Dagblaðið Vísir - DV - 30.01.2012, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 30.01.2012, Blaðsíða 25
Fólk 25Mánudagur 30. janúar 2012 H ertogaynjan af Cambrigde birtist á forsíðu nýjasta tölublaðs tímarits bresku skátahreyfingarinnar, Scouting. Hingað til hefur Kate Middleton birst í tímaritum sem kenna sig við tísku og glamúr en samkvæmt ónefndri vinkonu hertogaynjunnar hefur Kate ákveð- ið að vinna sjálfboðastarf með skát- unum. „Hluti af starfi hennar sem sjálfboðaliði er að vinna með þeim sem fá gjarnan litla athygli. Skátarnir vonast til þess að þátttaka hennar innan hreyfingarinnar eigi eftir að vekja athygli á starfinu.“ Skátahreyf- ingin er ein af fimm góðgerðastofn- unum sem Kate hefur valið sér en sjálfboðastarf er partur af konung- legum skyldum hennar. Þ að er allt búið á milli Drew Carey og Nicole Jaracz. Sjónvarpsmaðurinn vin- sæli og unnusta hans hafa bundið enda á fimm ára samband sitt. „Hann og Nicole eru ennþá í góðum samskiptum og elska og hrífast enn af hvort öðru,“ sagði fjölmiðlafulltrúi Careys í tilkynn- ingu. „Hann mun áfram vera hluti af lífi sonar síns,“ staðfestir fulltrú- inn í sömu tilkynningu. Drew Carey, sem er 53 ára, og Nicole Jaracz trúlofuðu sig í októ- ber árið 2007. Á þeim tíma var Jaracz nýútskrifuð úr matreiðslu- skóla. „Þau eru bæði hamingju- söm og spennt yfir framtíð sinni saman,“ sagði fjölmiðlafulltrú- inn þá. Aldrei var þó tilkynnt um neinn brúðkaupsdag og núna ligg- ur alveg ljóst fyrir að ekki verður af brúðkaupi. Ekki er hægt að segja annað en að líf þeirra hafi breyst umtalsvert síðan þau tóku saman en meðal annars má nefna að Carey léttist um 40 kíló og tók við nýjum sjón- varpsþætti. Þau eiga saman sex ára son sem heitir Connor. n Kate Middleton á forsíðu Scouting Styrkir skátana Á forsíðu tímarits skáta Hertogaynjan hefur valið að beina kröftum sínum að skátunum. Falleg hjón Kate og Vil- hjálmur glæsileg að vanda. Prinsessa Hluti af konunglegum skyldum eru störf við góðgerðamál. Drew Carey skilinn n Segjast enn elska hvort annað Áttburaafmæli! Áttburamamman Nadya Su- leman hélt upp á þriggja ára afmæli áttburanna sinna á fimmtudag. Afmælisveislan var eins og gefur að skilja fjölmenn þrátt fyrir að aðeins nánasta fjölskylda hafi verið á svæðinu. Áttburarnir hennar, Noah, Maliyah, Isaiah, Nariah, Makai, Josiah, Jeremiah og Jonah, virtust skemmta sér vel en auk þeirra voru í afmælis- veislunni hin börnin hennar sex, Elijah Makai, Amerah Yasmeen, Jos- hua Jacob, Aiden, Calyssa Airelle og Caleb Kai. Suleman fór með börnin á veit- ingastað þar sem þau fengu pítsu og fengu að leika sér í tækjunum í saln- um. Paparazzi-ljósmyndarar létu sig að sjálfsögðu ekki vanta í afmælis- veisluna og mynduðu herlegheitin. Voru hamingjusöm Ekki var hægt að sjá annað en að Carey og Jaracz væru hamingjusöm þegar þau tilkynntu um trúlofun sína árið 2007. Á fjórtán börn Áttburamamman á í heildina fjórtán börn og voru þau öll í afmælisveislunni. Verkstæði - Varahlutir - Smurþjónusta - Metan ísetningar www.birkiaska.is Minnistöflur Bætir skammtímaminnið. Nýtist fólki sem er undir álagi og fæst við flókin verkefni. Hentar vel fyrir eldri borgara, lesblinda og nemendur í prófum. Dregur úr streitu, eykur ró og bætir skap. www.birkiaska.is Birkilauf (Betulic) hefur góð áhrif á bæði vökvajafnvægi líkamans og húð, örvar starfsemi nýrna og þvagfæra. Hraðar efnaskiptum og losar vatn úr líkamanum, dregur úr bólgum og afeitrar líkamann (detox). Birkilaufstöflur Endurnærir og hreinsar ristilinn Í boði eru 60-150 töflu skammtar + Betr i apotekin og Maður l i fandi www.sologhei lsa. is OXYTARM Sól og heilsa ehf 30 = Losnið við hættulega kviðfitu og komið maganum í lag með því að nota náttúrulyfin Oxytarm og 30 days saman120 töflu skammtur days detox www.birkiaska.is Bodyflex Strong vinnur gegn stirðleika og verkjum í liðamótum og styrkir heilbrigði burðarvefja líkamans. 2 hylki tvisvar á dag í tíu daga. Síðan er hægt að minnka skammt í 2 hylki á dag. Inniheldur hvorki laktósa, ger, glúten né sætuefni. Bodyflex Strong

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.