslandsbanka hlutabréf í bankanum með lánum sem að hluta til komu frá Milestone. Í skýrslu rann- sóknarnefndar Alþingis voru þessir hagsmunaárekstrar gagnrýndir. Þeir Finnur, Tómas Kristjánsson og Jón Diðrik Jónsson voru árið 2005 framkvæmdastjórar hjá Íslandsbanka en einkahlutafélög þeirra högnuðust vel á umræddum hlutabréfakaupum. Finnur og Tómas eru í dag á meðal hluthafa í Sjóvá í gegnum félagið Siglu og Jón Diðrik á líka í Sjóvá í gegnum Draupni fjárfestingafélag. Situr Tómas nú í stjórn Sjóvár. Tómas, Finnur og Jón Diðrik voru allir á meðal nánustu samstarfsmanna Bjarna Ármannssonar hjá Glitni og hættu þeir allir á sama tíma og hann þegar Lárus Welding tók við forstjóra- starfinu hjá bankanum í maí árið 2007. Högnuðust þeir þá gríðarlega á sölu á hlutabréfum sínum í Glitni, líkt og Bjarni Ármannsson. Keyptu Tóm- as og Finnur sig inn í fasteignafélagið Klasa sem Þorgils Óttar Mathiesen átti ásamt Sjóvá á þeim tíma. Þriðjungs- hlutur Þorgils í Klasa var hins vegar yfirtekinn af Íslandsbanka í fyrra. Lánuðu áfram eftir rannsókn FME Þegar rætt er um hugsanlegt tap ís- lenska ríkisins á sölunni á Sjóvá er vert að rifja upp hvernig rekstri félagsins var háttað fyrir bankahrunið. Sama ár og Milestone keypti 66,7 prósenta hlut Íslandsbanka, árið 2005, fékk fjárfest- ingafélagið 14 milljarða króna lán hjá Íslandsbanka. Í maí árið 2006 keypti Milestone síðan 33,3 prósenta hlut Íslandsbanka í Sjóvá á 9,5 milljarða króna. Stór hluti af yfirtöku Milestone á Sjóvá var fjármagnaður af Íslands- banka. Milestone hélt áfram að lána pen- inga út úr tryggingafélaginu Sjóvá eftir að Fjármálaeftirlitið byrjaði að skoða fjárhagsstöðu félagsins á fyrri hluta árs 2008. Stærsta gatið í eignasafni Sjóvár, sem Milestone skildi eftir án þess að félagið uppfyllti skilyrði um lágmarks- gjaldþol tryggingafélaga, var tilkom- ið vegna lánveitinga út úr trygginga- félaginu upp á um 26 milljarða króna í febrúar 2008. Þessar lánveitingar urðu meðal annars til þess að eftir hrunið haustið 2008 vantaði nærri 11 millj- arða króna í eignasafn Sjóvár, svokall- aðan bótasjóð, til að félagið gæti stað- ið við vátryggingaskuldbindingar sínar gagnvart viðskiptavinum trygginga- félagsins. Milestone fékk 17,4 milljarða arð frá Sjóvá Milestone tók sér 17,4 milljarða króna lán út úr Sjóvá á árunum 2005, 2006 og 2007. Sjóvá er talið hafa tap- að um þremur milljörðum króna á fasteignaviðskiptum í Makaó eins og áður kom fram. Samkvæmt ársreikn- ingi Sjóvár tapaði félagið 30 milljörð- um króna árið 2008. Í sama ársreikn- ingi kemur fram að Sjóvá hafi tapað 1.800 milljónum króna árið 2008 á eignarhlut sínum í einkahlutafélag- inu Skeggja, en það félag átti í Vafn- ingi og Þætti International, félögum Steingríms og Karls Wernerssona, og bræðranna Einars og Benedikts Sveinssona. Þá tapaði Sjóvá 2,6 milljörðum króna á hlut sínum í Þætti Inter- national árið 2008. Þáttur var líka í eigu Wern ers- og Sveinssona. Þátt- ur var úrskurðaður gjaldþrota í fyrra og skilur eftir sig tugmilljarða króna skuldir. Félagið var stofnað árið 2007 til að halda utan um sjö prósenta eign þeirra í Glitni sem fjármögn- uð var með láni frá Morgan Stanley. Þáttur tapaði þessum hlut í banka- hruninu árið 2008. Hlutabréf Þáttar í Glitni voru endur fjármögnuð í febrúar 2008. Þá var eignarhaldsfélagið Vafn- ingur notað til að taka við láni frá Glitni sem síðan var endurlánað til Þáttar International. Þáttur greiddi svo Morgan Stanley skuldina vegna Glitnisbréfanna. Þá tapaði Sjóvá 2,5 milljörðum króna á hlut sínum í Fjárfestinga- félaginu Mætti árið 2008. Máttur átti hlut í Vafningi og í fyrirtækjum eins og Icelandair og BNT. Íslandsbanki leysti til sín hlut Máttar í Icelandair árið 