Dagblaðið Vísir - DV - 25.01.2012, Blaðsíða 16
Sandkorn
S
vo getur farið að meirihluti Al
þingis taki sér það dómsvald að
hætta við málarekstur á hend
ur Geir Haarde, fyrrverandi
forsætisráðherra og þeim sem
stýrði íslenska ríkinu inn í efnahags
hrunið 2008. Það var sami þingheimur
sem ákvað í atkvæðagreiðslu að máli
Geirs skyldi vísað til réttlætisgyðjunnar
með það fyrir augum að skera úr um
sekt eða sýknu þessa manns sem er sá
gæfusnauðasti í embætti frá stofnun
lýðveldis.
Landsdómur hefur þegar verið
skipaður og málarekstur er þegar
kominn í fullan gang. Þá stígur Bjarni
Benediktsson, sonur útrásar og sér
fræðingur viðskiptavafninga, fram og
krefst þess að Alþingi sýkni Geir með
frávísun. Formaður Sjálfstæðisflokks
ins og félagar hans láta sem hrein ill
mennska sé að baki því að málinu
var vísað til landsdóms. Þeir æpa um
pólitísk réttarhöld og láta sem mað
urinn sem stýrði Íslandi á bólakaf sé
fórnarlamb ofsókna.
Fjöldi dæma er um það á Íslandi
að einstakar starfsstéttir séu kallað
ar til ábyrgðar fyrir meint mistök og
réttað yfir þeim. Hundruð skipstjóra
hafa verið kölluð fyrir sjórétt og þeir
dæmdir án þess að stéttarfélag þeirra
eða kollegar teldu að um aðför væri að
ræða. Skipstjóri sem strandar skipi sínu
eða veldur tjóni þarf að svara fyrir slíkt
gagnvart dómsvaldinu. Það er ekki á
færi stéttarfélags hans að sýkna hann.
Hann fær hlutlausa og réttláta máls
meðferð. Fjöldi íslenskra blaðamanna
hefur verið dæmdur til greiðslu hárra
bóta og sumir í fangelsi vegna skrifa
sinna. Alþingi Íslendinga hefur ekki lyft
litlafingri til þess að stöðva þau réttar
höld. Og það er ekki á færi annarra
blaðamanna eða stéttarfélags þeirra að
sýkna undir slíkum kringumstæðum.
Þeir eru sendir fyrir dóm.
Maðurinn sem lofaði Íslendingum
styrkri efnahagsstjórn og fékk efnahag
lýðveldisins til varðveislu brást aug
ljóslega sem kristallaðist svo átakan
lega í orðum hans, Guð blessi Ísland.
En það má ekki rýna í ástæðurnar.
Þingmaðurinn Þráinn Bertelsson lýsti
því einhvern tímann að fimm prósent
þjóðarinnar væru fávitar. Miðað við
framgöngu stórs hluta þingheims,
sem vill taka sér dómsvald í máli
Geirs Haarde, er þingið á mörkum
þess að skilja muninn á réttu og
röngu. Meira að segja ráðherra dóms
mála sér ekkert athugavert við það að
taka að sér persónulega að sýkna sinn
gamla félaga. Og sjáið þið alla hina
vinina á þingi. Blygðunarlaust beita
þeir atkvæðum sínum til að létta líf og
lund vinarins og gefa skít í fólkið sem
kallar eftir réttlæti. Það er fokið í flest
skjól hjá þjóð sem helst þarf á réttlátu
uppgjöri að halda.
Það má ekki gerast að Geir njóti
þess ekki að fá heiðarleg réttar
höld þar sem úrskurðað verður um
það hvort hann sé saklaus. Fari svo
að Geir verði sýknaður af félögum
sínum verður þjóðin að láta til sín
taka og knýja fram kosningar. Það
er óboðlegt að á æðstu löggjafar
samkomu þjóðarinnar viðgangist
vinavæðing réttlætisins og að þar
séu afglapar og spillingarforkólfar í
meirihluta. Og kjósendur verða að
fleygja þeim fulltrúum út í hafsauga
sem taka laun fyrir að gera okkur hin
að fíflum. Þjóðin verður einfaldlega
að rétta kúrsinn með þeim ráðum
sem duga. Það verður að hreinsa
þingið af óværunni og koma til valda
heiðarlegu og velmeinandi fólki.
Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráð
herra mætti þá gjarna láta það verða
sitt síðasta embættisverk að rjúfa
þing og efna til kosninga.
Smáfuglar um
smáfugl
n Einhver afkastamesti pró
fessor Íslands er sá umdeildi
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
sem ritar ár
lega fjölda rit
gerða og jafn
vel bók auk
þess að það
eru almennar
grunsemdir
um að hann
haldi úti að hluta skrifum á
amx.is og sé þar skilgreind
ur sem smáfugl. Á þeim vef
var á dögunum vakin athygli
á miklum afköstum Hann
esar og að hann hefði skilað
skýrslu „Listinn telur yfir 70
verk. Nú bíða smáfuglarnir
spenntir eftir að aðrir prófess
orar við Háskóla Íslands skili
sambærilegu yfirliti yfir verk
sín,“ segja smáfuglar stoltir.
