Dagblaðið Vísir - DV - 15.08.2011, Page 24

Dagblaðið Vísir - DV - 15.08.2011, Page 24
T ilfinningin er bara rosagóð. Það er gam- an að vinna þennan titil og gaman að taka þátt í þessum leik,“ sagði Grétar Sigfinnur Sigurðs- son, leikmaður KR, þegar DV sló á þráðinn til hans á sunnu- dag. KR-ingar báru sigurorð af baráttuglöðum Þórsurum í úrslitaleik Valitor-bikarsins á Laugardalsvelli á laugardag. Grétar var fyrirliði KR-inga í fjarveru Bjarna Guðjónssonar sem meiddist fyrir leik. KR-ing- ar unnu 2–0 sigur en leikurinn mun væntanlega fara í sögu- bækurnar fyrir glötuð mark- tækifæri. Þórsarar fengu mý- mörg færi og skutu til að mynda fimm sinnum í slána á KR- markinu. Óheppnir Þórsarar „Við fengum góða mótspyrnu. Þórsararnir eru með hörkugott lið og voru óheppnir að skora ekki. Það gekk ekki upp hjá þeim en við skoruðum tvö og vorum bara þrusuflottir,“ segir Grétar um leikinn. KR-ingar byrjuðu leikinn betur en fljótlega tóku Þórsarar völdin á vellinum og sköpuðu sér nokkur ágæt færi í fyrri hálf- leik. Það var því nokkuð gegn gangi leiksins sem KR-ingar komust yfir þegar Gunnar Már Guðmundsson, lánsmaður frá FH, varð fyrir því óláni að skalla boltann í eigið mark. Þórsarar virtust ekki láta markið á sig fá og byrjuðu síðari hálfleikinn ágætlega. KR-ingar unnu sig hins vegar hægt og bítandi inn í leikinn og virtust vera að ná völdum á vellinum þegar Skúli Jón Friðgeirsson fékk sitt annað gula spjald – og þar með rautt – fyrir litlar sakir. Seiglan í KR- ingum hefur hins vegar verið mikil í sumar og þeim tókst að klára leikinn 10 mínútum fyrir leikslok. Þá skoraði Baldur Sig- urðsson af stuttu færi eftir langt innkast. „Ætlum að vinna deildina“ Grétar segir að KR-liðið muni taka sigurinn með sér í loka- baráttuna um Íslandsmeist- aratitilinn. KR-ingar eru í nokkuð þægilegri stöðu á toppi Pepsi-deildarinnar með 30 stig eftir 12 leiki, fjórum stigum meira en ÍBV sem leikið hefur 13 leiki. „Við ætlum okkur að vinna þessa deild,“ segir Grétar en KR-ingar fara einmitt til Akureyrar á fimmtudag þar sem þeir mæta Þórsurum. Það er viðbúið að Þórsarar muni leggja allt í sölurnar í þann leik til að hefna fyrir tapið á laugardag. „Þeir munu reyna að vinna okkur,“ segir Grétar léttur. Engar áhyggjur KR-ingar hafa misst nokkra leikmenn í meiðsli á undan- förnum vikum; Óskar Örn Hauksson verður ekki meira með í sumar og þá er óvíst hversu lengi Bjarni Guðjónsson verður frá en hann meiddist á kálfa á æfingu hjá KR á fimmtu- dag. Skúli Jón verður svo vænt- anlega í leikbanni í næstu um- ferð gegn Þór. Aðspurður hvort meiðsli lykilmanna gætu haft áhrif á framhaldið segist Grét- ar ekki óttast neitt. „Ég held að þetta skipti engu máli. Það getur hver sem er komið inn og staðið sig. Menn þekkja sín hlutverk og það er bara frá- bært, þetta er svakalega sterk- ur hópur og það er það sem er svo flott við þetta; við erum að missa menn í meiðsli en þá koma menn inn og við erum að vinna leiki.“ 24 | Sport 15. ágúst 2011 Mánudagur Einar Þór Sigurðsson blaðamaður skrifar einar@dv.is „Ég held að þetta skipti engu máli. Það getur hver sem er komið inn og staðið sig. Óheppnir Þórsarar en KR hafði gæðin n KR-ingar bikarmeistarar eftir sigur á óheppnum Þórsurum n Grétar Sigfinnur ætlar líka að vinna deildina n „Þetta er svakalega sterkur hópur“ S toke og Chelsea gerðu markalaust jafntefli í fyrstu umferð ensku úrvalsdeildarinnar á sunnudag. Um var að ræða fyrsta mótsleik nýja stjórans hjá Chelsea, Andre Villas- Boas. Chelsea-menn voru mun sterkari í leiknum og héldu boltanum afar vel á meðan leikmenn Stoke treystu, eins og svo oft áður, á föst leikatriði. Þrátt fyrir mýmörg marktæki- færi tókst leikmönnum Chel- sea ekki að koma boltanum í netið og varð niðurstaðan því markalaust jafntefli. Villas- Boas gagnrýndi leikstíl Stoke- manna harðlega eftir leik. „Það er klikkun hvað þeir fengu að ýta og grípa í okkar menn inni í teig. Við vorum búnir undir leikstíl Stoke-liðsins en það eru tak- mörk fyrir því hvaða brögð- um má beita,“ sagði Villas- Boas í leikslok en Tony Pulis, stjóri Stoke, hefur sankað að sér stórum og sterkum leik- mönnum undanfarin miss- eri. Chelsea-menn virtust þó ráða vel við föst atriði Stoke- liðsins sem ógnaði sjaldan marki Chelsea. „Mér finnst mikilvægt að vekja athygli á þessu. Dómar- ar tala sífellt um að þeir muni taka á þessu og mér finnst það alvarlegt þegar þeir segja eitt en gera annað.