Dagblaðið Vísir - DV - 25.01.2012, Side 10
Grasrótin er
Ögmundi reið
10 Fréttir 25. janúar 2012 Miðvikudagur
Ö
gmundur Jónasson innan
ríkisráðherra hefur vafalaust
gert sér grein fyrir að ákvörð
un hans um að styðja tillögu
Bjarna Benediktssonar, for
manns Sjálfstæðisflokks, um aftur
köllun landsdómsákæru á hendur
Geir H. Haarde yrði ekki líkleg til vin
sælda frá grasrót eigin flokks. Hann
hefur þó varla átt von á jafn þungri
undiröldu frá grasrótinni og raunin
hefur orðið. Hættan á algjörum klofn
ingi í VG er hugsanlega meiri nú en
nokkurn tímann áður en ólíklegt þyk
ir að Ögmundur Jónasson muni hafa
frumkvæði að því að kljúfa flokkinn.
Þá verður að benda á að ríkisstjórn
in hefur það ekki að stefnu sinni að
ákæra Geir H. Haarde, þótt innan VG
og Samfylkingarinnar hallist margir
að þeirri skoðun.
Kvartað yfir aðför
„Þetta er hluti af aðför til losa sig við
öfluga félaga úr trúnaðarstörfum eða
ýta þeim úr flokknum,“ skrifar Jón
Bjarnason, þingmaður VG, á vef sinni
á fimmtudag. Tilefnið var umræðan
um hvort falla skuli frá ákæru á hend
ur Geir H. Haarde forsætisráðherra.
Greina mátti mikinn hita í VG vegna
málsins.
Ýmsir flokksfélagar hafa gagnrýnt
afstöðu þingmannanna og sérstak
lega Ögmundar. Sérstaklega er gagn
rýnd sú ákvörðun Ögmundar að birta
greinina þar sem hann tilkynnti um
afstöðu sína fyrst í Morgunblaðinu.
„Svo vil ég óska félögum mínum í VG
sem hafa gert Morgunblaðið að fjöl
miðli sínum til hamingju með hversu
vel þeir eru metnir í þeim búðum. Það
er gott að búa í Hádegismóum,“ skrif
ar Erling Ólafsson á Smuguna, sem
að hluta til er í eigu VG. Erling ger
ir nokkuð mikið úr vali Ögmundar á
miðli. Sömu sögu má segja um Kol
bein Stefánsson sem skrifar um óró
lega deild VG.
„Fyrir þá sem hafa fylgst með Ög
mundi Jónassyni á þessu kjörtímabili
kemur þetta vart á óvart. Ögmundur
hefur nefnilega verið ansi duglegur
við að sá í akur íhaldsins. Hann skrif
aði til dæmis ritdóm um Umsátrið eft
ir Styrmi Gunnarsson sem var birtur
í tímaritinu Þjóðmál, málgagni frjáls
hyggjumanna á Íslandi, og fór lof
samlegum orðum um samsæriskenn
ingar eins af helstu þjónum gamla
valdakerfisins.“
Róttækasti róttæklingurinn
Ritstjóri Morgunblaðsins, Davíð
Oddsson, hefur ekki verið talinn til
helstu aðdáenda VG og innan flokks
ins er hann ekki í miklum metum. Það
er ekki óalgeng skoðun í flokknum að
um leið og Davíð og Morgunblað
ið sýni áhuga á einhverjum, sé það
merki um að viðkomandi sé á rangri
vegferð. Afar ólíklegt er að Ögmund
ur hafi ekki áttað sig á þessu. Ef til vill
hefur hann þó metið málin svo að
hann ætti bestan möguleika á að ná
til hörðustu Evrópuandstæðinga með
grein í blaði sem hefur verið sakað um
að leggjast á sveif gegn ESB.
Það kann að koma spánskt fyrir
sjónir þeirra sem ekki starfa í VG að
falist geti stórkostleg pólitísk yfirlýs
ing í að birta grein í Morgunblaðinu.
Ástæðan kann að vera sú að innan
hópa sem talist geta róttækir getur
myndast einhvers konar fegurðar
samkeppni í róttækni. Í slíkum félags
skap flokkast það sem virðingarleysi
að nýta fjölmiðil hægriflokks og borg
arastéttarinnar til að útlista umdeild
ar ákvarðanir sínar.
