Dagblaðið Vísir - DV - 10.08.2011, Page 10

Dagblaðið Vísir - DV - 10.08.2011, Page 10
10 | Fréttir 10. ágúst 2011 Miðvikudagur E in af þeim breytingum sem Ög­ mundur [Jónasson] hefur stært sig af er að flóttamenn fái nú að vera á landinu á meðan mál þeirra eru tekin fyrir í kerfinu. Nú virðist hins vegar kominn einhver afturhaldssemi í ríkisstjórnina því það á að vísa Mouhamde úr landi þrátt fyrir að mál hans sé ennþá til vinnslu í kerfinu,“ segir Haukur Hilmarsson, meðlimur í No Borders hreyfingunni í Reykjavík. Haukur segir að um aftur­ hvarf í málefnum flóttafólks sé að ræða, verið sé að hverfa aftur til stefnu Sjálfstæðisflokksins í þessum málum. „Litlu sigrarnir sem mannréttinda­ samtök hafa barist fyrir með kjafti og klóm – einu sigrarnir sem við gátum í raun ornað okkur við – eru með þessu hafðir að engu.“ Mál flóttamannsins og stroku­ þrælsins Mouhamde Lo hefur vakið töluverða athygli hér á landi undan­ farið. Útlendingastofnun hefur lokið við málsmeðferð hans og vísar til Dyfl­ innarreglugerðarinnar. Samkvæmt úrskurði stofnunarinnar á að senda Lo aftur til Noregs en þar hefur um­ sókn hans um hæli þegar verið hafn­ að. Ögmundur Jónasson innanríkis­ ráðherra hefur í viðtali við DV sagt að Lo eigi kost á því að kæra úrskurð norskra stjórnvalda, en hann hefur þegar kært úrskurð íslenskra stjórn­ valda. Mánuður er liðinn síðan Lo flúði gistiheimilið Fit en þann 8. júlí mættu lögreglumenn upp á gistiheimilið og gripu í tómt. Hann hefur síðan fal­ ið sig fyrir íslenskum yfirvöldum. Lo óttast að ef hann verði sendur aft­ ur til Noregs muni hann enda aftur í Mári taníu þar sem þrælahaldari bíð­ ur hans. DV ræddi við talsmenn Mou­ hamde Lo hjá No Borders, þá Hauk Hilmarsson og Almar Erlingsson, en þeir hafa lengi starfað með flóttafólki og aðstoðað það þegar kemur að sam­ skiptum við íslensk yfirvöld. Reynt að hunsa lög „Menn reyna ítrekað að skáskjóta sér undan ábyrgð, ótal lög sem við höf­ um tíundað á fleiri en einum stað hafa verið brotin og okkar ásökunum um lögbrot ekki verið svarað efnislega. Á meðan það er uppi rökstuddur grun­ ur um að framin hafi verið lögbrot þá ætti maðurinn að njóta vafans – hann ætti ekki að þurfa að vera í felum,“ segir Haukur. Samtökin hafa bent á að ákvörðun um að vísa Lo úr landi hafi brotið gegn allra mikilvægustu grundvallarréttindum og mannhelgi hans. Ákvörðun um brottvísun hafi verið tekin og tilraun til framkvæmdar hennar gerð áður en Lo var gefið færi á að kæra úrskurðinn til innanríkis­ ráðuneytisins eða fylgja slíkri kæru á eftir. Ákvörðunin brjóti gegn réttinum til réttlátrar málsmeðferðar, þá brjóti hún einnig í bága við og/eða grafi undan fjölda ákvæða stjórnsýslu­ laga, þar á meðal jafnræðisreglunni, meðal hófsreglunni, leiðbeiningar­ skyldu stjórnvalda og upplýsingarétti. „Það er alveg sama hvað menn telja upp margar lagagreinar þarna. Mergur málsins er þessi: Málefni þessa hælisleitenda eru til umfjöllun­ ar í Noregi og þar á að leiða málið til lykta. Þannig að málið er í þessu ferli og ásakanir um ómannúðlega fram­ göngu íslenskra yfirvalda eru ekki sanngjarnar,“ sagði Ögmundur þegar DV spurði hann út í ásakanir No Bor­ ders um lögbrot íslenskra stjórnvalda. Almar segir slík viðbrögð vera lýs­ andi fyrir viðhorf ríkisvaldsins. „Þegar kemur að stöðu jaðarhópa eins og flóttamanna, miðast öll túlkun á lög­ um við að komast hjá því að taka mál þeirra til efnislegrar meðferðar á Ís­ landi. Þannig hikar ríkisvaldið ekki við að túlka lög þröngt til þess að komast hjá því að taka mál til umfjöllunar, en um leið og lagabókstafurinn er flótta­ mönnum í vil þá er allt reynt til þess að snúa út úr og/eða hunsa lögin.