Hagskýrslur um utanríkisverslun - 1914, Síða 30
28
ekki ólíklegt, að sumt af skuldum þessum niuni aðeins vera til á
pappírnum, vera fyrnt eða gersamlega ófáanlegt og einskis virði, en
aflur á móti mun líka vera til töluvert af verslunarskuldum við
verslanir, sem sjálfar eru undir lok liðnar, ýmisl til innheimtu hjá
málaflutningsmönnum eða í eign einstakra manna, og slíkar skuldir
eru ekki taldar hjer, því að ógerningur er að hafa uppi á þeim.
Samkvæmt skýrslunum hafa skuldir manna við og inneignir í
verslunum numið þeim upphæðum, sem hjer fara á eftir, árin 1910—12:
Skuldir Innieign Skuldir umrrani innieign
1910 .... ... 5 267 pús. kr. 1 017 pús. kr. 4 250 pús. kr.
1911 .... ... 5 631 — 1 084 — — 4 547 — —
1912 .... ... 6 652 - - 1 138 — — 5 514 — —
Samkvæmt þessu hefðu skuldirnar ált að hækka um rúml. 1
milj. króna árið 1912, en svo mun þó ekki vera í raun og veru,
heldur slaíar nokkur hluti af hækkuninni frá nokkrum verslunum,
sein skýrslur hafa ekki íengist frá fyr en árið 1912, en munu þó
einnig hafa áll töluvert mikið útistandandi árin á undan líka. Þetta
hefur hækkað skuldirnar 1912 hjerumbil um hálfa milj. kr. (þar af i
Reykjavík um 370 þús. kr. og á Akureyri um rúml. 60 þús. kr.). Með
því að ætla má, að meslur hlutinn af þessari hálfu miljón sjeu ekki
nýjar skuldir heldur stafi frá árunum á undan, þá verður hækkun
skuldanna á árinu 1912 ekki nema um hálf miljón, enda er það
ærin fúlga.
Hvernig verslunarskuldirnar skiftust niður á kauplúnin árið
1912 sjesl á töflu VIII (bls. 73—74). Þegar innieignir eru dregnar
frá skuldunum kemur
á Reykjavik......... 1 205 pús. kr. eöa 22"/o
- hina kaupstaðina 4 1617 — — — 29—
- verslunarstaðina .. 2 692 — — — 49—
Samtals 5 514 pús. kr. eða 100°/o
Rúmlega helmingurinn af öllum verslunarskuldunum stafar frá
kaupstöðunum 5.
IX. Uppskipaðar og útskipaöar vörur.
Murchandises débarquées et embarquées.
Um nokkur undanfarin ár hefur verið leitað upplýsinga um
það í skýrslunum um skipakomur, hve miklum vörum hafi verið