Dagblaðið Vísir - DV - 10.08.2011, Side 26

Dagblaðið Vísir - DV - 10.08.2011, Side 26
26 | Fólk 10. ágúst 2011 Miðvikudagur Heitir eftir langömmu Dóttir fegurðardrottningar- innar Unnar Birnu Vilhjálms- dóttur og Péturs Rúnars Heim- issonar fékk nafn um helgina. Sú litla, sem er fyrsta barn þeirra beggja, hlaut nafnið Erla Rún og er það í höfuðið á föðurömmu Unnar Birnu, Erlu Vilhjálmsdóttur. Erla er eigandi Tékk Kristal og hafa fjölmargir Íslendingar verslað af henni gjafavöru í gegnum árin. Hún er einnig systir Vil- hjálms Vilhjálmssonar, fyrr- um borgarstjóra Reyjavíkur. Unnur Birna heitir eftir móður sinni fegurðardrottningunni Unni Steinsson og margir voru búnir að búast við því að þriðja Unnur-in myndi bætast í hópinn. Akureyri kemur út á morgun Rithöfundurinn og fjölmiðla- maðurinn Björn Þorláks- son ritstýrir vikuritinu Akur- eyri, nýju tímariti sem verður dreift í öll hús á Akureyri. Það er greinilega nóg að gera hjá Birni því auk blaðsins mun koma út bók eftir hann sem Salka gefur út fyrir jólin auk þess sem hann ætlar að setj- ast á skólabekk að nýju þegar haustar. Fyrsta tölublað Akur- eyrar kemur út á morgun og eru bæjarbúar eflaust spenntir að fylgjast með nýjasta verk- efni þessa reynda fjölmiðla- manns. Fékk loksins súkkulaði- köku Heimsmeistarinn í crossfit, Annie Mist Þórisdóttir, nýtur lífsins þessa dagana í Boston þar sem hún er í boði íþrótta- vöruframleiðandans Reebok sem er einnig helsti styrktar- aðili hennar. Þar er hún við æfingar og hefur einnig nýtt tímann til að versla. Annie hefur ekki getað látið margt eftir sér í mataræði undan- farna mánuði vegna undir- búnings fyrir heimsmeist- aramótið en nú gerir Annie vel við sig. Á Facebook-síðu hennar er mynd af henni með risastóra súkkulaðiköku og sleikir hún út um. „Kakan sem Annie hefur dreymt um í marga mánuði,“ stendur undir myndinni. Megi einhver gera vel við sig hlýtur það að vera heimsmeistarinn í crossfit. n Ritstjóraskipti á Nýju Lífi, Séð og heyrt og Mannlífi „Þetta kom mér mjög á óvart“ Þ etta kom mér mjög á óvart verð ég að segja,“ segir Kolbrún Pálína Helgadóttir, fráfarandi ritstjóri tímaritsins Nýs Lífs, en henni hefur verið sagt upp störfum. Það er Birt- íngur útgáfufélag sem gefur blaðið út en Þóra Tómasdóttir mun setjast í ritstjórastólinn í stað Kolbrúnar. „Það var í raun enginn fyrirvari á þessu,“ heldur Kolbrún áfram en sam- kvæmt heimildum DV hefur ríkt nokkuð ósætti innan fyrir- tækisins undanfarið. Til að mynda var Svani Má Snorrasyni sagt upp störfum sem ritstjóra Séð og heyrt eftir aðeins tvo mánuði í starfi en nú hefur eftirmaður hans, Ragnheiður M. Krist- jónsdóttir, sagt upp störf- um. Við hennar starfi tekur Lilja Katrín Gunnarsdóttir sem hefur starfað á blaðinu um nokkurt skeið en hún er einnig leikkona og fór með aðalhlutverkið í þáttunum Makalaus. Þá hefur Hrund Þórisdóttir tekið við sem rit- stjóri Mannlífs af Karli Stein- ari Óskarssyni sem einnig er framleiðslu-, markaðs- og sölustjóri Birtíngs. Kolla gefur lítið fyrir deilur innan fyrirtækisins og segist yfirgefa fyrirtækið sátt þrátt fyrir allt. „Ég mun skila mínu síðasta blaði með sóma og skoða svo mín mál. Þetta hef- ur verið frábær skóli og það hefur tekist að byggja blaðið mikið upp á skömmum tíma. Ég á eftir að sakna hópsins því það var góður andi í honum. Við höfðum fundið mikinn meðbyr frá konum, og konur voru ánægðar með að fá al- vöru tískublað á Íslandi. Ég lít ekki á þetta sem nein endalok heldur taka bara við önnur spennandi verkefni. Ég óska svo bara Þóru góðs gengis.