Dagblaðið Vísir - DV - 30.01.2012, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 30.01.2012, Blaðsíða 16
Sandkorn Í dag gefst almenningi í fyrsta sinn kostur á að sjá vitnalista í lands- dómsmálinu. Þarna er nokkur fjöldi einstaklinga sem hafa bein- línis hag af því að málið verði fellt niður og að þeir þurfi ekki að opin- bera óþægilega hluti úr fortíðinni. Og það nöturlega er að einhver vitnanna hafa það í hendi sér að málinu verði öllu vísað frá. Í stað þess að víkja af Alþingi þegar málið og tilvist þess er til umfjöllunar kjósa þessir einstak- lingar að beita áhrifum sínum. Það er skoðun stórs hluta almenn- ings á Íslandi að eðlilegt og sjálf- sagt sé að rétta yfir Geir Haarde í því skyni að varpa ljósi á hrunið og þátt stjórnvalda í því. Fæstir, sem hafa þá afstöðu að landsdómur eigi að vinna sitt verk, hafa þá eindregnu skoð- un að Geir sé sekur um glæp gegn þjóðinni. Fjölmargir telja að hann hafi verið handbendi fyrrverandi formanns Sjálfstæðisflokksins og í rauninni verið stýrt í flestum verkum. Hann hafi verið aukvisi og afglöp hans í starfi óviljaverk. Það er eðlilegt að landsdómur fái tækifæri til þess að kveða upp úr um þetta. Þá liggur ómetanlegt tækifæri í réttarhöldun- um til að varpa ljósi á hinn pólitíska þátt í hruninu. En það er viðkvæmt fyrir alla þá sem stigu dansinn á ár- unum fyrir hrun og vilja helst af öllu skrifa allan óþverrann á útrásarvík- inga. Öllum er ljóst að þeim stjórnmála- foringjum sem stóðu að alræmdri einkavæðingu bankanna og öllum þeim spillingarvef mun ekki verða stefnt fyrir landsdóm sem grunuð- um mönnum. Þeir eru sloppnir og meint brot gegn Íslendingum öllum eru fyrnd. En það má enginn gleyma verkum þeirra. Það má líka flestum vera ljóst að það var klúður Alþingis að láta ekki rétta yfir fleiri ráðherrum hrunstjórnar Geirs Haarde. En það þýðir ekkert um það að fást. Höfuð- paurinn er fyrir landsdómi þar sem heiðarlegir og réttsýnir dómarar ættu að fá tækifæri til að skera úr um sekt eða sýknu. Fari svo að hagsmunaaðilar á vitna- lista haldi áfram að beita áhrifum sín- um til þess að sleppa hinum grunaða verður að koma til pólitísks uppgjörs. Kjósendur á Íslandi verða að setja sér það markmið að hreinsa Ísland af stjórnmálamönnum sem haldnir eru siðblindu. Í sömu andrá og landsdóm- ur verður leystur upp af hagsmunaöfl- um hverfa vitnin inn í myrkur fortíðar. Þá verður þjóðin annaðhvort að tryggja að allir grunaðir stjórnmálamenn fái sér aðra vinnu eða stinga höfðinu í fen- ið og sætta sig við spillinguna. Páll á hnjánum n Harðorð grein Páls Magnús- sonar um Davíð Oddsson hefur vakið athygli margra, enda er Davíð sagt til syndanna á afdráttar- lausan hátt. En ljóst má þó vera að grein Páls sé þrátt fyrir allt ekki aðeins beint gegn Davíð. Hún er líka viðbrögð við nýrri stjórn RÚV, en í hana settist fyrir VG Björg Eva Erlendsdótt- ir, fyrrverandi fréttamaður, sem hefur verið lítt hrifin af Páli og stjórnarháttum hans í Efstaleiti. Glöggir menn á RÚV þykjast sjá í hendi sér að greinina gegn Davíð hafi Páll skrifað á hnjánum, ekki síst til að komast í náðina hjá Björgu Evu og kaupa sér grið. Sjálfstæður almannatengill n Fjölmiðlakonan fyrrver- andi Sigríður Dögg Auðuns- dóttir haslar sér nú völl sem sjálfstætt starfandi almanna- tengill. Sig- ríður vann á Fréttablaðinu áður en hún stofnaði hið skammlífa tímarit Krónikuna. Hún var svo aðstoðarritstjóri á DV áður en hún réð sig sem upplýsingafulltrúa Mosfells- bæjar árið 2008. Hún vék úr því