Dagblaðið Vísir - DV - 10.08.2011, Page 4
4 | Fréttir 10. ágúst 2011 Miðvikudagur
Afarkostir
Þráins
Þráinn Bertelsson, þingmaður
Vinstri grænna, segist ekki styðja
fjárlög nema fundin verði sanngjörn
lausn á málefnum Kvikmyndaskóla
Íslands. Þetta sagði Þráinn í samtali
við Vísi á þriðjudagskvöld. Málefni
Kvikmyndaskólans hafa verið tals-
vert í umræðunni upp á síðkastið og
vill Þráinn að fjármögnun skólans
verði tryggð. Ríkisstjórnin er með
minnsta mögulega meirihluta á
þinginu og því gæti stuðningur Þrá-
ins skipt sköpum þegar upp verður
staðið. Hann segist hins vegar bjart-
sýnn á lausn málsins, Svandís Svav-
arsdóttir, starfandi menntamála-
ráðherra, hafi unnið mikið í málinu.
„...ég held að lausnin sé í sjónmáli.
Hitt er annað mál ef að menn gefast
upp á að finna lausn á þessu þá sé ég
enga ástæðu til að styðja fjárlögin,“
sagði Þráinn við Vísi.
Sjö króna lækkun
á einni viku
Íslensk olíufélög hafa lækkað verð
á eldnseytislítranum um 7 krónur á
einni viku en samkvæmt úttekt DV
fyrir nákvæmlega viku síðan kostaði
lítrinn af 95 oktana bensíni um 242
krónur. Eftir lækkanir mánudags og
þriðjudags er lítraverðið nú komið
niður í rúmlega 235 krónur.
Í kjölfar óvissu á alþjóðafjár-
málamörkuðum hefur heimsmark-
aðsverð á olíu hrapað. Íslensku
olíufélögin brugðust við þessu á
mánudag og þriðjudag með því að
lækka verð eftir nær linnulausar
hækkanir undanfarin ár. Þrátt fyrir
að íslenskir neytendur fagni hverri
krónulækkun má geta þess að lítrinn
kostaði 113 krónur árið 2007.
Á þriðjudag var verð á 95 oktana
bensíni lægst hjá Orkunni á höfuð-
borgarsvæðinu þar sem lítrinn kost-
aði 235,40 krónur. Hjá Atlantsolíu og
ÓB kostaði hann 235,60.
Viðskiptavinir N1 greiða 235,70
krónur fyrir lítrann og Olís 235,80
Steingrímur J. Sigfússon hafnar því
algjörlega að til standi að hækka
virðisaukaskatt á matvöru. Fram
kom í Fréttablaðinu á þriðjudag
að ríkisstjórnarflokkarnir hefðu til
skoðunar tillögur sendifulltrúa Al-
þjóðagjaldeyrissjóðsins um að sam-
ræma virðisaukaskattsþrepin þannig
að í framtíðinni yrði 20% flatur virð-
isaukaskattur. Ríkisstjórnin leitar nú
leiða til aukinnar tekjuöflunar og
var þingmannanefnd falið að skoða
þennan möguleika. Þeir þingmenn
sem DV hefur rætt við telja að ríkis-
stjórnin muni frekar reyna að leggja
frekari skatta á bankastofnanir en
að fara þessa leið. Sigmundur Dav-
íð Gunnlaugsson, formaður Fram-
sóknarflokksins, stendur hins vegar
fast á því að hækkanir á virðisauka-
skatti á matvælum hafi komið til
greina.
Yrði af slíkum skattahækunum
myndi það ekki aðeins hækka mat-
vöruverð verulega í landinu held-
ur einnig skila sér beint í vísitöluna
og hækka þannig verðtryggð lán.
Raunar hafa skattahækkanir nú-
verandi ríkisstjórnar valdið því að
skuldir heimilanna í landinu hafa
hækkað um 18,3 milljarða króna.
