Dagblaðið Vísir - DV - 30.01.2012, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 30.01.2012, Blaðsíða 12
V elferð starfsmanna er eitt- hvað sem kemur forsvars- mönnum Apple ekkert við. Það eina sem þeir hugsa um er að auka framleiðslu- getu og minnka framleiðslukostn- að.“ Þetta segir Kínverjinn Li Mingqi, sem þar til í apríl í fyrra starfaði í verk- smiðju Foxconn í borginni Chengdu í Kína. Fyrirtækið sér meðal ann- ars um að setja saman og framleiða vörur fyrir Apple, þar á meðal iPad- spjaldtölvurnar og iPhone-snjallsím- ana. Bandaríska blaðið The New York Times birti á dögunum ítarlega úttekt um aðbúnað starfsfólks í verksmiðj- um sem framleiða vörur fyrir Apple í Kína og er ljóst að þar er víða pott- ur brotinn. Greinin er meðal annars byggð á samtölum við núverandi og fyrrverandi starfsmenn í verksmiðj- um í Kína, fyrrverandi yfirmenn hjá Apple og samtökum sem berjast fyrir auknum réttindum starfsfólks í verk- smiðjunum. Slys og langar vaktir Foxconn er einn stærsti framleiðandi tæknivara í Kína en hjá fyrirtækinu starfa 1,2 milljónir manna. Útibúið í Chengdu er það stærsta. Fyrirtækið er aðeins eitt af fjölmörgum í Kína sem sér um að framleiða vörur fyrir Apple. Þeir starfsmenn Foxconn, núverandi og fyrrverandi, sem The New York Times ræddi við eru á einu máli um að aðbúnaður starfsfólks sé langt því frá að vera viðunandi; vinnutími sé langur, launin lág, öryggismál í lama- sessi og þá séu dæmi um að börn hafi unnið í verksmiðjum sem framleiða vörur fyrir Apple. Þá eru mörg dæmi um alvarleg slys og jafnvel dauðsföll í verksmiðjum sem vinna fyrir Apple. Þá hafa sjálfsvíg meðal starfsmanna verið tíð. Fyrir tveimur árum þurftu 137 starfsmenn að leita læknisaðstoðar eftir að þeim var skipað að nota stór- hættulegt efni til að hreinsa skjái sem notaðir eru í iPhone-snjallsímana. Í verksmiðju Foxconn í Chengdu varð öflug sprenging í maí í fyrra með þeim afleiðingum að fjórir létust og 77 slös- uðust. Þá tala starfsmenn um að þeir séu oft látnir vinna mjög langar vakt- ir – svo langar að fætur þeirra bólgna vegna þess hversu lengi þeir standa. Þeir eigi erfitt með gang á eftir. Á sama tíma skilar Apple met- hagnaði, en í síðustu viku tilkynntu forsvarsmenn fyrirtækisins að hagn- aðurinn á fjórða ársfjórðungi síðasta árs hefði numið 13 milljörðum dala. Flestum myndi bregða Apple er langt í frá eina stórfyrirtæk- ið sem nýtir sér þjónustu fyrirtækja í Kína. Þannig hafa fyrirtæki á borð við Dell, Hewlett-Packard, IBM, Lenovo, Motorola, Nokia, Sony og Toshiba komist í heimsfréttirnar vegna svip- aðra mála. Núverandi og fyrrverandi fram- kvæmdastjórar hjá Apple segja í sam- tali við The New York Times að fyrir- tækið hafi lagt sig fram við að bæta aðstæður fólks í verksmiðjunum í Kína á undanförnum árum. Ónafn- greindur heimildarmaður blaðsins innan Apple segir þó að ákveðin tog- streita ríki. Mikill vilji sé til að bæta aðstæður starfsfólks en kröfurnar sem gerðar eru um hagnað og fram- leiðslugetu geri það að verkum að hið fyrrnefnda sé látið sitja á hakanum. Þannig hefði þrettán milljarða dala hagnaðurinn á síðasta ársfjórðungi síðasta árs orðið mun hærri hefði framleiðslugetan verði meiri. Kröf- ur neytenda séu skýrar: þeir vilji ný „mögnuð“ raftæki á hverju ári. „Við höfum vitað af þessari vondu meðferð á starfsfólki í fjögur ár og þetta er ekkert að breytast,“ seg- ir heimildarmaðurinn sem starfaði sem yfirmaður hjá Apple. Hann, líkt og margir aðrir, gat ekki komið fram undir nafni vegna þagnarskyldu. „Og af hverju er þetta svona?“ spyr hann og bætir svo við: „Af því að þetta kerfi virkar. Þessi fyrirtæki sem um ræðir myndu breyta öllu strax á morgun ef forsvarsmenn Apple segðu þeim að þeir ættu engra annarra kosta völ.