Dagblaðið Vísir - DV - 10.08.2011, Page 13

Dagblaðið Vísir - DV - 10.08.2011, Page 13
Fréttir | 13Miðvikudagur 10. ágúst 2011 Krabbameinssjúk móðir: „Finnst tilveran vera að hrynja“ „Ég hef svo miklar áhyggjur af fjár- málum að ég er byrjuð að taka róandi.“ Þetta skrifar Rakel Sara Magnúsdóttir, 28 ára tveggja barna móðir sem glímir við krabbamein í eitlum og hefur gert síðastliðin sjö ár, á bloggsíðu sína. Rakel Sara skrifar um lífsreynslu sína á opinskáan hátt á bloggsíðu sinni en það er átakanleg færsla hennar frá því í síðustu viku sem vakið hefur mikla athygli í net- heimum. Þar greinir Rakel Sara frá því að hún sé afar illa stödd andlega. Ástæðan er sú að fyrir nokkru hafi hún fengið „djöfullegt bréf“ frá Tryggingastofnun sem rukkar hana um nokkur hundruð þúsund krón- ur vegna ofgreiddra bóta. „Þessar svokölluðu ofgreiddu bætur voru nógu ömurlegar og hvað þá eftir að búið er að lækka þær um 70 þúsund og ég á eftir að borga þessa hundrað þúsund kalla einhvern veginn í ómögulegum andskotanum. Daginn sem bréfið kom, byrjaði ég á því að kasta upp og leggjast upp í rúm og hágráta. Ég hef ekki grátið síðan ég bugaðist þarna einu sinni í mergskiptunum, ég er greinilega að bugast núna og get ekkert gert í því,“ skrifar Rakel Sara. Mergskiptin sem hún vísar til munu vera þegar hún fékk bein- merg frá litla bróður sínum í apríl í fyrra. Nú segist Rakel hins vegar taka róandi lyf þar sem hún sé buguð af fjármálaáhyggjum. Áhyggjur henn- ar af lífshættulegum veikindum sínum „komast ekki með tærnar þar sem fjármálaáhyggjurnar hafa hælana. Þetta hljómar svo bilað, ég veit en svona er þetta bara.“ Rakel Sara segist aldrei hafa beðið um aðstoð frá fjölskyldu og vinum en nú sé hún komin í þá stöðu að hún neyðist til þess. Á bloggsíðu sinni birtir hin krabba- meinssjúka móðir reikningsupp- lýsingar þar sem hún vonast til að góðhjartaðir Íslendingar leggi henni lið.  „Fyrir utan peningaáhyggjur sem eru að drepa mig (samkvæmt blóðþrýstingsmælingu), áhyggjum af lífi mínu þá er vesen í fjölskyld- unni sem liggur eins og mara á mér allan daginn, alla daga. Mér finnst tilveran vera að hrynja. Þetta kann að hljóma sem vanþakklæti þar sem ég á heilbrigð börn og fullt af góðu fólki en það eru takmörk fyrir hversu mikil Pollýanna ég get verið eftir 7 ára krabbameðferðir með til- heyrandi tekjumissi og útlátum. Ég er örmagna á líkama og sál, verkjuð og bólgin en reyni eins og ég get auðvitað að gera gott með demant- ana mína, þær eru mér allt,“ skrifar Rakel Sara að lokum. Vændið splundraði fjölskyldunni hann hefur haft áhyggjur. „Hún hef- ur oft og mörgum sinnum hótað líf- láti og þú veist aldrei hvenær verð- ur af því. Veikindin birtast svona. Ég vil ekki meina að manneskja sé með réttu ráði þegar hún gerir svona.