Dagblaðið Vísir - DV - 28.09.2011, Síða 17
E
inu sinni völdu Íslending-
ar sér bensínstöðvar eftir því
hvaða flokk þeir kusu. Fólk
sem brá sér í banka til þess að
biðja um lán gat búist við því
að þurfa að ganga í viðeigandi stjórn-
málaflokk. Að velja hveiti til baksturs
var hápólitísk ákvörðun.
Stjórnmálaflokkarnir voru sam-
ofnir daglegu lífi. Fyrirtæki voru póli-
tísk. Vörur pólitískar. Starf stjórn-
málaflokkanna var varðstaða um
hagsmuni. Í slíkri baráttu var mikil-
vægt að enginn svikist undan merkj-
um. Flokkarnir urðu maskínur. Með-
limirnir tannhjól.
Svo fór að molna undan þessu.
Fyrirtæki urðu minna pólitísk. Eign-
arhaldið breyttist á bensínstöðv-
unum. Fólk varð frjálsara. Það fór
að hugsa sjálfstæðara. Bankastjórar
gátu ekki lengur gert kröfu til við-
skiptavina um félagsskírteini í flokki.
Ungt fólk kom heim úr námi. Fag-
mennska jókst.
Hið hólfaskipta pólitíska samfé-
lag varð smám saman úrelt. Fleiri og
fleiri vildu einfaldlega taka ákvarð-
anir, eins og um hveiti, lán og bensín,
á grunni eigin hentugleika, smekks,
rannsókna og upplýsinga. Google
varð til.
Smám saman erum við flest hætt
því í daglega lífinu að velta fyrir okk-
ur hvaða flokka hver kýs.
Breytt samfélag, sömu stjórn-
málin
Stjórnmálin niðri á þingi hafa ekki
breyst nægilega mikið til samræm-
is við þetta. Á þingi er allt meira og
minna enn í hólfum. Flokksleiðtog-
um er uppálagt að flytja ræður um
yfirburði eigin flokks og um meinta
vitleysu í öðrum. Aðrir fylgja í kjöl-
farið í sama stíl. Þetta er nánast eins
og hlutverkaleikur. Áhugafólk um yf-
irvegaða umræðu byggða á upplýs-
ingum og þekkingu hristir höfuðið.
Það reynir kannski að breyta þessu
en lendir númer 25 á mælendaskrá í
málþófi. Djörf tilraun endar sem ein-
manaleg ræða um nótt.
Pælingin um samræðu sjálf-
stæðra einstaklinga með frjálsar
skoðanir virðist ekki hafa skotið rót-
um í þingsalnum líkt og úti í samfé-
laginu. Ekki vantar einstaklingana,
ekki vantar skoðanirnar, ekki vantar
hæfileikana. En pólitíkin, hún ein-
hvern veginn virkar ekki. Í þingsal
er bannað að gúggla. Köngulóarvef-
ir áratugagamalla hagsmuna hanga
í hverju horni. Mér líður stundum
eins og umræða um lífskjör endi sí-
fellt í einhverju undarlegu tali um
lambakjöt.
Og hvað?
Hvað er að? Hvað þarf að gerast? Ég
held að flokkar séu nauðsynlegir. Ég
vinn að stofnun flokks ásamt öðr-
um þessa dagana. Ég held að það sé
nauðsynlegt lýðræðinu að fólk sem
hefur svipaðar skoðanir hittist og
móti stefnu á grunni hugsjóna sinna
og bjóði fram sameiginlega. Það fólk
sem nú er að hittast upplifi ég sem
frjálslynt, víðsýnt, óhrætt og hug-
myndaríkt fólk sem vill gera gagn, að
gefnu tilefni. Nýr og góður, málefna-
legur valkostur verður vonandi til.
En eitt er ekki síður mikilvægt,
talandi um pólitísku menninguna:
Ef við erum sammála því að flokk-
unum sem eru á sviðinu sé um megn
einum og sér að losa pólitíkina úr vef
gamalla hagsmuna og úreltrar orð-
ræðu, þá stendur það auðvitað upp á
okkur sem viljum gera hlutina öðru-
vísi, að sýna að annars konar póli-
tík sé möguleg. Það held ég að sé vel
hægt. Úti um allt land hefur hæfa-
leikaríkt fólk kosið að finna kröft-
um sínum farveg utan hefðbundnu
flokkanna og haft áhrif á samfélagið
með góðum árangri. Stjórnlagaráðið
er dæmi um það sama.
Tvö prinsipp
Á þingi hefur hins vegar hreiðrað
um sig of mikil hræðsla við frjálsa
hugsun. Það skrifast, held ég, á upp-
runa flokkanna sem hagsmuna-
bandalaga. Sú hugsun virðist vera of
rótgróin innan þeirra, að þeim beri
„að standa vörð“, eins og það er orð-
að. Varðstaðan, sem kúltúr, hefur því
miður í allt of mörgum tilvikum þró-
ast upp í einhvers konar varðstöðu
stjórnmálamanna gegn öðru fólki,
gegn breyttum vinnubrögðum, gegn
gleði, gegn uppbyggilegri og ögrandi
hugsun, víðsýni og gagnrýni. Flest er
talið ógn.
