Dagblaðið Vísir - DV - 30.01.2012, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 30.01.2012, Blaðsíða 13
Erlent 13Mánudagur 30. janúar 2012 Lai Xiaodong, 22 ára, flutti til Chengdu í desember 2010 eftir að hann fékk vinnu í verksmiðju Foxconn. Skömmu áður hafði Xiadong kynnst myndarlegri stúlku sem stundaði nám í hjúkrunarfræði. Þau hófu fljótlega samband og ákváðu að gifta sig og kaupa íbúð. Til að það gæti gerst þurfti Xiaodong á peningum að halda og ákvað hann því að flytja til Chengdu og leggja hart að sér til að geta látið drauminn rætast – og að fá þann heiður að vinna við að búa til nýjustu vörur Apple. Það fyrsta sem Xiadong tók eftir í verksmiðjunni voru gríðarsterk ljósin í verksmiðjusalnum. Þarna var aldrei myrkur enda var unnið á vöktum allan sólarhringinn. Á veggjum verksmiðjunnar var að finna skilti sem á stóð: „Leggðu hart að þér í vinnunni í dag eða leggðu hart að þér við að finna nýja vinnu á morgun.“ Xiadong vann yfirleitt í tólf klukkustundir á dag, sex daga vikunnar, við að gera við vélar. Hann fékk sem samsvarar 2.700 krónum á dag í laun, meira en margir aðrir vegna þess að hann hafði lokið miðskólanámi. Þegar vinnudeginum lauk fór hann heim í litla herbergið sem hann leigði og spilaði nettölvuleikinn Fight the Landlord, að sögn unnustu hans, Luo Xiaohong. Aðstæður hans voru betri en hjá öðrum starfsmönnum en dæmi eru um að allt að tuttugu starfsmenn hafi búið saman í lítilli þriggja herbergja íbúð sem fyrirtækið útvegaði gegn gjaldi. Dag einn í maí í fyrra varð hörmulegt slys í verksmiðjunni og var Xiadong einn fjögurra sem létu lífið. Kærasta hans heimsótti hann á sjúkrahúsið eftir slysið. Nær allur líkami hans var brunninn og þurfi Xiadong að játa sig sigraðan tveimur dögum eftir slysið. Foxconn greiddi fjölskyldu hans bætur eftir slysið, upphæð sem samsvarar rúmum átján milljónum króna. Rannsókn leiddi í ljós að álryk, sem er mjög eldfimt, olli slysinu. Starfs- menn höfðu vart undan við að pússa álbakið á iPad-spjaldtölvunum en við það myndaðist rykið sem síðar olli sprengingunni. 77 slösuðust. „Ef það væri mjög erfitt að eiga við álryk myndi ég skilja að slys gætu orðið. En veistu hversu auðvelt er að stjórna þessu? Það kallast loftræsting. Við leystum þetta vandamál fyrir mörgum öldum,“ segir Nicholas Ashford, sérfræðingur í öryggismálum sem starfar við MIT-háskólann í Massachussetts við The New York Times. Móðir Xiadongs segir að hún hafi í raun aldrei fengið almennilegar skýringar á því hvers vegna sonur hennar lést. „Við erum ekki viss af hverju hann lést. Við skiljum ekki hvað gerðist.“ Búa til iPhone við ömurlegar aðstæður Draumurinn varð að martröð Foxconn Xiadong fékk vinnu hjá Fox- conn. Fyrir tólf klukkustunda vinnudag fékk hann sem sam- svarar 2.700 krónum. þeirra hundraða fyrirtækja sem eru undirverktakar fyrirtækja á borð við Foxconn og vinna óbeint fyrir Apple. Þá virðist mikil leynd hvíla yfir því hvar þessi 156 fyrirtæki eru nákvæm- lega og vilja forsvarsmenn Apple ekki gefa það upp. Og forsvarsmönnum réttindasamtaka hefur ítrekað verið vísað á dyr þegar þeir hafa heimsótt umrædd fyrirtæki. „Hér er mikil leynd sem hvílir yfir öllu,“ segir fyrrverandi yfirmaður hjá Apple og bætir við að í raun sé ótrú- legt hversu litlar kröfur eru gerðar til fyrirtækisins um úrbætur. Hreint á yfirborðinu Apple er eitt dáðasta vörumerki Bandaríkjanna. The New York Times gerði könnun meðal lesenda í nóvember um viðhorf til fyrirtæk- isins. 