“ asgeir@dv.is Kolbrún Pálína og Þóra Tómasdóttir Tíð ritstjóraskipti hafa verið á Birtíngi undanfarið. „Það skilur mig enginn“ É g er alveg hættur að syngja. Ég vil helst gleyma öllu, lífinu, til- verunni og öllu. Ég er bara leiður á þessu, bara orðinn leiður á lífinu,“ segir kúreki norðursins, Hall- björn Hjartarson, í samtali við DV. Hallbjörn er líklega þekkt- asti kántrýsöngvari landsins og flestir setja samasemmerki milli hans og hátíðarinnar á Skagaströnd enda var það hann sem setti hátíðina á lagg- irnar. Hann er frumkvöðull á sviði kántrýtónlistar á Íslandi og stofnaði Kántrýbæ á Skaga- strönd auk þess sem hann hef- ur rekið útvarpsstöðina Útvarp Kántrýbæ í mörg ár. Skaga- strönd hefur verið þekkt und- anfarin ár fyrir tengingu sína við kántrý og þá sérstaklega Kántrýbæ. Hallbjörn segist þó ekki tengjast hátíðinni á nokk- urn hátt, og kemur ekki fram á henni, í kjölfar þess að hátíð- in var lögð niður og endurreist án hans. Hallbjörn segist vera alfarið hættur að syngja en smellir eins og Komdu í Kántrýbæ, Sannur vinur og Hundurinn Húgó eru lög sem margir landsmenn kannast við. „Ég er orðinn of gamall til að syngja og búinn að missa áhugann á því eins og öllu öðru,“ segir Hallbjörn heldur svartsýnn. Fannst hann vera of stórt númer „Ég er bara í leti heima. Hátíð- in er ekki á mínum vegum og kemur mér ekkert við. Ég verð bara í mínu hlutastarfi í út- varpinu og kem ekkert nálægt þessu að öðru leyti,“ segir Hall- björn, sem er ekki par sátt- ur við bæjaryfirvöld á Skaga- strönd. „Kántrýhátíðin sem slík stóð í níu ár og hún var mín hugmynd upphaflega og mitt framtak. Síðan var henni slitið hér af hreppsnefnd- inni. Svo var hún lögð niður í einhver ár vegna einhverrar meinsemdar og öfundsemi í minn garð. Þeir fóru að sjá eft- ir þessu síðar og fengu leyfi hjá mér til að kalla þetta Kántrý- daga. Ég á einkarétt á nafninu og leyfði þeim að nota það en að öðru leyti hef ég ekki komið nálægt þeim síðan. Þeir byrj- uðu aftur með hátíðina fyrir nokkrum árum og hafa haldið hana í nokkur ár en ég skipti mér ekkert af þessu.“ Fyrirgefur ekki Hann segir það hafa verið von- brigði þegar hátíðin var sett af á sínum tíma enda hafði hann eytt mikilli vinnu í hana sem og að kynna bæinn sem Kántrý bæ Íslands. „Ég var náttúrulega ósáttur við þetta. Ég var búinn að gefa allt mitt líf í þetta ásamt tilveru Kántrý- bæjar og öllu því sem ég hef gert til að auglýsa staðinn og annað slíkt. Þetta var kom- ið á þann háa punkt að það komu hingað um 14–15 þús- und manns á sumri en vegna öfundsýki og afbrýðisemi út í mig þá var þessu slitið. Þetta er bara eins og ég segi, hvort sem þeir vilja viðurkenna það eða ekki, þeim fannst ég bara vera orðinn of stórt númer. Maður tekur ekki við þegjandi og hljóðalaust og maður fyrir- gefur ekki svona einn, tveir og þrír. Þetta var of mikið. Það er alltaf hægt að vera vitur eftir á, segir gamalt málstæki og þeir virðast núna vera að vitkast. Þeir hefðu kannski betur gert það fyrr.“ Hallbjörn segist hafa gert margt fyrir bæinn. „Það var ég n Hallbjörn Hjartarson, kúreki norðursins, er ósáttur vegna Kántrýdaga n Segir Kántrýhátíðina hafa verið slegna af vegna öfundar í hans garð n Segir Skagstrendinga hafa álitið hann „hálfvita“ n Orðinn þreyttur á lífinu og syngur ekki lengur Syngur ekki lengur Hallbjörn segist vera orðinn þreyttur á lífinu og tilverunni og er alveg hættur að syngja. Ósáttur Hallbjörn er ekki sáttur við hvernig hætt var með Kántrýhátíðina á sínum tíma. Hann kemur ekki nálægt þeirri hátíð sem haldin er núna.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.