Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 10.08.2011, Qupperneq 19

Dagblaðið Vísir - DV - 10.08.2011, Qupperneq 19
N ýlega dæmdi Héraðsdómur Reykjavíkur blaðamann DV til skaðabótagreiðslu fyrir greina- skrif um íslenska konu sem hafði [svert yfir] með dætur sínar til Íslands frá Danmörku vegna meintra [svert yfir] fyrrverandi eiginmanns hennar gagnvart henni og börnunum. Dómur- inn taldi blaðamanninn, sem höfund greinarinnar, bera ábyrgð á ærumeið- andi ummælum hennar um manninn. Dómurinn veldur vonbrigðum vegna þeirra fjötra er hann leggur á tjáningar- og fjölmiðlafrelsi en einn- ig hefði hann átt að leiðbeina um: (1) Hvað á erindi til almennings? (2) Skipt- ir sannleiksgildi efnis máli og hver ber sönnunarbyrði? (og hve langt þarf fjöl- miðillinn að ganga í að staðreyna sann- leiksgildi?) (3) Hvað meira hefði blaða- maðurinn getað gert? Í dóminum er ákveðið hvað á erindi til almennings og hlýtur hann því að búa yfir kunnáttu um hvernig ákvarða eigi hvað eigi „erindi til almennings.“ Ef sú vitneskja felst í öðru og meiru en aðferðafræði bandaríska hæstaréttar- dómarans Potter Stewart, þegar Hæsti- réttur Bandaríkjanna leitaðist við að skilgreina hvað teldist klám – „I know it when I see it“ – hefði verið gagnlegt að fá upplýsingar það varðandi. Endar samantekt úr 1. hluta. Hvað meira hefði blaðamaðurinn átt að gera? Blaðamaðurinn lagði fram yfirlýsingu frá viðmælanda og systur hennar sem staðfesti að rétt væri eftir þeim haft. Hvað meira hefði hann átt að gera? Það vanrækir dómurinn að tilgreina. Hefði hann átt að afla gagna í Danmörku, at- huga hvort konan hafði haft samband við lögreglu vegna [svert yfir] manns- ins? Hefði hann átt að hringja í mann- inn til að fá hans hlið á málinu? Það er ekki vitað vegna þess að dómurinn virðist ekki telja þetta atriði – rannsókn- ina – skipta máli. Reglan ætti að vera sú að fjölmið- illinn teljist hafa uppfyllt skyldu sína ef hann reiddi sig á að minnsta kosti eina áreiðanlega heimild og hafði ekki réttmæta ástæðu til að efast um sann- leiksgildi þeirrar heimildar/heimildar- manns eða nákvæmni upplýsinganna frá heimildarmanninum, jafnvel þó upplýsingarnar reynist síðar vera óná- kvæmar eða rangar. Samkvæmt dóminum er greini- lega ekkert sem fjölmiðill getur gert til að fyrirbyggja ærumeiðingadóm á sig, sama hverjar kringumstæðurnar eru. Íslensk ærumeiðingarákvæði úrelt og brot á mannréttindum Eiríkur Jónsson lögfræðingur lagði fram á Alþingi árið 2006 þingsályktun- artillögu þess efnis að tímabært væri að færa ærumeiðingarákvæði almennra hegningarlaga til samræmis við breytt mannréttindaviðhorf sem og alþjóð- legar skuldbindingar Íslands á sviði mannréttinda. Eiríkur segir m.a.: „ Kjarni máls- ins er sá að ákvæði hegningarlaga um ærumeiðingar eru úrelt og samrýmast að ýmsu leyti illa nútímaviðhorfum til mannréttinda. [...] „Ekki verður...annað séð en að það fyrirkomulag sem kveðið er á um í 234. og 235. gr., að refsa fyrir útbreiðslu ummæla sem sjálfstætt brot, lagt að jöfnu við frummeiðinguna, brjóti gegn dómaframkvæmd Mannréttindadóm- stóls Evrópu. [Sbr. mál] Þorgeirs Þor- geirsonar gegn Íslandi frá 25. júní 1992, en þar var lögð áhersla á það í áfellis- dómi yfir íslenska ríkinu að Þorgeir hefði í raun verið að skýra frá því sem aðrir sögðu um ofbeldi af hálfu lög- reglu.“ Eiríkur telur einnig sumt í fram- kvæmd ábyrgðarreglna prentlaga hafa orkað tvímælis gagnvart stjórn- arskránni og ákvörðunum Mannrétt- indadómstólsins. Fróðlegt er að velta fyrir sér niður- stöðunni ef viðtalinu hefði verið sjón- varpað, en ábyrgðarákvæði prentlaga ætti þá ekki við. Yrði fréttamaðurinn fundinn sekur um ærumeiðingu? Óþægilegur sannleikur = skaða- bótaskylda? Íslenskir fjölmiðlar brugðust alvar- lega aðhaldshlutverki sínu á árunum fyrir hrun. Í fjölmiðlaumfjöllun Rann- sóknarskýrslu Alþingis kemur fram að meirihluti íslenskra blaða- og frétta- manna telur sjálfsritskoðun vera til staðar á íslenskum fjölmiðlum. Því miður má vafalaust rekja slíkt viðhorf til ótta um atvinnuöryggi, en tilhugs- unin um gjaldþrot eða jafnvel fang- elsisvist vegna hugsanlegra brota á hinum úreltu ærumeiðingarákvæð- um hegningarlaga, sem „tæplega eða engan veginn fást staðist nútímaleg mannréttindaviðhorf“ er ekki til þess fallin að styrkja aðhaldshlutverk fjöl- miðla. Þar til