Dagblaðið Vísir - DV - 10.08.2011, Page 16

Dagblaðið Vísir - DV - 10.08.2011, Page 16
16 | Erlent 10. ágúst 2011 Miðvikudagur Þ að getur tekið allt að 30 ár að hreinsa burt olíu úr ós­ hólmum Nígerfljótsins samkvæmt skýrslu Um­ hverfisstofnunar Sam­ einuðu þjóðanna, UNEP. Mengunin nær yfir þúsund ferkílómetra svæði í Ogoni landi, suðaustur hluta Nígeríu, og kostar um 115 milljarða króna að hreinsa svæðið. Achim Steiner, fram­ kvæmdastjóri UNEP, sagði Nígeríu­ búa hafa þurft að borga dýru verði hagvöxtinn sem olíuiðnaður hef­ ur fært Nígeríu síðan olía fannst þar 1956. Olíuleki þykir daglegt brauð í ós­ hólmum Nígerfljótsins en samkvæmt þróunarstofnun Sameinuðu þjóð­ anna voru meira en 6.800 tilfelli skráð á árunum 1976 til 2001 og er talið að tilfellin hafi verið mun fleiri. Algengt er að lekar séu ekki skráðir. Steiner vonast til að skýrslan myndi vísindalegan grundvöll til að hefja allsherjarhreinsun á svæðinu. Samkvæmt Amnesty International er magn olíunnar, sem lekið hefur á svæðinu síðan olíuvinnsla hófst árið 1958, tvöfalt á við olíuna sem lak í Mexíkóflóa í fyrra. Falla á eigin prófi Ýmislegt kemur fram í skýrslunni, til dæmis að mikil mengun er í vatnsbóli heimamanna. Mengun hefur fund­ ist í jarðvegi og í farvegum áa allt að 40 árum eftir að olía hafði lekið á við­ komandi svæðum þrátt fyrir að olíu­ fyrirtæki hafi sagst hafa lokið hreins­ unum þar. Mengunin nær niður á allt að fimm metra dýpi. Skýrslan sýndi jafnframt að olíu­ fyrirtæki, auk þess að uppfylla ekki eigin kröfur og kröfur stjórnvalda, hafi hagað rannsókn málanna sér í vil og á kostnað fórnarlambanna. „Olíufyrirtæki hafa of lengi mis­ notað veikt regluverk Nígeríu. Þau koma ekki nægilega mikið í veg fyrir umhverfisskaða og taka ekki á þeim gríðarlegu áhrifum sem misgjörð­ ir þeirra hafa á líf fólks,“ sagði starfs­ maður Amnesty. Lífslíkur á mengaða svæðinu eru um 43 ár samkvæmt Þró­ unarstofnun Sameinuðu þjóðanna. Alvarlegar afleiðingar „Eftir lekann lenti pabbi í efnahags­ vandræðum. Mamma dó vegna þess að ekki var til fé til læknismeðferð­ ar og systkini mín þurftu að hætta í skóla,“ segir Eric Dooh, sonur höfð­ ingjans í þorpinu Goi, sem sækir mál á hendur Shell fyrir dómstól í Haag, þar sem höfuðstöðvar Shell eru til húsa. Þorpið er í eyði en þeir sem þar bjuggu hafa nú gefist upp á að sækja málið fyrir nígerískum dómstólum en þeir hafa nú beðið í 14 ár eftir að fá úr­ lausn sinna mála. Olíulekar hafa haft gífurleg áhrif á þetta fámenna fiskveiðisamfélag sem fyrir meira en 20 árum var í ágætum málum. „Fólk drakk vatn, veiddi, eld­ aði og synti í víkinni. Þetta var full­ kominn staður,“ segir einn af síðustu íbúum þorpsins sem lagðist endan­ lega í eyði árið 2009 þegar síðasta húsið þar varð óbyggilegt eftir þriðja lekann á skömmum tíma. „Ég berst ekki fyrir sjálfan mig. Þetta mál er prófraun […] Ég berst fyrir samfélög víða um óshólmana,“ sagði Dooh. Buðu 664 þúsund og örlítið af matvælum í skaðabætur Olíurisinn Shell viðurkenndi ábyrgð sína á tveimur stórum olíulekum með hálfs árs millibili árið 2008 og 2009, í grennd við bæinn Bodo í Ogonilandi. Fyrirtækið gæti þurft að greiða millj­ arða króna fyrir skaðann. Lekarnir hafa haft gífurleg áhrif líf 69.000 íbúa bæjarins þar sem fiskveiðar og land­ búnaður leika stórt hlutverk. Bænd­ ur og fiskimenn hafa þurft að láta af störfum sínum þar sem ræktarland er ónýtt og allur fiskurinn, sem ekki hef­ ur drepist vegna mengunarinnar, er óætur vegna mengunarinnar. Viðurkenningin kemur í kjölfar þess að borgarar í Ogonilandi höfð­ uðu mál gegn fyrirtækinu í Bret­ landi en heimamenn bera takmarkað traust til réttarkerfisins í Nígeríu. Áður hafði Shell boðist til að greiða íbúum Bodo 664 þúsund krónur í skaðabæt­ ur auk 50 poka af hrísgrjónum, 50 poka af baunum og örlítilla matvæla í viðbót. Höfðingjum fannst tilboðið svívirða en sættust þó á það eftir ráð­ leggingar lögmanna. Olíustuldur mikið vandamál Talsmenn Shell höfðu fram að því varpað allri sök á skemmdarverk ungmenna á olíulögnum og sögðu stuld