Dagblaðið Vísir - DV - 10.08.2011, Page 22

Dagblaðið Vísir - DV - 10.08.2011, Page 22
22 | Viðtal 10. ágúst 2011 Miðvikudagur H ún er í hvítum buxum og röndóttri mussu – hvítri og blárri – og með blá sólgleraugu. Býður til sætis í stof­ unni þar sem falleg málverk hanga á veggjunum. „Ég valdi þau sjálf,“ segir hún. „Langa málverkið heitir Tryggðabönd, en þetta eru piltur og stúlka sem sitja hvort sínum megin við læk með bönd á milli sín. Myndin hægra megin við það, sem er eins og kassi í laginu, heitir Farfuglar.“ Enn eitt málverkið hangir fyrir ofan stofusófann. Það heitir ekki neitt en sólarlagið ræður ríkjum á striganum. „Ég elska sólarlagið. Ég man eftir því og hugsa oft um það. Litirn­ ir í sólarlaginu eru mér í fersku minni.“ Hún sat stundum við glugga. Fylgdist með þegar sólarlagið lék við himininn. Fylgdist með margbreytilegum litunum. Hún man eftir bláum lit, rauðum, appelsínugulum og gulum. „Ég var stundum í hálfgerðri hugleiðslu – eins og ég væri að reyna að muna eft­ ir sólarlaginu en það hvarflaði ekki að mér að ég myndi hætta að sjá það.“ Brynja Arthúrsdóttir er í sumarfríi. „Það er búið að vera nóg að gera í fríinu. Ég er búin að fara í nokkrar styttri ferð­ ir innanlands en ég ákvað að grípa hvert tækifæri sem kæmi upp í hendurnar á mér og þau eru búin að vera mörg. Ég er búin að skrifa lista með nöfn­ um þeirra sem ég ætla að hitta næstu daga og það sem ég þarf að gera og ég þarf sjö daga í það.“ Lömuð um tíma Brynja átti sína drauma þegar hún var unglingur. Hún seg­ ist hafa séð sig fyrir sér í fram­ tíðinni með mann og tvö eða þrjú börn, hana dreymdi um að læra hjúkrun og ferðast um heiminn; það síðasta hefur reyndar ræst. „Ég hefði aldrei trúað því að ég ætti eftir að missa sjónina. Þó ég væri með þennan gigtarsjúkdóm þá hélt ég að mér myndi batna.“ Um sjaldgæfan gigtarsjúkdóm er að ræða. Hún fékk gigtarkast þegar hún var 16 ára og varð lömuð um tíma sem þýddi hálfs árs dvöl á Landspítalanum. Hún segist hafa legið í rúminu í einn og hálfan mánuð og þurfti að snúa henni á hliðina ef hún lá á bakinu – og öfugt. Fingurn­ ir voru krepptir um tíma. „Ég gat ekki gert neitt. Það þurfti að mata mig.“ Hún lagaðist í kjöl­ far lyfjagjafar og meðferðar en fékk annað svona heiftarlegt gigtarkast þremur árum síðar. Brynja segir að gigtarsjúk­ dómurinn hafi meðal annars lagst á augun en að sjónin hafi verið góð fram að tvítugu þeg­ ar hún varð nærsýn og þurfti að fá fyrstu gleraugun. Hún missti síðan sjónina á hægra auga í kjölfar slyss þegar hún var 23 ára. Gleraugun brotn­ uðu og stakkst gler inn í augað. Þorði ekki að gráta Gat kom á vinstra augað tveim­ ur árum síðar og rann gler­ vökvi úr því. Tilviljun réð því að Brynja lá á augndeildinni á Landakoti á þessum tíma. Hún missti sjónina um tíma og seg­ ist hafa gengið í gegnum mikla sorg. „Ég var ofsalega reið út í lækninn og kenndi honum um. Mér fannst hann ekki hafa sinnt mér nógu vel. Mér fannst lífið búið og ímyndaði mér að ég myndi sitja í ruggustól það sem eftir væri. Ég var neikvæð og niðurbrotin. Sjónin kom hins vegar eftir fimm daga eft­ ir lyfjagjöf dagana á undan og þá tók ég gleði mína aftur. Ég hugsaði með mér að það gæti vel verið að einhver kerling úti í bæ yrði blind en það kæmi örugglega aldrei fyrir mig. Ég var svo viss um að það myndi aldrei gerast. Maður heldur alltaf að hlutirnir komi fyrir aðra en mann sjálfan. Svo vaknaði ég einn morg­ uninn á sjúkrahúsi þegar ég var 27 ára eftir aðgerð á ann­ arri hendinni og sá allt í þoku en nethimnan í vinstra aug­ anu hafði losnað. Mér brá of­ boðslega. Ég var í sjokki. Ég þorði ekki að gráta því ég var svo hrædd um að eyðileggja augað. Ég gat einhvern veginn haldið aftur af mér. Ég hugs­ aði um það þegar ég hafði ver­ ið á augndeildinni á Landakoti tveimur árum fyrr þegar sjón­ in fór að fjara út. Ég fór í Pollý­ önnuleik og hugsaði með mér að fyrst sjónin kom aftur þá hlyti það að gerast í þetta skipti líka.