Dagblaðið Vísir - DV - 25.01.2012, Page 13
Erlent 13Miðvikudagur 25. janúar 2012
n Karlar með hærri sársaukaþröskuld en konur samkvæmt rannsókn Bílaverks
tæði
Varahlutaverslun
Smurstöð
Dekkjaverkstæði
Bremsur,
spindilkúlur,
stýrisendar,
o.fl., o.fl.
Allar gerðir
bætiefna fyrir
vél, drif
og gírkassa
www.bilaattan.is
Allt á einum stað
N
úna mun líf mitt loksins
byrja,“ segir Baraa Melhem,
tvítug palestínsk stúlka, sem
haldið var fanginni á heim-
ili sínu í bænum Qalqiliya á
Vesturbakkanum í tíu ár. Melhem var
lengst af lokuð inni á litlu klósetti og
fékk hún aldrei að yfirgefa heimilið.
Hún lifði í stöðugum ótta og þurfti að
búa við reglulegar hótanir frá föður
sínum um alvarlegar líkamsmeiðing-
ar. Á laugardag réðst lögregla til inn-
göngu á heimilið eftir að frænka henn-
ar upplýsti lögreglu um stöðu mála.
Faðir stúlkunnar, Hassan Melhem, og
stjúpmóðir hennar voru handtekin og
munu þau mæta fyrir dómara í dag,
miðvikudag.
Hlustaði á útvarp
AP-fréttastofan náði tali af Melhem
á mánudag en þá var hún komin
til móður sinnar, Maysun, sem býr
skammt frá höfuðborg Ísraels, Jerú-
salem. Í viðtalinu lýsir Melhem því
meðal annars hvernig hún var lamin
af föður sínum. Hann gaf henni lítið
að borða og fékk hún einungis að fara
út úr lokuðu herberginu á næturn-
ar til að sinna húsverkum. Í herberg-
inu hafði hún ferðaútvarp til að stytta
sér stundir og lítið teppi til að halda á
sér hita. „Ég hata ekki föður minn en
ég hata hvað hann gerði mér. Hvers
vegna gerði hann þetta? Ég skil það
ekki,“ segir Melhem í viðtalinu.
Þegar hún var fjögurra ára skildi
móðir hennar við föður hennar. Móð-
ir hennar segir við AP-fréttastofuna að
hún hafi verið búin að fá sig fullsadda
af sambandinu með Hassan og fallist
á að hann fengi forræðið yfir Melhem
gegn því að hann veitti henni skilnað.
Hótaði að nauðga henni
Melhem segir að faðir hennar hafi
fyrst lokað hana inni eftir að hún
strauk frá honum þegar hún var tíu
ára. Lögregla fann hana, fór með
hana heim og segir Melhem að fað-
ir hennar hafi neytt hana til að skrifa
undir pappíra þess efnis að hún færi
ekki aftur í skóla. Þá hófst einangr-
unin fyrir alvöru, hún var læst inni
nánast allan sólarhringinn en flestum
stundum eyddi hún á eins fermetra
gluggalausu klósetti á heimilinu. Þar
hafði hún sem fyrr segir lítið ferða-
útvarp og segir hún að það hafa lík-
lega bjargað geðheilsu sinni. Á þess-
um tíu árum flutti fjölskyldan tvisvar
en aldrei fékk hún að líta dagsins ljós.
Hana dreymdi um að flýja en Mel-
hem segir að faðir hennar hafi hótað
að nauðga henni þar til hún yrði ólétt
ef hún myndi svo mikið sem reyna
það. Þá hótaði hann að drepa hana og
ljúga því upp á hana að hún hefði orð-
ið fjölskyldunni til skammar.
Melhem segir að hótanirnar hafi
ekki verið það versta, heldur ofbeldið
sem hún var einnig beitt. Þegar hann
varð reiður barði hann hana með raf-
magnsköplum og prikum. Hann hellti
köldu vatni yfir hana þegar hún bað
um móður sína og rakaði af henni
augabrúnir og hár. Hún fékk aðeins
brauð og epli að borða. Í eitt skiptið
rétti hann henni rakvélarblað áður en
hann læsti hana inni og sagði við hana
að það væri betra ef hún myndi binda
enda á líf sitt.
