Dagblaðið Vísir - DV - 28.09.2011, Side 6
6 | Fréttir 28. september 2011 Miðvikudagur
Margrét Tryggvadóttir skammast sín fyrir að sitja á Alþingi:
Óar við þingsetningunni
Margrét Tryggvadóttir, alþingis-
maður Hreyfingarinnar, segist ótt-
ast það versta við þingsetninguna
á laugardaginn. Margrét bloggar á
vefsíðu sinni að hún hlakki ekki til
að hefjast handa við störf vetrarins á
þingi. „Upplifunin af hinu ömurlega
septemberþingi er enn of yfirþyrm-
andi í huga mér. Það er illa komið
fyrir þjóð sem býr við þing þar sem
andlegt ofbeldi, einelti, tilgangs-
laust þvaður og bakstungur teljast
til viðtekinna vinnubragða. Ég á erf-
itt með að réttlæta það fyrir sjálfri
mér að vera hluti af slíku, því þrátt
fyrir að við, þingmenn Hreyfingar-
innar, og fleiri hafni alfarið slíkum
vinnubrögðum gegnsýra þau öll
okkar störf. Ég hef alltaf verið stolt
af því að vera þjóðkjörinn fulltrúi og
reynt að sinna skyldum mínum eins
vel og ég get en ég skammast mín
fyrir að tilheyra þessum hópi,“ skrif-
ar Margrét.
Hún segist búast við því að marg-
ir muni koma til með að sýna sam-
stöðu við þingsetninguna 1. október,
hún voni að allt fari friðsamlega fram
en óttist það versta og furði sig reyndar
oft á því að reiðin og örvæntingin sem
hún segist skynja svo sterkt hafi ekki
fundið sér farveg með þeim hætti að
skaðinn verði óbætanlegur: „Að ein-
hver verði hreinlega drepinn,“ skrifar
hún og bætir við að daglega séu sagð-
ar fréttir um hvernig Íslendingar hafi
verið rændir, ekki aðeins ævisparn-
aðinum sem lagður var í heimili fjöl-
skyldunnar heldur einnig velferðinni,
lífsgleðinni og því sem sé mikilvægast,
tilfinningunni fyrir því að búa í réttlátu
samfélagi.
Margrét Tryggva-
dóttir Furðar sig
á því að reiðin og
örvæntingin hafi ekki
fundið sér þann farveg
að skaðinn verði
óbætanlegur.
Börnum líður
betur
11 til 13 ára börnum í grunnskólum
landsins líður betur nú en árið 2007.
Þetta sýnir ný könnun um hegðun
og líðan barna sem unnin var fyrir
mennta- og menningarmálaráðu-
neytið. Þau verja meiri tíma með
foreldrum sínum en áður og hafa
sterkari sjálfsmynd. Könnunin nær
til barna í 5.–7. bekk í grunnskóla,
slík könnun hefur verið gerð annað
hvert ár í að verða 20 ár. Í könnuninni
kemur fram að fleiri börn hreyfa sig
og gera það í meira mæli nú en áður.
Þá kemur fram að börn eru almennt
síður einmana, en 10 prósent þeirra
segjast þó eiga fáa vini og sama hlut-
fall segir að sér sé ekki óhætt á skóla-
lóðinni. Þrátt fyrir það kemur fram
að færri taka þátt í stríðni og einelti.
92 prósent barna á þessum aldri eiga
farsíma. Þá segist hátt í fjórðungur
nemanda engan tíma nota í lestur
annarra bóka en skólabóka, strákar
eru fleiri en stelpur í þessum hópi.
Sýknaður af
líkamsárás
Héraðsdómur Reykjaness hefur
fundið mann sekan um að ráðast
á annan mann á götu á Suðurnesj-
um í lok síðasta árs. Maðurinn var
dæmdur til að greiða sekt og máls-
kostnað. Haldi hann skilorð næstu
tvö árin verður honum ekki gerð
refsing.
Ákærði hafði lesið reynslu-
sögur tveggja kvenna á netinu
um að maðurinn væri barnaníð-
ingur. Hann fór því til mannsins
og spurði hann út í þetta en hann
svaraði því til að hann ætti ekki að
trúa öllu sem hann læsi. Þá sakaði
hann manninn einnig um að hafa
haft í hótunum við börn í hverfinu.
Ákærði var sakaður um að hafa
slegið manninn með krepptum
hnefa að minnsta kosti einu sinni
með þeim afleiðingum að hann
féll í götuna. Þá mun hann einnig
hafa lagst ofan á manninn, haldið
honum niðri með hné sínu og
mun maðurinn við það hafa fengið
bæði blóðnasir og marbletti. Í nið-
urstöðu dómsins segir að ekkert
vitni hafi borið um það að ákærði
hafi kýlt hann í andlitið og enginn
læknir hafi getað staðfest ástæður
fyrir blóðnösunum. Ákærði var
því sýknaður af því að hafa kýlt
manninn, en sakfelldur fyrir að
hafa haldið manninum niðri enda
bentu áverkar til þess. Hann var því
fundinn sekur um líkamsárás.
Þ
að eru allt of margir villi-
kettir og þeir eru í raun líka
hættulegir heimiliskött-
unum ef út í það er farið,“
segir Eyrún Arnardóttir,
dýralæknir og bæjarfulltrúi í Fljóts-
dalshéraði. „Það verður því eiginlega
að fara í átak gegn þeim,“ bætir hún
við. Fljótsdalshérað hyggst fara í átak
á næstu vikum til að fækka óskráðum
köttum. Villiköttum verður lógað og
meiri áhersla lögð á skráningu heim-
iliskatta, en 88 heimiliskettir eru
skráðir í Fljótsdalshéraði samkvæmt
upplýsingum frá bæjarskrifstofunni.
