Dagblaðið Vísir - DV - 19.09.2011, Side 14

Dagblaðið Vísir - DV - 19.09.2011, Side 14
Frí þjónusta n Lofið fær Tímadjásn í Glæsibæ fyrir frábæra þjónustu. „Ég fór þangað um daginn með bilað úr og vildi athuga hvort hægt væri að gera við það. Þeg- ar ég kom í Tímadjásn var afgreiðslu- maðurinn snöggur að laga það með því að setja nýjan pinna í. Ekki nóg með að hann lagaði það fyrir mig á staðnum held- ur vildi hann ekki taka neitt fyrir aðstoðina,“ segir viðskiptavinurinn ánægði. Dýr baka n Lastið að þessu sinni fær Kaffi María í Vestmannaeyjum. Viðskiptavinur kaffihússins vill láta vita af óánægju sinni með hátt verðlag þar. „Ein eplakaka með smá rjóma kostar 1.250 krónur sem er fáheyrt okur að mínu mati,“ segir hann ósáttur við þessa dýru böku. 14 | Neytendur 19. september 2011 Mánudagur E ld sn ey ti Bensín Dísilolía Algengt verð 233,2 kr. 233,2 kr. Skeifunni verð 235,9 kr. 235,9 kr. Dalvegi. 235,8 kr. 235,8 kr. Algengt verð 236,2 kr. 236,2 kr. Algengt verð 238,0 kr. 238,6 kr. Fjarðarkaupum 235,9 kr. 235,9 kr. SENDIÐ LOF EÐA LAST Á NEYTENDUR@DV.IS Lof&Last Varað við kræklingi Við þörungaeitursgreiningar Mat- vælastofnunar fyrr í mánuðinum kom í ljós að PSP (lömunareitur) og  DSP (niðurgangseitur) hefur greinst í kræklingi úr Eyjafirðinum. Á mast.is segir að í sýnum sem ný- lega hafi verið tekin til þörungaeit- ursgreiningar hafi magn PSP og DSP reynst vera yfir viðmiðunarmörk- um. Stofnunin varar því við sterk- lega við neyslu og tínslu á kræklingi og öðrum skelfiski úr Eyjafirði. Þar er fólki einnig bent á að allar upp- lýsingar um mælingar á eiturþör- ungum og þörungaeitri megi finna á heimasíðunni. Þá er tekið fram að á sama tíma og mikið magn af eitr- uðum þörungum hafi greinst í Eyja- firði hafa þeir varla sést í Breiðafirði og því hafi ræktunarsvæðin þar verið opin til uppskeru í allt sumar.  Á rleg Samgönguvika er haldin um þessar mundir en hún hófst á föstudaginn var og lýkur þann 22. september. Samkvæmt rvk.is er þetta evrópskt átak um bættar samgöngur í borg- um og bæjum en markmið vikunn- ar að hvetja fólk til umhugsunar um eigin ferðavenjur og virkja það til að nota almenningssamgöngur, hjóla eða ganga. Fleiri en 2.000 sveitarfélög taka þátt í Samgönguvikunni í ár og þema vikunnar er „Alternative Mobility“ sem þýðist sem alls konar ferðamátar. Stjórnvöld eru hvött til að stuðla að notkun þessara sam- göngumáta og fjárfesta í nauðsyn- legum aðbúnaði. Á heimasíðu Reykjavíkurborg- ar segir að boðið verði upp á ýmsa viðburði sem tengjast alls konar ferðamátum. Þá verði boðið upp á hjólatúra, nýir hjólastígar verði opnaðir, Strætódagur fjölskyldunn- ar verður haldinn sem og Bíllausi dagurinn. Í tilefni af því verði riðið á vaðið með stæðaæði í miðborginni en þar muni samtök um bíllausan lífsstíl gera bílastæðum borgarinn- ar í miðborginni hátt undir höfði á óhefðbundinn hátt og lífga hressi- lega upp á hjarta borgarinnar í leið- inni. „Margt annað verður í boði á samgönguviku. Því er um að gera að smyrja hjólið, taka fram göngu- eða hlaupagallann, prófa að taka strætó á höfuðborgarsvæðinu eða einfaldlega setjast niður og leggja heilann í bleyti um það hvernig eig- in ferðavenjum er háttað og hvernig mögulegt er að breyta til þannig að þær verði vistvænar og heilnæmar,“ segir á rvk.is. Þá verður einnig efnt til ljósmyndasamkeppni sem nefn- ist Ég hjóla, en hægt er að senda inn myndir meðan á Samgönguvikunni stendur. gunnhildur@dv.is Alls konar ferðamátar n Árleg Samgönguvika haldin í 2.000 