Dagblaðið Vísir - DV - 27.02.2013, Page 4
Rökuðu hárið af konu
n Árásarkonurnar huldu andlit sitt á leið í dómsal
F
jórar konur á aldrinum 19
til 27 ára huldu andlit sitt er
þær mættu til þingfestingar á
máli gegn þeim í Héraðsdómi
Reykjavíkur á þriðjudag. Konurnar
eru sakaðar um alvarlega líkams-
árás gegn konu í Mosfellsbæ í janú-
ar í fyrra. Ríkissaksóknari hefur ákært
þær fyrir líkamsárás og ólögmæta
nauðung en árás þeirra gegn kon-
unni þykir afar hrottaleg. Konunum
er gefið að sök að hafa ruðst inn í íbúð
konunnar, slegið hana ítrekað í and-
litið þar sem hún lá sofandi og síðan
rakað af henni mest allt hárið með
rafmagnsrakvél sem þær höfðu með
sér. Þær þvinguðu síðan konuna með
hótunum um frekara ofbeldi til þess
að afklæðast og héldu henni nauð-
ugri. Við þetta hlaut fórnarlambið
glóðarauga á hægra auga og eymsli
þar í kring, mar yfir vinstra gagnauga,
yfirborðsáverka í andliti og á baki auk
þess sem kvarnaðist upp úr tönn og
nánast allt hárið var rakað af henni.
Málinu var frestað fyrir héraðs-
dómi á þriðjudag þar sem öll gögn
málsins höfðu ekki borist sakborn-
ingum og verjendum þeirra. Fram-
haldsákæra hefur verið gefin út sem
verjendur kvennanna tóku sér frest
til að taka afstöðu til, meðal annars
hafði bæst við bótakrafa frá þol-
anda árásarinnar upp á eina milljón
króna sem ekki hafði fylgt upphaf-
legu ákærunni. Sakborningar munu
því taka afstöðu til ákærunnar eftir
næstu helgi. n
viktoria@dv.is
Fundaði með
Hollande
Ólafur Ragnar Grímsson, forseti
Íslands, fundaði með Francois
Hollande, forseta Frakklands, í
Elysée-forsetahöllinni í París á
þriðjudag. Þar ræddu þeir með-
al annars um aukna samvinnu á
norðurslóðum, nýtingu hreinnar
orku, glímuna við fjármálakrepp-
una í Evrópu og reynslu Ís-
lendinga á undanförnum árum.
Í tilkynningu frá embætti
forseta Íslands kemur fram að
Hollande hafi lýst miklum áhuga
á þeim árangri sem Íslendingar
hefðu náð í kjölfar bankahruns-
ins. Hollande sagði að mikilvægt
væri að ræða þá lærdóma sem
önnur Evrópuríki gætu dregið af
þróun mála á Íslandi en glíman
við fjármálakreppuna setur um
þessar mundir mjög svip sinn á
frönsk þjóðmál og stöðu Evrópu.
Þá ítrekaði forseti Frakklands
vaxandi áhuga franskra stjórn-
valda og vísindasamfélags á þró-
un norðurslóða en í fyrra voru
undirritaðir samningar um rann-
sóknarsamstarf franskra og ís-
lenskra háskóla á þessu sviði.
Neytendur
svartsýnni
Svartsýni neytenda jókst lítið eitt í
febrúar ef marka má væntingavísi-
tölu Capacent Gallup sem birt var
á þriðjudag. Vísitalan mælist nú
80,7 stig og lækkar um eitt stig frá
janúarmánuði. Eins og kunnugt er
mælir vísitalan væntingar neytenda
til efnahags- og atvinnulífsins. Þegar
vísitalan er undir 100 stigum eru
fleiri neytendur svartsýnir en bjart-
sýnir. Greining Íslandsbanka gerir
málið að umtalsefni á vef sínum en
þar kemur fram að þessi lækkun
komi í kjölfar mikillar hækkunar í
janúar en þá hækkaði vísitalan um
tólf stig frá desembermánuði.
„Reyndar kemur það talsvert á
óvart að væntingar neytenda skuli
minnka nú en yfirleitt fer bjart-
sýni vaxandi milli þessara tveggja
mánaða. Þá var niðurstaða EFTA-
dómstólsins í hinni þrálátu Icesave-
deilu birt í lok janúar og vann Ísland
fullnaðarsigur í málinu. Það virð-
ist þó hafa haft skammvinn áhrif
á bjartsýni landans sem þrátt fyrir
þessi góðu tíðindi er svartsýnni nú
en í fyrri mánuði,“ segir í umfjöllun
á vef Íslandsbanka.
Samkvæmt undirvísitölum vísi-
tölunnar er það helst mat á atvinnu-
ástandi sem dregur vísitöluna niður
nú, en sú undirvísitala lækkar um
fjögur stig á milli mánaða.
Huldu andlit sitt Árásarkonurnar huldu andlit sitt á leið í dómsal. Þær eru ákærðar fyrir
hrottafengna árás á konu en þær rökuðu meðal annars af henni hárið.
Í
slenska útgerðarfélagið Sam-
herji hefur átt í viðræðum um að
selja útgerð sína í Afríku, Kötlu
Seafood. Þetta staðfestir Þor-
steinn Már Baldvinsson, for-
stjóri Samherja, aðspurður um
málið. Þorsteinn vill ekki greina frá
því hver staðan er á viðræðunum
um söluna á útgerðinni.
