Listin að lifa - 01.06.2013, Blaðsíða 22

Listin að lifa - 01.06.2013, Blaðsíða 22
Frumkvöðull í íþróttum aldraðra — viðtal við Guðrúnu Nielsen íþróttakennara Pað tók mig góða stund að finna hús Guðrúnar í Suðurhlíðum, en eftir nokkurt hringsól sá ég granna bros- andi konu standa við dyr hússins sem ég var að leita að og veifa glaðlega til mín. Guðrún hafði þá séð til mín sveima um hverfið og vildi létta mér leitina að heimili sínu. Hún heilsaði mér alúðlega og bauð mér inn í fallega stofu. I þessu fallega húsi hafa Guðrún og maður hennar Gunnar Guðröðar- son fyrrverandi skólastjóri búið í 30 ár. Nú býr hún þar ein þar sem Gunnar maður hennar er fyrir stuttu fluttur á Sóltún vegna heilsubrests. Guðrún og Gunnar eiga tvö uppkomin börn, tvö barnabörn og eitt barnabarnabarn. Guðrún er grönn og spengileg, glað- leg og hress í viðmóti, kvik í hreyfing- um eins og ung stúlka og er þó orðin níræð. t>egar ég hrósa henni, segist hún þakka það lífsstíl sínum, hve vel Gúðrún Nielsen íþróttakennari ogformaður FAIA í 25 ár. sér líði. íþróttir og hreyfing hafa alltaf verið hennar hjartans mál og hún er einn aðalfrumkvöðull að íþróttaiðkun eldri borgara. -Ég spyr Guðrúnu fyrst um ætt og uppruna. „Ég er fædd í Reykjavik 29. júlí 1923. ^mmmmm Foreldrar mínir voru Guðrún Ólafía Ólafsdóttir, ættuð úr Garðinum og Jörgen Carl Cristian Nielsen frá Svend- borg í Danmörku. Fau leigðu fyrst hús- næði á Bergstaðastræti 49, en ég ólst upp á Bergstaðastræt 29, þar sem pabbi hafði lagt í að kaupa sér hús árið 1923. Hann keypti það af kunningja sínum Wilhelm Bernhöft sem hafði rekið þar bakarí á jarðhæðinni. Pabbi var bakari og rak þar svo bakarí í mörg ár. Pabbi sagði okkur söguna af því þegar tengda- faðir hans, Ólafur kom í heimsókn (hann bjó í Garðinum) hann horfði á húsið og sagði við pabba „Og þú átt þetta allt?“ Pabba varð svara vant því hann átti þá ekki eyri í húsinu! Var nýbúinn að festa sér það. Ég er fædd smá og pasturslítil var með beinkröm og fór ekki almennilega að ganga fyrr en á þriðja ári, en eftir það var stelpan óstöðvandi! Og fljótt 22

x

Listin að lifa

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Listin að lifa
https://timarit.is/publication/1106

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.