á olíu vera orsök 98 prósenta af olíulekanum. Höfðingjar í Ogoni­ landi segja hins vegar að lekinn sé vegna þess að olíulagnirnar séu gaml­ ar og ryðgaðar. Þeir viðurkenna þó að stuldur á olíu sé vandamál. „Það var vanræksla Shell sem neyddi fólk til að stela,“ sagði Groobadi Pata, forseti ungmennasambands Bodo. Talsmaður umhverfisverndarsam­ taka á svæðinu,  Kentebbe Ebiaridor, heldur því fram að mafía standi að baki olíustuldi. „Það er ekki mögulegt að stela svona mikilli olíu án vernd­ ar,“ segir Ebiaridor. Hann bendir jafn­ framt á að sjóherinn hafi eftirlit með ám og víkum en þaðan liggja leiðir að helstu olíulögnum og olíubirgða­ stöðvum. Stuldur geti í raun ekki far­ ið fram án þeirra vitundar. Háttsettir stjórnendur í Nígeríu viti þannig hvað fari fram og fái sinn skerf af þýfinu á meðan þorpssamfélög taki á sig alla sök á olíustuldi. Patrick Naagbanton, mann­ réttindafrömuður segir skipulagða glæpastarfsemi ráða olíustuldi í Ogoni landi. Rússneskir og úkraínskir vopnasalar hafist við á landamær­ unum og selji íbúum vopn á borð við AK­47­rifla fyrir olíuna. Þannig hafi heilu samfélagin komið sér upp „þöglum her“ og þykja því óshólmar Nígerfljótsins eitt hættulegasta svæði jarðar. Áfrýjanir notaðar markvisst til að kæfa málaferli Viðurkenning Shell á ábyrgð sinni þykir sjaldgæfur sigur fyrir heima­ menn. Á síðustu 30 árum hafa meira en þúsund mál verið höfðuð gegn Shell. Langflestum máluð hefur verið vísað frá, þeim lokið með sáttum sem fela í sér greiðslu upp á nokkra doll­ ara eða týnst í réttarkerfinu. Í málum þar sem Shell hefur verið dæmt í óhag hefur fyrirtækið áfrýjað og þannig getað tafið málaferli sem íbúar ós­ hólmanna hafa vart efni á. Þannig má nefna að Shell hefur áfrýjað dóms­ úrskurði frá árinu 2006 sem kvað á um að fyrirtækið ætti að greiða Ijaw­ þjóðflokknum 173,4 milljarða króna í skaðabætur. Ejama Ebubu­þjóðflokk­ urinn bíður enn eftir Shell hreinsi olíuleka frá árinu 1970 en Shell kenn­ ir nígerískum hermönnum alfarið um lekann en borgarastyrjöld var í land­ inu á þeim tíma. Árið 2000 dæmdi hins vegar Hæstiréttur Nígeríu Shell til að greiða tæplega fimm milljarða króna í bætur vegna olíuleka í Ogonilandi 30 árum áður. Dómurinn er rakinn til mikils fárs í kjölfar þess að mótmælaleiðtog­ ar voru teknir af lífi. Skýr skilaboð um að olíufyrir- tæki séu ekki friðhelg Shell var hrakið frá Ogonilandi árið 1994 eftir mótmæli heimamanna sem hófust árið 1990 en olíulagnir standa þó enn. Allt að 300 þúsund manns, þriðjungur Ogona, mótmæltu í frið­ sömum mótmælum gegn Shell og fleiri olíufyrirtækjum. Árið 1995 voru níu forsprakkar mótmælanna, þar á meðal rithöfundurinn Ken Saro­ Wiwa, ákærðir fyrir morð í tengslum við mótmælin og dregnir fyrir rétt í Nígeríu. Engin stoð var fyrir ásökun­ unum en samt sem áður voru þeir dæmdir til dauða og líflátnir sama ár. Shell var í kjölfarið ásakað um að hafa átt þátt í að hafa fengið mennina dæmda til dauða og ári síðar höfðuðu mannréttindasamtök mál gegn Shell fyrir alríkisdómstól í New York. Mál­ inu lauk með sátt fyrir tveimur árum þar sem Shell greiddi tæplega 1,8 milljarða króna í skaðabætur vegna lífláts Saro­Wiwa. Upphæðin er ein sú hæsta sem fjölþjóðlegt fyrirtæki hefur þurft að greiða vegna mannréttinda­ brota. „Þetta var eitt af fyrstu málun­ um þar sem fjölþjóðlegt fyrtirtæki var ákært fyrir mannréttindabrot. Þessi sátt staðfestir að fjölþjóðleg fyrirtæki njóta ekki sömu friðhelgi í athöfnum sínum og áður,“ sagði lögfræðingur hjá mannréttindasamtökunum sem sóttu málið gegn Shell. Hrikaleg mengun af völdum SHell n Óshólmar Nígerfljótsins eru eitt mengaðasta og hættulegasta svæði jarðar n Íbúar treysta ekki dómstólum í Nígeríu og leita til Bretlands, Bandaríkjanna og Hollands Björn Reynir Halldórsson blaðamaður skrifar bjornreynir@dv.is „Lífslíkur á meng- aða svæðinu eru um 43 ár samkvæmt Þró- unarstofnun Sameinuðu þjóðanna. Gríðarleg mengun Eins og sést á meðfylgjandi mynd er mengunin mikil á sumum svæðum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.