Dagblaðið Vísir - DV - 30.01.2012, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 30.01.2012, Blaðsíða 17
Dómstóll götunnar Glamúrinn við útlandið var fljótur að fölna Ég var mjög veik Manuela Ósk Harðardóttir fékk heimþrá og flutti aftur til Íslands. – FréttablaðiðFórnarlamb mansals sem fór í fóstureyðingu áður en hún var seld til Íslands. – DV Yfir og út, fjórflokkur, þú ert afstyrmi „Rigning, ég þoli ekki snjó og þetta er orðið gott.“ Aldís Ásgeirsdóttir 19 ára nemi „Rigning, ég kemst ekkert í þessum snjó.“ Rúna Helgadóttir 20 nemi „Rigning, ekki spurning. Ég er komin með nóg af kuldanum og veseni með bílinn á morgnana.“ Ágúst Bent Jensson 30 ára rafvirki „Snjór! Það er miklu fallegra og skemmtilegra.“ Jón Helgi Jónsson 26 ára rafvirki „Pottþétt snjór. Ég ólst upp fyrir norðan þar sem er almennilegur snjór. Þetta er ekkert.“ Guðmundur Kjartansson 22 ára bílstjóri hjá Ölgerðinni Snjór eða rigning? Vitnalistinn: Skandall F yrst var það eins og klíkuskapur, svo var það eins og náungakær- leikur, þvínæst sparnaður og síðan var það eins og mannrétt- indabarátta. En nú er það loksins kom- ið í ljós hvers vegna sjálfstæðismenn og ráðherrar Samfylkingarinnar vilja koma í veg fyrir að landsdómur rétti yfir Geir Haarde. Jóhanna Sigurðardóttir vildi ekki ákæra neinn til landsdóms. Hún er á vitnalista ákæruvaldsins. Össur Skarp- héðinsson vildi engan ákæra og virð- ist vilja afturkalla dómsmálið. Enda er hann á vitnalista ákæruvaldsins. Tryggvi Þór Herbertsson vill afturkalla málið gegn Geir. Hann er á vitnalistan- um. Hann var efnahagsráðgjafi ríkis- stjórnarinnar. Ingibjörg Sólrún Gísla- dóttir er algerlega andsnúin þessu máli. Hún er á vitnalistanum. Allir helstu bankastjórar landsins, stjórnmálamenn og embættismenn munu þurfa að bera vitni fyrir lands- dómi. Við munum fá að heyra hvernig fólk stóð sig, hvort sem það er Jóhanna, Davíð Oddsson, Össur, Tryggvi Þór eða aðrir. Alltof margt mun koma fram í þessum réttarhöldum! Þetta mál er skandall. Það mun bara rugla fókus þjóðarinnar frá því að koma hjólum atvinnulífsins í gang. Auðvitað á að hætta við þessa aðför að Geir, enda mun þetta valda óþarfa afhjúpun á störfum allra sem báru ábyrgð í íslenska hruninu. Þetta kostar of mikið, þetta er mannréttindabrot! Þetta er ógeð- fellt og til ævarandi skammar! Þetta mun koma upp um alla! Svo vitnað sé í Bjarna Benediktsson, formann Sjálf- stæðisflokksins: „Mér blöskrar þessi að- för og ég stend heilshugar á bakvið þig í þessu máli. Og það gerir líka hver einasti þingmaður Sjálfstæðisflokks- ins, Geir. Það gerir hver einasti sveitar- stjórnarmaður Sjálfstæðisflokksins og ég veit, og þú heyrir, að ég tala fyrir hönd allra þeirra sem eru hér inni, Geir. Og ég tala fyrir hönd þúsunda Íslend- inga, þegar ég segi við þig: Við stöndum öll með þér.“ Svarthöfði S ú ákvörðun þings að endurskoða málssókn á hendur Geir Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, hef- ur þrátt fyrir allt verið upplýsandi. Darraðardansinn var ekki tilviljana- kennd rassaköst heldur fyrirséður og leiddi eitt af öðru. Tillaga Bjarna Benediktssonar um afturköllun saksóknar á hendur Geir Haarde inniber að enginn ráðherra hrunsins verður sóttur til saka. Sam- kvæmt 14. grein stjórnarskrárinnar bera ráðherrar þó ábyrgð á stjórnarfram- kvæmdum öllum og ráðherraábyrgð er ákveðin með lögum. Alþingi getur kært ráðherra fyrir embættisrekstur þeirra. Landsdómur dæmir þau mál. Alþingi var búið að fjalla um mál hrunráðherr- anna fjögurra sem undir voru og ákvað að ákæra einn. Sú niðurstaða er