Dagblaðið Vísir - DV - 10.08.2011, Side 25
Sport | 25Miðvikudagur 10. ágúst 2011
Tómas Þór Þórðarson
tomas@dv.is
Fótbolti
n Lið á Ítalíu að hagræða úrslitum n Leikmenn í bann og stig dregin af liðum n Markvörður
byrlaði samherjum sínum ólyfjan fyrir leik n Aðeins fimm ár frá síðasta stóra hneykslismáli
U
pp er komið annað
hneyksli í knattspyrn-
unni á Ítalíu og aftur
hafa menn og lið ver-
ið dæmd fyrir að hag-
ræða úrslitum leikja eða hafa
áhrif á þau með ólögmætum
hætti. Knattspyrnusamband Ít-
alíu telur að í yfir átján leikjum
í B-deildinni, þeirri næstefstu,
og í deildum enn neðar hafi úr-
slitum verið hagrætt. Þeir ein-
staklingar sem hljóta refsingu
í málinu eru leikmenn liðanna,
bæði núverandi og fyrrverandi.
Þeir eru sagðir hafa verið í
samstarfi við veðmálafyrirtæki
í að hafa áhrif á úrslit leikjanna
og hagræða þeim.
Nýliðarnir í vondum
málum
Eitt lið fer sérstaklega illa út
úr dóminum en það eru ný-
liðar Atalanta sem unnu sér
inn sæti í efstu deild á síðasta
keppnistímabili. Liðið missir
fyrirliða sinn, Cristiano Doni,
sem er fyrrverandi landsliðs-
maður Ítalíu, í þriggja og hálfs
árs bann. Þess utan byrjar lið-
ið með sex stig í mínus þegar
A-deildin hefst seinna í mán-
uðinum.
Stærsta nafnið sem kemur
við sögu í hneykslismálinu er
Giuseppe Signori, fyrrverandi
fyrirliði Lazio og landsliðs-
maður Ítalíu til margra ára.
Hann hlaut bann við knatt-
spyrnuiðkun og öllum störf-
um sem knattspyrnu tengj-
ast í fimm ár. Marco Paoloni,
markvörður liðsins Bene-
vento, var einnig dæmdur í
fimm ára bann. Paoloni er
gefið að sök að hafa byrlað
samherjum sínum ólyfjan fyr-
ir einn leik á síðasta tímabili í
þeim tilgangi að hagræða úr-
slitum leiksins.
Stig voru einnig dregin
af fleiri liðum en Benevento
hefur leiktíðina með níu stig
í mínus, dregin voru sex stig
af Ascoli og Piacenza verður
með fjögur stig í mínus þegar
leiktíðin hefst. Fjársektum var
einnig beitt á liðin.
Stutt síðan síðast
Aðeins fimm áru eru síðan
síðast komst upp um mikið
hneykslismál í ítalska boltan-
um. Árið 2006 komst ítalska
lögreglan að því að lið í A- og
B-deildunum væru að hag-
ræða úrslitum leikja og velja
sér dómara sem vitað væri að
myndu hjálpa þeim í leiknum.
Mörg stórlið voru flækt í það
mál, meðal annars þáverandi
meistarar Juventus, AC Milan,
Fiorentina, Lazio og Reggina.
Upp komst um málið þegar
lögreglan komst á snoðir um
símtöl milli framkvæmda-
stjóra liðanna og yfirmanna
dómaramála á Ítalíu.
Juventus fór einstaklega
illa út úr því máli en liðið var
sent niður í B-deildina, Ítalíu-
meistaratitlarnir árin 2005 og
2006 voru teknir af liðinu, því
var hent úr Meistaradeildinni
það árið og gert að spila þrjá
heimaleiki fyrir luktum dyr-
um.
Í lÍ
Ósáttir Stuðningsmenn
Atalanta mættu fyrir utan
dómhúsið í Bergamo og
mótmælu því að lið þeirra væri
bendlað við hneykslið.
Langt bann Cristiano Doni má ekki
koma nálægt knattspyrnu í þrjú og
hálft ár.
aftur hneyksli á
Schumacher
gæti hætt aftur
Sjöfaldur heimsmeistari í
Formúlu 1, Michael Schu-
macher, er ekki viss um að
hann muni keyra áfram fyrir
Mercedes-liðið á næsta ári
þrátt fyrir að vera með samn-
ing þess efnis. „Ég kom til
Mercedes með ákveðið plan:
Ekki að vinna allar keppnir
heldur að þróa liðið,“ segir
hann við ítalska blaðið Cor-
riere dello Sport. „Ef eitthvað
er, þá er ég vandamálið. Það er
staðreynd að ég er rólegri en
áður og kannski ekki með rétt
hugarfar. Á einhverjum tíma-
punkti mun ég taka ákvörðun
um hvort ég haldi áfram eða
hreinlega hætti aftur,“ segir
Michael Schumacher.
