Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 10.08.2011, Qupperneq 18

Dagblaðið Vísir - DV - 10.08.2011, Qupperneq 18
18 | Umræða 10. ágúst 2011 Miðvikudagur tryggvagötu 11, 101 reykjavík Útgáfufélag: Dv ehf. Stjórnarformaður: Lilja Skaftadóttir Ritstjórar: jón trausti reynisson, jontrausti@dv.is og reynir traustason, rt@dv.is Fréttastjóri: Ingi Freyr vilhjálmsson, ingi@dv.is Umsjón helgarblaðs: Ingibjörg Dögg kjartansdóttir, ingibjorg@dv.is Umsjón innblaðs: Ásgeir jónsson, asgeir@dv.is DV á netinu: dv.is Aðalnúmer: 512 7000, Ritstjórn: 512 7010, Áskriftarsími: 512 7080, Auglýsingar: 512 7050. Smáauglýsingar: 512 7004. Umbrot: Dv. Prentvinnsla: Landsprent. Dreifing: Árvakur. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. trúðar og galgopar Leiðari Reynir Traustason ritstjóri skrifar: Bókstaflega Andri slær í gegn n Útvarpsmaðurinn Andri Freyr Við- arsson hefur slegið í gegn með sjón­ varpsþáttum sínum, Andri á flandri. Í þáttunum þvælist Andri um landið í húsbíl með hundinn Tómas sér við hlið. Mæl­ ingar sýna að fjölmenni horfir á þáttinn þótt kurr hafi verið uppi um gæði hans. Þá er víst að þátturinn höfðar til aug­ lýsenda því Andri hefur fengið sem bónus að tala inn á auglýsingu fyrir hundamat. Hann fetar þar í slóð Páls Magnússonar útvarpsstjóra sem seldi sinn einfalda smekk til fatabúðar Sævars Karls. Skapvondur talsmaður n Heimir Már Pétursson, fyrrverandi fréttamaður Stöðvar 2, er nú að nýju genginn í raðir spunameistara og ætlar að bjarga Iceland Express frá því umtali sem fylgir stöðug­ um röskunum á áætlunum. Þetta fyrirtæki Pálma Haraldssonar lenti í ógöngum um verslunarmanna­ helgina. Blaðamaður DV hringdi þá í Heimi talsmann sem brást ókvæða við. Frábað hann sér svona símtöl þar sem hann myndi ekki byrja í starfinu fyrr en daginn eftir. Þótti þetta ekki boða gott varðandi framhaldið en félagið er þekkt fyrir að forstjórinn, Matthías Imsland, svarar ævinlega af ljúfmennsku, sama hvað á dynur í sveiflukenndum áætlunum. Skúli í skjóli n Björn Snæbjörnsson, formaður Starfsgreinasambandsins, liggur undir ámæli fyrir að hafa látið Skúla Thoroddsen, fyrrverandi fram­ kvæmdastjóra, hafa sem nemur 9 milljónum króna við starfslok hans. Fjórtán félagsmenn í Starfsgreina­ sambandinu krefja formanninn svara en grunur er um að Skúli hefði framið refsiverð brot í starfi. Er hann grun­ aður um að hafa dregið sér fé og eru margir innan Starfsgreinsambands­ ins furðulostnir yfir því að lögreglan sé ekki komin í málið. Strangtrúaður skuldari n Mál Sparisjóðs Keflavíkur stækkar stöðugt. Nú er ljóst að bankinn var rekinn af miklu gáleysi og með þeim afleiðingum að milljarðar króna hafa fallið á al­ menning. Óvíst er hvort rann­ sókn muni fara fram á aðkomu innansveitar­ pólitíkusa í Kefla­ vík að sukkinu. Á meðal stærri viðskiptavina bankans var Steinþór Jónsson, bæjarfulltrúi og hótelstjóri, sem var stórtækur í um­ deildum fjárfestingum á Vellinum. Steinþór er strangtrúaður aðventisti og er það trú vina hans og félaga að hann hafi ekkert misjafnt aðhafst. Sandkorn A lltaf snúast vopnin í höndun­ um á Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra. Langþráð­ ur draumur hennar og Sam­ fylkingarinnar