Dagblaðið Vísir - DV - 28.09.2011, Qupperneq 3
Fréttir | 3Miðvikudagur 28. september 2011
n Verðtryggð íbúðalán heimila lækkuðu um helming í bókhaldi
bankanna n Erlend íbúðalán lækkuðu minna eða um 45 prósent
Verðtryggðu lánin
voru seld á hálfvirði
L
íkt og DV greindi frá síðasta
mánudag minnkuðu útlán
og kröfur íslenskra innláns-
stofnana um 60 prósent á
milli september og október
árið 2008. Samkvæmt yfirliti frá upp-
lýsingasviði Seðlabankans minnk-
uðu útlán og kröfur úr nærri 5.500
milljörðum króna í september árið
2008 í 2.250 milljarða króna í október
2008. Lækkuðu skuldir heimila úr
1.000 milljörðum króna í 585 millj-
arða króna. Þar af lækkuðu íbúðalán
úr 607 milljörðum króna í septem-
ber 2008 í 311 milljarða króna mán-
uði síðar.
Í úttekt DV í dag er leitast við að
útskýra þá breytingu sem varð á
lækkun lána heimilanna eftir teg-
undum þeirra. Þar má segja að það
sem veki helst athygli og sé ansi slá-
andi sé að verðtryggð íbúðalán lækk-
uðu meira á milli mánaða en fast-
eignalán heimila í erlendri mynt.
Þannig lækkuðu verðtryggð íbúðal-
án hjá bönkum og sparisjóðum úr
500 milljörðum króna í september
2008 í 250 milljarða króna mánuði
síðar, eða um nærri 50 prósent.
Íbúðalán í erlendri mynt lækk-
uðu síðan úr 108 milljörðum króna í
60 milljarða króna fyrir sama tímabil,
eða um 45 prósent. Virðist staða er-
lendra íbúðalána í október 2008 hafa
verið færð niður í sömu upphæð og
þau voru í janúar árið 2008, sam-
kvæmt yfirlitinu frá Seðlabankan-
um. Þess skal getið að í byrjun janú-
ar 2008 stóð íslenska gengisvísitalan
í 120 stigum en var komin í nærri
210 stig í lok október 2008 sem gerir
um 70 prósenta veikingu á íslensku
krónunni.
Misvísandi svör frá
SFF og Árna Páli
Samkvæmt svari frá Árna Páli Árna-
syni, efnahags- og viðskiptaráðherra,
við fyrirspurn Einars K. Guðfinns-
sonar, þingmanns Sjálfstæðisflokks-
ins, afskrifuðu Arion banki, Íslands-
banki og Landsbankinn alls 24
milljarða króna af skuldum heim-
ila og einstaklinga á árunum 2009
og 2010. Samtök fjármálafyrirtækja
(SFF) birtu síðan tölur um að lán
heimila hefðu í lok júlí árið 2011
verið færð niður um 144 milljarða
króna. Þar af voru 120 milljarðar
króna vegna erlendra lána sem voru
dæmd ólögleg og því einungis um
24 milljarða króna raunverulegar af-
skriftir að ræða.
Í samtali við DV segir Marinó G.
Njálsson, tölvunarfræðingur og fyrr-
verandi stjórnarmaður í Hagsmuna-
samtökum heimilanna, að mikið
ósamræmi sé á milli þeirra talna sem
Seðlabankinn birti mánaðarlega
um útlán innlánsstofnana og þeirra
svara sem Samtök fjármálafyrirtækja
og Árni Páll hafi gefið um afskriftir
bankanna eftir bankahrunið haust-
ið 2008.
„Við þann samanburð sjáum við
að bókfært virði lánanna hefur sam-
kvæmt tölu Seðlabankans lækkað
um nærri 530 milljarða króna en
tölur Samtaka fjármálafyrirtækja og
Árna Páls gefa til kynna að bankarnir
hafi lækkað kröfur um 144 milljarða
króna. Mismunurinn þar á milli er
um 385 milljarðar króna,“ segir Mar-
inó. Hluti af þeirri tölu séu lán hjá
fjármálafyrirtækjum í slitameðferð,
það er Sparisjóði Reykjavíkur og fé-
lögum tengdum honum. Eftir standi
þó líklega um 310 milljarðar króna
sem bankarnir séu enn að krefja við-
skiptavini sína um en séu ekki færðar
sem eign í bókhaldi þeirra.
163 milljarðar í hagnað frá hruni
Líkt og DV hefur áður greint frá hafa
Arion banki, Íslandsbanki og Lands-
bankinn skilað 163 milljarða króna
hagnaði frá haustinu 2008 þegar
þeir voru endurreistir á grunni for-
vera sinna sem þá fóru í þrot. Gerir
það meira en fimm milljarða króna
í hverjum einasta mánuði í þá 32
mánuði sem þeir hafa starfað í nú-
verandi mynd.
Marinó segir að þegar uppgefnar
afskriftir í svörum SFF og Árna Páls
séu skoðaðar og bornar saman við
upplýsingar í árs- og árshlutareikn-
ingum bankanna, þá sjáist vissulega
einhverjar afskriftir. Honum segist
þó ekki hafa tekist að finna þá 120
milljarða króna sem SFF segist hafa
afskrifað vegna gengistryggðra lána
né þá 24 milljarða króna sem heimili
eigi að hafa fengið afskrifaða. „Nýju
bankarnir láta sem þeir séu að af-
skrifa, þegar það var í raun gamli
bankinn sem gerði það. Ég mótmæli
því ekki að afskriftir hafi átt sér stað
og fólk og fyrirtæki séu að fá lækk-
un lána sinna. Þær afskriftir eru þó
langt undir þeirri tölu sem bókfært
virði lækkaði milli september 2008
og júlí 2011 og nýju bankarnir eru að
skreyta sig með stolnum fjöðrum,“
segir Marinó að lokum.