56 prósent aðspurðra sögð- ust ekki geta fundið neitt neikvætt að segja um Apple. Fjórtán prósent sögðu að vörur fyrirtækisins væru of dýrar á meðan einungis tvö prósent nefndu slæman aðbúnað starfsfólks sem framleiða vörur fyrir Apple. Heather White, fræðimaður hjá Harvard-háskóla, segir við The New York Times að neytendur einir hafi valdið til að breyta aðbúnaði starfs- fólks til hins betra. Það hafi gerst þeg- ar upp komst að börn framleiddu vörur fyrir stórfyrirtækin Nike og Gap. Þessu eru fyrrverandi stjórn- endur Apple sammála. „Þú getur annaðhvort framleitt vörur í þægi- legum verksmiðjum þar sem að- stæður eru góðar eða framleitt vörur með meiri hraða og á lægra verði. Og þessa stundina virðast neytendur hugsa meira um nýjan iPhone en að- stæður starfsfólks í Kína.“ Námskeið fyrir aðstandendur (20 ára og eldri) Ætlað þeim sem eiga fjölskyldumeðlim sem er að ganga í gegnum krabbameinsmeðferð. Námskeið sem byggist á fræðslu og umræðum. Hefst: miðvikudaginn 1. feb. kl. 19.30-21.30, 7 skipti. Námskeið fyrir börn 7, 8 og 9 ára Ætlað þeim sem eiga fjölskyldumeðlim með krabbamein. Uppbyggjandi námskeið fyrir börn. Unnið með traust, sjálfsmynd og samskipti í geg- num leiki og gefandi verkefni. Hefst fimmtudaginn 2. feb. kl. 16.30-18.00, 10 skipti. Karlmenn og krabbamein - fræðslufundir Uppbyggjandi fræðsla með mismunandi fyrirlesurum, maki eða náinn aðstandandi er velkominn með í fyrsta tímann. Kynningarfundur 6. feb. kl. 17.30. Hefst mánudaginn 13 feb. kl. 17.30-19.00, 10 skipti. Ný Námskeið Upplýsingar á www.ljosid.is Skráning í síma 561 3770 Langholtsvegi 43 sími 561 3770 ljosid@ljosid.org www.ljosid.is Endurhæfingar- og stuðningsmiðstöð fyrir krabbameinsgreinda og aðstandendur í LjósiNU N ewt Gingrich, sem sækist eftir útnefningu repúblik- ana fyrir forsetakosningarn- ar í Bandaríkjunum síðar á árinu, vill að Bandaríkja- menn stofni nýlendu á tunglinu. Þessi orð lét Gingrich falla á fundi með stuðningsmönnum sínum á Flórída síðastliðinn miðvikudag. Gingrich býr sig nú undir prófkjör repúblikana sem fer fram í ríkinu á morgun, þriðjudag. Orð Gingrich hafa vakið athygli enda tók hann það sérstaklega fram, að svo lengi sem hann næði kjöri sem for- seti Bandaríkjanna, yrðu Bandaríkja- menn búnir að koma upp geimstöð eða nýlendu á tunglinu áður en öðru kjörtímabili hans lyki árið 2020. Óraunhæf áætlun „Þetta er mjög stórtæk áætlun, svo ekki sé meira sagt,“ segir Robert Whelan, framkvæmdastjóri geim- vísindafyrirtækisins Harris Corp. á Flórída. Gingrich sagði á fundin- um að hann ætlaði sér ekki að auka fjárveitingar bandaríska ríkisins til Geimferðastofnunar Bandaríkj- anna, NASA. Talsvert hefur verið skorið niður hjá stofnuninni und- anfarin misseri enda hefur hún ráðist í mjög svo kostnaðarsöm verkefni á undanförnum árum. Gingrich sagðist ætla að endur- skipuleggja fjárútlát stofnunarinn- ar og leita stuðnings hjá einkaaðil- um til að fjármagna verkefnið. Kaupir sér atkvæði Mitt Romney, sem heyr harða bar- áttu við Gingrich um útnefningu repúblikana, hefur nýtt sér þessi stóru orð og gagnrýnt keppinaut sinn harðlega. „Þetta er óraun- hæft og væri allt of kostnaðar- samt,“ sagði Romney þegar þeir Gingrich komu fram í kappræðum á fimmtudagskvöld. Hann sagði að Gingrich hefði gert þetta áður, varpað stórhuga hugmyndum fram hvar sem hann hefur stigið niður fæti í von um að fá atkvæði. „Að lofa frábærum hlutum er góð leið til að fá atkvæði en það er ekki mjög ábyrg hegðun,“ sagði Rom- ney. Gingrich svaraði Romney þó fullum hálsi og sagði að 90 pró- sent af fjármagninu myndu koma frá aðilum úr einkageiranum. „Ég vil sjá Bandaríkjamann á tunglinu áður en Kínverjarnir komast þang- að,“ sagði hann. Vill nýlendu á tunglið n Newt Gingrich sakaður um óábyrga kosningabaráttu Einar Þór Sigurðsson blaðamaður skrifar einar@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.