Dagblaðið Vísir - DV - 28.09.2011, Page 20
20 | Sport Umsjón: Tómas Þór Þórðarson tomas@dv.is 28. september 2011 Miðvikudagur
Sterkir leikmenn samningslausir
Knattspyrnuvertíðinni lýkur á laugardaginn þegar lokaumferð
Pepsi-deildarinnar fer fram. Félagaskiptaglugginn opnast svo um
miðjan október og þá mega liðin fara að styrkja sig fyrir næsta
tímabil. Mikið er um að samningar sterkra leikmanna séu að renna
út og birtir DV hér lista yfir alla þá sem verða samningslausir eftir
tímabilið.
ÍBV
Feitasti bitinn: Rasmus Christiansen
Eyjamenn þurfa að setjast niður með nokkrum leikmönnum eftir
tímabilið en þar verður mikilvægast að halda danska miðverðinum
Rasmus Christiansen. Ólíklegt þykir að Bretarnir Matt Garner og Ian Jeffs
vilji nokkuð fara og alls er óvíst um áframhald Alberts Sævarssonar í
boltanum. Heilt yfir ætti að vera nokkuð auðvelt fyrir Eyjamenn að endur-
semja þó mörgum liðum hugnist eflaust að draga Rasmus upp á land.
Nafn Fæddur Félag Til Stuðull Verðmæti stuðuls
Aaron Spear 29.4.1993 ÍBV 16.11.2011
Albert Sævarsson 18.10.1973 ÍBV 31.12.2011
Denis Sytnik 14.10.1986 ÍBV 16.10.2011 1 100.000
Gauti Þorvarðarson 19.2.1989 ÍBV 31.12.2011 1 100.000
Guðjón Ólafsson 12.4.1989 ÍBV 31.12.2011 1 100.000
Hjálmar Viðarsson 18.1.1991 ÍBV 31.12.2011 1 100.000
Ian David Jeffs 12.10.1982 ÍBV 16.10.2011 3 300.000
Matt Nicholas Paul Garner 9.4.1984 ÍBV 16.10.2011
Pétur Runólfsson 20.11.1981 ÍBV 31.12.2011 1 100.000
Rasmus Steenberg Christiansen 6.10.1989 ÍBV 16.10.2011 3 300.000
Yngvi Magnús Borgþórsson 26.3.1975 ÍBV 31.12.2011 1 100.000
FH
Feitasti bitinn: Björn Daníel Sverrisson
Margir góðir og áhugaverðir leikmenn eru samningslausir
hjá Hafnfirðingum en miðað við aldur og getu þykir Björn
Daníel Sverrisson nú feitasti bitinn þar. Afar ólíklegt
þykir þó að hann fari í annað lið en FH. Ólafur Páll, Pétur
Viðarsson og Atli Guðnason eru þó allt leikmenn sem FH
vill eflaust semja við aftur, sem og varnarmennina Viktor
Örn, Guðmund Sævarsson og Frey Bjarnason. Ólíklegt
þykir að Brynjar Benediktsson fái nýjan samning og ekki
er vitað hvert framhaldið verður hjá Bjarka Gunnlaugs-
syni.
Nafn Fæddur Félag Til Stuðull Verðmæti stuðuls
Atli Guðnason 28.9.1984 FH 31.12.2011 3 300.000
Ásgeir Gunnar Ásgeirsson 3.6.1980 FH 31.10.2011
Bjarki Bergmann Gunnlaugsson 6.3.1973 FH 31.12.2011
Björn Daníel Sverrisson 29.5.1990 FH 31.12.2011 3 300.000
Brynjar Benediktsson 7.2.1990 FH 31.12.2011 1 100.000
Freyr Bjarnason 30.6.1977 FH 31.12.2011 1 100.000
Guðmundur Sævarsson 31.7.1978 FH 31.12.2011 1 100.000
Gunnar Sigurðsson 14.8.1975 FH 31.12.2011
Jón Ragnar Jónsson 30.10.1985 FH 31.12.2011
Ólafur Páll Snorrason 22.4.1982 FH 31.12.2011 3 300.000
Pétur Viðarsson 25.11.1987 FH 31.12.2011 1 100.000
Tommy Fredsgaard Nielsen 11.6.1972 FH 31.10.2011
Viktor Örn Guðmundsson 9.11.1989 FH 31.12.2011 1 100.000
Valur
Feitasti bitinn:
Jón Vilhelm Ákason
Listinn hjá Val er nokkuð
blekkjandi því eins og knattspyrnu-
áhugamenn vita þurftu Valsmenn
að lækka laun leikmanna og
þannig taka upp alla samninga og
endurgera þá. Það þýðir að eflaust
eru mun fleiri í raun án samnings
eftir tímabilið en þessi listi gerir
ráð fyrir. Af þeim fimm sem eru á
samningi sem rennur út á þessu ári
hlýtur Skagamaðurinn Jón Vilhelm
Ákason að teljast eftirsóttastur
en hann hefur verið hvað líf-
legastur Valsmanna á seinni hluta
tímabilsins.
