Dagblaðið Vísir - DV - 30.01.2012, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 30.01.2012, Blaðsíða 14
E ld sn ey ti Bensín Dísilolía Algengt verð 242,7 kr. 253,6 kr. Algengt verð 242,5 kr. 253,4 kr. Höfuðborgarsv. 242,4 kr. 253,3 kr. Algengt verð 242,7 kr. 253,6 kr. Algengt verð 244,5 kr. 253,6 kr. Melabraut 242,5 kr. 253,4 kr. 14 Neytendur 30. janúar 2012 Mánudagur Hraðþjónusta á hamborgurum n Lofið fær Úrilla górillan á Stór- höfða en ánægður viðskiptavinur sendi eftirfarandi: „Úrilla górillan fær mitt hrós en þetta er æðis- legur og flottur sportbar. Ham- borgararnir þar eru safa- ríkir og gómsætir og þar er virkileg hraðþjónusta. Auk þess er þar fullt af stórum sjónvörpum og þar er hægt að hafa gaman og eiga góða stund.“ Fyrningardag- setning á lausu loki n Lastið fær Mjólkursamsalan en kona ein lét vita af óánægju sinni með dagsetningamerkingar á vörum MS. „Nú eru komnar nýjar umbúðir um drykkjarskyr frá MS og mér finnst að merkingar mættu vera betri. Síðasti neyslu- dagur er merktur á loki sem er á skyrinu. Þetta plastlok er hins vegar laust ofan á og því auðvelt að taka það af og skipta lokum. Þetta gæti hæglega leitt til þess að verslanir geta skipt um lok og sett á eldra skyr sem er jafnvel útrunnið. Þetta er ekki nógu gott fyrir neytendur,“ segir konan. Björn S. Gunnarsson, vöruþró- unarstjóri Mjólkursamsölunnar, segir að málið verði skoðað og hann muni athuga hvort þetta sé eitthvað sem þau geti gert bragarbót á. „Við erum með einn bleksprautuprentara og lokið er þægilegasti flöturinn til að prenta dagsetninguna á. Þetta er því aðeins tæknilega erfitt að breyta. Það er hins vegar hægt að prenta á dósina sjálfa en þá þyrfti að búa til pláss á henni allan hringinn þar sem dósirnar snúast á bandinu. Það mætti ekki vera neitt merki eða myndir á þeim stað. Það er þó alveg sjálfsagt að skoða þetta og reyna að bæta þetta,“ segir Björn. SENDIÐ LOF EÐA LAST Á NEYTENDUR@DV.IS Lof&Last Þ að þarf oft ekki mikið til að breyta venjum í matargerð og innkaupum. Mörgum finnst það óyfirstíganlegt að breyta matarvenjum en vefur danska blaðsins Politiken gef- ur 10 góð ráð sem gera þessa breyt- ingu á innkaupunum og matargerð- inni auðveldari. Nú er sá tími árs sem margir horfa í budduna og reyna að vera sparsamir og hagsýnir. Anne Mar- ie Fogh Larsen, sem kennir mat- reiðslu og verðvitund við Suhr’s- matreiðsluskólann, segir að það sé vel hægt að gera tveggja vikna matarplan en ókostirnir séu þeir að fljótlega fer fólki að finnast það of bundið við það sem ákveðið var í upphafi. Löngunin til að halda planinu hverfur og á endanum hættir maður að fylgja því. Hún seg- ir að það megi líkja því við megrun- arkúra og áramótaheit. Það sé því mikilvægt að búa til plan sem fellur að takti og matarvenjum fjölskyld- unnar. Hún ráðleggur fólki að byrja smátt, taka eitt skref í einu, í stað þess að gera meiriháttar breytingar í byrjun. Matarplan sem virkar n 10 ráð til að gera matarplan og halda því 1 Fáðu alla fjölskylduna meðByrjaðu á því að kynna þetta sem fjöl- skylduverkefni og ekki eitthvað sem einungis foreldrarnir bera ábyrgð á. Börnin geta vel tekið þátt í skipulaginu og matargerðinni. Þetta er ekki flókið og börnunum finnst þetta skemmtilegt. 2 Búðu til listaKvöldmaturinn er sú máltíð sem þarf hvað mesta skipulagningu en það þarf þó einnig að skipuleggja aðrar máltíðir dagsins. Anne Marie segir að þá sé gott að skipuleggja hverja máltíð fyrir sig og fá þannig yfirlit yfir það sem þarf að kaupa. Þá þarf að vera með á hreinu hvað skal borða í morgunmat, hve mörg nestisbox þarf að útbúa. Hve mikið á að kaupa af grænmeti og ávöxtum og hve mikil mjólk er drukkin á heimilinu. Það þarf að búa til innkaupalista með undirstöðuinnkaupum og gott er að hengja hann á ísskápinn eða þar sem hann er alltaf við höndina. 