Dagblaðið Vísir - DV - 19.09.2011, Page 6

Dagblaðið Vísir - DV - 19.09.2011, Page 6
6 | Fréttir 19. september 2011 Mánudagur Ögmundur Jónasson furðar sig á þingmönnum: „Tefja lýðræðisþróunina“ „Sannast sagna kom það mér nokk­ uð á óvart hve eindregið Alþingi var í því að setja inn takmarkanir á þær tillögur sem fyrir lágu,“ segir Ög­ mundur Jónasson innanríkisráð­ herra á heimasíðu sinni eftir að Al­ þingi samþykkti breytingartillögur á frumvarpi hans um sveitarstjórn­ arlög. Ögmundur lagði til að fimmt­ ungur kjósenda nægði til að óska eftir almennri atkvæðagreiðslu. Þegar Samband íslenskra sveitar­ félaga fór yfir tillögur Ögmund­ ar lagðist það gegn því að opnað yrði svo mikið á beint lýðræði. Ög­ mundur segir samgöngunefnd Al­ þingis hafa tekið þessum andmæl­ um sambandsins fagnandi og lagt fram breytingartillögu um að þriðj­ ung kjósenda þyrfti til að óska eft­ ir almennri atkvæðagreiðslu og að ekki væri hægt að óska eftir kosn­ ingu um fjármál sveitarfélaga. Hann segir Alþingi hafa sam­ þykkt þessa breytingartillögu með yfirgnæfandi meirihuta. „Sérstak­ lega kom þetta á óvart eftir allt lýð­ ræðistalið fyrir nánast allar und­ angengnar kosningar, gott ef ekki síðustu áratugina. Þegar á hólm­ inn kemur reyna fulltrúar í sveit­ arstjórnum og á Alþingi að hamla gegn og tefja lýðræðisþróunina. Það sannaðist við þessa atkvæða­ greiðslu þrátt fyrir að ég vildi trúa öðru,“ skrifar Ögmundur á heima­ síðu sína. Hann segir að þegar fram líða stundir muni aukinn lýðræðisréttur vera knúinn fram. „Þar mun koma að fulltrúavaldið sjái sig nauðbeygt til að svara kalli tímans. En held­ ur er hlutskiptið dapurlegt fyrir fulltrúavaldið að þurfa að koma lötrandi á eftir í þessari þróun. Við atkvæðagreiðsluna á Alþingi sagði ég að nú væri kosið á milli lýðræðis annars vegar og fulltrúavalds hins vegar. Og það fór sem fór.“ Ósáttur Ögmundur er ósáttur við breytingartillögu á frumvarpi hans um sveitarstjórnarlög sem Alþingi samþykkti. Þ að má vel vera að Ísland sé að taka vissa forystu í þess­ um málum með þessu frum­ varpi,“ segir Grétar Eyþórsson stjórnmálafræðingur við Há­ skólann á Akureyri. Ný lög um íbúa­ kosningar voru samþykkt á Alþingi nú um helgina. Lögin kveða á um að þriðj­ ungur kjósenda í sveitarfélögum geti farið fram á almenna atkvæðagreiðslu í tilteknum málum. Þetta þýðir að ef 28 þúsund manns færu fram á íbúakosn­ ingu í höfuðborginni þyrfti slík kosning að fara fram. Ögmundur Jónasson innanríkisráð­ herra lagði frumvarpið fram en í drög­ um hans var gert ráð fyrir að vilji tutt­ ugu prósent kjósenda myndi nægja til þess að knýja fram íbúakosningar. Kristinn Már Ársælsson hjá Lýðræð­ isfélaginu Öldu gagnrýnir ný lög og bendir meðal annars á að sveitarstjórn­ ir muni sjálfar ákveða hvort kosningar verði ráðgefandi eða bindandi. Gunnar Grímsson, einn þeirra sem staðið hefur að lýðræðisvefsíðunum Skuggaþingi og Betri Reykjavík, segir lögin merki um að þessi mál þokist í rétta átt, en þrátt fyrir það sé langt í