Dagblaðið Vísir - DV - 28.09.2011, Page 21

Dagblaðið Vísir - DV - 28.09.2011, Page 21
Sport | 21Miðvikudagur 28. september 2011 Sterkir leikmenn samningslausir Fylkir Feitasti bitinn: Albert Brynjar Ingason Samningar nokkurra góðra leikmanna í Ábænum eru að renna út en þar sem mörk eru svo dýrmæt og hvað þá markaskorarar í Pepsi-deildinni verður Albert Brynjar Ingason að teljast eftirsóttasti Fylkismaðurinn. Þó er samningur hins eitilharða miðjumanns Ásgeirs Barkar Ásgeirsson einnig að renna út á samningi sem og markvörðurinn Fjalar Þorgeirsson en hann vann markvarðarstöðuna aftur af Bjarna Þórði í sumar. Þá er Baldur Bett einnig að verða samningslaus sem og Valur Fannar Gíslason sem í viðtali við fotbolti.net sagðist ætla að halda áfram í eitt til tvö ár í viðbót. Nafn Fæddur Félag Til Stuðull Verðmæti stuðuls Albert Brynjar Ingason 16.1.1986 Fylkir 31.12.2011 3 300.000 Andri Már Hermannsson 2.3.1993 Fylkir 31.12.2011 3 300.000 Ásgeir Börkur Ásgeirsson 16.4.1987 Fylkir 31.12.2011 3 300.000 Baldur Bett 12.4.1980 Fylkir 16.10.2011 1 100.000 Fannar Baldvinsson 13.5.1989 Fylkir 31.12.2011 1 100.000 Fjalar Þorgeirsson 18.1.1977 Fylkir 31.10.2011 1 100.000 Friðrik Ingi Þráinsson 16.1.1990 Fylkir 31.12.2011 1 100.000 Kjartan Ágúst Breiðdal 20.3.1986 Fylkir 31.12.2011 3 300.000 Oddur Ingi Guðmundsson 28.1.1989 Fylkir 31.12.2011 1 100.000 Valur Fannar Gíslason 8.9.1977 Fylkir 16.10.2011 1 100.000 Keflavík Feitasti bitinn: Guðmundur Steinarsson Keflvíkingar gætu átt í vandræðum með að halda sínum mönnum en samningur helsta markaskorara þeirra í gegnum árin, Guðmundar Steinarssonar, er að renna út. Þá er einn besti bakvörður deildar- innar undanfarin ár, Guðjón Árni Antoníusson, að verða samnings- laus sem og sóknarmaðurinn Magnús Sverrir Matthíasson. Þá eru báðir útlendingarnir hjá liðinu, Adam Larson og Goran Jovanovski, aðeins á árs samningi. Til allrar lukku fyrir Keflvíkinga eru þetta meira og minna uppaldir og sannir Keflvíkingar þannig auðveldara ætti að vera en ella að halda þeim í bítlabænum. Fari svo að liðið falli verður sagan þó önnur. Nafn Fæddur Félag Til Stuðull Verðmæti stuðuls Adam Larsson 10.5.1989 Keflavík 16.10.2011 Andri Steinn Birgisson 23.12.1983 Keflavík 16.10.2011 1 100.000 Ásgrímur Rúnarsson 22.1.1993 Keflavík 16.10.2011 3 300.000 Goran Jovanovski 26.9.1980 Keflavík 16.10.2011 Grétar Ólafur Hjartarson 26.11.1977 Keflavík 16.10.2011 Guðjón Árni Antoníusson 3.9.1983 Keflavík 16.10.2011 3 300.000 Guðmundur Steinarsson 20.10.1979 Keflavík 16.10.2011 1 100.000 Magnús Sverrir Þorsteinsson 22.9.1982 Keflavík 16.10.2011 3 300.000 Magnús Þórir Matthíasson 22.1.1990 Keflavík 16.10.2011 1 100.000 Sigurður Gunnar Sævarsson 25.7.1990 Keflavík 31.12.2011 1 100.000 Theodór Guðni Halldórsson 24.5.1993 Keflavík 16.10.2011 1 100.000 Þór Feitasti bitinn: Janez Vrenko Þórsarar hafa komið á óvart í sumar og eru afar líklegir til að halda sér í deildinni. Aðalatriðið verður að halda varnarmann- inum Janez Vrenko hjá liðinu, hvort sem það fellur eða