3 Skiptist á hugmyndumFáðu alla í fjölskyldunni til að koma með hugmyndir að máltíðum og innkaupum. Þá er gott að setja upp lista yfir uppáhalds- mat fjölskyldumeðlima og nota það sem innblástur í innkaupum. 4 Leggðu mat á vikunaEngar tvær vikur eru eins og hreint ekki hjá fjölskyldum þar sem allir stunda íþróttir eða aðrar tómstundir. Eins þurfa foreldrar oft að mæta á fundi eða annað sem gerir það að verkum að þeir komast ekki í mat. Það er því gott ráð að setjast niður og fara yfir komandi viku til að sjá við hve margar máltíðir allir eru á staðnum. Ef við erum með það á hreinu hve margar máltíðir í vikunni allir eru í mat og skrifum það niður verður mun einfaldara að plana máltíðirnar. Það er því mikilvægt að huga að þessu í tíma og finna út hvaða dagar henta betur til tímafrekari matargerðar en aðrir. 5 Fjölbreytni mikilvægÞegar vikan er plönuð er vel hægt að ákveða að einu sinni í vikunni verður fiskur á boðstólum, annan daginn verður grænmetisréttur og einu sinni til tvisvar verður kjöt. 6 Skapandi matardagar Anne Marie leggur til að hafa einn dag í viku án þess að fylgja matar- planinu. Það þýði þó ekki að sleppa megi matargerðinni alveg. Þá eigi ekki að kaupa neitt heldur nota afganga og það sem til er. Í stað þess að hugsa hvaða rétt þið ætlið að elda skuluð þið skoða hvað þið eigið og nota það sem hráefni. Það er góð æfing í að nota afganga og hreinsa til í skápunum. Þar að auki sparar maður peninga sem má nota í innkaup næstu daga á eftir. Þá er hægt að kaupa aðeins fínna kjöt eða meira af lífrænum matvælum. Þar fyrir utan skapar það góða stemningu í fjölskyldunni að finna lausn á matseldinni í sameiningu. 7 Borðaðu eftir árstíðumEf við borðum þau matvæli sem eru til á hverjum árstíma verður ósjálfrátt breytileiki í eldamennskunni og við notum hollar hrávörur. Ef þú ert í vafa um hvaða hráefni tilheyrir hverri árstíð er gott að skoða tilboðsbæklinga verslananna. 8 Eldaðu aðeins aukalegaÞað er gott ráð að elda aukalega þá daga sem þú hefur góðan tíma. Afgang- ana má nota næstu daga á eftir og sér í lagi þá daga sem fáir eru í mat. 9 Farðu reglulega í búðinaÞað getur virst vera góð hugmynd að taka einn dag í að kaupa inn fyrir vikuna. Kostir þess geta þó orðið að engu ef þú missir yfirsýn yfir hvað er til í skápunum heima eða ef þú þarft að endurskipuleggja matar- planið vegna óviðráðanlegra aðstæðna. Ef þú átt grunnmatvælin er í lagi að fara út í búð tvisvar í viku og kaupa í kvöldmatinn. Kosturinn er einnig sá að með því fær maður ferskari matvæli. 10 Njóttu matargerðarinnarGóðar fyrirætlanir um að gera matarplan geta orðið að engu ef við drekkjum okkur í listum og skipulagi. Þá er til- gangurinn horfinn. Lykillinn að góðu og vel heppnuðu matarplani er að það sé skemmti- legt að fylgja því. Það er ekki nauðsynlegt að fjölskyldan búi til mat saman á hverjum einasta degi og nokkrir dagar í viku ættu að duga. Það er þó góð regla að þegar allir safnast saman til að elda mat sé það góð samverustund fyrir alla. Hægt og rólega fer fjölskyldan að ná tökum á þessu saman og þetta verður rútína. Á endanum mun öllum þykja gaman að elda mat. Gunnhildur Steinarsdóttir blaðamaður skrifar gunnhildur@dv.is Fjölskyldumáltíð Mikilvægt er að kynna matarplanið sem fjölskylduverk- efni. MYND PhOTOS.cOM

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.