um nýja stjórnarskrá leiddi hana til þess að efna til kosn­ inga um stjórnlagaþing. Jóhanna skapaði fyrirbæri sem átti að búa til æðislega stjórnarskrá og leggja síð­ an niður laupana. Stjórnlagaráð átti aldrei að þvælast fyrir henni og öðr­ um stjórnmálamönnum til lengri tíma. N ú er stjórnlagaráð búið að skila af sér stjórnarskrá og meðlim­ ir þess hafa fundið það á eig­ in skinni hvað það er gaman að vera í vel borgaðri innivinnu hjá ríkinu við að búa til reglur fyrir hina. Sérstaklega þegar vel gengur og allir eru ánægðir með mann. Eftir að stjórnarskráin var klár og ráðið búið að afhenda hana Alþingi, ætlaði Jóhanna að leggja ráðið niður. Takk fyrir þjónustuna og látið ykk­ ur nú hverfa. En bíðið við, nú neit­ ar sköpunarverkið að láta leysa sig upp. Stjórnlagaráð ætlar að lifa sjálf­ stæðu lífi og ætlar að stofna nýjan stjórnmálaflokk verði ekki farið að vilja þess. Hvernig gat þetta gerst? Sköpunarverk Jóhönnu er farið að hóta henni andstöðu hlýði hún því ekki! Nú situr forsætisráðherrann uppi með stjórnlagaráð sem neitar að láta leysa sig upp og ætlar að berj­ ast áfram. L esandi góður, þú ert pottþétt að hugsa það sama og Svarthöfði. Það eru sláandi líkindi með þessari atburðarás og sögunni af vísindamanninum Dr. Franken­ stein og hvernig sköpunarverk hans snérist gegn honum og gerði síðan allt gjörsamlega vitlaust. Að minnsta kosti í þeim skilningi að sköpunar­ verkið hlýðir ekki húsbónda sínum og er meira að segja með derring við hann. Samlíkingin á ekki við um þann hluta sögunnar af Franken­ stein þegar sköpunarverkið fór að drepa fólk. Jæja, þetta eru þá kannski ekki sláandi líkindi, en líkindi engu að síður. Aldrei hefði Jóhanna getað séð þetta fyrir. Hvernig átti henni að detta það í hug að með því taka 25 ein­ staklinga utan úr bæ, setja þá tíma­ bundið í virðingarstöðu og gefa þeim mikil óbein völd, myndi það leiða til þess að þeir neituðu að láta af hendi nýfengna samfélagsstöðu sína og ákveða að skora hana á hólm? Sjald­ an launar kálfurinn ofeldið, hlýtur hún að tauta við skrifborðið í Stjórn­ arráðinu. J óhanna er í undarlegri stöðu. Ef hún hlýðir ekki stjórnlagaráði fer stjórnlagaráð í hart. Ef hún hlýðir stjórnlagaráði vex því ás­ megin og það heldur áfram störfum sínum. Fram undan er því epískur bardagi (félags)vísindamannsins Jóhönnu við sköpunarverk sitt sem framlengdi líftíma sinn án þess að hún fengi nokkuð við ráðið. Hún setti þetta saman, hún hlýtur að kunna að taka það í sundur. H ugmyndir um að rjóminn af stjórnlagaráði bjóði sig fram til Alþingis eru af hinu góða. Víst er að Þorvaldur Gylfason og aðrir ráðsmenn eiga fullt erindi á Al­ þingi Íslendinga. Það er ákall í landinu eftir heil­ brigðu og nýju stjórnmálaafli sem vinnur í þágu fólksins í landinu en ekki við að ota sínum tota. Þessi þrá þjóðarinnar eftir nýju blóði kom fram í því að Borgarahreyfingin náði góðu fylgi í síðustu þingkosningum og Besti flokkurinn seinna í borgarstjórnar­ kosningum. Vandinn er hins vegar sá að framboðin voru sett fram í gríni eða besta falli hálfkæringi. Borgara­ hreyfingin er enda splundruð og eftir stendur fyrirbærið Hreyfingin sem fáir vita fyrir hvað stendur. Gamla Borg­ arahreyfingin