Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 10.08.2011, Qupperneq 17

Dagblaðið Vísir - DV - 10.08.2011, Qupperneq 17
Fréttir | 17Miðvikudagur 10. ágúst 2011 Allt á einum stað! Bílaverkstæði | Dekkjaverkstæði | Smurstöð | Varahlutir Þú færð fría olíusíu ef þú lætur smyrja bílinn hjá okkur Komdu með bílinn til okkar og þú færð fría ástandsskoðun Ó eirðirnar í Lundúnum síðustu daga þykja þær mestu í manna minnum. Ástandið í borginni þykir svo alvarlegt að embætt- ismenn eru farnir að íhuga herlög og útgöngubann. Einn maður hefur látist í óeirðun- um en hann lést í gær, þriðjudag, af skotsárum sem hann hlaut degi áður. Fangaklefar eru yfirfullir en hundruð manna hafa nú verið handtekin, þar á meðal 11 ára drengur. Lögreglan hef- ur átt fullt í fangi með mótmælend- ur og meira að segja óeirðalögreglan þurfti að flýja mótmælendur aðfara- nótt þriðjudags þar sem þeir voru of margir. Yfir 16 þúsund lögreglumenn hafa verið settir á vakt, sumir hverjir með nánast enga reynslu. Óeirðirnar hafa tekið á sig alls konar ljótar myndir. Logandi bygg- ingar eru nú algeng sjón sem og glæpagengi sem ráfa um rænandi og ruplandi. Til dæmis náðist á mynd- band atvik þar sem særðum dreng var hjálpað á fætur til þess eins að vera rændur. Óeirðirnar hafa nú breiðst út víða um Lundúnir og einnig til annarra borga, meðal annars Birmingham og Liverpool. Treysta ekki lögreglunni Margir fordæma óeirðirnar og segja enga ástæðu fyrir þeim. Öðrum finnst hins vegar slík nálgun full mikil ein- földun og leita skýringa á því hvers vegna ástandið er orðið svona alvar- legt. Til dæmis benda sumir á að fólk- ið á bak við óeirðirnar finnist samfé- lagið ekkert gera fyrir það og það hafi í raun engu að tapa. Þannig vilja sum- ir tala um borgaralega óhlýðni reiðra ungmenna. Aðspurður hvort óeirðirnar skil- uðu einhverju sagði einn þátttak- andi: „Já, annars værirðu ekki að tala við mig.“ Hann tók sem dæmi 2.000 manna friðsamleg mótmæli við höf- uðstöðvar Scotland Yard sem fóru fram án þess að svo mikið sem einn stafur yrði skrifaður um þau. Ætlaði að hefja nýtt líf með fjölskyldunni Kveikjan að öllum þessum óeirðum var dráp lögreglu á Mark Duggan, 29 ára, fjögurra barna föður. Duggan var stöðvaður á fimmtu- daginn fyrir viku í aðgerðum lögregl- unnar sem rannsakaði hann vegna meintrar vopnasölu. Hann var einn- ig sagður hafa stundað sölu á fíkni- efnum og vera meðlimur í glæpa- gengi. Nánustu ættingjar hans neit- uðu að tala við fjölmiðla, þegar þeir mættu til minningarathafnar, vegna þess að þeim fannst fjölmiðlar fara frjálslega með sannleikann um hann. Þau lýstu honum sem ástrík- um föður sem dýrkaði börnin sín. Unnusta hans sagði að þau hefðu vonast til að geta gifst innan tíðar, flutt frá Tottenham-hverfinu og haf- ið nýtt líf. Í fyrstu var talið að hann hefði látist eftir skotbardaga við lögreglu. Sú kenning var byggð á því að skot hefði lent í talstöð lögreglumanns. Nú virðist hins vegar sem skotið hafi komið úr byssu lögreglunnar og Duggan hafi verið óvopaður. Taka átti málið til rannsóknar á þriðjudaginn en það hefur tafist vegna deilna á milli Scotland Yard og IPCC, óháðrar nefndar sem tekur á kvörtunum gagnvart lögreglu. Sam- kvæmt IPCC gæti rannsóknin tekið fjóra til sex mánuði. Þetta er langt frá því að vera fyrsta dauðsfallið sem lögreglan veldur. Frá árinu 1998 hafa 333 látist í haldi lögreglu, samkvæmt fréttum breskra fjölmiðla. Friðsöm mótmæli fóru úr böndunum Mótmælin á laugardagskvöldið áttu að standa í einungis klukkutíma en mikill hiti var í mótmælendum sem voru óánægðir með óskýr svör lögreglu. Ýmsar sögusagnir gengu manna á milli og voru þær ekki til að bæta ástandið sem endanlega fór úr böndunum þegar lögreglan réðst að 16 ára stúlku. Stúlkan steig fram og hrópaði slagorð og var barin með kylfum. Vitni