Árni Páll Árnason, efnahags- og við-
skiptaráðherra, sagði í svari við fyrir-
spurn Margrétar Tryggvadóttur á Al-
þingi síðasta vetur, að á tveggja ára
tímabili hefðu skuldir heimilanna í
landinu hækkað samanlagt um 18,3
milljarða króna vegna áhrifa skatta-
hækkana. Margrét spurði: „Hve
mikið hafa verðtryggð lán íslenskra
heimila hækkað á tímabilinu frá
1. febrúar 2009 til 1. febrúar 2011, í
krónum annars vegar og prósentum
hins vegar, vegna skattahækkana og
annarra aukinna álaga af hálfu ríkis-
ins sem hafa áhrif á vísitölu neyslu-
verðs?“
Árni Páll svaraði: „Áhrif skatta-
hækkana á vísitölu neysluverðs eru
um 1,50% frá 1. febrúar 2009 til 1.
febrúar 2011 samkvæmt mælingum
Hagstofu Íslands. Það þýðir að verð-
tryggð lán íslenskra heimila hækk-
uðu sem því nemur að nafnvirði. Í
febrúar voru verðtryggð lán heimil-
anna um 1.220 milljarðar kr. og því
nemur hækkunin að nafnvirði um
18,3 milljörðum kr. á tímabilinu. Al-
menn vörugjöld eru ekki með tal-
in þar sem Hagstofan greinir áhrif
þeirra ekki með beinum hætti í vísi-
tölunni.“
Fjármálaráðherra þvertekur fyrir að til standi að hækka virðisaukaskatt:
Skattar hækka skuldir um 18 milljarða
Steingrímur J. Sigfússon Þingmenn
telja að frekari skattahækkanir í landinu
einskorðist við banka og fjármálastofnanir
en ekki virðisaukaskattshækkun.
K
atrín Pétursdóttir, forstjóri
Lýsis, stendur í miklum
framkvæmdum á landareign
sinni í Fljótshlíðinni þessa
dagana. Katrín hyggst reisa
reiðhöll á landareigninni Velli 1, en
þar hafa iðnaðarmenn haft í nógu
að snúast að undanförnu. Þegar ljós-
myndara og blaðamann bar að garði
voru framkvæmdir við grunn reið-
hallarinnar í fullum gangi. Óljóst er
hvenær reiðhöll Katrínar verður til-
búin en ekki náðist í hana við vinnslu
fréttarinnar. DV hefur greint frá því
að Katrínu hafi tekist að semja um
um afskrifitir á skuldum sínum við
Glitni. Samkvæmt heimildum DV
var hún í persónulegum ábyrgðum
fyrir um milljarði króna vegna lána
sem eignarhaldsfélag hennar, Hnot-
skurn, fékk hjá Glitni árið fyrir hrun.
Félagið skuldaði 2,8 milljarða króna í
lok árs 2007.
Reiðhöll rís á Velli
Ljóst er að þrátt fyrir mikla skulda-
söfnun og persónulegar ábyrgðir er
Katrín ekki illa stödd fjárhagslega,
að minnsta kosti ef marka má þær
miklu framkvæmdir sem eiga sér
stað á landareign hennar þessa dag-
ana. Völlur 1 er landareign í henn-
ar eigu en þar er nú þegar rekið
hrossaræktarbú. Á landinu er þegar
eitt hesthús, lítil reiðhöll og íbúðar-
hús ásamt litlum skúr. Heimildir DV
herma að Katrín og fjölskylda hygg-
ist nota reiðhöllina til einkanota og
til að sinna sínu helsta áhugamáli
– hestamennskunni. Katrín á aðra
landareign í nágrenninu, Þórunúp.
Katrín hefur setið í stjórnum
fjölda fyrirtækja og situr ennþá í
mörgum þeirra. Hún var meðal
annars meðstjórnandi í stjórn í FL
Group, í stjórn Glitnis allt til ársins
2008, og í Bakkavör Group til ársins
2011. Hún á og rekur einkahlutafyrir-
tæki eins og Þórunúp, Hex og Bol.
Óljóst er hvort og þá hvaða fyrirtæki
í hennar eigu kemur að framkvæmd-
unum við reiðhöllina.
