Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 10.08.2011, Qupperneq 24

Dagblaðið Vísir - DV - 10.08.2011, Qupperneq 24
24 | Sport 10. ágúst 2011 Miðvikudagur Erfitt hjá HK Sumarið hefur verið hræði- legt hjá HK í 1. deildinni en liðið er enn án stiga eftir 15 umferðir. Sextánda umferðin heldur áfram á fimmtudags- kvöldið en þá fær HK einmitt Selfoss í heimsókn en Selfyss- ingar stefna hraðbyri upp í Pepsi-deildina með Skagan- um. Á fimmtudagskvöldið er einnig fallslagur á Nesinu þar sem Grótta tekur á móti ÍR, Ólafsvíkingar fara í heimsókn í Breiðholtið og KA tekur á móti Þrótti. Allir leikirnir hefjast klukkan 19.00. Spila meira á Parken Danska meistaraliðið AG Kaupmannahöfn ætlar að spila stærri leiki sína í Meist- aradeildinni á komandi tíma- bili á Parken. Liðið vakti mikla athygli þegar það sló heims- metið í áhorfendafjölda er það spilaði á Parken í vor þegar það tryggði sér danska meist- aratitilinn. Stefnt er þó að því að nota aðeins hálfan Parken svo allir áhorfendur sjái vel en svæðið rúmar á milli 15– 18.000 áhorfendur. Með liðinu spila landsliðsmennirnir Arn- ór Atlason, Snorri Steinn Guð- jónsson, Guðjón Valur Sig- urðsson og Ólafur Stefánsson. Tennur brotnar í dómara Portúgalski dómarinn Pedro Proenca varð fyrir líkamsárás þegar hann var við innkaup í verslunarmiðstöð í Portú- gal. Árásarmaðurinn kýldi Proenca í andlitið og braut við það tvær tennur í dómar- anum. Ofbeldismaðurinn flúði vettvanginn en lögreglan handsamaði hann og kærði Proenca hann fyrir líkamsárás. Proenca er hæstskrifaðasti dómari Portúgals og dæmdi bikarúrslitaleikinn þar í landi í vor. Hann er einnig alþjóð- legur dómari og dæmdi meðal annars annan undanúrslita- leik Man. United og Schalke í Meistaradeildinni á síðasta keppnistímabili. A lþjóðaólympíunefnd- in sagði í gær að það væri fullvíst að Ól- ympíuleikarnir sem fara fram í Lundún- um að ári verði öruggir þrátt fyrir óeirðirnar sem geisað hafa í borginni undanfarna sólar- hringa. Mikið hefur verið um ofbeldi og íkveikjur í Lundún- um undanfarna daga eftir að það sem hófst sem friðsam- leg mótmæli, vegna dauðdaga fjögurra barna föður sem lög- reglan í Lundúnum skaut til bana, breyttist í allsherjar óeirðir. „Öryggi á Ólympíuleikun- um er algjört forgangsatriði fyr- ir nefndina. Það er samt sem áður í höndum borgarinnar sem heldur leikana að sjá til að allt fari almennilega fram. Við erum handviss um að Lund- únir muni standa sig vel í þeim efnum,“ sagði í tilkynningu Ól- ympíunefndarinnar í gær, og var þar væntanlega mörgum létt. Locog, nefndin sem sér um að skipuleggja leikana eftir ár, segir að engin vandamál verði og var keppt á nýja strandblak- vellinum nærri Downing Street í Lundúnum í gær en verið var að kynna íþróttina fyrir borgar- búum. „Það er mikið af smáatrið- um sem þarf að fara yfir hvað varðar öryggismálin á Ólymp- íuleikunum. Við munum halda áfram að fara yfir þau með lög- reglunni og innanríkisráðu- neytinu á þessu ári sem eftir er fram að leikunum sjálfum,“ sagði í tilkynningu Locog. Breska Ólympíusambandið hittist á þriðjudaginn og fór þar yfir hvernig