Hagskýrslur um utanríkisverslun - 1951, Síða 17
Verzlunarsltýrslur 1949
15*
verið gert í verzlunarskýrslunum. í 3. yfirliti er sýnd árleg neyzla af kaffi,
sykri og fleiri vörum á hverju 5 ára skeiði síðan um 1880 og á hverju
ári siðustu 5 árin, bæði í heild og á hvern einstakling. Kaffibætir, sem
mörg undanfarin ár hefur verið framleiddur í landinu sjálfu, er í yfir-
litinu talinn með kaffi. Auk þess er ölið, sem neytt er í landinu, fram-
leitt í landinu sjálfu, en hinar vörurnar, sem hér um ræðir, eru að-
keyptar. Innflutningur ársins og ársframleiðslan af viðkomandi heima-
framleiddum vörum er látin jafngilda neyzlunni. Brennivín og aðrir
brenndir drykkir eru taldir með vínanda, þannig að lítratala þeirra
drykkja er helminguð, þar eð þeir hafa um það bil hálfan styrkleika
á við lireinan vínanda. Eru tveir lítrar af brenndum drykkjum þannig
látnir samsvara einum lítra af vínanda. Mannfjöldatalan, sem notuð er
til þess að finna neyzluna á mann, er meðaltal fólksfjöldans í árslok
1948 og 1949, þ. e. 139 772.
Hluti kaffibælis af kaffineyzlunni samkvæmt yfirlitinu var sem hér
segir síðustu fimm árin (í 100 kg): 1945: 2429, 1946: 2445, 1947: 2635,
1948: 2148, 1949: 2272.
4. yfirlit sýnir v e r ð m æ t i innfluttrar v ö r u e f t i r m á n u ð u m
og vöruflokkum. Eins og áður segir voru skip 100 rúmlestir og
þar yfir tekin í skýrslur hálfsárslega, með innflutningi mánaðanna
júní og desember. Af skipunum, sem talin eru á hls. 13*, eru þau 7 fyrst-
nefndu með innflutningi júnímánaðar, en þau tvö síðastnefndu með
desember. — í 2. kafla inngangsins er gerð nokkur grein fyrir álirifum
gengisbreylingarinnar í september 1949 á tölur verzlunarskýrslna ársins,
og vísast til þess.
4. Ctfluttar vörur.
Exports.
í töflu IV B (hls. 65—69) er skýrt frá iitflutningi á hverri
einstakri vörutegund frá landinu í heild sinni. Eru vörurnar þar
flokkaðar eftir skyldleika á sama hátt sem innfluttu vörurnar, og eru
vfirlit yfir þá flokkaskiptingu i töflu I og II (bls. 1—3).
Eins og greint var frá í 1. kafla inngangsins, er útflutningurinn í
verzlunarskýrslum talinn á söluverði afurða með umbúðum, fluttur um
horð í skip (fob) á þeirri höfn, er þær fara fyrst frá, samkvæmt sölu-
reikningi útflytjanda. Þessi regla getur ekki átt við ísfisk, sem islenzk
skip selja i erlendum höfnum, og gilda því um verðákvörðun hans i
v erzlunarskýrslum scrstakar reglur, er nú skal gerð grein fyrir. Frá
hrúttósöluverði ísfisksins samkvæmt upplýsingum Fiskifélagsins dregst
sölukostnaður erlendis ásamt innflutningstolli, samtals 20% að því er
snertir ísfisk til Bretlands, þar af ca. 9,1% innflutningstollur. Að öðru
leyti er hér um að ræða löndunarkostnað, svo sem uppskipun fisksins,