ekki, og einnig þarf það að halda ungverska markaskoraranum Dávid Disztl. Falli Þór eru þetta báðir leikmenn sem lið í Pepsi-deildinni gætu notað og þó að liðið haldi sér uppi þurfa norðanmenn að vera fljótir að fá þá til að setja penna við blað. Nafn Fæddur Félag Til Stuðull Verðmæti stuðuls Aleksandar Linta 22.10.1975 Þór 16.10.2011 Björn Hákon Sveinsson 5.6.1984 Þór 31.10.2011 Clark Keltie 31.8.1983 Þór 16.10.2011 Dávid Disztl 5.1.1985 Þór 16.10.2011 Janez Vrenko 17.8.1982 Þór 16.10.2011 Fram Feitasti bitinn: Halldór Hermann Jónsson Samningur Halldórs Hermanns Jónssonar hjá Fram er að renna út en þessi flotti leikmaður hefur verið hjartað í liðinu undanfarin ár á miðjunni. Ljóst er að mörg lið hefðu áhuga að fá hann til sín. Bretarnir þrír, Lowing, Lennon og Hewson, gerðu allir bara samning út tímabilið þó Hewson sé reyndar ekki skráður á heimasíðu KSÍ. Hvort Hjálmar Þórarinsson og Tómas Leifsson rói á önnur mið nú þar sem þeir eru að verða samningslausir er líka spurning. Nafn Fæddur Félag Til Stuðull Verðmæti stuðuls Alan Lowing 7.1.1988 Fram 31.10.2011 Arnar Bergmann Gunnlaugsson 6.3.1973 Fram 31.10.2011 Halldór Hermann Jónsson 1.10.1984 Fram 31.10.2011 Hjálmar Þórarinsson 16.2.1986 Fram 31.10.2011 Ívar Björnsson 12.1.1985 Fram 31.12.2011 3 300.000 Steven Lennon 20.1.1988 Fram 16.10.2011 Tómas Leifsson 1.5.1985 Fram 31.12.2011 Grindavík Feitasti bitinn: Haukur Ingi Guðnason Grindavík er í verstu stöðunni hvað varðar að halda sér uppi fyrir lokaumferðina. Ætla má að einhverjir leikmenn séu með klásúlu í samningi sínum að þeir geti losnað falli liðið niður um deild en það er afar algengt á Íslandi. Af þeim tveimur samningum sem eru að renna út telst Haukur Ingi Guðnason feitari bitinn enda ein- faldlega töluvert betri leikmaður en Matthías Örn Friðriksson. Nafn Fæddur Félag Til Stuðull Verðmæti stuðuls Haukur Ingi Guðnason 8.9.1978 Grindavík 16.10.2011 Matthías Örn Friðriksson 9.9.1986 Grindavík 31.10.2011 1 100.000 Víkingur Feitasti bitinn: Mark Rutgers Víkingar eru nú þegar fallnir og má ætla að fleiri leikmenn geti losnað vegna klásúlu um fall í næstefstu deild. Þeirra langbesti leikmaður í sumar, hollenski miðvörðurinn Mark Rutgers, gerði aðeins eins árs samning við liðið og verður því samningslaus um miðjan október. Það myndi teljast kraftaverk takist Víkingum að halda honum í 1. deildinni en ljóst er að mörg lið í Pepsi-deildinni geti notað hann. Miðjumaðurinn Halldór Smári Sigurðsson sem hefur verið geymdur í frystikistunni undir stjórn Bjarnólfs Lárussonar er einnig að verða samningslaus. Nafn Fæddur Félag Til Stuðull Verðmæti stuðuls Halldór Smári Sigurðsson 4.10.1988 Víkingur R. 31.12.2011 1 100.000 Hjalti Már Hauksson 26.7.1986 Víkingur R. 31.12.2011 1 100.000 Mark Richard Rutgers 26.9.1986 Víkingur R. 16.10.2011 Milos Milojevic 29.9.1982 Víkingur R. 31.10.2011 Svavar Sesar Hjaltested 26.8.1992 Víkingur R. 31.12.2011 1 100.000 Gunnar Einarsson 7.7.1976 Víkingur R. 31.12.2011

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.