“ Misnota veika manneskju Honum er því fyrirmunað að skilja hvernig eftirspurnin eftir vændis- þjónustu hennar geti verið svona mikil eins og raun ber vitni, hún fær um sjö símtöl á dag og oftar en ekki koma sömu mennirnir oftar en einu sinni. „Ég veit ekki hvort þessir menn viti af veikindum hennar. Sumir gera það þó býst ég við. Sjálfsagt hefur hún sagt sumum frá þessu. Þeir hljóta að sjá það þegar þeir hitta hana að hún er ekki í lagi. Þeir eru að notfæra sér veika manneskju og það getur enginn borið því við að hann sjái það ekki á henni. Það er kannski ekki hægt að heyra það á henni í síma hvað hún er veik en hún lítur svo illa út að það fer ekk- ert á milli mála. Hún er svo grönn að beinin standa opin. Ég vil meina að þetta sé sjúkt. Enda hef ég aldrei keypt mér kynlífs- þjónustu sjálfur.“ Skrýtin blessun „En það sem hefur fyrst og fremst brugðist henni er heilbrigðiskerfið. Þegar hún kveikti í rúminu hjá mér hringdi ég í neyðarlínuna og fékk lækni heim. Sá settist á rúmstokk- inn hjá henni og á meðan koddinn logaði úti á svölum sagði hann að hún virtist vera í lagi. Henni var ekki hjálpað. Ég tók því þannig að það væri verið að spara svo mikið að það mætti ekki leggja fólk inn á geðdeild. Þegar þú talar við hana sérðu strax að þetta er svakalega góð sál. Það sem hún gekk í gegnum í æsku var hörmulegt og hún hefur sagt að það sé ástæðan fyrir því að hún beri ekki ábyrgð á því hvernig hún fer með líkama sinn í dag. Hún deyf- ir allar tilfinningar með neyslu. En þetta er liðin tíð og kominn tími til að fyrirgefa og gleyma. Það er allavega ljóst að ef þessir peningar áttu að veita þessu heimili einhverja blessun þá var það skrýtin blessun.“ Umfjöllun DV mánudaginn 8. ágúst. „Ég er að berjast“ Bréf hennar til fjölskyldunnar „Elsku Sxxxx minn Svona er lífið einu sinni. Við erum búin að vera saman hlið við hlið síðan 1988. Hvað finnst þér um að vera búinn að eyða hálfri ævinni með mér, eins og ég er og hef alltaf verið? Mér finnst það bæði gott og slæmt en þegar upp er staðið hefur nítíu prósent bara verið gott. Í raun og veru ertu bara búinn að gera mér greiða með því að vera með yngsta son okkar. Fyrst þegar ég fór þá var ég var ekki orðin svona mikill ræfill. Þá var enn baráttuhugur í mér. En fyrir svona sex mánuðum þá gafst ég upp fyrir því og í dag er ég bara orðin sátt, en ekki þannig, ég er orðin köld í garð krakkanna minna.“ „Sorglegt, ekki satt?“ „Hxxxx hefur alltaf verið mjög tengdur mér og ég honum en í dag er eiginlega allt slökkt á milli okkar. Þegar hann er hjá mér finnst mér það þægileg tilfinning en hann er bara orðinn þannig sjálfur, svo skemmdur að mér finnst frekar erfitt að hafa hann hjá mér. Hann stuðar mig mjög oft, er frekur og talar oft við mig með hroka og dónaskap og af mikilli óvirðingu. Sorglegt, ekki sagt?“ „Litla prinsessan mín“ „Jæja, Axxx mín. Hún hefur alltaf verið mjög stór hluti af mínu hjarta, er enn og verður sennilega alltaf. Þetta er yndisleg persóna, hún er litla fiðrildið mitt eða litla ótemjan mín. Hún er með mjög gott hjarta, litla prinsessan mín.“ „Ég vildi óska þess að ég væri meiri mamma“ „Bxxxxxxxxx litla mín. Í raun höfum við aldrei þekkt hvor aðra eftir að hún fór frá mér fimm ára gömul. (Innskot sambýlismannsins: „Hún var hjá móður minni vegna veikinda móður sinnar sem var inni á spítala í sjö mánuði ef ég man rétt.