Dagblaðið Vísir - DV - 25.01.2012, Qupperneq 9
Fréttir 9Miðvikudagur 25. janúar 2012
n Stúlkan var 15 ára n Varð frægur fyrir skrif sem þóttu bera vott um kvenfyrirlitningu n Ætlaði að bjarga íslenskum karlmönnum
átján talsins og var aðaláherslan lögð á
ytra útlit félaganna. Allir voru þeir sól-
brúnir, vöðvastæltir og vel snyrtir. Egill
var einn af stofnendum hópsins og var
gjarna talsmaður hans í fjölmiðlum.
Skrif þeirra þóttu ansi gróf og voru
þeir gagnrýndir fyrir kvenfyrirlitningu
og niðurlægjandi yfirlýsingar um karla
sem féllu ekki að þeirra hugmyndum
um karlmennsku.
Engu að síður hafði þáverandi rit-
stjóri DV, Mikael Torfason, samband
við Egil og bað hann um að skrifa pistla
í blaðið. Síðan var honum boðið að
vera með útvarpsþátt, sjónvarpsþátt
og seinna var honum boðið að skrifa
bók. „Mér leist vel á þessa áskorun,“
sagði Egill í Sjálfstæðu fólki árið 2008.
Kallarnir liðu undir lok um mitt
ár 2006 en áður höfðu verið sýndir
sjónvarpsþættir á Sirkus undir þeirra
merkjum. Egill var þar fremstur í flokki
en þættirnir voru afar umdeildir og átti
fólk erfitt með að átta sig á því hvort
um grín eða alvöru væri að ræða.
Í kjölfarið skrifaði Egill Biblíu fal-
lega fólksins þar sem karlmönnum var
kennt um útlit og samskipti kynjanna.
Ætlaði að bjarga
íslenskum karlmönnum
Eftir pistlaskrifin á DV gerðist hann
skríbent hjá Bleiku og bláu, útvarps-
maður á útvarpsstöðinni KissFM,
FM957 og X-inu. Þar var hann með
þáttinn Með’ann harðan, en var rek-
inn fyrir að áreita fjórtán ára stúlku
kynferðislega í símaati í beinni út-
sendingu. Þetta var árið 2006.
Síðan hafa komið út þrjár bækur
eftir Egil, Mannasiðir Gillz, Lífsleikni
Gillz og Heilræði Gillz. Hann var tek-
inn inn í Rithöfundasambandið en
það var umdeilt eins og annað sem
hann hefur gert. „Ég hef alltaf þurft
að glíma við fordóma menningarvit-
anna. Eru það einhver sérstök inn-
tökuskilyrði í klíkuna að vera með
vömb, tjúguskegg og í slitnum flauels-
jakka? Þeir höndla ekki fallegt goð
eins og mig,“ útskýrði Egill sem ætl-
aði sér að peppa upp félagslífið í Rit-
höfundasambandinu og bauð þeim í
partí á Austur. Það féll þó niður þegar
nauðgunarmálið kom upp.
Sjálfur hefur hann talað um sig
sem rithöfund og sagt að bækurnar
séu aðeins byrjunin á ritröð sem hann
kallar Öndvegisrit Gillz. Markmiðið
var að bjarga íslenskum karlmönn-
um frá glötun: „Á hverjum degi fæðast
efnilegir herramenn. Án leiðsagnar og
stuðnings eiga þeir það til að breyt-
ast í rasshausa. Þykki er góðhjartað-
ur maður. Þegar sá Þykki sér rasshaus
verða sér til skammar á almannafæri
þá vill hann aðstoða hann og beina
honum í rétta átt. Sá Þykki trúir því að
það sé hægt að útrýma rasshausunum
með smá leiðsögn. Ef allt gengur upp
verða allir karlmenn á Íslandi kurteisir
og taka yfir 100 kíló í bekk.“
Fyrri bækurnar slógu í gegn og
seldust í um sex þúsund eintökum.
Heilræði Gillz kom aftur á móti út síð-
asta haust og eftir að Egill og kærasta
hans voru kærð fyrir nauðgun dróst
salan saman um 25 prósent miðað við
fyrri bækur. Eins og gefur að skilja var
salan langt undir vonum og vænting-
um útgefanda.
Með ástríðu fyrir heilsurækt
En það var ekki það eina. Málið hef-
ur skaðað ímynd Egils með þeim
hætti að enn er ófyrirséð hvaða áhrif
það mun hafa á feril hans. Sjónvarps-
þættir sem byggðir eru á bókum hans
voru sýndir síðasta vetur og til stóð að
birta næstu seríu í vetur. Ari Edwald
sagði þó að þættirnir myndu bíða þar
til rannsókn málsins væri lokið og þá
yrði tekin ákvörðun varðandi fram-
haldið.
Það var Vesturport, eitt virtasta
leikhús landsins, sem framleiddi gam-
anþættina í samstarfi við Stöð 2. Mik-
ið var lagt í þættina og koma margir
af þekktustu leikurum landsins fram
í þáttunum. Þá kom fjölmargt frægð-
arfólk úr hinum ýmsu stéttum fram
í þáttunum og einn af þeim var lög-
reglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu,
Stefán Eiríksson.
En þótt Egill hafi reynt fyrir sér á
ýmsum sviðum, sem fyrirsæta, leik-
ari, fjölmiðlamaður, rithöfundur og
tónlistarmaður, þar sem hann lék
á hljómborð með hljómsveitinni
Merzedes Club sem tók þátt í Euro-
vision og gaf út smellina Meira frelsi
og Ho ho ho we say hey hey hey, þá
liggur ástríða hans fyrst og fremst í
heilsuræktinni.