best væri að standa að málum komi upp mál eins og óeirðirnar sem nú standa yfir. Á heildina litið ganga fram- kvæmdir þó vel í Ólympíuþorp- inu og á öðrum stöðum þar sem keppt verður á í Lundúnaborg. tomas@dv.is Óeirðirnar hafa ekki áhrif á ÓL 2012 n Engar áhyggjur af öryggi almennings í Lundúnum að ári Ekkert vesen Ólympíuleikarnir fara fram eftir ár og engar áhyggjur eru af öryggismálum. Þ að er hugur í mönn- um,“ segir landsliðs- þjálfarinn í knatt- spyrnu, Ólafur Jóhannesson, en Ís- land mætir Ungverjalandi í vináttulandsleik í kvöld, mið- vikudagskvöld. Leikurinn fer fram á Puskás Ferenc-vellin- um í Búdapest en Ólafur segi aðstæður góðar og veðrið ynd- islegt. „Við erum búnir að æfa einu sinni og hér eru flottar að- stæður. Það er flott veður, sól og blíða. Það er svolítið mikill hiti en með honum er gola og svo rigndi aðeins í gær þannig að þetta er fínt,“ segir Ólafur. Fái Ólafur ekki áframhaldandi samning hjá KSÍ verður þetta þriðji síðasti landsleikur hans en eftir eru tveir leikir í undan- keppni EM gegn Noregi ytra og Kýpur heima. Miklar breytingar á hópnum Enn einu sinni eru mik- il forföll í hópnum en Ólafur þurfti að gera miklar breyt- ingar á hópnum fyrir leikinn gegn Ungverjum. Fimm leik- menn drógu sig út úr hópnum vegna meiðsla. Fyrst þeir Gylfi Sigurðsson og Sölvi Geir Otte- sen sem báðir eru meiddir. Svo heltust úr lestinni þrír í viðbót á sunnudagskvöldið, þeir Kol- beinn Sigþórsson, framherji Ajax, og KR-ingarnir Guð- mundur Reynir Gunnarsson og Hannes Þór Halldórsson. „Þetta er það sem gerist í þessu. Menn meiðast. Það koma samt aðrir menn inn í staðinn og við erum með fín- an hóp,“ segir Ólafur en hvað finnst honum um þessi for- föll sem virðast alltaf vera fyrir hvern leik? „Þetta bara gerist. Menn eru að spila með sínum félagsliðum. Ágúst hefur oft verið sérstaklega erfiður því leikmenn eru á undirbúnings- tímabili þar sem mikið er æft. Þá koma upp ýmis eymsl hér og þar. Þetta kemur ekkert á óvart,“ segir hann. Hugsum meira um okkur „Við erum búnir að skoða Ungverjana á myndbandi. Þeir eru fín knattspyrnuþjóð og með fínt lið,“ segir þjálf- arinn um mótherja kvölds- ins. Hann er þó minna að spá í mótherjunn fyrir leik- inn í kvöld. Við ætlum núna að hugsa meira um okkur en hina. Við dettum stundum í að hugsa aðeins of mikið um andstæðingana,“ segir Ólafur en hvað er þá það sem hann vill sjá gegn Ungverjalandi? „Ég var óánægður með það í Danaleiknum hvað við vorum að kýla boltann mikið fram. Það var aldrei lagt upp með það. Svo vorum við alltof langt frá þegar seinni boltinn kom og því áttum við litla mögu- leika. Núna ætlum við að reyna að spila boltanum og halda honum aðeins aftar á vellin- um,“ segir Ólafur Jóhannesson. n Ísland mætir Ungverjalandi í vináttulandsleik n Mikil forföll í hópnum n Landsliðsþjálfarinn vill halda boltanum betur Vill engin háloftaspörk Mættur Indriði Sigurðsson verður með Íslandi gegn Ungverjum í kvöld. Tómas Þór Þórðarson tomas@dv.is Fótbolti Vill halda boltanum Landsliðsþjálfarinn var óánægður með leikinn gegn Dönum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.