starfi á dögunum og nú tekur hún að sér að leiðbeina fólki og fyrirtækjum undir nafninu SDA ráðgjöf. Sigríður fetar þar með í fótspor fjölda fyrrverandi blaðamanna sem gerast almannatenglar. Ef þau þora n Kjartan Valgarðsson, foringi Samfylkingarinnar í Reykja- vík, hefur aldeilis hrist upp í Samfylkingunni að undan- förnu. Mikið hefur verið um úrsagnir úr flokknum vegna landsdómsmálsins en fjórir þingmenn Samfylkingar studdu ekki frávísun á mál- inu. DV birti rökstuðning úr nokkrum úrsagnarbréf- um sem olli titringi innaf- lokks. Eyjan segir vantraust á Kjartan vera í vinnslu – það kannast enginn við. Kjartan er hinn brattasti og á að hafa sagt: „Komi þau bara ef þau þora.“ Teboð Ingibjargar n DV greindi frá því að Ingi- björg Sólrún Gísladóttir, fyrr- verandi formaður flokksins, hefði sagt sig úr félagi Sam- fylkingar í Reykjavík eftir að tilkynnt var að Jón Baldvin Hanni- balsson ætti að stýra námskeiði um rann- sóknarskýrsluna. Þetta til við- bótar máli fjórmenninganna í landsdómsmálinu er sagt hafa klofið flokkinn. Ekki fall- ast allir á klofninginn og eru uppi raddir um að þetta sé stormur í tebolla. Einhugur sé í flokknum að frátöldu því klofningsbroti sem menn kalla „teboð Ingibjargar“. Hann stýrði öllu sjálfur Til þess er ætlast Gunnar Cauthery heillaðist af Steven Spielberg. – DV Steingrímur J. segist munu fórna sér fyrir Ísland á meðan kraftarnir endast. – DV Vitnin þagna Leiðari Reynir Traustason rt@dv.is „Höfuð- paurinn er fyrir landsdómi H vað líður fyrirheitum um pers- ónukjör? Spurningin gerist áleitin nú þegar stjórnmála- stéttin spólar í flokkadráttum, svikabrigslum og píslarvætti. Er eitt- hvað að fólkinu eða er eitthvað að kerfinu? Undirritaðir hallast fremur að því síðarnefnda og nota það sem út- gangspunkt hér. Lengi hefur verið kennt að starf stjórnmálaflokka sé hornsteinn lýð- ræðis. Það er t.a.m. haft til marks um alvarlegan skort á lýðræði ef starf- semi stjórnmálaflokka er bönnuð eða hamlað á einhvern hátt. Á Vesturlönd- um eru stjórnmálaflokkar þó hnign- andi stofnanir. Þeir njóta æ minna trausts og æ færri sýna áhuga á að starfa innan þeirra. Á Íslandi er þessi tilhneiging mjög greinileg og kemur m.a. fram í því mikla vantrausti sem ríkir í garð Alþingis. Þetta er býsna mikil þverstæða því á Alþingi sitja jú fulltrúar fólksins, kjörnir beinni kosningu af landsmönnum. Hugtökin „fjórflokkurinn“ og „stjórnmálastétt- in“, tiltölulega nýkomin inn í orða- forðann, lýsa vel algengu viðhorfi til stjórnmálaflokka. Þar sé einfaldlega á ferðinni þjóðfélagshópur sem villi á sér heimildir og fari sínu fram að vild. Gæta eigin hagsmuna Stjórnmálaflokkar eru myndaðir utan um málefni og hugsjónir en virðast hafa eindregna tilhneigingu til að úr- kynjast. Úr verða gjarna einhvers konar hagsmunaklíkur, sem annars vegar gæta sérhagsmuna, þá iðulega fjársterkra einkavina og þjóðfélags- hópa (sem þá gjarna þakka fyrir sig með höfðinglegum fjárframlögum) og hins vegar gæta stjórnmálaflokkar einfaldlega eigin hagsmuna. Stjórn- málaflokkar starfa að miklu leyti fyrir sig sjálfa og sína skjólstæðinga, flokks- gæðingana. Flokkurinn er uppspretta fjölþættra gæða sem þeir eru njótend- ur að, hann veitir þeim skjól, viður- væri og sess í samfélaginu. Flokks- hagsmunir ríkja því ofar öðru, ofar hagsmunum samfélagsins í heild. Ein helsta aðferð flokksgæðingsins til að sanna hollustu sína við flokkinn er svo að sparka í punginn á næsta flokki hvenær sem færi gefst. Úr þessu öllu verður