2009. Máttur var úrskurðaður gjaldþrota í fyrra. Gunnlaugur Sig- mundsson var framkvæmdastjóri Máttar og sat Bjarni Benedikts- son, formaður Sjálfstæðisflokksins, í stjórn þess ásamt Einari Sveinssyni, Karli Wernerssyni og Guðmundi Óla- syni, fyrrverandi forstjóra Milestone. Sérstakur saksóknari rannsakar Sjóvá Ólafur Þór Hauksson, sérstakur sak- sóknari, hefur rannsakað lánveit- ingar Sjóvár til eignarhaldsfélagsins Vafnings og Racon AB sem veitt voru þann 29. febrúar árið 2008. Lánveit- ingarnar frá Sjóvá til Vafnings voru samtals upp á 10,5 milljarða króna. Samtals lánveitingar Sjóvár til félag- anna tveggja námu 15,7 milljörðum þennan dag og fékk Racon því um 5 milljarða króna. Upphæðin jafngilti 150 prósentum af öllu eigin fé Sjóvár á þessum tíma og nærri 70 prósent- um af vátryggingaskuld trygginga- félagsins. Í samtali við DV segir Ólafur að rannsóknin sé enn í gangi og hafi verið óslitið frá því að embættið fram- kvæmdi húsleitir í tengslum við mál- ið árið 2009. „Rannsóknin er vel á veg komin þótt ekki sé hægt að gefa það út hvenær henni lýkur,“ segir hann. Bjarni Benediktsson var ósáttur við umfjöllun DV í desember 2009: Taldi ríkið ekki tapa á Sjóvá Líklega muna flestir eftir umfjöllun DV um eignarhaldsfélagið Vafning sem fékk 10,5 millj- arða króna lán hjá Sjóvá. Einnig tapaði Sjóvá um þremur milljörðum króna á fasteignavið- skiptum í Makaó sem einnig tengdust Vafningi. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðis- flokksins og þáverandi stjórnarformaður N1, fékk umboð frá föður sínum og frænda sem áttu hlut í Vafningi í gegnum Skeggja ehf. og Mátt ehf. til að veðsetja hlutabréfin í Vafningi fyrir milljarðaláni frá Glitni. Í samtali við DV fullyrti hann að íslenska ríkið myndi ekki tapa neinur fjármunum vegna 12 milljarða króna láns sem ríkið veitti Sjóvá. Eftirfarandi er hluti af samtali Inga Freys Vilhjálmssonar, fréttastjóra DV, við Bjarna Benediktsson í desember 2009: Bjarni: „Útskýrðu fyrir mér af hverju íslenskir skattgreiðendur munu þurfa að borga 10 þúsund á mann út af þessu félagi?“ Blaðamaður: „Íslenska ríkið þurfti að leggja 12 milljarða króna inn í Sjóvá í sumar.“ Bjarni: „Það er rangt.“ Blaðamaður: „Er það rangt?“ Bjarni: „Já, já. Íslenska ríkið lánaði Glitni peninga sem það mun fá aftur. Íslenska ríkið hefur ekki lagt neitt fram. Þetta er bara bull í þér. Þú átt að vinna vinnuna þína eins og maður.“ Blaðamaður: „Sjóvá tapaði rúmum 3 milljörðum á þessari fjárfestingu í Makaó.“ Bjarni: „Hvenær lagði ríkið fram peninga sem það fær ekki til baka? Væntanlega mun ríkið ekki bera neinn skaða af þessu. Þegar þú segir að ríkið tapi þeim peningum þá verður það að vera komið í ljós að ríkið fái þá peningana ekki til baka. Þegar maður tapar einhverju þá fær maður það ekki endurgreitt sem maður lánar. Er það ekki satt?“ Einar afhenti Karli Sjóvá Einar Sveinsson sat í stjórn Íslandsbanka árið 2003 þegar bankinn keypti hlut hans og fjölskyldu hans í tryggingafyrirtækinu fyrir 5,2 milljarða króna. Hann var síðan stjórnarformaður Íslandsbanka og sat í stjórn með Karli Wernerssyni þegar Ís- landsbanki seldi Milestone Sjóvá árið 2005. Mikið tap Seðlabankinn telur að tap ríkisins á Sjóvá nemi 4,3 milljörðum króna. Tölur úr rekstri Sjóvár 2004–2008 2004 2005 2006 2007 2008 2009* 2010 Eignir 33.877 35.281 77.312 98.894 25.212 1.753 36.681 Eigið fé 8.468 6.737 12.799 10.656 -16.088 -34.460 12.292 Eiginfjárhlutfall 25% 19% 17% 11% -16% -1966% 34% Hagnaður 3.590 3.762 11.946 4.300 -29.92 -18.371 811 Arður 3.500 4.120 6.000 7.300 0 0 0 *Í ársreikningnum 2009 er ekki tekið tillit til 16 milljarða króna eiginfjárframlags frá ríkinu og Íslandsbanka.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.