“ Þegar Villas-Boas var spurður að því eftir leik hvort hann væri sáttur við stigið sagði hinn metnaðarfulli stjóri Chelsea: „Nei, þú getur aldrei verið sáttur við eitt stig. Það er erfitt að spila við Stoke á þeirra heimavelli. Þeir náðu góðum árangri í fyrra og þeir eru með gott lið.“ n Nýr stjóri Chelsea afar ósáttur við leikstíl Stoke Fyrsta stigið í hús hjá Boas Baráttuleikur Það var hart barist í leik Stoke og Chelsea og gagnrýndi Villas-Boas, stjóri Chelsea, leikstíl Stoke í leikslok. MyNd REutERS Úrslit Stoltur fyrirliði Grétar var fyrirliði í fjarveru Bjarna Guðjónssonar. MyNd EyÞÓR áRNaSoN Góður hópur KR-ingar fagna eftir sigurinn á Þór. MyNd EyÞÓR áRNaSoN Enska úrvalsdeildin Liverpool - Sunderland 1-1 1-0 Luis Suarez (́ 11), 1-1 Sebastian Larsson (́ 57) Blackburn - Wolves 1-2 1-0 Mauro Formica (́ 20), 1-1 Steven Fletcher (́ 22), 1-2 Stephen Ward (́ 48) QPR - Bolton 0-4 0-1 Gary Cahill (́ 45), 0-2 Danny Gabidon (́ 68) (Sjálfsmark), 0-3 Ivan Klasnic (́ 70), 0-4 Fabrice Muamba (́ 79) Fulham 0 - 0 Aston Villa 0-0 Wigan - Norwich 1-1 0-1 Ben Watson (́ 21) (Vítaspyna), 1-1 Wesley Hoolahan (́ 45) Newcastle - Arsenal 0-0 n Gervinho (́ 76) (Arsenal) Stoke - Chelsea 0-0 West Brom - Manchester United 1-2 0-1 Wayne Rooney (13), 1-1 Shane Long (37), 1-2 Stephen Reid (81) (Sjálfsmark) Staðan 1 Bolton 1 1 0 0 4:0 3 2 Man.Utd 1 1 0 0 2:1 3 3 Wolves 1 1 0 0 2:1 3 4 Liverpool 1 0 1 0 1:1 1 5 Norwich 1 0 1 0 1:1 1 6 Sunderland 1 0 1 0 1:1 1 7 Wigan 1 0 1 0 1:1 1 8 Arsenal 1 0 1 0 0:0 1 9 Aston Villa 1 0 1 0 0:0 1 10 Chelsea 1 0 1 0 0:0 1 11 Fulham 1 0 1 0 0:0 1 12 Newcastle 1 0 1 0 0:0 1 13 Stoke 1 0 1 0 0:0 1 14 Everton 0 0 0 0 -:- 0 15 Man.City 0 0 0 0 -:- 0 16 Swansea 0 0 0 0 -:- 0 17 Tottenham 0 0 0 0 -:- 0 18 Blackburn 1 0 0 1 1:2 0 19 WBA 1 0 0 1 1:2 0 20 QPR 1 0 0 1 0:4 0 Enska B-deildin Birmingham - Coventry 1-0 Barnsley - Southampton 0-1 Watford - Derby 0-1 Leeds - Middlesbrough 0-1 Portsmouth - Brighton 0-1 Millwall - Nottingham F. 2-0 Leicester - Reading 0-2 Ipswich - Hull 0-1 Doncaster - West Ham 0-1 Cr.Palace - Burnley 2-0 Blackpool - Peterborough 2-1 Cardiff - Bristol City 3-1 Staðan 1 Cardiff 2 2 0 0 4:1 6 2 Southampton 2 2 0 0 4:1 6 3 Blackpool 2 2 0 0 3:1 6 4 Brighton 2 2 0 0 3:1 6 5 Derby 2 2 0 0 3:1 6 6 Millwall 2 1 1 0 4:2 4 7 Reading 2 1 1 0 4:2 4 8 Middlesbrough 2 1 1 0 3:2 4 9 Ipswich 2 1 0 1 3:1 3 10 Cr.Palace 2 1 0 1 3:2 3 11 Peterborough 2 1 0 1 3:3 3 12 Birmingham 2 1 0 1 2:2 3 13 Hull 2 1 0 1 1:1 3 14 West Ham 2 1 0 1 1:1 3 15 Leicester 2 1 0 1 1:2 3 16 Portsmouth 2 0 1 1 2:3 1 17 Watford 2 0 1 1 2:3 1 18 Barnsley 2 0 1 1 0:1 1 19 Burnley 2 0 1 1 2:4 1 20 Nottingham F. 2 0 1 1 0:2 1 21 Doncaster 2 0 0 2 1:3 0 22 Coventry 2 0 0 2 0:2 0 23 Leeds 2 0 0 2 1:4 0 24 Bristol City 2 0 0 2 1:6 0 Kolbeinn á skotskónum Kolbeinn Sigþórsson, sem gekk í raðir Hollandsmeistara Ajax í sumar, var á skotskónum með liði sínu á sunnudag þegar Ajax burstaði Hereenveen á heima- velli sínum, 5–1. Kolbeinn skor- aði fyrsta mark leiksins á 37. mínútu. Þetta var fyrsta mark Kolbeins í mótsleik með Ajax frá því hann kom til félagsins frá AZ Alkmaar. Kollega hans, Jóhann Berg Guðmundsson, sem leikur með AZ Alkmaar var í byrj- unarliðinu þegar lið hans tapaði fyrir Twente á útivelli, 2–0. Jóhann lék á hægri kanti en var tek- inn af velli á 68. mín- útu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.