Mertesacker
vill til Arsenal
Miðvörðurinn hávaxni Per
Mertesacker, sem leikur með
Werder Bremen í Þýskalandi,
gerir nú hvað hann getur til að
láta Arsenal vita af sér. „Fyrir
landsliðsmann eins og mig
er gott að leika utan heima-
landsins. Ég verð að segja að
England vekur áhuga hjá mér,“
segir hann í viðtali við þýska
miðla en breska blaðið Daily
Mail greinir frá því að Merte-
sacker hafi mikinn áhuga á að
ganga í raðir Arsenal. Werder
Bremen að sama skapi vill
losna við Mertesacker núna
og fá greiðslu fyrir hann frekar
en að missa hann frítt næsta
sumar.
Kjarninn í
landsliðinu
Ashley Young, leikmað-
ur Manchester United, var
ánægður með ákvörðun
landsliðsþjálfarans Fabio
Capello að kalla hinn unga
Tom Cleverley í hópinn eftir
frammistöðu hans í Sam-
félagsskildinum gegn Man.
City. Leikurinn gegn Hollandi
fer þó ekki fram vegna óeirð-
anna í Lundúnum. Clever-
ley var sjötti United-maður-
inn í hópnum á eftir Smalling,
Jones, Welbeck, Rooney og
Young en allir eru þeir 26 ára
eða yngri. „Kannski gæti þetta
orðið kjarninn í nýju lands-
liði Englands,“ sagði Young á
blaðamannafundi, ánægður
með liðsfélaga sína.
Í leikmannahópi QPR, nýlið-
anna í ensku úrvalsdeildinni,
er einn mest spennandi leik-
maður deildarinnar, Mar-
okkómaðurinn Adel Taarabt.
Taarabt var kjörinn besti leik-
maður Championship-deild-
arinnar í fyrra en hann var
stórkostlegur á síðasta tíma-
bili sem endaði með því að
QPR rúllaði upp næstefstu
deild.
Taarabt var við það
að ganga í raðir hins ný-
ríka franska liðs Paris Sa-
int-Germain en ekkert varð
úr því. Hann hefur ekki ver-
ið spenntur fyrir því að vera
áfram í röðum QPR. „Ég verð
bara að reikna með honum
fram til jóla í það minnsta.
Pilturinn var virkilega spennt-
ur fyrir PSG því hann á fjöl-
skyldu nálægt París. Hann veit
samt að ef hann vill láta alvöru
lið vita af sér verður hann að
spila hálft til eitt ár í úrvals-
deildinni,“ segir hinn málglaði
stjóri QPR, Neil Warnock.
Warnock verður seint
sagður annað en opinskár
en aðspurður í spjallþætti á
Sky Sports-sjónvarpsstöð-
inni hvernig væri að vera með
Taarabt í hóp svaraði stjór-
inn: „Þegar maður tekur við
honum verður maður bara
að þola það.“ Taarabt var oft
með stjörnustæla í herbúð-
um QPR og lét Warnock hann
einu sinni klára leik þrátt fyrir
að hann hefði beðið um skipt-
ingu vegna meiðsla.
„Það er erfitt fyrir mig líka
að halda hinum leikmönnun-
um rólegum því mann lang-
ar bara að negla hann niður
á æfingum. Ég verð að halda
fundi með nokkrum litlum
hópum leikmanna og biðja
þá um að kýla hann ekki,“ seg-
ir Warnock og önnur lögmál
gilda í kringum Taarabt en
aðra þegar kemur að kerfinu
sem QPR spilar.
„Hann vill ekki fá boltann á
okkar vallarhelmingi. Varnar-
menn eru sektaðir ef þeir gefa
á hann,“ segir Warnock sem
hrósaði samt hæfileikum Taa-
rabts.
„Hann er ótrúlega spenn-
andi leikmaður og getur búið
sér til endalaust af plássi inn á
vellinum. Þess vegna held ég
að úrvalsdeildin verði jafnvel
auðveldari fyrir hann,“ segir
Neil Warnock en þess ber að
geta að með QPR leikur auðvi-
tað landsliðsmaðurinn Heið-
ar Helguson
tomas@v.is
Biður leikmenn um að kýla ekki Taarabt
n Neil Warnock reiknar með að halda sinni skærustu stjörnu
Óþolandi en góður Taarabt getur gert liðsfélaga sína brjálaða.