land þegar kemur að lýð­ ræðislegum umbótum. Gengur ekki upp Kristinn Már Ársælsson hjá Lýðræðis­ félaginu Öldu, segir ýmislegt gagnrýni­ vert í nýju lögunum. „Við höfum gagn­ rýnt þetta háa hlutfall sem þarf til þess að knýja fram kosningar. Tuttugu pró­ sent kosningabærra manna er einfald­ lega of hátt hlutfall, það hefur sýnt sig að þröskuldurinn má ekki vera hærri en fimmtán prósent til þess að slíkar breytingar séu eitthvað annað en orðin tóm. Þegar krafan er svo orðin að þriðj­ ung kjósenda þurfi til þess að knýja fram kosningar þá segir það sig sjálft að hópar sem standa höllum fæti eiga erf­ itt með að komast að.“ Kristinn Már gagnrýnir jafnframt að sveitarstjórnir geti sjálfar ákveðið hvort íbúakosningar verði ráðgefandi eða bindandi. „Mér er það í raun alveg óskiljanlegt hvernig hægt er að ákveða að ákvörðun meirihluta íbúa í lýðræð­ islegum kosningum skuli einungis vera ráðgefandi, það gengur einfaldlega ekki upp í lýðræðislegu tilliti.“ Kristinn segir ný lög ganga allt of stutt: „Allar rannsóknir benda til þess að þar sem svona kosningar eru ráðgef­ andi og háir þröskuldar fyrir þátttöku – þar er fólk fljótt að missa trú á ferlinu og tekur þar af leiðandi síður þátt.“ Hann segir einkennandi fyrir allt ferlið að hér ríki fulltrúalýðræði en ekki eiginlegt lýðræði. „Hver er til dæmis aðkoma al­ mennings að þessum breytingum? Var hún einhver?“ Fulltrúalýðræðið heyri sögunni til Á Alþingi var samþykkt að ekki verði hægt að krefjast kosninga um efni fjár­ hagsáætlana, tekjustofna sveitarfélaga eða álagningu gjalda. DV spurði Grét­ ar Eyþórsson, stjórnmálafræðing við Háskólann á Akureyri, hvort slíkt hefði mikil áhrif á það hvaða mál myndu fara í atkvæðagreiðslu. „Það er auðvitað verulega margt sem fellur þarna undir og þetta er því tals­ verð skerðing. Hins vegar er þetta í þeim anda sem við þekkjum úr um­ ræðunni að þjóðaratkvæðagreiðslur eigi ekki að ná til fjárhagsáætlana og milliríkjasamninga, þannig að þetta rímar vel við þær hugmyndir.“ Grétar telur að skipulagsmálin verði þau mál sem hvað helst verði kosið um enda hafi það sýnt sig að þau séu oftast hvað umdeildust. „Það hefur að und­ anförnu verið ákall um aukin afskipti kjósenda og þessar lagabreytingar virðast vera ákveðið svar við því,“ segir Grétar sem telur að hið einfalda full­ trúalýðræði sem verið hefur við lýði hér á landi muni bráðum heyra sögunni til. Hann bendir á að þrátt fyrir að í ná­ grannaríkinu Svíþjóð sé heimild í lög­ um fyrir íbúakosningum sé afar lítið um slíkar kosningar. „Það má vel vera að Ísland sé að taka vissa forystu í þess­ um málum með þessu frumvarpi, þá sérstaklega ef það leiðir til tíðari kosn­ inga.“ Á réttri leið „Beint lýðræði er skýr krafa í nútíma­ þjóðfélagi, sérstaklega í ljósi þess minnkandi trausts sem stjórnmála­ menn njóta,“ segir Gunnar Grímsson, sem hefur ásamt Róberti Bjarnasyni, staðið á bak við lýðræðisvefsíðurnar Skuggaþing og Betri Reykjavík. Hann segir ný lög merki um gríðarlega fram­ för þegar kemur að beinu lýðræði hér á landi en bendir á að enn sé langt í land. „Þetta er slagur á milli þeirra sem vilja aukið lýðræði og hinna sem vilja halda áfram upp á gamla mátann.