Breytingar á útlánum bankanna til heimila 2008–2011:
Verðtryggð skuldabréf
Sept. 2008 Okt. 2008 Lækkun Okt. 2008 Júlí 2011 Lækkun
Heimili 627 346 45% 346 290 16%
Þar af íbúðalán 499 252 49% 252 203 19%
*Allar tölur í milljörðum króna
Lán í erlendri mynt
Sept. 2008 Okt. 2008 Lækkun Okt. 2008 Júlí 2011 Lækkun
Heimili 272 146 46% 146 55 62%
Þar af íbúðalán 108 59 45% 59 21 64%
*Allar tölur í milljörðum króna
Óverðtryggð skuldabréf
Sept. 2008 Okt. 2008 Lækkun Okt. 2008 Júlí 2011 Hækkun
Heimili 27 18 33% 18 88 389%
*Allar tölur í milljörðum króna
Yfirdráttalán
Sept. 2008 Okt. 2008 Lækkun Okt. 2008 Júlí 2011 Lækkun
Heimili 78 60 23% 60 43 28%
*Allar tölur í milljörðum króna
Breytingar 2008–2011
Annas Sigmundsson
blaðamaður skrifar as@dv.is
Bankar skreyta sig með stolnum
fjöðrum Marinó G. Njálsson tölvunarfræð-
ingur segir að 163 milljarða króna hagnaður
stóru bankanna þriggja eftir hrun sýni að
þeir séu að skreyta sig með stolnum fjöðrum.
Ósamræmi á milli talna Seðlabankans og
ársreikninga bankanna sýni fram á það.
Fært niður Staða erlendra íbúðalána í
október 2008 virðist hafa verið færð niður í
sömu upphæð og þau voru í janúar árið 2008.
Börnin fengu áfall
Fleiri fjölskyldur kvarta
Móðirin segist hafa fullan skilning
á því að konur sem beittar eru of-
beldi vilji oft á tíðum ekki viður-
kenna það. Hún fullyrðir að eig-
inmaður hennar hafi aldrei beitt
hana eða börnin ofbeldi og gremst
að Hildur Jakobína þráist við að
halda málinu til streitu með jafn lít-
ið fyrir sér og raun beri vitni. „Það
eru engin áverkavottorð til og aldrei
hefur neitt þessu líkt komið upp
fyrr en hún kom hingað til starfa og
fór að gruna hálfan bæinn um að
hafa orðið fyrir einhvers konar of-
beldi.“ Fleiri fjölskyldur í Hólmavík
hafa kvartað undan vinnubrögðum
hennar og telja hana hafa gengið
fram af offorsi. Í ljós kom að ekk-
ert misjafnt hafði átt sér stað í
þeim tilfellum. Faðirinn sem sjálf-
ur var fjarlægður af heimili sínu í
æsku segist vilja vernda börnin sín
en hann fór á milli fósturheimila í
æsku og hefur ekki góða reynslu
af kerfinu. „Maður hefði haldið
að í svona málum þyrfti að ganga
eitthvað aðeins meira á en ásakan-
ir til þess að farið væri að fjarlægja
börnin með þessum hætti. Áverka-
vottorð eða eitthvað. Við erum ekki
dópistar. Við erum bara venjulegt
fólk.“ Aðspurður hvort hann hafi
lagt hendur á börnin sín svarar
hann neitandi. „Það er ekki neitt til
í þessum ásökunum. Ég meina, ef
þú mátt ekki orðið skamma barnið
þitt, þá veit ég ekki hvað er í gangi.
Þessi barnaverndaryfirvöld fá núll
í einkunn frá mér þegar þau hafa
ekki meira í hendi sér en þetta og
fara fram með þessum hætti.“
Börnin neita að fara í skólann
Hann viðurkennir að hafa ekki tek-
ið vel í fyrirmæli Hildar um að fara
til sálfræðings en segist hafa sam-
þykkt það á endanum og tilkynnt
henni það með smáskilaboðum.
„Hún sendi mér þá SMS og vildi
hafa það skriflegt, að ég myndi
skrifa undir skjal, en ég vildi ekki
skrifa undir neitt hjá þessari konu.
Síðan fór þetta allt af stað.“
Börnin eru sem stendur heima
hjá foreldrum sínum. Þau eru
hrædd og vilja ekki fara út úr húsi.
Neita að fara í leikskóla og skóla.
Foreldrarnir ætla að kvarta undan
vinnubrögðum Hildar Jakobínu og
vona að barnverndarnefnd fari yfir
vinnulag hennar, því slík vinnu-
brögð eigi ekki að líðast. „Þetta var
hræðilegt, alveg hræðilegt. Lög-
maður okkar er kominn í málið og
við ætlum að kvarta formlega yfir
vinnubrögðum Hildar Jakobínu.“
Standa saman Grunur vaknaði hjá
lögreglumanni sem vann í afleys-
ingum á staðnum í sumar um að faðir
barnanna beitti þau líkamlegu ofbeldi
þegar hann skammaði yngstu dóttir
sína að honum ásjáandi. MYnd ingiMundur
„Bæði yngsta
stelpan og sú elsta
köstuðu upp þegar þær
komu heim, þær voru í
svo miklu uppnámi. Þær
titruðu og skulfu.