“ Aldrei í myrkrinu Brynja fór í uppskurð til Bret­ lands í kjölfarið og segist vera fyrsta manneskjan í heiminum sem fékk grædda augnhvítu úr látinni manneskju. „Mér var ráðlagt að læra punktaletur og fara í endurhæfingu. Þá var engin endurhæfing á Íslandi.“ Brynja fékk aldrei aftur þá sjón sem hún hafði haft á vinstra auganu og var orðin mjög sjónskert. Hún fór til Englands í end­ urhæfingu tveimur árum síðar þar sem hún dvaldi í þrjá mán­ uði. „Þar lærði ég punktaletur, að nota hvíta stafinn, ég var í matreiðslu, leirmunagerð og skrifstofuþjálfun.“ Hún lenti í slysi viku eftir að hún kom til Íslands. Gleraugun brotnuðu og stakkst gler inn í vinstra augað. Brynja var orð­ in blind. „Ég bjó vel að því að vera búin að fara í endurhæfinguna og fór fljótlega í uppskurð í Bretlandi. Þar var mér sagt að kannski kæmi sjónin aftur og kannski ekki. Ég lifði alltaf í voninni. Maður er alltaf sáttari ef maður lifir í voninni. Sjón­ in kemur ekkert í þessu lífi. Ég er alveg búin að sætta mig við það.“ Brynja bendir á ör í öðrum lófanum. „Þetta er eftir mis­ lukkaða aðgerð sem ég fór í um það leyti sem nethimnan losn­ aði og ég sá allt í þoku. Sinarn­ ar slitnuðu nokkrum sinnum í höndunum á mér.“ Verkirnir voru oft miklir um allan líkam­ ann út af gigtinni og Brynja segist oft hafa verið með mikla verki í augunum áður en hún missti sjónina. „Áreitið á aug­ un var mikið áður en það gerð­ ist. Ég þoldi illa birtu en það gæti hafa haft áhrif.“ Hún segist aldrei hafa upp­ lifað sig í myrkri eftir að hún missti sjónina. „Það er svo merkilegt að ég upplifi mig í birtu þó ég sjái ekki neitt. Mér finnst lífið skemmtilegt og ég hugsa sjaldan um að ég sé blind. Ég er svo vön þessu. Ég er með mjög sterka innri sýn og upplifi ekki blinduna eins og ég sitji í myrkri. Mér finnst ég bara vera í ljósinu.“ Út í heim Brynja var um tíma í endur­ hæfingu á Reykjalundi og hún hóf síðar störf þar og vann í 26 ár sem aðstoðarmaður hjá félagsráðgjöfum. Hún hef­ ur undanfarin ár unnið sem kynningarfulltrúi og trúnaðar­ maður hjá Blindrafélaginu. Hún hefur notað sumarfríin vel og ferðast mikið. Hún var 18 þegar hún fór í fyrstu utanlandsferðina en þá lá leiðin til Mallorca og Lond­ on. Hún segist hafa verið búin að fara 10 sinnum til útlanda áður en hún missti sjónina 29 ára gömul. Eftir það hefur hún farið 57 sinnum út fyrir land­ steinana. „Þegar ég var krakki sagðist ég ætla að fara til Grikklands eftir að hafa heyrt gríska tón­ list í útvarpinu, séð myndir af Akropolis og horft á kvikmynd­ ina Summer Holiday með Cliff Richard sem var tekin í Grikk­ landi. Það var alltaf draumur­ inn að fara þangað. Ég komst þangað þegar ég var þrítug og nú er ég búin að fara sex sinn­ um til Grikklands.“ Vegna gigtarsjúkdómsins kýs hún helst að fara til staða þar sem heitt er í veðri en það ræður þó ekki alltaf. Á meðal landa sem hún hefur heimsótt eru Spánn, Kúba, Bandaríkin, Ítalía, Frakkland, Norðurlönd­ in, Írland … Stemningin á stöðunum Brynja hefur m.a. komið til Túnis. „Þar reið ég úlfalda við sólarupprás klukkan sex að Brynja Arthúrsdóttir er blind, heyrnarlaus á öðru eyra og með gigtarsjúkdóm. Hún hefur gengið í gegnum margt á lífsleiðinni en lætur það ekki draga sig niður. Ferðalög eru hennar helsta áhuga- mál og hefur hún ferðast meira en margir; farið í 57 utanlandsferðir frá því hún missti sjónina fyrir 33 árum. Brynja segist vera pjattrófa og vill að allt sé í stíl. Hún er alsjáandi í draumum og dreymir í litum. Verra gæti það verið „Ég er með mjög sterka innri sýn og upplifi ekki blinduna eins og ég sitji í myrkri. Mér finnst ég bara vera í ljósinu. Fékk gat á augað „Ég fór í Pollýönnuleik og hugsaði með mér að fyrst sjónin kom aftur þá hlyti það að gerast í þetta skipti líka.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.