Ætlar aldrei að giftast
Hala Shrein, starfsmaður félagsmála-
yfirvalda sem fór á heimilið á laugar-
dag ásamt lögreglu, segir að ástand
Melhem hafi verið slæmt. Þegar farið
var með hana út hafi hún blindast af
sólinni og spurt hvort þessi gula kúla
á himninum væri sólin. Í viðtalinu við
AP segir Melhem að það fyrsta sem
hún bað um eftir að lögregla leysti
hana úr prísundinni hafi verið sæl-
gæti. Það hafði hún ekki smakkað síð-
an hún var lítið barn. Svo spurði hún
hvar móðir hennar væri.
Blaðamaður AP-fréttastofunnar
spurði hana að lokum hvað hún teldi
að framtíðin bæri í skauti sér og hvort
hún hefði hug á að giftast. „Ef ofbeld-
ið sem ég upplifði var á milli föður og
dóttur hvað gerist þá eiginlega á milli
hjóna? Nei, ég vil aldrei giftast.“
Einar Þór Sigurðsson
blaðamaður skrifar einar@dv.is
lokuð inni af
pabba í 10 ár
n Fékk aðeins að fara út úr herberginu til að sinna heimilisstörfum
Lokuð inni Melhem
var lokuð inni í áratug.
Henni var bjargað úr
prísundinni á laugardag.
Gerir sjón-
varpsþætti
Julian Assange, stofnandi Wiki-
leaks, tilkynnti á þriðjudag að ný
tíu þátta sjónvarpssería frá honum
sé væntanleg. Um er að ræða við-
talsþætti þar sem Assange mun
meðal annars taka stórlaxa úr
viðskiptalífinu og stjórnmálum
tali. Þættirnir verða frumsýndir í
mars en í tilkynningu á vef Wiki-
leaks kemur fram að 600 milljónir
manna muni hafa aðgang að þátt-
unum. Þeir verði sýndir á hinum
ýmsu sjónvarpsstöðvum en ekki
kemur fram í tilkynningunni ná-
kvæmlega hvaða sjónvarpsstöðvar
hafa tryggt sér sýningarrétt. Ass-
ange bíður þessa dagana eftir
niðurstöðu breskra dómstóla um
það hvort hann verði framseldur
til Svíþjóðar þar sem hann hefur
verið ákærður fyrir nauðgun.
„Ég hata ekki
föður minn
en ég hata hvað
hann gerði mér
Kostar fyrir
hvítvoðunga
Greiða skal fullt verð fyrir miða
fyrir ungbörn á Ólympíuleikana
sem fara fram í Lundúnum í júlí
og ágúst á þessu ári. Skipuleggj-
endur leikanna eru harðlega
gagnrýndir vegna þessa. Meðal
annars vegna þess að stór hluti
miðanna fór í sölu átján mánuð-
um áður en leikarnir hefjast.
Konur sem keypt höfðu miða á
þeim tíma og eiga nú von á barni
þurfa því að kaupa aukamiða
handa barni sínu. Jafnvel börnum
sem eru nokkurra vikna gömul og
enn á brjósti. Við bætist að jafnvel
þótt konurnar hefðu áhuga á að
greiða fyrir nýjan miða, eru þeir
löngu uppseldir.
Í einhverjum tilvikum er hægt
að fá miða á sterlingspund á ein-
staka viðburði fyrir ungbörn.
Dagpassar eru þó aðeins seldir á
fullu verði. Rosalind Ereira sem
á von á barni hefur kært málið
til Mannréttinda- og jafnréttis-
nefndar, sem hefur tekið málið til
skoðunar og telur líklegt að um
óbeina mismunun á grundvelli
kyns, sé að ræða.