Góðhjartaður
auðmaður
n Erfitt hefur verið hjá Vef
pressunni eftir að Steingrímur
S. Ólafsson, ritstjóri Pressunn
ar, birti mynd
af meintu
fórnarlambi
Egils Gillz
Einarssonar
með þeim af
leiðingum að
fjöldi auglýs
enda hvarf á braut. Síðan hef
ur verið stöðugur samdrátt
ur og fólki sagt upp. Nýjasta
aðgerðin er að leggja niður
vefinn menn.is og setja undir
Pressuna. Fyrirtækið leigir
fokdýra hæð í Turninum í
Kópavogi. Kostnaðurinn mun
þó ekki vera áhyggjuefni þar
sem hermt er að auðmaður
inn góðhjartaði Róbert Wess-
mann sé leigutakinn og fram
leigi Birni Inga Hrafnssyni og
félögum.
„Guð blessi
Sandgerði“
n Á meðal þeirra sveitar
félaga sem eru hvað verst
rekin er Sandgerði ef marka
má reikninga sveitarfélagsins.
Sigrún Árnadóttir bæjarstjóri
og félagar hennar berjast nú
fyrir sjálfstæði sveitarfélagsins
með öllum tiltækum ráðum.
Einn íbúi sveitarfélagsins
sem hringdi í útvarpsþáttinn
Í bítið á Bylgjunni var ekki í
vafa um stöðuna. „Guð blessi
Sandgerði,“ sagði hann í anda
Geirs Hilmars Haarde.
Skiptir um skoðun
n Ögmundur Jónasson hefur
verið í eldlínunni fyrir að
skipta um skoðun á því hvort
ákæra eigi
Geir. H. Haarde
fyrir lands
dómi. Hann
greiddi at
kvæði með
málshöfðun á
Alþingi á sín
um tíma, en segist nú sjá að
sér og ætlar að greiða atkvæði
öðruvísi næst. Illugi Jökulsson
gerir stólpagrín að Ögmundi
á Facebooksíðu sinni. Illugi
segist einmitt hafa skipt um
skoðun varðandi það hvernig
hann greiddi atkvæði í alþing
iskosningunum 1991 og vill
því að atkvæðagreiðslan verð
endurtekin.
Ég var bara
í sjokki
Þjóðkirkjan er á
breytingaskeiði
Völu Grand brá þegar ókunnug kona vatt sér að henni í sundi og hrósaði henni fyrir falleg kynfæri. – DV. Sigurður Árni Þórðarson, sóknarprestur í Neskirkju, er þriðji presturinn sem býður sig fram til biskups. – DV.
Afglapar á Alþingi
Leiðari
Reynir Traustason
rt@dv.is
„ Það verður
að hreinsa
þingið af óværunni
Á
kvæðið um náttúruauðlindir í
stjórnarskrárfrumvarpi stjórn
lagaráðs er nýmæli, sem á sér
langa forsögu, sem ráða má af
ítrekuðum en þó árangurslausum til
raunum stjórnvalda til að koma inn í
stjórnarskrána nýju ákvæði um auð
lindir í þjóðareign.
Fimm dæmi duga til að halda for
sögunni til haga. Dæmin sýna, að
þjóðareignarhugtakið á sér langa og
virðulega sögu í rökræðum um nátt
úruauðlindir og að auðlindaákvæðið í
frumvarpinu er sprottið af og nátengt
fyrri frumvörpum um málið.
Dr. Gunnar Thoroddsen, forsætis
ráðherra og formaður stjórnarskrár
nefndar 1978–1983, lagði fram á Al
þingi frumvarp 1983 þar sem gert var
ráð fyrir nýrri grein um náttúruauð
lindir í stjórnarskrá. Greinin hljóð
aði svo: „Náttúruauðlindir landsins
skulu vera ævarandi eign Íslendinga.
Auðlindir hafs og hafsbotns innan ís
lenskrar lögsögu eru þjóðareign. Eign
arrétti að öðrum náttúruauðæfum
skal skipað með lögum.“
Orðalagið „ævarandi eign Íslend
inga“ var sótt í lögin um þjóðgarðinn
á Þingvöllum frá 1928, en þar segir:
„Hið friðlýsta land skal vera undir
vernd Alþingis og ævinleg eign ís
lensku þjóðarinnar. Það má aldrei
selja eða veðsetja.“ Þingvallalögin frá
1928 lýsa inntaki þjóðareignarhug
taksins: Þjóðareign er eign, sem „má
aldrei selja eða veðsetja“. Sá skilningur
er lagður í hugtakið þjóðareign í frum
varpi stjórnlagaráðs.
