Dagblaðið Vísir - DV - 10.08.2011, Qupperneq 8
8 | Fréttir 10. ágúst 2011 Miðvikudagur
„Ríkissjóður er skuldlaus, lífeyris-
sjóðir eru sterkir og eignir bankanna
eru miklar og öruggar. Baklandið er
sterkt en það dregur ekki úr alvöru
þess ástands sem ríkir og að veru-
leg verðmæti eru í húfi ef mönn-
um verða mislagðar hendur,“ sagði
Björgólfur Thor Björgólfsson, fyrr-
verandi aðaleigandi Landsbankans,
í viðtali við Frjálsa verslun á vor-
mánuðum 2008. Staða Landsbank-
ans á þeim tíma var orðin grafal-
varleg, en Björgólfur var hins vegar
kokhraustur. Björgólfur var spurð-
ur hversu sterkt bakland íslensku
bankanna væri, en viðtalið bar yf-
irskriftina „árásin á Ísland“. Athygli
vekur að Björgólfur nefndi skuld-
lausan ríkissjóð fyrst í upptalningu
sinni. Eftir að Landsbankinn féll
og Icesave-málið kom upp, hefur
Björgólfur haldið því fram að ekki
hafi verið ríkisábyrgð á innistæðum,
en af orðum hans að dæma var ljóst
að hann treysti hins vegar á stuðn-
ing ríkisins.
Björgólfur var spurður hvort
hann teldi að í kjölfar lausafjárvanda
bankanna og skorts á lánsfé að út-
rás íslenskra banka og fyrirtækja yrði
stopp í bili. „Það hægir verulega á, en
hvort allt verði stopp er annað mál.“
Ljóst var að höfundur greinar
hafði bullandi trú á bönkunum því í
spurningum sínum talaði hann um
„alþjóðlegt fjármálasamsæri“ gegn
Íslandi og „móðursýki“ erlendra lán-
veitenda.
Björgólfur taldi að fyrir utan
lausafjárvanda bankanna þá væru
„aðrir þættir í starfi þeirra fullkom-
lega sambærilegir við það sem nú
gerist hjá virtustu og bestu bönkum
heims.“
Útlendingar áttu að skilja að íslenskir bankar myndu ekki skaðast umfram aðra:
„Sambærilegir“ við bestu banka heims
Brattur
Skömmu fyrir
hrun taldi Björg-
ólfur Thor Björg-
ólfsson íslensku
bankanna að
mestu leyti
sambærilega
við virtustu og
bestu banka
heims.
Frítt í Bláa lónið,
hótel og leigubíl
n Farþegum Sumarferða, sem lentu í 17 tíma seinkun, voru boðin ýmis fríðindi n Frábær
þjónusta kom Barböru Howard á óvart n Segir farþegana hafa verið þreytta en ánægða
„Það kom mér bara svo á óvart hvað
það var vel að þessu staðið,“ segir
Barbara Howard sem fór til Almería
á Spáni í síðustu viku á vegum Sum-
arferða. Sautján klukkutíma seinkun
var á fluginu vegna bilunar í leigu-
flugvél sem átti að fljúga með farþeg-
ana frá Íslandi og á áfangastað. Bar-
bara, sem stödd var á Almería þegar
blaðamaður náði tali af henni, gat
ekki á sér setið og vildi hrósa starfs-
fólki Sumarferða, sem eru í eigu
Ferðaskrifstofu Íslands ehf., fyrir að
hafa brugðist hárrétt við aðstæðum
og að upplýsingagjöf til farþega hafi
verið til fyrirmyndar.