Nafn Fæddur Félag Til Stuðull Verðmæti stuðuls
Edvard Börkur Óttharsson 23.4.1992 Valur 31.10.2011 1 100.000
Jón Vilhelm Ákason 20.11.1986 Valur 16.10.2011 3 300.000
Magnús Örn Þórsson 14.3.1991 Valur 31.10.2011 1 100.000
Matthías Guðmundsson 1.8.1980 Valur 16.10.2011 3 300.000
Stefán Jóhann Eggertsson 3.5.1984 Valur 16.10.2011 1 100.000
Stjarnan
Feitasti bitinn: Daníel Laxdal
Bjarni Jóhannsson og félagar þurfa að hafa snarar hendur eftir
tímabilið, þá sérstaklega til að halda Daníel Laxdal sem stóru
liðin mun án efa horfa til. Eins eru Danirnir sem stóðu sig svo vel
í sumar samningslausir sem og bakvörðurinn öflugi Bjarki Páll
Eysteinsson. Tryggvi Sveinn Bjarnason er einnig leikmaður sem
mörg lið gætu notað og þá eru samningar tveggja ungra leik-
manna, Grétars Atla Grétarssonar og Víðis Þorvarðarsonar, að
renna út.
Nafn Fæddur Félag Til Stuðull Verðmæti stuðuls
Atli Jóhannsson 5.10.1982 Stjarnan 16.10.2011 3 300.000
Bjarki Páll Eysteinsson 1.4.1986 Stjarnan 31.12.2011 1 100.000
Daníel Laxdal 22.9.1986 Stjarnan 31.12.2011 3 300.000
Grétar Atli Grétarsson 5.11.1988 Stjarnan 31.12.2011 1 100.000
Hafsteinn Rúnar Helgason 9.6.1985 Stjarnan 1.11.2011 1 100.000
Jesper Holdt Jensen 22.4.1988 Stjarnan 16.10.2011
Magnús Karl Pétursson 30.9.1979 Stjarnan 16.10.2011
Nikolaj Hagelskjaer Pedersen 6.5.1990 Stjarnan 16.10.2011
Sindri Már Sigurþórsson 8.4.1986 Stjarnan 31.10.2011 1 100.000
Tryggvi Sveinn Bjarnason 16.1.1983 Stjarnan 31.10.2011 3 300.000
Víðir Þorvarðarson 7.7.1992 Stjarnan 31.10.2011 1 100.000
Þorvaldur Árnason 25.6.1980 Stjarnan 1.11.2011 1 100.000
Breiðablik
Feitasti bitinn:
Kristinn Steindórsson
Það verður ekki mikið sótt
í þá Blika sem eru að verða
samningslausir. Miðvarðarp-
arið Kári Ársælsson og Þórður
Steinar Hreiðarsson hefur engan
heillað og þá eru markvörðurinn
Vignir Benediktsson og Ágúst
Örn Arnarson ekki á ratsjá neinna
liða í Pepsi-deildinni. Veturinn
mun snúast um eitt: Að halda
Kristni Steindórssyni hjá liðinu
en samningur albesta leikmanns
Breiðabliks er að renna út. Þykja
verður þó ansi ólíklegt að þessi
uppaldi Bliki vilji spila nokkurs
staðar annarsstaðar en á vellinum
sem hann hirðir á sumrin.
Nafn Fæddur Félag Til Stuðull Verðmæti stuðuls
Ágúst Örn Arnarson 15.8.1991 Breiðablik 31.12.2011 1 100.000
Kári Ársælsson 2.7.1985 Breiðablik 16.10.2011 3 300.000
Kristinn Steindórsson 29.4.1990 Breiðablik 16.10.2011 5 500.000
Vignir Benediktsson 2.8.1987 Breiðablik 31.12.2011 1 100.000
Þórður Steinar Hreiðarsson 13.12.1986 Breiðablik 31.12.2011
Listinn er unninn upp úr gagnagrunni KSÍ og er opinn hverjum sem er. Hann er birtur með þeim fyrirvara að
einhverjir leikmenn gætu verið búnir að skrifa undir nýja samninga en liðin ekki enn búin að skila þeim inn
til Knattspyrnusambands Íslands.
KR
Feitasti bitinn:
Kjartan Henry Finnbogason
Samningar fimm leikmanna Íslandsmeistara KR eru að
renna út og myndu önnur lið svo sannarlega vilja krækja
í þá. Þeir helstu eru auðvitað Kjartan Henry Finnbogason
sem hefur farið á kostum í sumar og eins Mývetningurinn
öflugi Baldur Sigurðsson. Gunnar Örn Jónsson gæti séð
sæng sína útbreidda í Vesturbænum og haldið á önnur mið
en hann fékk lítið að spila í sumar. Þá er samkeppnin orðin
mikil fyrir Dofra Snorrason í hægri bakverðinum en hann
hefur stigið verulega upp undir lok móts. Afar líklegt er þó
að allir skrifi undir nýjan samning við KR.
Nafn Fæddur Félag Til Stuðull Verðmæti stuðuls
Baldur Sigurðsson 24.4.1985 KR 16.10.2011 5 500.000
Dofri Snorrason 21.7.1990 KR 16.10.2011 1 100.000
Einar Már Þórisson 12.8.1991 KR 31.12.2011 1 100.000
Gunnar Örn Jónsson 30.4.1985 KR 31.10.2011 3 300.000
Kjartan Henry Finnbogason 9.7.1986 KR 16.10.2011 5 500.000