Davíð Oddsson forsætisráðherra
lagði fram á Alþingi stjórnarfrumvarp
1995, þar sem gert var ráð fyrir nýrri
grein um náttúruauðlindir í stjórnar
skrá, svohljóðandi: „Nytjastofnar á
hafsvæði því sem fullveldisréttur Ís
lands nær til eru sameign íslensku
þjóðarinnar. Kveðið skal á um hag
nýtingu og verndun þessara auðlinda
í lögum og stjórnvaldsfyrirmælum.“
Hér er notað orðalagið „sameign
íslensku þjóðarinnar“ um þá þjóðar
eignarhugsun, sem lýst var í frum
varpi dr. Gunnars Thoroddsen tólf
árum áður.
Í skýrslu auðlindanefndar árið
2000 undir forustu dr. Jóhannesar
Nordal, fyrrverandi seðlabankastjóra,
var gerð tillaga um nýtt stjórnarskrár
ákvæði um náttúruauðlindir, þar sem
segir: „Náttúruauðlindir og landsrétt
indi sem ekki eru háð einkaeignarrétti
eru þjóðareign eftir því sem nánar er
ákveðið í lögum. ... Náttúruauðlindir
og landsréttindi í þjóðareign má ekki
selja eða láta varanlega af hendi til
einstaklinga eða lögaðila.“
Tvö nýleg frumvörp taka í sama
streng, annars vegar frumvarp odd
vita ríkisstjórnar Framsóknarflokks
og Sjálfstæðisflokks, Jóns Sigurðs
sonar, iðnaðar og viðskiptaráðherra,
og Geirs H. Haarde forsætisráðherra á
Alþingi 2007, og hins vegar frumvarp
oddvita ríkisstjórnar Samfylkingarinn
ar og Vinstri hreyfingarinnar – græns
framboðs á Alþingi 2009, Jóhönnu Sig
urðardóttur forsætisráðherra, Stein
gríms J. Sigfússonar fjármálaráðherra
og fleiri flutningsmanna. Í báðum
frumvörpum var lögð til í stjórnarskrá
ný grein, sem hófst í fyrra frumvarp
inu á þessum orðum: „Náttúruauð
lindir Íslands skulu vera þjóðareign ...“
og í hinu síðara á orðunum: „Náttúru
auðlindir sem ekki eru háðar einka
eignarrétti eru þjóðareign.“
Í ljósi þessarar forsögu ber að
skoða og skilja upphaf náttúruauð
lindaákvæðisins í frumvarpi stjórn
lagaráðs: „Auðlindir í náttúru Íslands,
sem ekki eru í einkaeigu, eru sameig
inleg og ævarandi eign þjóðarinnar.
Enginn getur fengið þær, eða réttindi
tengd þeim, til eignar eða varanlegra
afnota og því má aldrei selja þær eða
veðsetja.“
Hér er fylgt langri hefð á bak við
notkun hugtaksins þjóðareign. Orða
lag Þingvallalaganna frá 1928 er notað
í anda dr. Gunnars Thoroddsen til að
skýra, að þjóðareign er eign, sem má
aldrei afhenda til eignar eða varan
legra afnota og má því aldrei selja eða
veðsetja. Þessari hugsun er einn
ig lýst í greinargerð með ákvæðinu
um menningarverðmæti í frumvarpi
stjórnlagaráðs. Eftir þessum skilningi
deilir núlifandi kynslóð náttúruauð
lindum í þjóðareign með óbornum
kynslóðum og hefur því ekki rétt til að
ráðstafa auðlindunum í eigin þágu.
Skorðurnar, sem frumvarpinu er ætl
að að reisa við ráðstöfun auðlinda í
þjóðareign, eiga einnig við um réttindi
tengd auðlindunum og ekki aðeins við
auðlindirnar sjálfar.
Auðlindaákvæði
stjórnlagaráðs„Enginn getur feng-
ið þær, eða réttindi
tengd þeim, til eignar eða
varanlegra afnota og því
má aldrei selja þær eða
veðsetja.
Útgáfufélag: DV ehf. Stjórnarformaður: Lilja Skaftadóttir Ritstjórar: Jón Trausti Reynisson (jontrausti@dv.is) og Reynir Traustason (rt@dv.is) Fréttastjóri: Ingi Freyr Vilhjálmsson (ingi@dv.is)
Umsjón helgarblaðs: Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir (ingibjorg@dv.is) Umsjón innblaðs: Kristjana Guðbrandsdóttir (kristjana@dv.is) Framkvæmdastjóri: Stefán T. Sigurðsson (sts@dv.is)
Sölu- og markaðsstjóri: Heiða B. Heiðarsdóttir (heida@dv.is) Hönnunarstjóri: Jón Ingi Stefánsson (joningi@dv.is) Umbrot: DV Prentun: Landsprent Dreifing: Árvakur DV á netinu: DV.is
F R J Á L S T, Ó H Á Ð D A G B L A Ð
Heimilisfang
Tryggvagötu 11
Hafnarhvoli, 2. hæð
101 Reykjavík
FRéTTASkoT
512 70 70 DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. Notkun á efni blaðsins er óheimil án samþykkis.
512 7000
512 7010
512 7080
512 7050
AÐALnúmeR
RiTSTJÓRn
ÁSkRiFTARSími
AuGLýSinGAR
16 25. janúar 2012 Miðvikudagur
Kjallari
Þorvaldur
Gylfason