“ Apple hefur gefið það út að það muni hætta viðskiptum við þau fyrir- tæki sem brjóta á starfsfólki sínu. Fyrrverandi yfirmenn hjá Apple eru þó á öðru máli og segja að það sé bæði tímafrekt og kostnaðarsamt að finna ný fyrirtæki til að stunda við- skipti við. Foxconn búi til að mynda yfir mögnuðum tæknibúnaði sem skili ótrúlegum afköstum sem fá fyr- irtæki geta státað af. Þannig sé úti- lokað að Apple muni nokkurn tím- ann hætta viðskiptum við Foxconn komi upp vafaatriði í sambandi við aðbúnað starfsfólks. „Við erum virki- lega að reyna að laga þetta. Ég held samt að flestum eigendum iPhone myndi bregða ef þeir sæju hvaðan símarnir þeirra koma,“ segir fyrrver- andi yfirmaður hjá Apple. Neytendur hafa valið Fyrr í þessum mánuði gaf Apple út lista yfir þau 156 fyrirtæki sem fram- leiða vörur fyrirtækisins. Þetta var gert í kjölfar mikils þrýstings frá réttindasamtökum og fjölmiðlum, þar á meðal The New York Times. Í grein blaðsins er tekið fram að að- eins sé um að ræða fyrirtæki sem eru með viðskiptasamning við Apple, til dæmis Foxconn. Ekki eru birt nöfn 12 Erlent 30. janúar 2012 Mánudagur Búa til iPhone við ömurlegar aðstæður n Standa svo lengi að fæturnir bólgna n Apple skilar methagnaði á meðan „Ég held samt að flestum eigendum iPhone myndi bregða ef þeir sæju hvaðan símarnir þeirra koma. Einar Þór Sigurðsson blaðamaður skrifar einar@dv.is Hagnast um milljarða Á sama tíma og Apple græðir milljarða á milljarða ofan er fyrirtækið gagnrýnt harðlega fyrir aðbúnað starfsmanna í verksmiðjum sem framleiða vörur fyrir það. MyNd ReuteRS Lífið er vinna Þessir starfsmenn starfa í verksmiðju Foxconn í Chengdu. Þeir búa á eins konar heimavist við verksmiðjuna. Lítið rými Starfsmenn þurfa að sætta sig við að sofa margir í sama herberginu. Bílstjóri skólarútu fékk hjartaáfall: Bjargaði sam- nemendum Þó að Graceann Rumer sem er sautján ára hafi einungis fengið bílpróf fyrir tveimur vikum brást hún hárrétt við þegar bílstjóri skúlarútu, sem hún var farþegi í, fékk hjartaáfall undir stýri. Rútan var full af unglingum sem voru á leið heim úr skólanum en nem- endurnir stunda nám við Calvary Christian-skólann í Philadelphiu. Rútan var á talsverðum hraða þegar atvikið varð og mátti litlu muna að stórslys yrði þar sem lítið hefði þurft til að rútan lenti í árekstri eða endaði utan vegar. „Ég áttaði mig strax á því að ég þyrfti að gera eitthvað,“ segir Ru- mer við NBC-fréttastofuna. Í stað þess að fyllast skelfingu stökk hún til þegar hún sá bílstjórann skella í gólfið. Hún kippti í stýrið þar sem rútan stefndi á bíla sem komu á móti. Þar sem fætur bílstjórans voru skorðaðir fastir undir brem- supedalanum gat hún ekki stöðvað bifreiðina strax. Það gekk þó að lok- um og að svo búnu ók hún bifreið- inni í öruggt skjól og stöðvaði hana. „Ég panikkera yfirleitt þegar ég lendi í erfiðum aðstæðum en þetta gerði ég án þess að hugsa,“ segir hún. Rúmlega þrjátíu nemendur voru í rútunni þegar atvikið átti sér stað og slasaðist enginn þeirra. Bíl- stjórinn, Charles Duncan, lést hins vegar af völdum hjartaáfallsins. Sprungin dekk heyra sögunni til Forsvarsmenn dekkjaframleiðand- ans Bridgestone segja að fyrirtækið sé þessa dagana að vinna að þróun á nýrri og ansi magnaðri tegund dekkja. Um er að ræða dekk sem geta ekki sprungið enda eru þau loftlaus. Talsmaður fyrirtækisins segir í samtali við breska fjölmiðla að þróunin sé á byrjunarstigi en vonast sé eftir því að dekkin verði aðgengileg almenningi á næstu misserum. Hann segir að nýju dekkin séu mun umhverfisvænni en þau hefðbundnu og auk þess séu mun minni líkur á slysum. Á hverju ári verður fjöldi slysa, þar á meðal banaslysa, í umferðinni vegna dekkja sem springa fyrirvaralaust. Brunnu inni í meðferð Tuttugu og sex létust þegar eldur kom upp á meðferðarheim- ili fyrir áfengis- og vímuefna- sjúklinga í borginni Líma í Perú á sunnudag. Eldsupptök eru ókunn en samkvæmt AP-frétta- stofunni er talið að allt of margir sjúklingar hafi verið inni þegar eldurinn kom upp. Í ofanálag var meðferðarheimilið ekki með rekstrarleyfi. Heilbrigðisráðherra Perú sagði í samtali við fjölmiðla á sunnudag að erfiðlega hefði gengið að ná öllum út. Ástæðan hefði verið sú að sjúklingarnir hefðu verið læstir inni líkt og fangar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.