Þurfti að víkja úr stjórn
Í janúar síðastliðinn greindi DV frá
því að eignarhaldsfélagið Hnotskurn
væri á lokasprettinum við að semja
um skuldir félagsins sem nema 2,8
milljörðum króna. Eignir félagsins
námu þá ekki nema 244 milljónum
í fasteignum og lóðum. Félagið fékk
lán til hlutabréfakaupa í Trygginga-
miðstöðinni. Það eignaðist síðan
hlutabréf í FL Group þegar það fé-
lag keypti Tryggingamiðstöðina. Auk
þess að vera í eigu Katrínar, var fé-
lagið einnig í eigu Gunnlaugs Sævars
Gunnlaugssonar, fjárhaldsmanns
Guðbjargar Matthíasdóttur í Vest-
mannaeyjum til margra ára.
Samkvæmt heimildum DV varð
Katrín að víkja úr stjórn Glitnis í lok
febrúar 2008 þar sem Hnotskurn var
komið í vanskil með lán sín við bank-
ann. Enda hafði hlutur Hnotskurnar
í FL Group rýrnað mjög mikið. Mark-
aðsverðmæti hlutarins sem Hnot-
skurn átti í FL Group nam um 1.195
milljónum króna í september 2007.
Í lok desember sama ár var hlut-
ur félagsins metinn á 993 milljónir
króna en þá hafði það verið þvingað
til að selja um 20 prósent af bréfum
sínum í FL Group.
Persónulegar ábyrgðir
Gunnlaugur Sævar og Katrín voru
í persónulegum ábyrgðum vegna
skulda sinna við Glitni, samkvæmt
heimildum DV. Ekkert bendir til að
ábyrgðirnar hafi verið greiddar. Þau
fengu lánafyrirgreiðslu til að kaupa
hlutabréf í FL Group. Vera má að
uppgjör þeirra á skuldinni við Ís-
landsbanka tengist sölu þeirra á Lýsi
til Guðbjargar Matthíasdóttur með
einum eða öðrum hætti.
Eftir því sem DV kemst næst gátu
eða vildu þau Gunnlaugur og Katrín
ekki greiða skuldina sem þau voru
í persónulegum ábyrgðum fyrir og
leituðu því til starfsmanna Íslands-
banka eftir skuldaafskrift á meiri-
hluta skuldarinnar gegn því að þau
myndu greiða hluta hennar. Ekki er
vitað hvernig málið endaði hjá Ís-
landsbanka en ljóst er að Gunnlaug-
ur og Katrín ætluðu sér ekki eða gátu
ekki greitt skuldina til fulls. Reikna
má með að þau hafi fengið sínu
framgengt.
Lendingin í málinu hjá Gunn-
laugi og Katrínu hefur því hugsan-
lega verið svipuð og í afskriftamáli
Bjarna Ármannssonar við skilanefnd
Glitnis í fyrra, sem greint hefur verið
frá í DV, en hann fékk um 800 millj-
ónir króna afskrifaðar gegn því að
greiða bankanum nokkra tugi millj-
óna króna.
Reisir reiðhöll í
skugga afskrifta
n Fékk milljarða afskrifaða en reisir nú reiðhöll n Var í persónuleg-
um ábyrgðum n Reiðhöllin til einkanota, samkvæmt heimildum
Jón Bjarki Magnússon
blaðamaður skrifar jonbjarki@dv.is
Afskriftir Katrín Pétursdóttir fékk afskrif-
aðar milljarðaskuldir við Glitni en hún var í
persónulegri ábyrgð fyrir hluta þeirra.
Framkvæmdir Þegar ljósmyndara bar að
garði voru iðnaðarmenn á fullu við að leggja
grunn að nýrri reiðhöll Katrínar. Mynd EyÞóR ÁRnASon
„Heimildir DV
herma að Katrín
og fjölskylda hyggist nota
reiðhöllina til einkanota
og til að sinna sínu helsta
áhugamáli – hesta-
mennskunni.