Eyrún telur að það sé aðeins helm-
ingur heimiliskatta í héraðinu. Þá
telur hún að um 100 villikettir haldi
til á Egilsstöðum og þar í kring, sem
hún segir alltof marga miðað við
stærð bæjarfélagsins.
Taka málin í sínar hendur
Heitar umræður hafa skapast um
meinta „kattaplágu“ í Fljótsdalshér-
aði síðustu daga í kjölfar þess að Þór-
hallur Þorsteinsson afhenti bæjar-
yfirvöldum undirskriftalista með 26
nöfnum þar sem krafist er að „katta-
plágu sem herji á íbúa linni“. Þór-
hallur sagði í samtali við Fréttablað-
ið síðastliðinn laugardag að ef ekkert
yrði að gert tækju íbúarnir til sinna
ráða. „Það er ekki nema nokkurra
daga verk að útrýma þessu,“ sagði
hann en útskýrði það ekki nánar. Það
fer fyrir brjóstið á Þórhalli að kettir
„virði engin lóðamörk“, eins og hann
orðaði það. Illframkvæmanlegt er þó
að setja bann við lausagöngu katta
að því er fram kemur í bókun forseta
bæjarstjórnar og stangast það jafn-
vel á við dýraverndunarlög. Fleiri
sveitarfélög hafa rætt um að banna
lausagöngu katta en því hefur hvergi
verið fylgt eftir.
Köttum misþyrmt
Eyrún segir að það komi alltaf upp
einhver tilfelli á hverju ári þar sem
köttum hefur verið misþyrmt og tel-
ur hún að þar séu að verki fullorðn-
ir einstaklingar sem geri sér fylli-
lega grein því að þeir séu að skaða
dýrin. Hún man þó ekki eftir að hafa
þurft að aflífa kött eftir misþyrming-
ar. „Það var einn sem var bundinn í
poka þannig að hausinn stóð upp úr
og hent í ruslagám. Hann hefði drep-
ist fyrir rest en hann fannst. Hann
var kominn með blæðingar innan
á augnlok og eitt og annað. Það var
frost og svona þannig að hann var
hrakinn og aumur. En það var ekki
það slæmt að það væri ekki nóg fyr-
ir hann að fara heim og á sýklalyfja-
kúr.“ Þannig lýsir Eyrún einu tilfelli
sem hún fékk til sín og var þar um
að ræða heimiliskött sem eigandinn
leitaði að. Dýraníðingar sem vilja
gera köttum mein virðast því ekki
gera greinarmun á heimilis- og villi-
köttum.
Fjórir kettir drepnir
Tilfelli hafa þó komið upp á Egilsstöð-
um þar sem heimiliskettir hafa verið
drepnir af dýraníðingum. Kristinn
Kristmundsson, sem er betur þekkt-
ur undir nafninu Kiddi videofluga,
hefur orðið fyrir þeirri óskemmti-
legu lífsreynslu fjórum sinnum að
kettir í hans eigu hafa verið drepnir.
Einn var skotinn, annar virtist hafa
verið stunginn með rýtingi í höf-
uðið og tveimur var byrlað eitur eða
sterk svefnlyf. Málin voru öll kærð til
lögreglu en eru óupplýst. „Það er til
hérna ákveðið fólk sem er kattahatar-
ar, ég er búinn að komast að því,“ seg-
ir Kiddi í samtali við DV. Hann þorir
ekki lengur að hleypa köttunum sín-
um út í bænum heldur fer hann með
þá upp í sveit og leyfir þeim að hlaupa
um þar. Hann segir þó að besta ráð-
ið til að halda köttum inni á sinni lóð
sé að hella úr katta sandskassanum í
runna og setja mold yfir. Kötturinn
rennur þannig beint á lyktina og gerir
þarfir sínar þar. Kiddi segist hafa gert
tilraunir með þetta í 15 ár og fullyrðir
að þetta virki.
200 köttum lógað í Kattholti
Ljóst er að offjölgun katta er
vandamál en viðmælendur DV
voru sammála um að vandinn
lægi helst í því að eigendur létu
ekki gelda kettina sína eða gera þá
ófrjóa. Fólk væri því ekki að fyrir-
byggja vandann heldur að reyna að
takast á við hann eftir á með því að
losa sig við ketti á einn eða annan
hátt. Villikettir verða meðal annars
til þegar köttum er sleppt úti í nátt-
úrunni og þeir hafðir afskiptir þar.
Þeir fjölga sér svo og vandamálið
verður ennþá stærra.
Elín G. Folha, starfsmaður Katt-
holts, segir að um 500 kettir hafi
komið inn til þeirra það sem af er
ári og að yfir 200 hafi verið lóg-
að. Er það um 20 til 30 prósenta
aukning frá síðasta ári. Hún seg-
ir út í hött að einstaklingar séu að
hóta því að taka málin í sínar eig-
in hendur til að fækka köttum. Slíkt
varði við lög.
„Það er til hérna
ákveðið fólk sem
er kattahatarar, ég er bú-
inn að komast að því.
Dýraníðingar
misþyrma og
Drepa ketti
n 100 villikettir á Egilsstöðum n 4 kettir
Kidda viedoflugu hafa verið drepnir
n 200 köttum lógað í Kattholti á árinu
Sólrún Lilja Ragnarsdóttir
blaðamaður skrifar solrun@dv.is
Kiddi videofluga Dýraníðingar hafa drepið fjóra ketti hans. Hann kærði öll málin en þau
voru aldrei upplýst.