“) Í ár höfum við verið að kynnast. Hún er algjör perla, bara lítil stelpa, gimsteinn. Hún er dugleg og stendur með sjálfri sér. Mér þykir vænt um að kynnast henni aftur og sjá hver hún er í raun. Hún hefur átt rosalega erfitt líf, tilfinningalega og er algjörlega lokuð, eiginlega týnd en litla stelpan mín á von á barni nú þegar hún er sjálf bara barn. Ég vildi óska þess að ég væri meiri mamma en ég er í dag til að geta staðið henni við hlið og stutt hana þegar stundin rennur upp og hún eignast yndislegan engil.“ „Hana vantar mömmu sína“ „Hún þarf mikla hlýju og hana vantar mömmu sína. Það sama segi ég um Axxxxx og hann son minn. „Hvar er mamma mín?“ spyrja þau. Eins sýnir þú í þér að þú ert enn að leita, „hvar ert þú og hvar ætlar þú að vera?“ spyrðu.“ Algjört kraftaverk „Þá er það hún Dxxxxxx, elsku dúllan mín. Hún er nú eiginlega bara alveg eins og mamma sín. Samt er hún bara eitt stórt hjarta og hefur verið frá því að hún fæddist, algjört kraftaverk, eins og öll börnin okkar. Hún er bara spes, alltaf ljúf og góð en skapstór þegar hún þarf á því að halda. Annars bara ljúf og glöð. Hún er sem gim- steinn í hjarta mínu en hún kallar og kallar: „Hvar ertu elsku mamma mín? Komdu til mín, ég elska þig.““ Þú þurftir öryggi en ekki fé „Exxxxx xxxxxxx hefur gengið í gegnum svo margt í þessu lífi að það liggur við að hún þurfi að upplifa það sama og ég. En ég elska hana. Hún kom fyrst og í dag er hún enn litla stelpan mín. Samt svo mikil mamma sjálf, vill vera það þótt þetta sé erfitt þegar það er enginn til staðar sem hægt er að leita til þegar eitthvað er að. Ég hef alltaf gert allt fyrir hana, keypt þrjú til fjögur innbú fyrir hana en það voru bara dauðir hlutir. Eins hef ég reddað peningum fyrir hana ef á þurfti að halda en það er allt annað sem hún er að kalla á. Hún vill öryggi, er öryggislaus, einmana og með ranga sjálfsímynd. Hún er dóttir mín en hún er ekki bara dóttir mín heldur líka minn besti og traustasti vinur. Elsku stelpa, litla folaldið mitt, ég verð alltaf til staðar, mundu það. Ég hef elskað þig frá því að ég sá þig fyrst við fæðinguna, svo falleg og vel sköpuð. Ég var folald og vissi ekki betur en reyndi að gera mitt besta og reyni enn. Ég elska þig. Dag eftir dag hrópar þú hástöfum: „Komdu til baka, komdu og vertu mamma mín,“ líkt og öll þín systkini.“ „Ég vil ekki bregðast“ „Ég er að berjast. Þið verðið að skilja það. Ég vil ekki bregðast ykkur. Ég er mjög rík kona, ég á fimm heilbrigð, góð og falleg börn. Ég þakka Guði það að við stöndum saman. Ég þarf bara að finna sjálfa mig, hver ég er, hvað ég ætla að verða og hvernig ég get hjálpað mér sjálf. Ég lofa, ég ætla, ég skal. Ég kem aftur til ykkar fljótlega, ekki með dollara heldur með ást og hreint hjarta. Guð veri með ykkur öllum börnunum mínum, alla daga, barnabörnum mínum og mann- inum mínum. Ég elska ykkur öll jafn mikið. Mamma kemur aftur til ykkar og gerir það sem ég er búin að klikka á í tvö ár. Ég sakna ykkar og góðu tímanna og hugsa mikið um það þegar þið voruð öll lítil börn og er leið yfir að hafa ekki gert betur. Ég bara kunni það ekki og veit að þið skiljið mig og fyrirgefið mér. Það eina sem ég á í hjarta mínu eruð þið og góðar minningar. Ég elska ykkur, mamma.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.