Vélin biluð á Egilsstöðum
„Vélin átti að fara í loftið klukkan
tíu en upp úr klukkan ellefu var til-
kynnt að einhver seinkun yrði og
þá var farþegum strax boðið upp á
1.500 króna úttektarmiða á veitingar
í Leifsstöð,“ segir Barbara. Farþegar
fengu þær upplýsingar frá starfsfólki
Sumarferða að vélin væri staðsett
á Egilsstöðum og að það væri ver-
ið að koma flugvirkja þangað til að
líta á hana. Eftir að flugvirkinn hafði
yfir farið vélina varð ljóst að töluvert
meiri seinkun yrði á fluginu þar sem
hún var metin óflughæf. Samkvæmt
upplýsingum til farþega þurfti því að
fá aðra leiguflugvél til sækja ferða-
langa á vegum Sumarferða til Al-
mería og sú flugvél átti svo að flytja
farþegana sem biðu á Íslandi út.
Bláa lónið, leigubíll og hótel-
herbergi
„Það var farið með okkur, fljótlega
eftir að þetta kom upp, í Bláa lónið og
þar vorum við til þrjú. Eftir það var
ekið með okkur út á Keflavíkurflug-
völl og við látin sækja töskurnar okk-
ar því það er einhver sex tíma regla
og töskurnar mega ekki vera lengur
á vellinum ef vél fer ekki í loftið. Ég
sjálf ákvað að fara heim til Reykjavík-
ur, tók bara leigubíl fram og til baka
sem Sumarferðir greiddu.“ Þeim far-
þegum sem ekki fóru til síns heima
var boðið upp á herbergi á Hótel
Keflavík og Hótel Keili og einnig
kvöldverð. Það var svo klukkan þrjú
um nóttina, 17 tímum eftir áætlaða
brottför, að vélin fór í loftið.
Láta ekki fólk sitja og bíða
„Fólkið var ánægt og fór ánægt í vél-
ina. Auðvitað sváfu flestir í vélinni og
auðvitað vorum við dauðþreytt, því
er ekki að neita, en við fengum svo
drykk og mat um borð áður en við
sofnuðum,“ segir Barbara. „Það var
alveg haft ofan af fyrir okkur þannig
að ég get ekki annað en verið mjög
sátt,“ bætir hún við.
Þá segir Barbara að fararstjórar
Sumarferða hafi einnig talað um að
ferðalangarnir komi til með að fá
bætur eða einhverja endurgreiðslu
vegna seinkunarinnar. Upplýsingar
um það eigi að berast með bréfi
fljótlega. Barbara telur að önnur
þjónustufyrirtæki geti jafnvel tekið
vinnubrögð Sumarferða sér til fyrir-
myndar.
Þorsteinn Guðjónsson, fram-
kvæmdastjóri Sumarferða, segir að
mál sem þessi komi sem betur fer
ekki oft upp. Þeir hafi þó sérstaka
aðgerðaáætlun til að fara eftir þegar
slíkt gerist. Farþegum hefur til dæm-
is áður verið boðið í Bláa lónið ef
flugi seinkar. „Það versta sem þú ger-
ir fólki er að láta það sitja og bíða,“
sagði Þorsteinn í samtali við DV.
Óánægja með skort á upp-
lýsingum
Töluvert hefur verið fjallað um ein-
stök mál sem komið hafa upp hjá
fyrirtækinu Iceland Express upp á
síðkastið. Mest áberandi hafa verið
fréttir af óánægju farþega með skort
á upplýsingum frá fyrirtækinu þeg-
ar vandamál hafa komið upp, líkt
og seinkun eða niðurfelling á flugi.
Síðast var það mál 14 ára stúlku sem
skilin var eftir í Danmörku því vél
Iceland Express var yfirbókuð. Upp-
lýsingafulltrúi fyrirtækins sagði að
þar hefði þjónustuaðilinn erlendis
klikkað. Svipað var uppi á teningn-
um þegar farþegar sátu fastir í Frakk-
landi í einn og hálfan sólarhring eft-
ir að vél Iceland Express hafði verið
kyrrsett vegna þess að hún uppfyllti
ekki skoðunarreglur, fyrr í sumar.