íslenskir fjölmiðlar fá svör við þeim spurningum er þessi dómur vekur verður ómögulegt að fjalla op- inberlega um mikilvæg málefni. Fjöl- miðlar munu aldrei geta sinnt að- halds- og rannsóknarhlutverki sínu ef þeir eiga sífellt yfir höfði sér hugs- anlegar málsóknir með tilheyrandi fjárútlátum. „Stór hluti“ umfjöllunar um íslenskt fjármálalíf á árunum fyr- ir hrun „virtist runninn undan rifjum fyrirtækjanna sjálfra“. Ef íslenskir fjöl- miðlar verða að reiða sig á slíkan kjaf- tavaðal mun glæpastarfsemi eins og sú sem leiddi til bankahrunsins óhjá- kvæmilega halda áfram. Þegar máli þessu verður áfrýjað ætti Hæstiréttur fortakslaust að gera grein fyrir hlutverki fjölmiðla í íslensku sam- félagi og útskýra þær reglur sem geta leitt til skaðabótaskyldu fyrir þá. Ef birt- ing óþægilegs sannleika leiðir óhjá- kvæmilega til skaðabótaskyldu get- ur blaða/fréttamannastéttin lagt upp laupana, því í slíku samfélagi er hvorki rúm né hlutverk fyrir frjálsa fjölmiðla. Umræða | 19Miðvikudagur 10. ágúst 2011 Hvað er skemmtilegast við Ísland? „Við stoppum svo stutt að ég veit það bara ekki.“ Gunter 48 ára frá Þýskalandi „Ég er bara búin að vera hérna í tvo tíma svo ég veit það ekki.“ Sara 21 árs frá Þýskalandi „Gangan frá Landmannalaugum að Skógum.“ Marco 36 ára frá Quebec „Gangan frá Landmannalaugum að Skógum var ótrúleg.“ Kharin 38 ára frá Quebec „Mér finnst fólkið og náttúran skemmti- legust.“ Giovanna 26 ára frá Ítalíu 1 Buguð eftir 16 ár í vændi: Klagaði viðskiptavin í eiginkonuna Ís- lensk vændiskona segir frá raunum sínum í viðtali við DV. 2 Gavin DeGraw barinn til óbóta Hópur manna réðst á poppsöngvar- ann Gavin DeGraw í New York-borg. 3 Einhver makaði skít á bíl Tobbu Marinós Óprúttinn aðili sá ástæðu til að ata bíl við Kringluna mannaskít. 4 Glitnistoppar voru í braski í Berlín Þýskir fjárfestar krefjast þess að fyrrverandi starfsmenn Glitnis verði ákærðir fyrir brot í starfi. 5 Særður piltur rændur í óeirð-unum Óeirðirnar í Lundúnum hafa sett margan óprúttinn náungann í rásblokkina. 6 Grétar stendur í baráttu utan vallar Grétar Rafn Steinsson gefur kost á sér í landsliðið vegna persónulegra vandamála. 7 „Mér finnst tilveran vera að hrynja“ Rakel Sara Magnúsdóttir sem fyrir nokkrum dögum fékk „djöfullegt bréf“ frá Trygginga- stofnun sem rukkar hana um nokkur hundruð þúsund krónur vegna of- greiddra bóta. Mest lesið á dv.is Myndin Heyskapur í Ölfusi Bændur hafa tekið gleði sína á ný eftir þurrkatíð framan af sumri. Eftir rigningarnar og hlýindin undanfarið hefur sprettan tekið duglega við sér. MYND EyþÓr ÁrnaSon Maður dagsins Er spenntur fyrir Kríla- sálmunum Eyþór Ingi Jónsson Organistinn Eyþór Ingi Jónsson er á meðal listamanna sem koma fram á listahátíðinni Berjadögum sem fram fara á Ólafsfirði um helgina. Hvar ertu alinn upp? „Ég er alinn upp í Dalasýslu.“ Hvað drífur þig áfram? „Óbilandi áhugi á tónlist og því að kynnast nýju fólki.“ Áttu þér fyrirmynd? „Tónlistarlega séð er það vinur minn og prófessor sem ég lærði hjá en svo er hann pabbi minn mér mikil fyrirmynd.“ Hvað varstu gamall þegar þú byrj- aðir að læra á hljóðfæri? „Pabbi kenndi mér nótur og að spila á orgel þegar ég var svona fjögurra, fimm ára en ég byrjaði í tónlistarskóla þegar ég var sjö ára.“ Hver er uppáhaldstónlistarmað- urinn þinn? „Uppáhaldstónlistarmaðurinn minn heitir Jorgi Savall.“ Hefurðu áður farið á Berjadaga? „Já, ég spilaði þar fyrir tveimur árum með Jóni Þorsteinssyni söngvara og ég hlakka mikið til að koma fram þar um helgina.“ Á hvaða atriði líst þér best? „Mér finnst öll dagskrá Berjadaga ótrúlega spennandi. Krílasálmarnir hennar Diljár Sigursveinsdóttur eru mjög spes fyrirbæri og svo hef ég aldrei séð Tenórinn hans Guð- mundar. Ætli ég vildi ekki helst sjá hann.“ Hvaða máli skiptir svona listahátíð fyrir mannlífið í Fjallabyggð? „Svona hátíð skiptir rosalega miklu máli fyrir svona lítið samfélag. Síðast þegar ég tók þátt fann ég hvað bæjarbúar eru duglegir að mæta og eru hressir. Stemningin var mjög góð og það tóku allir svo einlægan þátt. Svona hátíð verður til þess að menn hjálpast að og sameinast um að gera sem best. Þar að auki er einstaklega gott að spila fyrir Ólafsfirðinga.“ Dómstóll götunnar Kjallari Íris Erlingsdóttir 2. hluti Tjáningarfrelsisfrost

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.