Dagblaðið Vísir - DV - 25.01.2012, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 25.01.2012, Blaðsíða 4
4 Fréttir 25. janúar 2012 Miðvikudagur Dæmdur til að borga milljón n Karl Steingrímsson fer líklega með málið fyrir Hæstarétt K arl Steingrímsson, sem oftast er kenndur við verslunina Pelsinn, var á mánudag dæmdur til að endurgreiða Arion banka rúmar milljón krónur. Upphæðin var eftirstöðvar láns sem eignarhaldsfélagið Vindasúlur ehf. hafði tekið hjá bankanum og Stein- grímur, sem var eigandi Vindasúlna allt þar til fyrirtækið fór í þrot, hafði gengist í sjálfskuldarábyrgð fyrir. Málið var tekið fyrir í Héraðs- dómi Reykjavíkur en dómurinn lækkaði talsvert þær kröfur sem Arion banki hafði lagt fram. Sann- að þótti að búið hefði verið að end- urgreiða langstærsta hluta láns- ins, sem hljóðaði upp á tæplega 25 milljónir króna. Í samtali við blaða- mann sagði lögmaður Karls eftir að dómurinn var kveðinn upp að hann teldi líklegt að málinu yrði áfrýjað til Hæstaréttar. Eignarhaldsfélagið Vindasúlur ehf var lýst gjaldþrota í lok janúar árið 2011. Gríðarlegar skuldir voru í félaginu, sem áður hét Eignarhalds- félagið Kirkjuhvoll ehf., og námu kröfur í þrotabú félagsins 2,9 millj- arðar króna. Karl hefur lent í miklum ógöngum með fjárfestingar sínar eftir efnahagshrunið sem dundi yfir haustið 2008. Þetta mál er ekki eina dómsmálið sem höfðað hefur verið á hendur Karli vegna fjármálagjörn- inga hans. Á síðasta ári var Karl handtekinn og yfirheyrður vegna gruns um meint fjársvik þegar hann seldi fasteign að Skúlagötu 51 til kín- verska sendiráðsins. adalsteinn@dv.is Útsala 30 - 70% Falleg olíumálverk í úrvali á einstökum verðum Allt orginal málverk Skuldar ekki skýringar Össur Skarphéðinsson utanríkis- ráðherra spurði að því í ræðustóli á Alþingi á þriðjudag hvort ekki þyrfti að skipta um forystu í Fram- sóknarflokknum þar sem forystu flokksins hefði tekist að klúðra málum meira en nokkru sinni fyrr. Þetta sagði Össur eftir að Gunn- ar Bragi Sveinsson, þingflokks- formaður Framsóknarflokksins, spurði hann hvers vegna hann hefði sagt í viðtali við Viðskipta- blaðið að skipta þyrfti um forystu í Samfylkingunni, flokki Össurar. „Ég skulda þessum tvílembing- um engar skýringar á ummælum mínum sem varða innanhússmál Samfylkingarinnar, heldur en þeir mér gagnvart sínum innri mál- efnum,“ sagði Össur og bætti við að ef Gunnar Bragi hefði lesið allt viðtalið þá hefði hann komist að því að hann lýsti yfir aðdáun sinni á því með hvaða hætti forsætisráð- herrann hefði tekist á við krefjandi verkefni. Mörg ungmenni létust í umferðinni Alls létust tólf manns í umferðar- slysum árið 2011. Það er fimm fleiri en létust í umferðarslysum árið 2010 en þá höfðu ekki færri látist í umferðarslysum síðan árið 1968. Þetta kemur fram í tilkynn- ingu frá Umferðarstofu. Helming- ur þeirra tólf sem létust á síðasta ári voru 17 ára eða yngri en það er óvenjulega hátt hlutfall saman- borið við fyrri ár. Fjórir þeirra sem létust voru fótgangandi en það telst óvenju mikið borið saman við undanfarin ár. Alls létust átta karlar og fjórar konur á árinu. Tveir voru á fimmtugsaldri, þrír á sjötugsaldri og einn var níræður. Þrjú banaslys urðu í þéttbýli og níu utan þéttbýlis. Tvö