Hagskýrslur um utanríkisverslun - 1914, Blaðsíða 29
27'
1865—1870............ innlendar 44°/o, erlendar 56°/o
1881—1890........... —»— 61— —39-
1891—1900............... --»- 76- —»— 24—
1901—1905........... —»— 82- —»— 18—
1906—1910........... —»— 88— —»— 12—
1911 ............... —»— 89— —»— 11—
1912 ............... —»- 91— -»— 9—
Uin stærð verslananna eru engar upplýsingar og því verður
ekki sagt, hve mikil hlutdeild erlendu verslananna er í versluninni
yfirleitt, en sjálfsagt er sú hlutdeild miklu meiri en talan bendir til,
því að flestar erlendu verslanirnar eru stórverslanir, en margt af
þeim innlendu mjög smáar verslanir.
Á síðustu árum hefur komið upp ný tegund verslana, sem áður
var mjög litið um. Það eru umboðsverslanirnar. Árið 1912 voru
laldir 15 umboðssalar í Reykjavík.
VIII. Verslunarskuldir.
Detles des chalands aa marchands.
Skýrslum um skuldir almentira viðskiftamanna við verslanir
og iðnaðarfyrirlæki, er lánsverslun reka, hefur verið safnað síðan
árið 1910. Gefa verslanirnar sjálfar skýrslu um, hve mikla upphæð
þær eigi útistandandi við hver áramót hjá innlendum viðskiftamönn-
um og hve mikið þeir eigi inni hjá versluninni á sama tima. Til-
gangurinn er sá að fá að vita, hve mikið landsmenn skulda fyrir
vöruúttekt hjá kaupmönnum, en með því að eigi eru undanskildir
aðrir innlendir viðskiítamenn en bankar, telst hjer með það sem
kaupmenn skulda öðrum innlendum kaupmönnum eða umboðssöl-
um fyrir vörubirgðir, og má búasl við, að slíkar skuldir fari vax-
andi eflir því sem heildsala fer meir að tíðkast innanlands. En til
þessara skulda eiga að svara jafnstórar innieignir hjá kaupmönnum
þeim, sem fengið liafa vörurnar lánaðar, og ætlu þær því að hverfa,
ef allar innieignir væru dregnar frá aðalupphæð skuldanna. Að
vísu hefur orðið vart við nokkurn misskilning hjá sumum þeim, er
skýrslur þessar gefa, t. d. munu sum lilutafjelög og samvinnufjelög
hafa lalið alt hlutafjeð eða stofnfjeð innieign viðskiftamanna, sem
eigi á að vera, vegna þess að hjer er aðeins að ræða um skuldir,
sem stafa af verslunarviðskiftum. En ætla má samt, að skýrslurnar
sjeu nokkurn veginn áreiðanlegar yfirleitt það sem þær ná. Þó er