lifir af almannafé og logar í innbyrðis átökum um sponsur fyrir gæðinga. Þar er litla von að finna um siðvæðingu í stjórnmálum. Besti flokkurinn er með þeim ósköpum að grínið er efst á baugi. Borgarstjórinn slær í gegn í skrúðgöngum en ekki þess í milli. Orkan fer í að reyna að þjappa borgarfulltrúum saman í gervi gæsa. Meirihluti borgarstjórnar brýtur lög með því að skila ekki rekstraráætl­ unum. Á meðan stendur fjárhagur Borgarinnar í ljósum logum. Ábyrgð­ arleysið tröllríður Ráðhúsinu. Fjórflokkurinn er ekki sérlega trú­ verðugur. Þar er flest við það sama þótt í einhverjum tilvikum hafi átt sér stað hreinsun. Óþroskuð umræðu­ hefð ræður ríkjum á Alþingi Íslend­ inga. Tekist er á um tittlingaskít dag­ ana langa en kjarni málsins gjarnan sniðgenginn. Almenningur hefur enda misst trúna á þingið. Það er því lykilatriði að fólkið í landinu taki hlut­ verk sitt sem kjósendur alvarlega og vindi ofan af vitleysunni. Það er óboð­ legt að fólk sýni atkvæðisréttinum þá fyrirlitningu að kjósa ábyrgðarlausa trúða til forystu. Stjórnlagaráðið sýndi í störfum sínum að þar fór fólk sem hafði vit og þroska til að takast á um kjarn­ ann í stjórnmálunum, sjálfa stjórnar­ skrána. Þótt auðvitað hafi einhverjir hefðbundnir flokkadrættir til hægri og vinstri átt sér stað, þá var vinna ráðsins í það heila til fyrirmyndar. Ráðið skilaði samhljóða niðurstöðu sem er í raun kraftaverk. Það er því fín hugmynd að þetta fólk komi sér saman um að bjóða fram til þing­ kosninga og færa þannig blæ sam­ lyndis yfir þingheim. Sundrungin og upphrópanapólitík galgopanna yrði þá vonandi sett til hliðar. Aðalatrið­ ið er að koma þingheimi í það horf að almenningur eignist að nýju trú á fulltrúum sínum. Í stað þess að kjósa trúða þarf þjóðin að finna verðuga fulltrúa sem treystandi er fyrir fjör­ eggi örþjóðar við ysta haf. Það lifnaði við Svarthöfði „Það bitnar allt harkalega á heimilunum og fyrirtækj- unum í land- inu á meðan það er nánast stefna að það megi ekki auka hag- vöxtinn.“ n Vilhjálmur Egilsson, framkvæmda- stjóri Samtaka atvinnulífsins, segir tíma skattahækkana liðinn. – mbl.is „Einu sinni fékk ég svo mikið ógeð á karli að ég hringdi í konuna hans og sagði henni frá þessu.“ n Fimm barna móðir sem hefur stundað vændi í 16 ár. – DV „Aðkoman í morgun var vægast sagt ógeðsleg – einhver fremur illa gefinn hafði þá reddað sér smá kúk og sett á glæsi- legan bakka; lok af rækju- salati frá Bónus – og smurt á bílinn minn – sér- staklega á handfangið.“ n Þorbjörg Marinósdóttir bloggaði um að einhver óprúttinn aðili hefði smurt skít yfir bíl hennar. – DV.is „Ég er búinn að vera að díla við streit, hvíta karlmenn frá blautu barnsbeini og er ég með fordóma ef ég loksins fer að setja þeim mörk?“ n Páll Óskar Hjálmtýsson segist ekki haldinn fordómum. – DV Ert þú að hætta á toppnum? „Nei, ég á eftir að verða Íslands- meistari með Völsungi. Það er toppurinn.“ Pálmar Péturs- son, sem varð íslandsmeistari með hand- knattleiksliði FH á síðustu leiktíð, hefur látið í það skína að hann hyggist taka sér hlé frá handboltanum, í það minnsta um sinn. Spurningin „Tekist er á um tittlingaskít dagana langa.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.