Dagblaðið Vísir - DV - 22.08.2011, Page 20

Dagblaðið Vísir - DV - 22.08.2011, Page 20
20 | Fókus 22. ágúst 2011 Mánudagur Markaðsvæðing metsöluhöfunda G ullöld bókasölu er á enda. Sala á bókum í harðbandi hefur verið í frjálsu falli síðustu ár. Í Bandaríkjunum minnkaði sala þeirra um 23% árið 2011. Árið áður hafði sala þeirra dregist saman um fimm prósent. Þrátt fyrir þetta eru met- söluhöfundar eins og Steph- enie Meyer, Stephen King, Ja- net Evanovich og sér í lagi James Patterson á grænni grein og betur staddir en áður. Hagnast á netútgáfu og ýmiss konar varningi Hvernig er það mögulegt? spyrja margir. Svarið felst í markaðsvæðingu rithöfund- anna. Þeir hafa allir hagnast á netútgáfu bóka sinna, með risasamningum við útgefend- ur og með því að selja áfram rétt á bókum sínum ásamt framleiðslu á vörum þeim tengdum. Hæst launaði rithöfundur heims James Patterson er gott dæmi. Hann er einn vinsælasti spennusagnahöfundur heims en bækur hans hafa selst í um 130 milljónum eintaka á heimsvísu. Patterson hef- ur einnig skrifað barnabækur og er fyrsti höfundurinn sem hefur átt bók samtímis á met- sölulista barnabóka New York Times og listanum yfir full- orðinsbækur. Frá árinu 2010 til 2011 var hann hæstlaunaði rit- höfundur heims. Tekjur hans voru 84 milljónir dollara. Árið áður hafði hann hagnast um 70 milljónir dollara. Ástæð- an fyrir þessum ofurtekjum er 17 bóka samningur sem Pat- terson skrifaði undir við for- lag sitt, Hachette Book Group, árið 2009. Öllum skilst að ein- um rithöfundi er slíkur samn- ingur fullkomlega ofviða. En Patterson leysir málið með því að ráða til sín penna sem að- stoða hann við að dæla út efni en á þessu tímabili gaf hann út alls 10 titla. Alls hefur Patter- son gefið út hátt í 50 bækur frá upphafi ferils síns. n Sala á bókum í harðbandi hefur verið í frjálsu falli síðustu ár Rafmagnsgítar er uppáhalds- hljóðfærið mitt,“ segir tónlist- arkonan Brynhildur Ingibjörg Oddsdóttir sem er komin inn í rafgítardeild Tónlistarskóla FÍH en samkvæmt heimild- um blaðsins er Brynhildur sú eina sem komst inn í deild- ina. Brynhildur, sem spilaði á rafmagnsgítar með stelpna- hljómsveitinni Elektru, spilar og syngur blús með hljóm- veitinni Bibi and the Bluebirds en sveitin er á leið í upptökur. Brynhildur hefur alla tíð haft áhuga á blús og finnst best að semja á gítarinn sinn en hún er einnig með fiðlunám að baki og framhaldspróf í klass- ískum söng auk þess sem hún lauk nýverið prófi í tónsmíð- um frá Listaháskóla Íslands. „Ég hlustaði mikið á Evu Cass- idy og Arethu Franklin í æsku. Það er þessi tilfinning sem listamennirnir skila frá sér sem heillar mig. Blúsinn er í raun einfaldur en á sama tíma er erfitt að syngja hann. Það þarf að gefa svo miklar tilfinn- ingar í hann,“ segir Brynhildur sem lýsir tónlist Bibi and the Bluebirds sem blúsaðri dæg- urlagatónlist. Aðspurð segir hún Íslendinga þyrsta í blús. „Það er alltaf markaður fyrir blús og það eru rosalega marg- ar hljómsveitir, bæði gömul bönd og ný, sem fara einhvern tímann á ferlinum í blúsinn enda hefur þessi stefna haft gífurleg áhrif á vestræna tón- list,“ segir Brynhildur og bætir við að draumurinn sé að geta lifað á tónlistinni. „Líf mitt snýst um tónlist. Það kemst voðalega fátt annað að og það væri æðislegt að geta spilað og sungið svo mikið að ég gæti lifað á því.“ indiana@dv.is James Patterson Hann er einn vinsælasti spennusagnahöfundur heims en bækur hans hafa selst í um 130 milljónum eintaka á heimsvísu Rafmagns- gítarinn í uppáhaldi Þ ema Menningarnæt- ur í ár var  „Gakktu í bæinn!“  Dagur B. Eggertsson, borgar- fulltrúi Samfylking- ar, var einn þeirra sem bauð fólk velkomið á heimili sitt og gerði vel við gesti sína. Hann reiknar með að hann hafi bakað um 800 vöfflur. „Við bökuðum úr 50 lítrum og reiknast okkur til að við höfum bakað 800 vöfflur. Við höfum ekki tölu á gestum á heimili okkar því gestabók- in fylltist. Heimsmetabók Guinn ess er þannig ólíkleg til að votta met til eða frá um heimsins stærsta vöffluboð,“ segir Dagur og skellir upp úr. Dagur var að þrífa heimili sitt þegar blaðamaður hafði sam- band við hann. Þrifin urðu hans hlutskipti vegna þess að hann sullaði mest við bakst- urinn. „Það er keppt í því hver sullar minnst, sá sem slettir mest fær að þrífa járnin sem eru 8 talsins. Ég sletti mest í ár og þess vegna er ég að þrífa.“ Bakaði 800 vöfflur n Dagur Eggertsson borgarfulltrúi gerði vel við gesti sína á Menningarnótt Dagur hrærði í deigi Dagur Eggertsson var stórtækur í vöfflubakstri. Biðröð í vöfflur Heimili Dags við Óðinstorg var umsetið gestum sem runnu á vöffluilminn.„Ég bara skaut og skaut“ Jón Gnarr ræsti skemmtiskokk á Menningarnótt og sagðist hafa freistast til þess að skjóta öllum skotunum úr byssunni. Dansað á Ingólfstorgi Ungir sem aldnir tóku sporið á Ingólfstorgi. Ljósin í Hörpu tendruð Hápunktur Menningarnætur var þegar ljósin á Hörpu voru tendruð og flugeldasýning lýsti upp himininn. Spariklæddir Reykvíkingar Margir Reykvíkingar klæddust sínu fínasta pússi á þessum góðviðrisdegi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.