“ Lögfræðingar til aðstoðar Almar bendir á að rétturinn til lífs og rétturinn til mannvirðingar og frels­ is hafi alltaf forgang yfir minni hags­ muni. Ríkið haldi úti stefnu gagnvart útlendingum sem gangi út á það að bjóða þá velkomna sem hafa mennt­ un og peninga en halda hinum fyrir utan. „Það er einmitt þar sem okkur greinir mest á við ríkisvaldið. Þar sem þessi stefna er tekin umfram réttinn til lífs. Það sem ríkisvaldið er að ganga út frá sem aðalforsendu eru einhverj­ ir minniháttar samningar eins og Dyflinnarreglugerðin. Það sem við göngum út frá sem aðalforsendum er mannréttindasáttmáli Sameinuðu þjóðanna, samningur Sameinuðu þjóðanna gegn pyntingum og íslensk mannréttindalöggjöf og jafnvel út­ lendingalögin sjálf.“ Á meðal þeirra sem aðstoða No Borders­samtökin eru lögfræðingar sem gefa vinnu sína. Samtökin hafa undanfarnar vikur bent á að máls­ meðferð Lo hafi verið um margt göll­ uð allt frá byrjun og bæði lögregla og Útlendingaeftirlitið hafi brotið á rétti hans. Á meðal þess sem bent hefur verið á er að þegar Lo kom til landsins var hann handtekinn fyrir að ferðast án löglegra skilríkja. Honum var hald­ ið í þrjá sólarhringa án þess að vera boðin réttargæsla og án þess að hann væri færður fyrir dómara. Hann fékk ekkert færi á að ráðfæra sig við lög­ mann sinn sem hann hitti í fyrsta sinn inni í dómsalnum þegar dæmt var í málinu gegn honum né heldur fékk hann færi á að sækja um hæli fyrr en eftir að hann hafði þegar setið 15 daga í fangelsi. Einn dagur í meðferð sakamáls Almar bendir á að samkvæmt mann­ réttindasáttmála Sameinuðu þjóð­ anna og íslenskri löggjöf um vega­ bréfaeftirlit sé ólöglegt að sækja hælisleitendur til saka fyrir að nota fölsuð skilríki. „Flestir koma með föls­ uð skilríki vegna þess að þeir hafa ekki aðgang að löglegum skilríkjum. Þetta er eitthvað sem er gert sérstaklega ráð fyrir í mannréttindasáttmálum en íslenska ríkið byrjar á því að senda fólk í fangelsi.“ Haukur tekur undir: „Við skulum halda því til haga að það var tekin skýrsla af Mouhamde þann 20. desember en þann 21. desember var hann dæmdur fyrir skjalafals og honum vöðlað í fangelsi. Það er einn dagur í meðferð sakamáls. Þetta þekk­ ist ekki gagnvart Íslendingum.“ Hauk­ ur segir flóttamenn sjaldnast vita af því að verið sé að brjóta á réttindum þeirra. Farið sé með þá sem glæpa­ menn og það sé gert svo vel að þeir trúi því jafnvel sjálfir að þeir hafi gert eitthvað af sér. Innanríkisráðherra hefur sagt að ekki sé ástæða til þess að ætla ann­ að en að Lo fái sanngjarna málsmeð­ ferð í Noregi. Haukur segist hins vegar hafa reynslu af öðru. „Þeir flóttamenn sem við höfum þekkt hafa verið sendir aftur til svæða þar sem pyntingar við­ gangast. Einn fyrsti félagi okkar, Fatah frá Afganistan, var sendur aftur til Kandahar og flúði að sjálfsögðu það­ an eins fljótt og