vissu- lega hörmung og segir okkur þetta: 14. grein stjórnarskrárinnar er ónýt, Alþingi á ekki að hafa ákæruvald yfir sjálfu sér. 14. greinin segir á hinn bóginn ekkert um heimild Alþingis til að breyta niður- stöðu sinni en 29. grein stjórnarskrár- innar heimilar forseta að fella niður saksókn séu ríkar ástæður til. Hann get- ur náðað menn og veitt almenna sakar- uppgjöf. Ráðherra getur hann þó eigi leyst undan saksókn né refsingu, sem landsdómur hefur dæmt, nema með samþykki Alþingis. Þessi síðasta setning er tvíátta því hún segir að forseti geti leyst ráðherra undan saksókn ef Alþingi er því samþykkt. Sem hlýtur að túlkast á þann veg að Alþingi geti afturkallað saksókn og gripið þannig fram fyrir hendurnar á dómsvaldinu. Það gengur hinsvegar í berhögg við 2. grein stjórn- arskrárinnar sem fjallar um þrískiptingu valds. Þar er skýrt kveðið á um að dóm- endur fari með dómsvaldið. Hér er því firnagott lögfræðingafóður í boði. Valkosti eins og þessa nýta stjórn- málamenn til hins ýtrasta eins og lands- menn hafa orðið vitni að. Flokkslínur og hagsmunir ráða för þingmanna og er kallað sannfæring. Í Samfylkingunni greiddu hrunráðherrar með þeim kosti sem lágmarkar eigin óþægindi en ekki með hagsmunum þjóðarinnar. Vinstri- grænir eru höfuðlaus her og greiði einn með greiðir annar á móti, heildarsýnin er engin og kjósendur flokksins klóra sér í hausnum. Framsókn og Sjálf- stæðisflokkur hafa hingað til ekki sýnt mikinn áhuga á uppgjöri hrunsins og afstaða þeirra að vonum. Fjarvera þing- manna inniber líka skilaboð til kjós- enda. Samantekið er þetta svona: Sjálf- stæðisflokkur vill komast hjá réttar- höldum sem opinbera alvöru grínsins í áramótaskaupinu, Framsóknarflokkur er á sama báti, Samfylkingin brestur vegna fyrrverandi hrunráðherra sem vilja bjarga eigin skinni og flokkur vinstri-grænna er sem fyrr, hrár og soð- inn. Á þetta pallborð góna kjósendur og hljóta að gera sér grein fyrir því eina rétta: Yfir og út, fjórflokkur, þú ert af- styrmi! Hláka Slökkviliðsmenn á höfuðborgarsvæðinu höfðu í nógu að snúast um helgina enda kom loksins rigning eftir harða vetrartíð dagana á undan. Þetta gerði það að verkum að niðurföll höfðu vart undan og olli vatnselgurinn óskunda víða í borginni, meðal annars á gatnamótum Vesturgötu og Tryggvagötu þar sem þessi mynd er tekin. Mynd Eyþór ÁrnasonMyndin Umræða 17Mánudagur 30. janúar 2012 Ég brotnaði allur í mél Guðmundur Felix Grétarsson man eftir þegar hann fékk raflost. – DV Kjallari Lýður Árnason „Flokkslínur og hagsmunir ráða för þingmanna og er kall- að sannfæring. Mest lesið á DV.is 1 Dómari Davíðs Ólafur Börkur Þorvaldsson, náfrændi Davíðs Odds- sonar vinar Baldurs Guðlaugssonar, mun dæma í máli Baldurs í Hæstarétti. 2 „Aðeins einu sinni tekið svefntöflu“ Steingrímur J. lætur álagið ekki ná tökum á sér og á auðvelt með að sofna eftir erfiða vinnudaga. 3 Danir mæta Serbum Danir og Serbar mættust í úrslitaleik EM í hand- bolta á sunnudag. 4 Ísland fékk draumadrátt í umspili fyrir HM 2013 Íslendingar mæta Hollendingum í umspili fyrir HM 2013. Holland er ekki hátt skrifuð handboltaþjóð. 5 Töfrasveppir gætu verið notaðir fyrir þunglyndismeð- ferðir Breskir vísindamenn segja rannsóknir gefa góð fyrirheit. 6 Hjó mann til bana – át auga hans og heila 35 ára karlmaður frá Connecticut í Bandaríkjunum er grunaður um hrottafengið morð. 7 Líkamsárás á Akureyri Karl-maður fékk að gista fangageymslur lögreglunnar á Akureyri eftir að hann sló annan mann fyrir utan skemmtistað í bænum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.