Hagskýrslur um utanríkisverslun - 1914, Síða 10
8
II. Verslunarviðskiftin milli íslands og útlanda i heild sinni.
L’échange entiev de l’Islande et de l’étrangev.
Samkvæmt verslunarskýrslunum 1912 með þeim leiðrjettingum,
sem gerðar hafa verið á þeim eftir tollreikningunum, og að því sleptu,
sem þær töldu að- og útflutt af peningum, nam verð aðfluttu
vörunnar 1912 alls 15,3 milj. kr., en útfluttu vörunnar 16,5
milj. kr. Samkvæmt því hafa verið fluttar út vörur fyrir 1,2
milj. kr. meira heldur en aðflutt hefur verið.
Síðustu árin hefur verð aðfluttrar og útfluttrar vöru numið því,
sem hjer segir (peningar ekki taldir):
Aðflult Útflutt Útfl. umlram aðfl. Útfl. og aðfl. samt.
iinporlation exportation exp. -4- imp. imp. + exp.
1000 kr. 1000 kr. 1000 kr. 1000 kr.
1909 ....................... 9 876 13 129 3 253 23 005
1910 ....................... 11 323 14 406 3 083 25 729
1911 ....................... 14 123 15 691 1 568 29 814
1912 ....................... 15 347 16 558 1 211 31 905
Lengra aftur í tímann er verðið, sem gefið liefur verið upp i
verslunarskýrslunum, ekki sambærilegt að því er aðfluttu vöruna
snertir, því að síðan 1909 hefur verið talið innkaupsverðið að við-
bæltum ílutningskostnaði til landsins, þ. e. verð vörunnar þegar hún
kemur á land, en þar á undan var einungis skýrt frá útsöluverðinu,
en þar i felast bæði tollar þeir, sem greiddir hafa verið af tollvörum
í landssjóð, og álagning kaupmanna. Til þess að gera verðupphæð
aðfluttu vörunnar fyrir 1909 sambærilegri við verðupphæðina eftir
þann tíma liefur í eftirfarandi yfirliti verið sett auk útsöluverðsins,
sem gefið hefur verið upp í skýrslunum, áætlað verð vörunnar hing-
að fluttrar, þannig að frá útsöluverðinu er dregið það sem greitl-
hefur verið í tolla og ennfremur 20% af því, sem þá er eftir, og er
gert ráð fyrir að það samsvari því, sem lagt hefur verið á vöruna.
Auðvitað er áætlun þessi harla ónákvæm, en þó miklu sambærilegri
við síðari ár heldur en útsöluverðið. Peningar eru ekki taldir, hvorki
aðíluttir nje útfluttir.
Samkvæmt þvi, sem hjer hefur verið skýrt, hefur verð aðfluttr-
ar og útlluttrar vöru numið þvi, sem hjer segir, árin 1895—1908: