Dagblaðið Vísir - DV - 15.08.2011, Page 2
2 | Fréttir 15. ágúst 2011 Mánudagur
S
amkvæmt samkomulagi sem
íslensk stjórnvöld gerðu við
Alþjóðagjaldeyrissjóðinn
í nóvember árið 2008 bar
þeim að fá erlendan sér-
fræðing til að meta regluverk varð-
andi lausafjárstýringu banka, lán
til tengdra aðila, stórar stöðutökur,
krosseignatengsl og mat á hæfi eig-
enda og stjórnenda. Finninn Kaarlo
Jännäri var fenginn til að vinna mats-
skýrslu fyrir íslensk stjórnvöld sem
hann kynnti á blaðamannafundi í
lok mars árið 2009. Jännäri var með-
al annars forstjóri finnska fjármála-
eftirlitsins í ellefu ár.
Meðal þess sem hann lagði til var
að fækka ráðuneytum, sem hefðu
með löggjöf á sviði fjármálamarkað-
arins að gera, sameina Seðlabank-
ann og Fjármálaeftirlitið (FME),
auka valdheimildir FME, endurskoð-
un á innistæðutryggingakerfinu og
virk þátttaka í alþjóðlegu samstarfi
á sviði löggjafar og eftirlits með fjár-
málastarfsemi. Hann lagði til átta til-
lögur sem sjást í töflu með frétt. DV
hafði samband við finnska fjármála-
eftirlitið til þess að reyna að fá viðtal
við Kaarlo Jännäri. Fengust þau svör
að hann væri á ferðalagi og tókst ekki
að hafa uppi á honum en hann er
kominn á eftirlaun.
Hafa unnið eftir flestum
tillögum hans
Daginn eftir að Kaarlo Jännäri hafði
skilað skýrslu sinni skipaði ríkis-
stjórnin starfshóp til að „vinna úr
ábendingum hans svo hrinda megi
skynsamlegum tillögum í fram-
kvæmd sem fyrst“ eins og segir í til-
kynningu á heimasíðu forsætisráðu-
neytisins. Hrannar B. Arnarson,
aðstoðarmaður forsætisráðherra,
var formaður starfshópsins. DV
sendi honum fyrirspurn um það
hvort starfshópurinn hefði unnið úr
ábendingum Kaarlo Jännäri og ef svo
er hvort hægt væri að upplýsa um
meginatriði þeirrar vinnu.
Í svari frá Hrannari kemur fram
að starfshópurinn hafi skilað skýrslu
tveimur vikum eftir að Karlo Jänn-
äri lagði fram tillögur sínar. Í skýrslu
starfshópsins lagði hópurinn til
margar tillögur sem flestar styðjast
við ábendingar Jännäri. Ein sú fyrsta
sem komst í framkvæmd var stofnun
efnahags- og viðskiptaráðuneytis-
ins með frumvarpi um breytingar á
stjórnarráði Íslands sem varð að lög-
um. Var það eitt af þeim 48 málum
sem ríkisstjórnin ætlaði sér að ljúka
í 100 daga áætluninni sem hún setti
fram þegar hún tók við völdum eftir
síðustu Alþingiskosningar árið 2009.
Þar var farið eftir tillögu Jännäri um
að nauðsynlegt væri að fækka þeim
ráðuneytum sem hafa aðkomu að
stjórnun efnahagsmála.
„Á vettvangi viðkomandi ráðu-
neyta hefur síðan verið unnið að
eftirfylgni tillagnanna, ekki síst
hjá efnahags- og viðskiptaráðu-
neyti, en það ráðuneyti var einmitt
stofnað á grundvelli tillagnanna.
Skýrslan [hans Jännäri, innsk. blm.]
hefur verið algert grundvallargagn
við þá endurmótun sem fram hefur
farið á laga- og regluumhverfi fjár-
málamarkaðsins á Íslandi í tíð þess-
arar ríkistjórnar og enn er unnið að
ýmsum verkefnum sem rekja má til
hennar,“ segir í svari frá Hrannari.
Seinagangur við skipun nefndar
um framtíðarskipan
Í lögum númer 75/2010 um fjár-
málafyrirtæki, sem samþykkt voru
á Alþingi þann 23. júní árið 2010,
var bráðabirgðaákvæði um að efna-
hags- og viðskiptaráðherra skyldi
skipa nefnd sem hefði það hlutverk
að móta stefnu um framtíðarupp-
byggingu fjármálakerfisins. Árni Páll
Árnason, efnahags- og viðskiptaráð-
herra, skipaði nefndina eftir að Eygló
Harðardóttir, þingmaður Framsókn-
arflokksins, hafði kvartaði undan því
í mars á þessu ári að umrædd nefnd
hefði ekki enn verið skipuð þrátt fyrir
að meira en níu mánuðir væru liðn-
ir síðan lög um það hefðu verið sam-
þykkt. Ástæða kvartana hennar þá
voru fréttir af sameiningu SpKef við
Landsbankann sem vöktu litla hrifn-
ingu hjá stjórnarandstöðunni.