Nýr flokkur má því ekki vera sam-
tök um hagsmuni. Hlutverk hans
ætti ekki að vera varðstaða, held-
ur að vera vettvangur eða farvegur.
A.m.k. tvennt held ég að sé lykilat-
riði: Nýr flokkur má ekki þiggja fé
frá hagsmunaðilum. Og nýr flokkur
má heldur ekki breytast í virki fyrir
þá sem ætla að gera pólitík að ævi-
starfi. Nýr flokkur á að vera farvegur
fyrir þá sem líta á pólitík sem tíma-
bundna þjónustu við þjóðfélagið.
Fyrir þá sem vilja bara gera gagn,
á grunni sameiginlegra hugsjóna.
Þannig getur orðið til, að ég held, hin
nýja, frjálsa pólitík sem okkur vantar
svo sárlega á Íslandi.
Umræða | 17Miðvikudagur 28. september 2011
Viltu láta banna lausagöngu katta?
„Nei, alls ekki.“
Hrefna Hagalín
22 ára, kvikmyndagerðamaður
„Nei.“
Víðir Ísfeld Ingþórsson
23 ára, framkvæmdastjóri
„Nei.“
Hrefna Sigurjónsdóttir
33 ára, framkvæmdastjóri
„Já.“
Einar Másson
43 ára, starfsmaður Byko.
„Já, þeir geta bara verið í ól eins og hund-
arnir.“
Sigmundur Heiðar Valdimarsson
56 ára, atvinnulaus
1 Ég er ekki þunn! Tobba Marinós svarar fyrir dóm Páls Baldvins
Baldvinssonar í Fréttablaðinu.
2 Snéri á klúbbinn og keypti nafniðSvavar Þór Svavarsson greip til sinna
ráða þegar honum var meinuð inn-
ganga í mótorhjólaklúbb í Grindavík.
3 Sláandi upplýsingar um afskriftir Vigdísi Hauksdóttur
þingmanni er brugðið yfir fréttum af
afskriftum íslenskra banka.
4 Lögreglumenn með 512 þúsund í laun að jafnaði Bloggarinn Agnar
Kristján Þorsteinsson tók saman
tölur um heildarlaun lögreglumanna.
5 „Átta sig ekki á afleiðingum gjörða sinna“ Séra Halldór Reynis-
son um sjálfsvíg ungra barna.
6 Nirvana-barnið orðið tvítugtLitli allsberi strákurinn framan á
einni frægustu rokkplötu sögunnar,
Nevermind með Nirvana, er orðinn
tvítugur
7 Setningu Alþingis flýtt Ákveðið hefur verið að flýta setningu Alþingis
til klukkan tíu á laugardag í staðinn
fyrir klukkan 13.30.
Mest lesið á dv.is
Myndin Við öllu búin Þessi öndvegishjón létu rigninguna í miðbænum ekki á sig fá og klæddu sig í gular og glæsilegar
regnslár. Haustlægðir herja nú á landið hver á fætur annarri. Mynd gunnar gunnarSSOn
Maður dagsins
Ætlaði að
verða bóndi
Bjarni Guðjónsson
Bjarni Guðjónsson, fyrirliði KR, fagnar sigri
með félögum sínum.
Hver er maðurinn?
„32 árs faðir, fyrirliði, eiginmaður og versl-
unarstjóri.“
Hvað drífur þig áfram?
„Fjölskyldan og sigurviljinn.“
Hvar ert þú uppalinn?
„Akranesi.“
Hvað gerir þú þegar þú ert ekki að
spila fótbolta?
„Er verslunarstjóri í Ellingsen og er með fjöl-
skyldunni minni.“
Hvaða kostum þarf góður fyrirliði
að búa yfir?
„Hann þarf að vera góður leiðtogi og helst
að leiða sem fyrirmynd.“
Hvaða ókostum má hann ekki búa
yfir?
„Fyrirliði ætti að taka hagsmuni liðsins fram
yfir eiginhagsmuni.“
Hver er uppáhaldsknattspyrnu-
maðurinn?
„Jóhannes Kristinn Bjarnason.“
Ertu laus við meiðsli?
„Alls ekki, held að enginn knattspyrnu-
maður sé alveg laus við þau.“
Hvernig tilfinning var að halda loks
á bikarnum?
„Ólýsanleg. Mig hefur dreymt um það lengi.“
Ef ekki fótbolti, hvað þá?
„Erfitt að ímynda mér líf án fótboltans.
Sagði samt alltaf einu sinni að ég ætlaði að
verða bóndi.“
Á Kr einstaka aðdáendur?
„Langbestu áhorfendur sem ég hef spilað
fyrir. Mæta alltaf á völlinn og styðja við
bakið á okkur. Heiður að fá að vera KR-ingur
og spila í Frostaskjólinu.“
Er eitthvað sem þú vilt segja við
unga knattspyrnuiðkendur?
„Hafa gaman að því að spila fótbolta og
æfa sig allan daginn, alla daga. Stór partur
af fótbolta er að hafa trú á sér og gefast
aldrei upp, alveg sama þó að á móti blási.“
Hin nýja frjálsa pólitík
Dómstóll götunnar
Guðmundur
Steingrímsson
Kjallari
„Stjórnmálin niðri
á þingi hafa ekki
breyst nægilega mikið
til samræmis við þetta.
Á þingi er allt meira og
minna enn í hólfum.