Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 10.08.2011, Qupperneq 20

Dagblaðið Vísir - DV - 10.08.2011, Qupperneq 20
20 | Fókus 10. ágúst 2011 Miðvikudagur V ið erum á leiðinni í tónleikaferðalag um Vestfirði þar sem aðalmarkmiðið er að kynnast matarmenningu Vestfjarða og greiða fyrir okk- ur með því að leika tónlist,“ segir Svavar Pétur Eysteins- son, forsprakki hljómsveitar- innar Prins Póló. Hljómsveitin hyggst fara á tónleikaferðalag um Vestfirðina þar sem tvinn- að verður saman tónlist og mat. „Við erum frekar léleg í uppvaski en getum borgað fyrir okkur með tónlist,“ segir Svavar. Hugmyndin að ferðalaginu kviknaði fyrr í sumar. „Okk- ur langaði á Vestfirði og við ákváðum bara að gera þetta svona. Fara í ferðalag vest- ur og halda nokkra tónleika í leiðinni. Þetta verða þrenn- ir tónleikar. Við verðum á Hólmavík seinnipartinn á fimmtudaginn og svo „krús- um“ við inn á Ísafjörð og það- an yfir á Flateyri þar sem við endum í sunnudags-„brunch“ á Vagninum.“ Svavar segir að hljómsveit- armeðlimir séu spenntir fyrir ferðalaginu og sérstaklega fyr- ir matnum sem borinn verð- ur á borð. „Við ætlum bara að borða það sem er sett á disk- inn okkar og ég held að það sé oftast eitthvað sem er dregið upp úr sjónum.“ Aðgangseyri inn á tón- leikana verður stillt í hóf og hljómsveitin býður einnig upp á sérstakt tilboð kjósi fólk að fylgja henni á milli staða. „Það kostar 1.000 krónur inn á hverja tónleika en ef fólk mætir á alla tónleikana þá kostar bara 333,33 krónur inn á hverja tónleika. Það er ódýr- ara en pylsa og kók. Við viljum endilega fá sem flesta og það eru allir velkomnir með okkur á rúntinn.“ viktoria@dv.is Léleg í uppvaski Hljómsveitin Prins Póló ákvað að skella sér í ferðalag um Vestfirði. Sveitin ætlar að borga fyrir matinn með því að spila því að uppvask er ekki hennar sterka hlið, að sögn Svavars. Hljómsveitin Prins Póló spilar fyrir mat n Fer í óvenjulegt tónleikaferðalag um Vestfirði H ugmyndin kom þannig upp að við vorum nokkrir fé- lagar að keyra milli Sauðárkróks og Reykjavík- ur og fórum að tala um hvað það væri skrýtið að það væri engin tónlistarhátíð á Norð- urlandi eins og er á Vestur- landi og Austurlandi. Við hugsuðum með okkur hvern- ig væri að við myndum bara halda tónlistarhátíð á Krókn- um. Við héldum að þetta væri lítið mál og skelltum okkur bara í þetta og héld- um fyrstu hátíðina í fyrra,“ segir Stefán Friðrik Friðriks- son einn af skipuleggjendum tónlistarhátíðarinnar Gær- an. Hátíðin er haldin í annað sinn á Sauðárkróki um næstu helgi. „Við héldum þetta í fyrsta skipti í fyrra og vorum með 21 hljómsveit að mig minn- ir og heimildamyndir um ís- lenska tónlist. Það tókst mjög vel til í fyrra, svo vel að við ákváðum að halda þetta aft- ur. Það voru allir gestir rosa- lega ánægðir og hljómsveit- irnar sem spiluðu líka.“ Hátíðin verður með svipuðu sniði í ár. Um 20 hljómsveitir koma fram. Tónleikarnir fara fram í sút- unarverksmiðjunni Loð- skinn sem er eina sútun- arverksmiðja landsins og heimildamyndir um íslenska tónlist verða sýndar í Sauð- árkróksbíói. „Þetta verður svipað í ár og í fyrra. Það eru svipað margar hljómsveitir að spila en við bættum við fimmtudeginum. Þá verða skagfirskir sólólistamenn að spila á Mælifelli sem er bar hérna.“ Stefán segir markmið há- tíðarinnar vera að leyfa ung- um tónlistarmönnum að spreyta sig. „Markmiðið með hátíðinni er að gefa ungum tónlistarmönnmum færi á að spila í góðu kerfi fyrir fullt af fólki og spila með þekktari tónlistarmönnum og hljóm- sveitum.“ Fjölmargir tónlistarmenn koma fram á hátíðinni og má þar meðal annars nefna hljómsveitina Valdimar, Blaz Roca, Bigga Bix og marga fleiri. Hátíðin hefst á fimmtu- daginn og kostar 4.000 krón- ur inn á hana. Miðinn gildir á alla daga hátíðarinnar sem og aðgangsmiði á heimilda- myndirnar sem sýndar eru í Sauðárkróksbíói. viktoria@dv.is Gæran haldin í annað sinn n Tónlistarhátíðin Gæran haldin á Sauðárkróki um helgina Tónlist og bíó Gæran verður haldin í annað sinn um helgina. Fjölmargir tón- listarmenn koma fram auk þess sem heimildamyndir um íslenska tónlist eru sýndar. Tómas R. á heimaslóðum Bassaleikarinn Tómas R. Einarsson mun ásamt slag- verksleikaranum Matthíasi M.D. Hemstock, flytja laga- flokk Tómasar, Streng, á Hótel Eddu á Laugum í Dalabyggð fimmtudaginn 11. ágúst. Tómas er alinn upp á Laugum og tók upp vatnshljóð í nátt- úrunni þar og notaði í Streng. Strengur er óður Tómasar til fólksins sem hann er kom- inn af og persónulegt mynd- bandsverk bætir sjónrænni upplifun við þessa óvenjulegu tónlist. Tónleikarnir hefjast klukkan 21. Makedónísk magadans- tónlist Stuðbandið Skuggamyndir frá Býsans stendur fyrir tón- leikum í Deiglunni á Akur- eyri fimmtudaginn 11. ágúst. Tónleikarnir fara fram í tón- leikröð sem kallast Heit- ir fimmtudagar og er þetta sjöundi fimmtudagurinn í þessari röð. Hljómsveit- in mun flytja makedóníska magadanstónlist sem er að sögn tónleikahaldara mjög dansvæn. Tónleikarnir hefj- ast klukkan 21.30. Almennt miðaverð er 2.000 krónur en 1.000 krónur fyrir meðlimi í Jazzklúbbi Akureyrar. Kvennarokk á Sódómu Miðvikudagskvöldið 10. ágúst verða tónleikar tileinkaðir rokksöngkonum á skemmti- staðnum Sódómu. Söngkonan Lísa Einarsdóttir stígur á svið ásamt hljómsveit og ætla þau að taka vel valin lög sem sum- ar hverjar af frægustu söng- konum rokksögunnar hafa gert ódauðleg. Lög eftir söng- konur eins og Suzi Quatro, Pat Benatar, Joan Jett og fleiri góð- ar. Fimm manna hljómsveit spilar undir ásamt tveimur bak röddum og svo forsöng- konunni Lísu. Húsið er opnað klukkan 21 en tónleikarnir hefjast klukkan 22. Aðgangs- eyrir er 1.000 krónur. Í fyrra vorum við í takt við ástandið í samfélaginu en núna er komin meiri jákvæðni og bjartsýni í landsmenn og við spil- um með. Þess vegna ætlum við að vera djörf og halda risatón- leika í þessu flottasta menn- ingarhúsi Norðurlandanna. Þeir sem koma fram verða meðal annarra Diddú, Krist- ján Jóhannsson, Egill Ólafs- son, Gissur Páll, Richard Sco- bie, Geir Ólafs, Margrét Eir, Slim Jim og Karlakór Reykja- víkur auk þess sem Fjallabræð- ur og Friðrik Ómar hafa tekið vel í að vera með,“ segir Ragn- heiður Guðfinna Guðnadóttir, framkvæmdastjóri forvarna- og fræðslusjóðsins Þú getur!, en sjóðurinn mun halda stór- tónleika í Hörpunni laugardag- inn 27. ágúst til eflingar geð- heilsu. „Okkar markmið er að fylla Eldborgarsalinn og miðað við dagskrána trúi ég ekki öðru en að það heppnist. Í rauninni er hægt að segja að við lofum tónleikagestum góðri skemmt- un um leið og þeir styrkja gott málefni svo þarna verða tvær flugur slegnar í einu höggi,“ segir Ragnheiður Guðfinna. „Sjóðurinn Þú getur! er til fyrir tilstilli tónlistarfólks. Eng- inn þeirra sem koma fram fær greitt fyrir vinnu sína og fyr- ir það erum við afar þakklát,“ segir Ólafur Þór Ævarsson, geðlæknir og stofnandi sjóðs- ins. Hann segir sjóðinn hafa þrenns konar markmið: „Við erum að styðja ungt fólk, sem hefur átt við geðræn veikindi að stríða, til náms, við erum að veita styrki til þeirra sem hafa unnið gott starf í geðheil- brigðisþjónustu og við viljum eyða fordómum með umræðu. Þjóðfélagið er í einhvers kon- ar bóndabeygju í neikvæðni og því viljum við líka minna á mikilvægi geðheilsu fyrir okk- ur öll. Fjöldi þeirra sem þjást af geðrænum veikindum er lík- lega einn af hverjum tíu, ef ekki fleiri, og einhver í fjórðu hverri fjölskyldu stríðir við geðræn vandamál svo þetta er mál sem snertir okkur öll.“ Aðspurður segir Ólafur við- horfið gagnvart geðsjúkdóm- um hafa breyst. „Umræðan er orðin opnari en það þarf að auka hana enn frekar til að eyða fordómum. Í meðferðum er svo mikil þörf á jákvæðni og hvatningu en ekki ótta og nei- kvæðni og þess vegna förum við af stað með þessa tónleika með jákvæðnina að vopni.“ Ragnheiður Guðfinna minnir á heimasíðu Þú getur! en sjóðurinn er einnig með síðu á Facebook. „Auðvitað getur dagskráin í svona góð- gerðastarfsemi alltaf breyst og vonandi er fullur skilningur á því. Það er hins vegar aldrei vandamál að fylla upp í skörð. Listamennirnir eru algjörlega kóngar og drottningar kvölds- ins en auk þeirra íslensku lista- manna sem þarna koma fram verður bandaríska stjarnan Don Randi á píanóinu. Hann flýgur beint frá Los Angeles til að vera með okkur en hann hefur spilað með ekki minni kóngum en Michael Jackson og Frank Sinatra.“ indiana@dv.is Geðræn vandamál snerta okkur öll n Tónleikar til eflingar geðheilsu n Diddú og Egill Ólafsson syngja Flott saman Ragnheiður Guðfinna Guðnadóttir, framkvæmdastjóri Þú getur!, ásamt Ólafi Þór Ævarssyni geðlækni og Kötlu Margréti Þorgeirsdóttur, sem var kynnir tónleikanna í fyrra. Verndari sjóðsins Vigdís Finnbogadóttir er verndari tónleikanna. Hér er hún ásamt Pálma Matthíassyni.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.