e.k. hlutverka- leikur, leikrit þar sem framvindan lýt- ur nánast fyrirfram skrifuðu handriti. Litlu máli skiptir það sem andstæð- ingurinn segir, á það er ekki hlustað, það sem gildir er að snúa út úr fyrir honum. Þannig hefur orðið til marg- umrædd umræðuhefð og stjórnmála- menning sem íslenskt samfélag er svo þjakað af. Samfélagið er snuðað um upplýsta umræðu og skoðanaskipti. Stjórnmálin markast um of af því sem við þekkjum svo vel í dag, rifrildi og skítkasti. Starf stjórnlagaráðs fór vel fram Við segjum að ástand þetta sé bein afleiðing þess að stjórnmálastarf fer allt meira og minna fram í gegnum stjórnmálaflokka. Við segjum líka að nóg sé komið og tímabært sé að gera róttækar breytingar. Við teljum að persónukjör geti orðið afgerandi liður í slíkum breytingum. Hér er rétt að halda til haga að fyrsta og eina tilraun til persónukjörs á landsvísu, kosning- in til stjórnlagaþings haustið 2010, gaf vísbendingar um árangur af stjórn- málastarfi utan stjórnmálaflokka. Fæstir hinna rösklega 520 frambjóð- enda komu þar að sem fulltrúar ein- hvers stjórnmálaflokks og líklega eng- inn þeirra 25 sem náðu kjöri leit á sig sem slíkan fulltrúa. Ekki verður annað séð en að starf stjórnlagaráðsins hafi farið vel fram. Landsmenn sáu loksins kjörna samkomu starfa eins og full- orðnu fólki sæmir. Mikilvægast er að hefðbundnu pólitísku skítkasti var út- hýst. Fulltrúar komu að verki með sína sannfæringu og hugmyndir. Þeir virð- ast hafa leitað sátta um ágreinings- mál og náð mjög viðunandi árangri, á tilsettum tíma, á formi tillögu að nýrri stjórnarskrá fyrir lýðveldið Ísland. Að þessu sögðu vilja undirritaðir endurtaka spurninguna sem grein þessi hófst á. Hvað líður fyrirheitum um persónukjör sem kveðið er á um í stjórnarsáttmála núverandi ríkis- stjórnar? Eru einhverjar líkur á að á yfirstandandi Alþingi, að mestu skip- uðu skjólstæðingum fjórflokksins, verði lagt fram frumvarp, hvað þá að slíkt frumvarp verði samþykkt, sem kollvarpar valdi flokkanna yfir stjórn- málastarfi í landinu? Það verður að teljast harla ólíklegt. Ef þetta þjóð- þrifamál er þannig í gíslingu fjór- flokksins, þá er úr vöndu að ráða. Lýðræðissinnar, hvar sem þeir standa í litrófi samfélagsins, þurfa þá að taka sig saman um að koma á breyttum háttum. Nánar um það síðar. Stjórnmál utan flokka Útgáfufélag: DV ehf. Stjórnarformaður: Lilja Skaftadóttir Ritstjórar: Jón Trausti Reynisson (jontrausti@dv.is) og Reynir Traustason (rt@dv.is) Fréttastjóri: Ingi Freyr Vilhjálmsson (ingi@dv.is) Umsjón helgarblaðs: Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir (ingibjorg@dv.is) Umsjón innblaðs: Kristjana Guðbrandsdóttir (kristjana@dv.is) Framkvæmdastjóri: Stefán T. Sigurðsson (sts@dv.is) Sölu- og markaðsstjóri: Heiða B. Heiðarsdóttir (heida@dv.is) Hönnunarstjóri: Jón Ingi Stefánsson (joningi@dv.is) Umbrot: DV Prentun: Landsprent Dreifing: Árvakur DV á netinu: DV.is F R J Á L S T, Ó H Á Ð D A G B L A Ð Heimilisfang Tryggvagötu 11 Hafnarhvoli, 2. hæð 101 Reykjavík FRéTTASkoT 512 70 70 DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. Notkun á efni blaðsins er óheimil án samþykkis. 512 7000 512 7010 512 7080 512 7050 AÐALnúmeR RiTSTJÓRn ÁSkRiFTARSími AuGLýSinGAR 16 30. janúar 2012 Mánudagur Aðsent Björn Guðbrandur Jónsson umhverfisfræðingur Sigurður Hr. Sigurðsson kvikmyndagerðarmaður „Stjórnmálin mark- ast um of af því sem við þekkjum svo vel í dag, rifrildi og skítkasti.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.