segir hana hafa kastað bæklingum og einhverju sem líktist múrsteini að lögreglu. Ekki er vitað nákvæmlega hvað rétt er í þessu en óeirðir brutust út í kjölfarið og entust alla nóttina. Nánasta fjölskylda Duggins var viðstödd mótmælin en hvarf á brott þegar mótmælin leystust upp í óeirð- ir. Bróðir Duggans, Shaun Hall, sagði ofbeldið hugsanlega vera afleiðingu einhvers konar dómínóáhrifa sem sköpuðust vegna lélegra samskipta af hálfu lögreglunnar. Hann sagði fjölskylduna hins vegar ekki sam- þykkja ofbeldið. Hreinsa til í Lundúnum Hópur manna hefur tekið sig sam- an og boðað til allsherjarhreinsun- ar á götum Lundúna og fleiri borga. Á vefsíðunni riotcleanup.co.uk. eru Lundúnabúar hvattir til að sýna samfélagsvitund í verki og hreinsa til á götum úti. „Þetta snýst ekki um óeirðirnar, heldur að hreinsa til,“ stendur á heimasíðunni. Fólki er bent á að taka með sér, meðal ann- ars, stóra ruslapoka, kústa, hanska og límbönd. Þá hefur verið settur upp listi yfir staði sem hreinsa þarf og getur hver sem er bætt við listann. Telja sig hafa engu að Tapa Björn Reynir Halldórsson blaðamaður skrifar bjornreynir@dv.is Óeirðalögregla í viðbragðsstöðu Óeirðalögreglan hefur tekist á við mótmæl- endur sem kveikt hafa í allnokkrum byggingum. n Miklar óeirðir breiðast út um Bretland n Óeirðirnar má rekja til dráps lögreglu á fjögurra barna föður n Íbúar hreinsa til: „Þetta snýst ekki um óeirðirnar“ asdgLasdg „Fangaklefar eru yfirfullir en hund­ ruð manna hafa nú verið handtekin, þar á meðal 11 ára drengur. CONTEXT Rioting and looting spread across and beyond London on Monday as hooded youths set fire to cars and buildings, smashed shop windows and hurled bottles and stones at police in a third night of violence in Britain’s worst unrest in decades Graphic Story Size Artist Date Reporter Research Code BRITAIN-RIOT/UPDATE2 BRITAIN-RIOT/ 15 x 14.5 cm Kinyen Pong, Brice Hall 09 / 08 / 11 - K. Pong VIO © Copyright Reuters 2011. All rights reserved. http://thomsonreuters.com/products_services/media/media_products/graphics/ 5 km Birmingham Bristol Lundúnir Liverpool Manchester Bretland 2 mi Enfield Ponders End Tottenham Islington Hackney Oxford Circus Brixton Lewisham Croydon Peckham Woolwich Clapham Ealing Walthamstow Waltham Forest Chingford Mount River Thames 6. ágúst, laugardagur Tottenham Yfir 200 mótmælendur safnast saman fyrir utan lögreglustöð. Laugardagskvöld Mótmælendur kasta bensínsprengjum í átt að lögreglustöð, kveikja í lögreglubílum, byggingum og ýmsu lauslegu. 7. ágúst, sunnudagur Tottenham Ofbeldið heldur áfram Óeirðirnar dreifast um Lundúnir Enfield Hópur ungmenna veldur tjóni á verslunum og lögreglubílum. Chingford Mount Þrír lögregluþjónar slasast þegar ekið er á þá. Ponders End/ Walthamstow/ Waltham Forest/Oxford Circus Brotist inn í verslanir og vörum stolið. Islington Lögreglubíll skemmdur. Brixton 200 ungmenni ráðast á lögreglustöð og brjótast inn í verslanir. 8. ágúst, mánudagur Hackney Mótmælendur leggja verslanir í rúst. Peckham Kveikt í strætisvögnum. Lewisham Kveikt í bifreiðum. Woolwich Kveikt í tveimur húsum, brotist inn í verslanir og skemmdarverk unnin. Clapham Verslanir rændar. Ealing Skemmdarverk. Croydon Eldar kveiktir víðs vegar um hverfið með tilheyrandi eyðileggingu. Áfram brotist inn í verslanir. Óeirðirnar dreifast um landið Birmingham/Liverpool Skemmdarverk og innbrot í verslanir. Manchester Bílar skemmdir. Bristol Skemmdarverk og innbrot. Dagur 1 Dagur 2 Dagur 3 Óeirðirnar í Lundúnum Heimild: BBC, Reuters LU N D Ú N I R 4. ágúst, fimmtudagur Ferry Lane, Tottenham Mark Duggan, 29 ára, er skotinn til bana af lögreglu. 35 lögregluþjónar slasaðir Handteknir: 344 í London 100 í Birmingham 69 kærðir eirðirnar í L ndúnum

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.