slys urðu á höfuðborgarsvæðinu. F ulltrúum Næst besta flokks- ins og Lista Kópavogsbúa verður að öllum líkindum ekki hleypt inn í meirihluta- samstarf í Kópavogsbæ það sem eftir er kjörtímabilsins. Sam- fylkingin og Vinstri grænir vinna nú að því að ná sáttum um helstu mál til að hægt sé að mynda starfhæfan meirihluta í bænum. Meirihluta- samstarf allra flokka nema Sjálf- stæðisflokks og Framsóknarflokks sprakk eftir að Hjálmar Hjálmars- son, fulltrúi Næst besta flokksins, sleit samstarfinu við meirihlutann vegna óánægju sinnar varðandi yf- irvofandi bæjarstjóraskipti. Sjálf- stæðisflokkurinn hefur meirihluta- samstarfið í hendi sér. Óvissa meðal starfsmanna Málið hefur valdið miklum titr- ingi innan meirihlutans og hafa starfsmenn Kópavogsbæjar þurft að starfa við óvissu um hvert framhaldið verður. Guðrún Páls- dóttir, bæjarstjóri í Kópavogi, var ráðin til starfsins eftir síðustu sveitarstjórnar kosningar. Meiri- hlutinn sem starfað hefur í stjórn bæjarins síðustu mánuði sam- mæltist um að segja Guðrúnu upp sem bæjarstjóra og finna nýjan ein- stakling í starfið. Ósætti var hins vegar um hvern- ig staðið var að því að tilkynna Guð- rúnu þetta. Samkvæmt heimildum DV mátu flestir bæjarfulltrúanna það svo að Guðríður Arnardóttir, oddviti Samfylkingarinnar í Kópa- vogi, ætti að ræða við Guðrúnu áður en hún myndi heyra af yfir- vofandi uppsögn sinni frá öðrum en þeim sjálfum. Guðrún er hins vegar enn starfandi sem bæjarstjóri og ekki er útlit fyrir að það breytist á næstunni þar sem enn er óvíst hvaða flokkar eiga eftir að mynda meirihluta og hvort vilji sé til að ráða nýjan bæjarstjóra innan þess nýja meirihluta sem myndast. Vilji fyrir pólitískum bæjarstjóra Það má þó nær fullyrða að pólitískur bæjarstjóri verði fenginn í starf- ið eftir að nýr meirihluti verður myndaður. Aðeins Listi Kópavogs- búa gerði þá ófrávíkjanlegu kröfu að bæjarstjóri yrði fengin utan raða pólitískt kjörinna fulltrúa. Í raun var listinn ástæða þess að Guðríður var ekki gerð að bæjarstjóra eins og Samfylkingin lagði upp með í kosningunum og meirihluta- viðræðunum strax eftir kosning- ar. Sú hugmynd kom einnig upp þegar ákvörðun var tekin um að segja Guðrúnu upp störfum. Gera má ráð fyrir því að Sam- fylkingin geri aftur kröfu um að bæjarstjórastólinn komi í þeirra hlut en það verður þó að teljast ólíkleg útkoma. Sjálfstæðisflokk- urinn er með einum fleiri full- trúa í bæjarstjórninni og hefur í raun meirihlutasamstarf- ið í hendi sér eftir að Listi Kópavogsbúa hafnaði samstarfi við Sam- fylkinguna og upp úr slitnaði í meiri- hlutaviðræðum listans við Sjálf- stæðisflokkinn og Næst besta flokkinn. n Guðrún missir líklega starfið n Bæjarstjórinn líklega pólitískur Sjálfstæðismenn ráða í Kópavogi Aðalsteinn Kjartansson blaðamaður skrifar adalsteinn@dv.is Ármann Kr. Ólafsson Sjálfstæðismenn hafa flesta bæjarfulltrúa og eru því í sterkri stöðu. Ósætti um Guðrúnu Það var ósætti um hvernig staðið var að því að tilkynna Guðrúnu að henni yrði sagt upp störfum sem sprengdi meirihlutann. MYND BENT MARINÓSSON / KÓPAVOGSBÆR Guðríður ekki kki bæjarstjóri Listi Kópavogsbúa gerði ófrávíkjanlega kröfu um ópólitískan bæjarstjóra.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.