Þorsteinn segir aðspurður að
áhugsamur aðili, rússneskur auð-
maður, hafi sett sig í samband við
íslenska útgerðarfélagið og falast
eftir útgerðinni. „Við erum ekki að
reyna að selja. […] Starfsfólk hjá
þessu fyrirtæki hefur hins vegar
verið upplýst um að haft hafi verið
samband við framkvæmdastjóra
félagsins vegna mögulegra kaupa.“
Með orðum sínum á Þorsteinn
Már við að starfsmenn Samherja
í Afríku hafi verið látnir vita af því
að viðræður við hugsanlegan kaup-
anda standi yfir.
Öflug útgerð
Líkt og DV fjallaði ítarlega um í
fyrra á Samherji og rekur átta verk-
smiðjutogara sem stunda fiskveiðar
við strendur Vestur-Afríku, aðallega
úti fyrir ströndum Marokkó, Vestur-
Sahara, Máritaníu og Namibíu.
Veiðarnar fara fram í gegnum
dótturfyrirtæki Samherja á Kanarí-
eyjum, Kötlu Seafood. Helstu fisk-
tegundirnar sem Samherji veið-
ir eru hestamakríll, sardína og
sar dínella. Í umfjöllun DV kom
fram að 30–40 prósent af tekjum
Samherja séu tilkomin vegna fisk-
veiðanna við strönd Vestur-Afríku,
meira en 22 milljarðar króna miðað
við árið 2010.
Keyptu útgerðina 2007
Samherji keypti útgerðina á Kanarí-
eyjum af eigendum útgerðarfélags-
ins Sjóla í Hafnarfirði árið 2007. Út-
gerðin hét áður Sjólaskip Canarias
SL. Kaupverðið var ekki gefið upp
en í skýrslu rannsóknarnefndar
Alþingis kom fram að það hefði
numið nærri 12 milljörðum króna.
Meðal þess sem keypt var voru
átta verksmiðju- og þjónustuskip
sem voru í eigu Sjóla. Í ársbyrjun
2008 skuldaði Katla Seafood Glitni
tæplega 13 milljarða króna vegna
kaupanna á þessari erlendu starf-
semi Sjóla. Við bankahrunið námu
skuldir Kötlu Seafood við Glitni
rúmlega 20 milljörðum króna.
Eignahaldið á útgerð Samherja
í Afríku er í gegnum dótturfélagið
Polaris Seafood sem aftur á tvö
eignarhaldsfélög á Kýpur, Fidelity
Bond Investments Ltd. og Miginato
Holdings Ltd. Þessi tvö félög halda
svo utan um eignarhaldið á Kötlu
Seafood á Kanaríeyjum sem aftur
heldur utan um Afríkuútgerðina.
Í ársreikningum Polaris Seafood
voru þessi dótturfélög á Kýpur
verðmetin á samtals 80 milljónir
dollara, um tíu milljarða króna, í
árslok 2009.
Veiða í Gíneu-Bissá og Namibíu
Líkt og DV greindi frá í septem-
ber lokuðust veiðisvæði Samherja
við Máritaníu að stóru leyti um
mánaðamótin ágúst og september
eftir að ríkisstjórnin í landinu færði
fiskveiðilögsöguna út í 20 sjómílur.
Máritanía hefur verið helsta veiði-
svæði Samherja við strendur Afríku
síðastliðin ár.
Samherji hefur hins vegar fært
sig til annarra landa í Vestur-Afríku
eftir að veiðistoppið við Máritaníu
skall á. Meðal annars hefur Sam-
herji stundað veiðar við Namibíu,
líkt og DV greindi frá í fyrra en Sam-
herji keypti þá um 30 þúsund tonna
kvóta þar í landi, auk Gíneu-Bissá.
Verksmiðjutogarinn Heinaste mun
til dæmis hafa verið við veiðar við
Gíneu-Bissá nýlega samkvæmt
heimildum DV. n
Afríkufloti
Samherja
Togarar Samherja
hafa meðal
annars veitt
hestamakríl við
strendur Vestur-
Afríku síðastliðin
fimm ár.
Rússi vill útgeRð
samheRja í afRíku
n Auðmaður í viðræðum við Samherja n Veiðir í Gíneu-Bissá
Ingi Freyr Vilhjálmsson
fréttastjóri skrifar ingi@dv.is
Rússi ásælist Afríkuútgerð Þorsteinn Már Baldvins-
son staðfestir að rússneskur auðmaður hafi ásælst
Afríkuútgerð Samherja, Kötlu Seafood. Í flota Samherja í
Afríku er meðal annars verksmiðjutogarinn Heinaste sem
verið hefur við veiðar við strendur Gíneu-Bissá.
„Starfsfólk hjá
þessu fyrirtæki
hefur hins vegar verið
upplýst um að haft hafi
verið samband við fram-
kvæmdastjóra félagsins
vegna mögulegra kaupa.
4 Fréttir 27. febrúar 2013 Miðvikudagur
n M/V Alpha
n M/V Beta 1
n M/V Geysir
n M/V Heinaste
n M/V Janus
n M/V Kristina
n M/S Orion
n M/S Sjoli
n M/V Sirius