Listin að lifa - 01.06.2013, Blaðsíða 9
Það er óhætt að segja að svona minnistafla er langtum flóknari að nota en Memaxi sem
hefur einstaklega gott notandaviðmót og nýtist allri fjölskyldunni.
Getabók er innbyggð í kerfið og auðvelt að skrá heimsókn
sína. I kjölfarið sendir Memaxi kerfið tilkynningu með SMS
eða tölvupósti til annarra aðstandenda
hver var í heimsókn og hvenær
Þá er einnig verið að kynna Memaxi
fyrir fagfólki í heilbrigðisþjónustu og
ræða kosti þess að nýta kerfið eins og
hvert annað hjálpartæki og úrræði sem
fagfólk getur vísað á.
„Orðið Memaxi er samsett úr orð-
unum maximum og memory og er
einfaldlega nýtísku dagatal sem byggir
á og nýtir sér alla þá tækni sem okkur
stendur til boða í dag“ að sögn Ing-
unnar. Memaxi nýtist eldra fólki afar vel
sem vill fylgjast með öllu því sem gerist í
lífi stórfjölskyldunnar. I kerfinu er hægt
að geyma upplýsingar um afmælisdaga,
veislur, utanlandsferðir, tímamót og
láta börn og barnabörn setja ljósmyndir
inn í kerfið á afar einfaldan hátt. I þeim
tilvikum þar sem fjölskyldan veitir að-
stoð hjálpar Memaxi aðstandendum að
skipta með sér verkum og halda góðri
yfirsýn yfir alla aburði.“
Tilraunaverkefni á Akureyri:
Öldrunarheimili Akureyrar (ÖA) eru
byrjuð að prófa þetta nýja kerfi fyrir sína
íbúa og segir Halldór S. Guðmundsson
framkvæmdastjóri ÖA að verkefnið hjá
þeim sé tvíþætt. „Hið fyrra er að prófa
og nýta hugbúnað Memaxi til að stýra
upplýsingaskjáum sem staðsettir eru í
sameign á heimilinu og mögulega opna
á birtingu í gegnum tölvur og/eða sjón-
vörp víðar um húsið. Hitt verkefnið er
að nota Memaxi fyrir íbúa líkt og gerist
í heimahúsi, tengja við aðstandendur
og starfsfólk. Tilraunin felst í að prófa
notkun Memaxi inn á heimili eins og
ÖA, skoða nýtingu og möguleika og
undirbúa að nýir íbúar muni koma inn
á heimilið með slíkan búnað sem þeir
hafi notað í sjálfstæðri búsetu“ segir
Halldór. Hann telur raunhæft að kerfið
geti nýst jafnt heimilum og stofnunum
og eins einstaklingum í heimahúsum.
„Eins tel ég líklegt að heimaþjónustan
bæði heimilisaðstoð og hjúkrunin muni
færa sér þetta í nyt. Það er að mínu viti
augljós kostur að nota þennan búnað
eða annan álíka ef hentar, til samskipta
og til að rjúfa einangrun og vinna gegn
einmanaleika. Mikilvægt er að þáttur
aðstandenda er hluti af Memaxi og það
skiptir máli að upplýsingaflæði milli
þeirra innibyrðis og milli þeirra og opin-
beru þjónustunnar sé aukin og styrktur.“
Halldór telur að ávinningurinn af þessu
kerfi fyrir ÖA geti m.a. verið að efla upp-
lýsingamiðlun til að íbúar, aðstandendur
og starfsfólk séu upplýstir og hafi greiðan
aðgang að sömu upplýsingum. „Eins
getur þetta samræmt og bætt nýtingu á
tíma starfsfólks og aðstandenda við að
aðstoða og efla lífsgæði ibúa. Þriðja er
þátttaka aðstandenda og hlutdeild þeirra
i hvatningu til virkni íbúans og þátttöku
í því sem um er að vera. Fjórða er aukin
samskipti þar sem samskiptamiðlar og
tækni er notuð. Fimmta og ekki síst, er
svo örvunin og aðstoð við að halda utan
um daglegar athafnir og áminningar um
hvað búið er og hvað er framundan.
Ég tel mikilvægt og tímabært að hug-
að sé að þróun og tilraunastarfsemi á
sviði samskipta og örvunar í öldrunar-
þjónustunni og að horft sé til notk-
unar á nútímatækni eins og gert er í
öðrum starfsgreinum og atvinnulífinu
almennt. Öldrunarþjónusta framtíðar-
innar mun þurfa að leita leiða til að
veita góða þjónustu til stækkandi hóps
fólks og það verður ekki gert einungis
með sömu aðferðum og við höfum
notað fram til þessa. Nýjar aðferðir og
ný tæki munu koma til og ég spái því
að á næstu árum muni eiga sér stað
verulegt átak í margháttaðri vöruþróun
og nýsköpun sérstaklega beint að öldr-
unarþjónustunni. Komi sú þróun ekki
að ósk öldrunarþjónustunnar mun
hún engu að síður eiga sér stað vegna
þess að atvinnulífið sjái þjónustu við
aldraða sem áhugaverðan vettvang,“
segir Halldór S. Guðmundsson.
9