hann gat vegna þess að þar eru talíbanar og þar eru pynt­ ingar og þar eru grýtingar. Ögmundur segir enga ástæðu til að ætla annað en að norsk stjórnvöld sýni Mouhamde sanngirni en við höfum einfaldlega reynslu af öðru og ég hreinlega skil ekki hvaðan þessi ofurtrú á norskum stjórnvöldum kemur. Björn Bjarnason sagði nákvæmlega það sama í máli Paul Ramses, hann sá enga ástæðu til annars en að treysta ítölskum stjórn­ völdum fyrir hans máli. Menn horfa algjörlega framhjá því að bæði ítölsk og norsk stjórnvöld hafa orðið uppvís að því að senda þúsundir fólks aftur til svæða þar sem það er í lífshættu.“ Illa séð hjá alþjóðastofnunum Á meðal þeirra sem hafa gripið til sams konar aðgerða og Lo var flótta­ maðurinn Wali Safi frá Sierra Leone. Mannréttindadómstóll Evrópu beitti reglu 39 í því máli og sendi því frá sér eins konar skipun til íslenskra stjórn­ valda um að ekki mætti senda Wali Safi úr landi fyrr en málsmeðferð væri lokið. „Það var undir slíkum þrýst­ ingi sem Wali Safi fékk dvalarleyfi hér á landi,“ segir Haukur. Hann seg­ ir að ríkisvaldið verði að fara að við­ urkenna að það sé ekki vel séð hjá al­ þjóðastofnunum hvernig það hagi sér. „Menn hafa dregið lappirnar í þess­ um málum og ekki beygt af leið fyrr en þeir hafa fengið högg í smettið frá al­ menningi og/eða alþjóðlegum stofn­ unum. Það er aldrei tekið fram í opin­ berri umræðu að þau mál sem enda með dvalarleyfi eða hælisveitingu hafa mjög oft unnist með þrýstingi al­ mennings eða frjálsra félagasamtaka og jafnvel með lögbrotum eða óhlýðni þessara einstaklinga við valdboð ríkis­ valdsins.“ Ögmundur hefur undanfarið impr­ að á að í hans tíð sem innanríkisráð­ herra hafi verið gerðar breytingar og þessi mál hafi komist í betri farveg en áður. Almar segir hins vegar að eng­ ar grundvallarbreytingar hafi átt sér stað. Hann segir málið ekki endilega snúast um að sett verði ný lög þrátt fyrir að núverandi löggjöf sé útlend­ ingum og flóttamönnum almennt séð óhagstæð, heldur að farið sé eftir nú­ verandi lögum. „Ég fæ ekki séð hvaða breytingar Ögmundur á við. Hann er til dæmis nýlega búin að láta hafa eftir sér í DV að ekki sé fyrirhugað að taka upp mál með flutning flóttamanna frá Fit í Njarðvík og til Reykjavíkur. Það hljómar mjög einkennilega fyrir mér að stjórn sem vill kenna sig við mann­ réttindi, jöfnuð, hvað þá norrænt vel­ ferðarkerfi, komist upp með að stunda þessi vinnubrögð.“ „Litlu sigrarnir hafðir að engu“ n Talsmenn strokuþræls segja norræna velferðarstjórn vera að hverfa aftur til stefnu Sjálfstæðisflokks n Stjórnvöld svara ekki ásökunum um lögbrot n Telja að Norðmenn sendi Mouhamde Lo til Máritaníu Jón Bjarki Magnússon blaðamaður skrifar jonbjarki@dv.is „Það hljómar mjög einkennilega fyrir mér að stjórn sem vill kenna sig við mannrétt- indi, jöfnuð, hvað þá nor- rænt velferðarkerfi, kom- ist upp með að stunda þessi vinnubrögð. Á móti þrælahaldi Brottflutningi Mouhamde Lo var mótmælt við Stjórnarráðið en þar var Ögmundur hvattur til að snúa ákvörðun Útlendingastofnunar við. Brotið á réttindum No Borders hafa sagt að ýmis réttindi Mouhamdes Lo frá Máritaníu hafi verið brotin af íslenskum yfirvöldum. Þessu hafnar Ögmundur Jónasson.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.