Egill er menntaður íþróttafræð-
ingur frá Háskólanum í Reykjavík og
er þekktur sem einkaþjálfari og tals-
maður hollustu. Hann hefur aðstöðu í
Sporthúsinu þar sem hann dvelur nær
alla daga við þjálfun og kennslu. Þar
að auki býður hann upp á einkaþjálf-
un, meðal annars með fjarþjálfun.
„Ég var ekki alltaf svona rándýr“
Líkamsræktin á hug hans allan eins
og fram kom í svari hans þegar hann
var spurður að því áður en hann fann
ástina af hverju hann væri enn á lausu.
„Það er góð spurning. Stelpur elska
vöðva, það er staðfest og þinglýst.
Maður getur náttúrulega ekkert verið
að standa í því að byrja með nýrri kær-
ustu í hverri viku. Við erum náttúru-
lega bodybuilderar og erum að vinna
í okkar líkama alla daga. Það gefst þá
kannski lítill tími til að finna eigin-
konu þó við séum að verða fertugir.“
En Egill hefur ekki alltaf verið
svona stór. Í æsku var hann hrikalega
grannur, „svo grannur að eftir var tek-
ið“, sagði hann í viðtali við DV síðasta
sumar. „Sem betur fer var ég sniðugur
krakki, eiginlega alveg snarbrjálaður
og komst þannig hjá því að verða fyr-
ir stríðni eða þá að mér hefur tekist að
leiða hana hjá mér.“
Vegna þessarar reynslu sagðist
hann taka á móti börnum sem eru
að farast úr lélegu sjálfstrausti vegna
vaxtarlagsins fullur skilnings. „Ég var
ekki alltaf svona rándýr og glæsileg-
ur,“ sagði hann og benti á að vaxtar-
lag barna gæti orðið til þess að þau
þyrðu ekki að sækjast eftir því sem þau
dreymir um.
Sagður traustur vinur
Í nærmynd sem DV dró upp af Agli í
fyrra sagði vinur hans að hann hefði
alltaf verið snarruglaður en væri góð-
ur vinur. Hjörvar Hafliðason æsku-
vinur hans sagði Egil vera eiginhags-
munasegg sem vildi alltaf hafa allt
eftir sínu höfði, tuðaði og röflaði út í
eitt, væri frekur og þver og hefði þreyt-
andi nærveru til lengdar. „Egill skiptir
aldrei um skoðun sem er mikill ókost-
ur í mönnum, já, svo er hann tillits-
laus,“ bætti Hjörvar við. Það mætti lýsa
honum sem stórum krakka.
Almennt var honum samt lýst sem
traustum og tryggum vin, uppátækja-
sömum og barngóðum manni sem
ætti það til að fara fram úr sér.
Eftir að fyrri kæran barst lögregl-
unni var unnið að annarri nærmynd
af Agli. Við það tækifæri vildi hins veg-
ar enginn af vinum hans eða vanda-
mönnum tjá sig um hann. Vinir
hans skáluðu þó við Egil í teiti
sem var haldið á Austri yfir
hátíðarnar.
Hefur haldið
sig til hlés
Frá því að Eg-
ill var nafn-
greindur í
tengslum við
málið hefur hann haldið sig til hlés.
Á þeim tíma sem leið frá því að stúlk-
an lagði fram kæru og þar til hann
var nafngreindur af Eyjunni kom
hann hins vegar fram víða, í blaða-
viðtali, útvarpi og sjónvarpi. Rétt eftir
að honum var sleppt úr yfirheyrslu
lögreglunnar heyrðist rödd hans í
útvarpinu. Hann var þó ekki í beinni
útsendingu heldur hafði þátturinn
verið tekinn upp áður.
Þó að Egill hafi kosið að tjá
sig ekki frekar um málið
á opinberum vettvangi
hefur verið fjallað um
það í nær öllum fjöl-
miðlum landsins.
Málið er eitt um-
talaðasta nauðg-
unarmál seinni
tíma, ekki síst
vegna framkomu
Egils í gegnum tíð-
ina. Eins er mál-
ið óvenjulegt fyrir
þær sakir að par er
kært fyrir nauðgun.
Ríkissaksókn-
ari hefur þrjátíu
daga til að fara yfir
málið. Ef hann telur
það sem fram er kom-
ið ekki nægilegt eða lík-
legt til sakfellingar læt-
ur hann málið niður falla
en ella höfðar hann mál á
hendur sakborningi. Að
minnsta kosti tveir sak-
sóknarar fara yfir mál-
ið áður en ákvörðun
er tekin.
Á síðustu árum hefur fjöldi mála
verið felldur niður hjá ríkissaksókn-
ara. Árið 2009 var ekki gefin út ákæra
í 66 prósentum allra nauðgunarmála
sem bárust embættinu. Árið 2008 var
hlutfall niðurfelldra mála hærra eða
69 prósent og 83 prósent árið 2007.
Málinu ætti að verða lokið fyrir 17.
febrúar fari það ekki fyrir dóm.
Egill kærður aftur
„Ég get staðfest að
ég er réttargæslu-
maður konu sem fór upp á
lögreglustöð á mánudag.
5. desember 2011
Egill Einarsson
Tvisvar kærður fyrir
kynferðisbrot. Vænta
má niðurstöðu hjá ríkis-
saksóknara í febrúar.