Dagblaðið Vísir - DV - 22.08.2011, Side 2

Dagblaðið Vísir - DV - 22.08.2011, Side 2
2 | Fréttir 22. ágúst 2011 Mánudagur Stríðið um Evrópusambandið F lestir af helstu áhrifa- mönnum Íslands hafa gefið upp skýra afstöðu til mögulegrar aðildar Íslands að Evrópusam- bandinu. Víglínur eru skýrar. Stjórnmálamenn, fjölmiðla- menn, listamenn, formenn í ýmsum almenningssamtök- um, prestar og háskólamenn hafa undanfarna mánuði fært rök fyrir því afhverju Ísland ætti að ganga í Evrópusam- bandið eða af hverju við ættum að halda okkur fyrir utan það. Áherslur stjórnmálaflokk- anna eru að verða enn skýr- ari. Sumir teljast eindregnir stuðningsmenn aðildar. Má þar nefna helstu forkólfa Sam- fylkingarinnar, fólk á borð við Jóhönnu Sigurðardóttur og Össur Skarphéðinsson. Síðan eru þeir sem áður voru mildari í afstöðu sinni til ESB en hafa nú lagst eindregið gegn aðild. Má þar nefna Bjarna Bene- diktsson, formann Sjálfstæð- isflokksins, og Sigmund Dav- íð Gunnlaugsson, formann Framsóknarflokksins. Báðir hafa þeir lagt til að aðildarum- sóknin verði dregin til baka. Tengsl hagsmunahópa Á meðfylgjandi korti má sjá hvaða afstöðu margir máls- metandi Íslendingar hafa gef- ið upp til aðildar að ESB. Þeir sem eru lengst vinstra megin á kortinu eru harðir andstæð- ingar aðildar. Afstöðu fólks til aðildar er einnig áhugavert að skoða í samhengi við hvað það starfar og hvaða tengsl það hefur við hagsmunaöfl, fjöl- miðla eða stjórnmálaflokka, svo dæmi séu tekin. Fjölmiðlar hafa tekið skýra afstöðu til aðildar og áróð- ur dynur á almenningi úr báðum herbúðum. Á meðan Morgun blaðið spáir endalok- um sambandsins, koma allt önnur sjónarmið fram í Frétta- blaðinu. Háskóli Íslands kemur einnig talsvert við sögu í áróð- ursstríðinu um ESB. Þann- ig hefur Baldur Þórhallsson, próf essor í stjórnmálafræði, verið einn ötulasti talsmað- ur þess að Ísland gangi í ESB. Baldur hefur einnig kennt námskeið í skólanum þar sem fjallað er um hvernig smá- ríki geta haft raunveruleg völd innan sambandsins, en það eru einmitt ein helstu rök nei- sinna að Ísland verði valda- laust í stóru bákni. Starfsbróð- ir hans, Hannes Hólmsteinn Gissurarson, hefur síðan iðu- lega lýst sterkri andstöðu við aðild. Segja má að aðrir sem hafa tjáð sig um Evrópusambandið hafi frekar hlutlausa afstöðu. Þannig hefur Jón Gnarr borgar- stjóri sagt að hann skipti reglu- lega um skoðun á ESB. Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Ís- lands, hefur heldur ekki lýst yfir eindreginni afstöðu í málinu. Spurning um grundvallarviðhorf Á endanum verða það hins „Reyndar held ég að það sé líklegra að þeir máls- metandi menn sem eru á móti nái meiri árangri en hinir. n Áróðurinn um aðild Íslands að ESB stigmagnast n Áhrifamenn taka þátt í rökræðunni n Prófessor telur það litlu skipta n ESB er spurning um grundvallarviðhorf Valgeir Örn Ragnarsson blaðamaður skrifar valgeir@dv.is Björn Teitsson blaðamaður skrifar bjorn@dv.is vegar ekki þingmenn og ráð- herrar, rithöfundar og verka- lýðsformenn, sem munu taka ákvörðun um hvort Ísland gengur í ESB. Almenningur þarf að samþykkja aðildar- samninginn í þjóðaratkvæða- greiðslu til þess að Ísland gerist aðili. Hvaða áhrif hefur það þá á almenningsálitið að frægðar- menni og áhrifafólk beiti sér í umræðunni í jafn ríkum mæli og gert hefur verið undanfar- in misseri? Skiptir það máli fyrir fólk að LÍÚ vill ekki ganga í ESB en Samtök iðnaðarins vilja það? Mun söngkonan Björk hafa áhrif á atkvæði al- mennings? Grétar Þór Eyþórsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Akureyri, tel- ur svo ekki vera. „Ég er ekki viss um að þetta skipti svo miklu máli, allavega í Evrópu- málum. Ég byggi þá skoðun á því að þessi spurning um Evr- ópusambandsaðildina, hún er grundvallarviðhorf í huga fólks,“ segir Grétar. „Það eru mjög margir sem eru andvíg- ir aðild á þeim forsendum að við séum að hverfa þarna und- ir hælinn á stóru erlendu valdi þar sem við erum eiginlega ekki neitt. Það er þetta grund- vallarviðhorf sem ég held að hafi komið fram í Icesave- kosningunum að sumu leyti. Ég ætla að rifja það upp að þó að margt þekkt fólk hafi verið að hvetja fólk til að kjósa já, þá hafi það verið eins og skvetta vatni á gæs.“ Andvígur Eindregnir andstæðingar ESB-aðildar Andstæðingar ESB-aðildar Hlutlaus afstaða Björn Bjarnason Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Samband ungra sjálf- stæðismanna (SUS) Framsóknar- flokkurinn Þjóðkirkjan Háskóli Íslands Samband íslenskra sveitarfélaga Silja Bára Ómarsdóttir Sjálfstæðis- flokkurinn Vinstri Grænir Ólafur Ragnar Grímsson Arnþrúður Karlsdóttir Steingrímur J. Sigfússon Sr. Þórhallur Heimisson Birgitta Jónsdóttir Alfreð Gíslason Erpur Eyvindarson LÍU Vigdís Hauksdóttir Omega Sigurður Kári Kristjánsson Atli Gíslason Bjarni Benediktsson Jón Bjarnason Ingvi Hrafn Jónsson Ragnar Arnalds Heimssýn Friðbjörn Orri Ketilsson Hjörleifur Guttormsson Hannes Hólmsteinn Bændasamtök Íslands Kristján Loftsson Helgi Áss Grétarsson Pétur H. Blöndal Styrmir Gunnarsson Morgunblaðið Davíð Oddsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.