Nefnd um framtíðaruppbygg-
ingu fjármálakerfisins er meðal ann-
ars ætlað að skoða stöðu og starfs-
umhverfi sparisjóða, eignarhald
fjármálafyrirtækja á vátrygginga-
Gengur hægt að vinna
úr tillögum Jännäri
n Finninn Karlo Jännäri kom með átta tillögur til að bæta regluverk á fjármálamarkaði
n Hefur gengið hægt að koma tillögum hans sem hann lagði fram í mars 2009 í framkvæmd
Annas Sigmundsson
as@dv.is
Efnahagsmál
1 Fækka ber ráðuneytum, sem hafa með löggjöf á sviði fjármálamarkaðsins að
gera eða tengjast honum með öðrum
hætti.
2 Sameina ber SÍ og FME eða færa stofnanirnar undir sömu yfirstjórn (eins
og í Finnland og Írlandi).
3 Auka ber valdheimildir FME og hvetja ber stofnunina til að beita sér af meiri
krafti.
4 Koma ber upp útlánaskrá (e. national credit registry) hjá FME til að draga
úr útlánaáhættu í kerfinu og til að betri
yfirsýn fáist yfir stórar áhættuskuldbind-
ingar á landsvísu.
5 Setja ber strangari reglur um stórar áhættuskuldbindingar, lán til tengdra
aðila og hæfi eigenda. Jafnframt ber að
herða framkvæmd slíkra reglna, eftir
atvikum á grundvelli matskenndra heim-
ilda í samræmi við heilbrigða dómgreind.
6 Framkvæma ber fleiri vettvangs-kannanir hjá eftirlitsskyldum aðilum í
því skyni að sannreyna veittar upplýsingar
vegna eftirlits með fjármálastarfsemi
og efni skýrslna, einkum að því er varðar
útlánaáhættu, lausafjáráhættu og gjald-
eyrisáhættu.
7 Innstæðutryggingakerfið ber að endur-skoða og bæta, í nánu samhengi við
þróun mála á þessu sviði innan ESB.
8 Virk þátttaka í alþjóðlegu samstarfi á sviði löggjafar og eftirlits með fjár-
málastarfsemi er mikilvæg, einkum innan
EES og ESB.
Helstu tillögur Jännäri
Finninn Kaarlo Jännäri gerði skýrslu fyrir forsætisráðuneytið um reglur og eftirlit með
bankastarfsemi. Var skýrslan hluti af samkomulagi Íslands og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins
og skilaði hann henni þann 30. mars árið 2009.
Kaarlo Jännari var forstjóri finnska fjármálaeftirlitsins í 11 ár, einn af yfirmönnum
finnska seðlabankans um tíma og hefur einnig reynslu af rekstri einkabanka eftir að
hafa verið stjórnarformaður og framkvæmdastjóri SKOP-bankans 1991–1993, árin sem
bankakreppan var hvað dýpst í Finnlandi. Hann hefur m.a. verið Alþjóðagjaldeyris-
sjóðnum til ráðgjafar og sinnt nefndar- og stjórnarstörfum fyrir OECD og evrópska
seðlabankann.
Átta tillögur að bættu regluverki Finninn Kaarlo
Jännäri kom með átta tillögur, í skýrslu sem hann vann fyrir
stjórnvöld sem hann skilaði í lok mars 2009, um hvernig
bæta mætti framtíðarskipan fjármálamarkaðarins á Íslandi.
Mynd Fréttablaðið / 365
Hjálmur
bjargaði lífi
Reiðhjólaslys varð í brekkunni við
Fjölbrautaskóla Sauðárkróks á
fimmtudag er unglingur á reiðhjóli
hjólaði á bifreið. Unglingurinn var
að hjóla niður brekkuna og náði ekki
að stoppa í tæka tíð og hafnaði því á
bílnum. Hjálmur drengsins brotnaði
illa við fallið og talið er að hann hafi
bjargað lífi hans og heilsu. „Hjálm-
urinn er ónýtur en hefur klárlega
bjargað drengnum,“ segir vaktstjóri
lögreglunnar á Sauðárkróki.
Skattar í stað
spilapeninga
Ögmundur Jónasson innanríkis-
ráðherra sagði í útvarpsþættinum
Sirrý á sunnudagsmorgnum á Rás 2
að hann vildi losa Rauða krossinn,
SÁÁ og Háskóla Íslands undan þeirri
áþján að þiggja fjármuni af rekstri
spilakassa og finnst fara betur á því
að skattgreiðendur borgi. Hagn-
aður Íslandsspila var í fyrra um 850
milljónir króna og skiptist þannig að
Rauði krossinn hlaut 60% eða rúmar
500 milljónir króna. Slysavarnar-
félagið Landsbjörg fékk 30% eða um
250 milljónir og SÁÁ fékk 10% eða
um 85 milljónir. Happdrætti Há-
skóla Íslands greiddi Háskólanum
600 milljónir króna samkvæmt ríkis-
reikningi í fyrra.
Lést eftir
bílslys
Ungur maður sem slasaðist alvar-
lega í bílslysi á Geirsgötu á föstu-
dagskvöldið lést á sunnudag á gjör-
gæsludeild Landspítalans. Hann
komst aldrei til meðvitundar eftir
slysið. Ekki er hægt að greina frá
nafni hans að svo stöddu. Slysið
varð með þeim hætti að ökumaður
missti stjórn á bíl sem hafnaði á vegg
gömlu Hafnarbúðarinnar á tíunda
tímanum á föstudagskvöldið. Þrír
voru í bifreiðinni. Tveir þeirra slös-
uðust ekki alvarlega.