sveitarfélögum í Evrópu Alls konar ferðamátar Samgönguvika er haldin til að vekja fólk til umhugsunar um eigin ferðamáta. MYND phOTOS.cOM Talsambands- laust við Tal É g er eiginlega búin að fá nóg. Það er ekki lengur hægt að hringja í Tal nema í bilana- vakt. Ég tel þá hafa minnkað þjónustu sína við viðskipta- vini alvarlega mikið“ segir María Ás- mundsdóttir. Í ágúst ákvað símafyrir- tækið að minnka þjónustu sína við viðskiptavini og tekur ekki lengur á móti símtölum. Hægt er að hringja í bilanavaktina en annars er einungis hægt að hafa samband með tölvu- pósti eða netspjalli. Taka sér þrjá daga til að svara „Við létum geyma netið og símana á heimilinu í júlímánuði en svo fékk ég óvenju háan reikning fyrir það tíma- bil. Ég hafði athugasemdir vegna þess og reyndi ítrekað að hafa sam- band, bæði með tölvupósti og í gegn- um netspjallið. Ég komst einu sinni inn á netspjallið, sem er opið á milli 9 og 15, en fékk þær upplýsingar að ég þyrfti að senda tölvupóst.“ María seg- ir að starfsmenn fyrirtækisins auglýsi að þeir gefi sér þrjá daga til að svara fyrirspurnum sem henni finnst ansi léleg þjónusta. Hún hafi fengið svar fyrir nokkrum dögum að reikningur- inn hafi verið leiðréttur og gefin var upp upphæðin sem hún á að greiða. „Ég fékk hvorki að sjá reikninginn né upplýsingar um hvernig ég eigi að greiða hann. Nú þarf ég að byrja eina ferðina enn að reyna að komast að í netspjallinu eða senda tölvupóst,“ segir hún og bætir við að svona þjón- usta þekkist ekki í dag nema kannski hjá ríkisbatteríinu. Hún hafði sam- band við önnur símafyrirtæki og fékk þau svör að það væri ekki á dagskrá hjá þeim að skerða þjónustu við við- skiptavini á þennan hátt. Einungis netsamskipti María bendir einnig á að hún hafi lent í því að verða inneignarlaus úti á víða- vangi. Áður fyrr gat hún hringt í Tal og beðið um áfyllingu en sú þjónusta sé ekki fyrir hendi lengur. Hún segir að þetta hljóti að vera bagalegt til að mynda fyrir eldra fólk sem er ekki vel að sér í netsamskiptum. „Eina leiðin er að senda tölvupóst eða mæta á staðinn. Mér finnst bara lágmark að geta hringt í fyrirtæki sem maður er í viðskiptum við. Ég hef allt- af verið ánægð með viðskipti mín við Tal þar til þeir breyttu þessu í ágúst. Þetta virkar svolítið eins og aftan úr símafornöld,“ segir hún að lokum. Engin svör Á heimasíðu Tals eru engin síma- númer gefin upp fyrir utan bilana- númerið. Þar stendur að fyrirtækið haldi ekki úti þjónustuveri þar sem það sé dýrt í rekstri og fyrirtækið vilji halda kostnaði niðri fyrir viðskipta- vini. Blaðamaður sendi því fyrir- spurn til Tals vegna málsins með tölvupósti og á netspjalli en fékk þær stöðluðu upplýsingar að fyrirtækið tæki sér þrjá daga til að svara fyrir- spurnum. Eftir krókaleiðum komst blaða- maður í samband við starfsmann Tals á Akureyri og fékk símanúm- er hjá yfirmanni hjá fyrirtækinu í Reykjavík. Ítrekað var hringt í það númer en án árangurs. Tekið skal fram að áfram geta viðskiptavinir Tals farið í verslanir fyrirtækisins og fengið þjónustu en þetta kemur fram á tal.is. „Mér finnst lágmark að geta hringt í fyrirtæki sem maður er í viðskiptum við. n Fyrirtækið hefur minnkað þjónustu við viðskiptavini n Einungis hægt að hafa samband með tölvupósti eða netspjalli n Viðskiptavinur afar ósáttur Gunnhildur Steinarsdóttir gunnhildur@dv.is Fjarskipti María Ásmundsdóttir Ósátt við skerta þjónustu fjarskiptafyrir- tækisins Tals. MYND: GUNNAR GUNNARSSON

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.