“ Gunnar segist sjálfur hafa mestan áhuga á rafrænu samráðslýðræði eins og hann hefur verið að þróa undan­ farin misseri. „Það er ýmislegt að ger­ ast á þeim vettvangi. Í þessum mánuði verður Betri Reykjavík til að mynda tengd beint við borgarkerfið og þá fara þau mál sem kjósendur meta mikilvægust áfram inn í fagráð borg­ arinnar. Þetta var gert að frumkvæði borgarstjórnar Reykjavíkur sem hafði samband við okkur að fyrra bragði.“ Gunnar segir að með þessu geti borgarbúar raunverulega haft bein áhrif á stjórnsýslu borgarinnar. Gunn­ ar segir að öðrum sveitarfélögum á landinu verði í framhaldinu boðið upp á slíka samráðsvefi. Lýðræðismálin séu því á réttri leið hér á landi. n Sveitarstjórnir geta sjálfar ákveðið hvort íbúakosningar verði bindandi samkvæmt nýjum lögum n Allt að þriðjung þarf til að knýja fram kosningar um einstök mál Íbúakosningar ekki bindandi Jón Bjarki Magnússon blaðamaður skrifar jonbjarki@dv.is Árborg n Íbúar á kjörskrá: 5.450 n Tuttugu prósent: 1.090 n Þriðjungur: 1.815 Reykjanesbær n Íbúar á kjörskrá: 9.358 n Tuttugu prósent: 1.872 n Þriðjungur: 3.117 Reykjavík n Kjósendur á kjörskrá: 85.779 n Tuttugu prósent: 17.156 n Þriðjungur: 28.565 Skorradalshreppur n Kjósendur á kjörskrá: 42 n Tuttugu prósent: 9 n Þriðjungur: 14 Dalvíkurbyggð n Kjósendur á kjörskrá: 1.346 n Tuttugu prósent: 270 n Þriðjungur: 449 Kjósahreppur n Kjósendur á kjörskrá: 159 n Tuttugu prósent: 32 n Þriðjungur: 53 Fljótsdalshérað n Kjósendur á kjörskrá: 2.434 n Tuttugu prósent: 487 n Þriðjungur: 811 Seltjarnarneskaupstaður n Kjósendur á kjörskrá: 3.272 n Tuttugu prósent: 655 n Þriðjungur: 1.090 Ísafjarðarbær n Kjósendur á kjörskrá: 2.739 n Tuttugu prósent: 548 n Þriðjungur: 913 Strandabyggð n Kjósendur á kjörskrá: 377 n Tuttugu prósent: 76 n Þriðjungur: 126 Svona marga þarf til að kjósa Skýr krafa „Beint lýðræði er skýr krafa í nútímaþjóðfélagi, sérstaklega í ljósi þess minnkandi trausts sem stjórnmálamenn njóta,“ segir Gunnar Grímsson aðstandandi samráðsvefjanna Skuggaþing og Betri Reykjavík. Útilokar ekki málsókn Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráð­ herra segir að tjón íslenskra fyrirtækja af beitingu hryðjuverkalaga breskra yfirvalda í október 2008 sé meira en segir í skýrslu fjár­ málaráðuneyt­ isins um málið. Steingrímur úti­ lokar ekki að farið verði í mál gegn Bretum að því er fram kemur á visir. is. Steingrímur segir jafnframt að nú sé ekki tími hreystisyfirlýsinga. Á Alþingi á sunnudag var kynnt ný skýrsla fjár­ málaráðherra um áhrif hryðjuverka­ laganna á íslensk fyrirtæki. Þar segir að beint tjón sé metið á bilinu 2 til 9 millj­ arðar króna. Hins vegar geti fjárhags­ legt tjón sem felst í löskuðu orðspori Íslendinga eftir beitingu hryðjuverka­ laganna verið mun meira.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.