Þjónustan kom á óvart Barbara How-
ard var virkilega ánægð með frammistöðu
starfsfólks Sumarferða. Hún segir upp-
lýsingagjöf hafa verið til fyrirmyndar.
Sólrún Lilja Ragnarsdóttir
blaðamaður skrifar solrun@dv.is
„Það var alveg haft
ofan af fyrir okkur
þannig ég get ekki annað
en verið mjög sátt.
Hótaði að stefna Birni Val Gíslasyni:
Enn engin
stefna
Björn Valur Gíslason, þingmaður
Vinstri grænna, segist hafa verið
búinn að gleyma deilum sínum við
Guðlaug Þór Þórðarson, þingmann
Sjálfstæðis-
flokksins, þegar
blaðamaður DV
hafði samband
við hann. Guð-
laugur Þór hótaði
Birni Val meið-
yrðamáli vegna
orða hans um
að sá fyrrnefndi
hefði þegið mútur í prófkjörsbaráttu
sinni árið 2006. Guðlaugur þáði um
25 milljónir króna í styrki á árunum
2005 til 2007.
Ummælin umræddu ritaði Björn
Valur á bloggsíðu sína þann 21. des-
ember síðastliðinn. Þá skrifaði hann:
„Engan veit ég þingmann um utan
umræddan Guðlaug Þór sem er með
landsfundarályktun síns eigin flokks
á bakinu um að hann skuli hætta
sem þingmaður flokksins. Og hvers-
vegna ætli það sé? Jú, vegna mútu-
greiðslna sem þingmaðurinn þáði
og komu honum til þeirra valda sem
hann hafði sem ráðherra í ríkisstjórn
Geirs H. Haarde.“
Lögfræðingur Guðlaugs Þórs
veitti Birni Val fimm daga frest til
þess að fjarlægja ummælin af vef-
síðu sinni og draga þau til baka í
apríl á þessu ári. Björn Valur gerði
það ekki og sagðist í samtali við DV
ekki ætla sér að gera það. Guðlaugur
sagðist í kjölfarið ætla að stefna Birni
Val. Enn sem komið er hefur engin
stefna borist sem fyrr segir.
Guðlaugur Þór vildi ekki tjá sig
um málið þegar DV hafði samband
við hann en sagði að það myndi
skýrast á haustmánuðum hvenær
og þá hvort Birni Val verður stefnt
vegna ummælanna. astasigrun@dv.is
Á bólakafi í Blautulónum:
Rútan dregin
á þurrt
Björgunaraðgerðir við að ná rútunni
sem fór á bólakaf í Blautulónum á
laugardaginn fóru fram á þriðjudag.
Líkt og fram hefur komið er rútan
í eigu tékknesks ferðafyrirtækis og
voru 22 tékkneskir ferðamenn að
ferðast í henni en aðeins helmingur
þeirra var í henni þegar hún sökk.
Ferðamennirnir ellefu sem um borð
voru náðu að bjarga sér við illan leik.
DV greindi frá því á mánudag
að ábendingar hefðu borist um
að rútunni hefði reglulega verið
ekið býsna glannalega. Lögreglan á
Hvolsvelli hyggst kanna akstursskífu
fjallarútunnar þegar henni hefur
verið komið á þurrt til að athuga
hvort glæfralegt aksturslag hafi átt
þátt í slysinu.
Fyrirtækið Tarabus mun standa
straum af kostnaðinum við björgun-
araðgerðirnar. Sóldís Helga Sigur-
geirsdóttir úr Flugbjörgunarsveitinni
Hellu tók meðfylgjandi myndir á
þriðjudag en flugbjörgunarsveitin er
þessa dagana á hálendisvakt björg-
unarsveita að Fjallabaki.
Aðgerðaráætlun Framkvæmdastjóri Sumar-
ferða segir að það versta sem hægt er að gera
þegar flugi seinkar sé að láta fólk sitja og bíða.