Oft fengið betra færi
Ögmundur hefur oftar en öðrum inn
an VG boðist tækifæri til að kljúfa
flokkinn og taka þá með sér nokk
uð fylgi. Afstaða hans í landsdóms
málinu er ekki til þess fallin að draga
marga úr grasrót flokksins með sér.
Staðan er því sú að Ögmundur gæti
yfirgefið VG eða aðeins þingflokkinn,
líkt og Atli Gíslason og Lilja Móses
dóttir gerðu á sínum tíma.
Mögulegt er að þau Guðfríður Lilja
Gísladóttir og Jón Bjarnason ákvæðu
að fylgja Ögmundi úr flokknum,
kysi hann að gera slíkt. Þau gætu þá
myndað eigin þingflokk sem ljáð gæti
ríkisstjórninni hlutleysi, stutt áfram
eða fellt. Af öllum þeim málum sem
Vinstri grænir hafa deilt um er afstaða
þremenninganna til landsdóms
ákæru ekki heppileg til að sópa fylgi
frá Steingrímsarmi VG, yfir til nýs
klofningsflokks.
Klýfur stjórnina ekki viljandi
Þeir sem til Ögmundar þekkja segja
algjörlega ljóst að hann muni sjálfur
ekki vilja fella núverandi ríkisstjórn.
Slík ákvörðun verði ekki tekin af hon
um. Hvort þreyta samstarfsfólks Ög
mundar á hans stjórnmálum verði til
þess að ríkisstjórnin springi er óráðið.
Ögmundur er sá stjórnmálamað
ur sem dansað hefur á klofningslínu
ríkisstjórnarflokkanna umfram aðra.
Þrátt fyrir það hefur hann haldið sæti
sínu í ríkisstjórn og fer fyrir öflugu
ráðuneyti.
Löggjafanum ekkert óviðkomandi
Stjórnmál Ögmundar einkennast af
áherslu hans á að Alþingi geti sem
löggjafi tekið nánast hvaða mál fyrir.
Afstaða hans til umræðu um lands
dómstillögu Bjarna Benediktssonar
er því ekkert sérstaklega ný sé litið til
fyrri orða hans um verksvið þingsins.
Þau verða þó undarleg sé litið til þess
að Ögmundur er innanríkisráðherra
og fer sem slíkur með málefni dóms
stóla fyrir hönd framkvæmdavaldsins
og hefur áður tjáð sig um dómsmál.
Þegar skorað var á hann að
hlutast til um mál níumenninganna
svonefndu sagðist hann sem dóms
málaráðherra ekki geta slíkt. Því skal
þó haldið til haga að ríkissaksóknari
n Ólíklegt að Ögmundur yfirgefi VG núna n Gagnrýndur fyrir að sá í akur íhaldsins
Ögmundur Jónasson Hefur varla átt von á jafn
þungri undiröldu frá grasrótinni og raunin varð.
Atli Þór Fanndal
blaðamaður skrifar atli@dv.is
Svavarssamningur n n n n n n
Seinni samningur n n n n n n
ESB-umsókn n n n n n n
Vantraust n n n n n n
Fjárlög 2011 n n n n n n
n Nei n Já n Greiddi ekki atkvæði n Fjarverandi
Ósammála innbyrðis
Þingmenn órólegu deildarinnar eru ekki alltaf sammála innbyrðis. Það sem sameinar þau
fyrst og fremst er andstaða þeirra við það sem þau kalla foringjaræði í VG. Þau þrjú sem
þegar hafa yfirgefið VG hafa þannig ekki endað saman í flokki þótt vinskapur ríki á milli þeirra.
Um þetta er deilt
Evrópusambandið
Ekkert einstaka mál hefur reynst VG eins
erfitt og aðildarumsóknin að ESB. Þrír
þingmenn hafa sagt sig frá flokknum,
meðal annars vegna umsóknarinnar,
auk fjölda trúnaðarfólks og flokks-
félaga. Bæði Ögmundur og Lilja Móses-
dóttir veittu umsókn Íslands brautar-
gengi í atkvæðagreiðslu á Alþingi. Þótt
Lilja hafi á sínum tíma lýst sig viljuga til
að ganga í sambandið hefur hún að eigin
sögn nú skipt um skoðun. Andstaðan við
ESB-aðild er almenn innan VG en ágrein-
ingurinn innan flokksins hefur snúist um
hvort ríkisstjórnarsamstarfið sé ef til
vill of háu verði keypt með umsókn að
sambandinu.
Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn
Fyrir kosningar 2009 fór flokkurinn
mikinn í andstöðu sinni við samstarf
Íslands og AGS. Steingrímur varaði við
lántökum frá sjóðnum og sagði þær
þungan bagga að bera fyrir komandi
kynslóðir og landsmenn alla. Það var því
ekki til vinsælda í VG fyrir hann þegar
samstarf við AGS var meðal skilyrða
um ríkisstjórnarsamstarf. Nokkrir
órólegir þingmenn tóku harða afstöðu
gegn áframhaldandi samstarfi við
sjóðinn. Þar á meðal Lilja Mósesdóttir og
Ögmundur.
Icesave
Flokksfélagar í VG voru margir
hverjir æfir yfir fyrstu og öðrum
drögum Icesave-samkomulagsins.
Svavar Gestsson var skipaður formaður
Icesave-nefndarinnar svokölluðu við
aðkomu VG í ríkisstjórn. Skipunin var
gagnrýnd víða en Steingrímur varði
hana og sagði við eitt tækifæri að hann
ætti von á „glæsilegri“ niðurstöðu. Bæði
Ögmundur og Jón Bjarnason greiddu at-
kvæði gegn samningnum. Atli Gíslason,
þá þingmaður VG, var fjarverandi. Atli
var þá sá þingmaður sem lýsti hvað
mestum efasemdum um frumvarpið
við meðferð þess í þinginu. Ásmundur,
Lilja og Guðfríður Lilja greiddu atkvæði
með Svavarssamningnum. Þegar kom
að seinni samningnum ákvað Ásmundur
að segja nei við samkomulaginu, sem og
Lilja, en Atli, Jón og Ögmundur greiddu
honum atkvæði.
Magma-málið
Andstaðan við sölu HS Orku til Magma
Energy er almenn innan VG. Steingríms-
arminn og órólegu deildina greinir fyrst
og fremst á um viðbrögð ríkisstjórnar-
innar við málinu. Steingrímsarmurinn
taldi aðkomu ríkisins ekki mögulega.
Mikil tortryggni myndaðist í þing-
flokknum vegna málsins og var Stein-
grímur J. Sigfússon, formaður flokksins,
meðal annars sakaður um að beita sér
ekki nóg í málinu. Vitnað hefur verið
til þess að sem fjármálaráðherra hafi
Steingrímur ekki gert kauptilboð í hlut
Reykjavíkurborgar í HS Orku þegar það
bauðst árið 2009. Sjálfur hefur hann
sagt að peningar hafi ekki verið til fyrir
þeim kaupum.
Vantraust
Bjarni Benediktsson, formaður Sjálf-
stæðisflokksins, lagði fram vantraust
á ríkisstjórn Samfylkingar og VG í apríl
í fyrra. Stuttu áður höfðu þau Atli
Gíslason og Lilja Mósesdóttir sagt sig úr
þingflokki VG. Ásmundur Einar Daðason
hafði þá ekki sagt sig frá flokknum
en sat hjá þegar á reyndi. Ögmundur,
Guðfríður Lilja og Jón Bjarnason greiddu
atkvæði gegn vantrausti á sínum tíma.
Landsdómur
Afstaða VG til landsdómsákæru á
hendur fyrrverandi ráðherra er skýr.
Allir þingmenn flokksins sögðu já við
öllum ákærum. Guðfríður Lilja sat ekki á
þingi þegar atkvæðagreiðslan fór fram
en aðrir meðlimir órólegu deildarinnar
sögðu já við að ákæra fjóra ráðherra.
Svo fór að aðeins Geir H. Haarde, fyrr-
verandi forsætisráðherra, var ákærður.
Sexmenningarnir ákváðu allir að greiða
atkvæði gegn dagskrártillögu um
frávísun á tillögu Bjarna Benediktssonar
sem falla vill frá ákæru á hendur Geir.