Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 27.02.2013, Qupperneq 13

Dagblaðið Vísir - DV - 27.02.2013, Qupperneq 13
F angelsið var ógeðslegt. Það voru sjö manns í hverjum klefa og rottur úti um allt. Þegar mað- ur vaknaði að morgni voru bit- för um allan líkamann, segir 23 ára Breti, Alistair Ross Cameron, sem dæmdur hefur verið í 10 ára fangelsi í Dúbaí í Sameinuðu arabísku fursta- dæmunum fyrir að hafa haft und- ir höndum efni sem líkist kanna- bis. Efnið sem um ræðir gengur í daglegu tali undir nafninu krydd (e. spice). Fimm félagar hans eru einnig í haldi lögreglu og bíða nú dóms en mál þriggja þeirra er nú til meðferð- ar í dómskerfi Dúbaí. Þeir gætu allir átt höfði sér þunga fangelsisdóma líkt og Cameron. Breska blaðið Telegraph fjallaði um mál þeirra á dögunum en mennirnir segja að þeir hafi sætt gróf- um pyntingum eftir að þeir voru gripn- ir. „Verstu dagar ævi minnar“ Lyfið sem mennirnir höfðu undir höndum er einnig þekkt undir nafninu K2. Eiturefnum er sprautað yfir þurrk- uð lauf og þegar efnið er reykt koma fram svipuð áhrif og þegar kannabis- efni eru reykt. Þremenningarnir sem komu fyrir dóm á dögunum lýstu því að þeir hefðu sætt pyntingum innan veggja fangelsisins. Sjöundi maðurinn sem var einnig handtekinn en sleppt nokkru síðar kom einnig fyrir dóm sem vitni. Þar tók hann undir orð fé- laga sinna um að þeir hefðu orðið fyr- ir pyntingum. „Ég var í haldi í 86 daga og þetta voru verstu dagar ævi minn- ar. Ég var barinn í höfuðið þegar ég tæmdi klefann minn og ég var ekki sá eini sem var laminn,“ segir maðurinn. Bannað nokkrum dögum áður Það var þann 10. júlí í fyrrasumar sem Bretarnir sjö voru handteknir fyrir utan vinsælan klúbb í Dúbaí, Dubai Marina Yacht Club, en staðurinn nýtur nokkurra vinsælda meðal breskra ferðamanna í Dúbaí. Lögregla fékk upplýsingar um að mennirnir væru að selja efnið inni á staðnum. Þegar lög- regla kom á staðinn fannst samtals eitt kíló af efninu, meðal annars í bifreið sem þeir voru með á leigu. Mennirnir þrír sem komu fyrir dóminn á dögun- um neituðu þó allir að hafa verið með efnin á sér og sögðust ekki vita hvernig þau höfðu komist í bifreiðina. Athygli vekur að umrætt lyf var bannað í Sam- einuðu arabísku furstadæmunum að- eins nokkrum dögum áður en þeir voru handteknir, eða þann 1. júlí. Lyfið hefur notið vaxandi vinsælda að undanförnu, til dæmis í Bandaríkjun- um þar sem neysla efnisins hefur stór- aukist. Lyfið var sett á bannlista í Bret- landi árið 2009. Byssu miðað á höfuðið Samkvæmt upplýsingum frá breska sendiráðinu í Dúbaí voru í heildina 35 Bretar handteknir á fyrsta sólarhringn- um eftir að lögin tóku gildi. Einn þeirra Breta sem eru í haldi, hinn 25 ára Karl Williams, segir í yfirlýsingu sem hann sendi til mannréttindasamtakanna Reprieve að honum hefði verið ekið út í eyðimörkina stuttu eftir handtök- una. Þar hefði hann verið pyntaður og ekið síðan á Media Rotana-hótelið þar sem hann dvaldi. Þar tók lítið betra við og lýsir Williams því að hann hafi verið bundinn við stól inni í herbergi sínu og handklæði sett yfir höfuð hans. Loks hefði rafstraumi verið beint að kynfær- um hans og byssu miðað á höfuð hans. „Ég hélt að ég myndi deyja,“ bætti hann við. Yfirvöld í Dúbaí segjast taka ásakanirnar alvarlega en segja að enn sem komið er hafi ekkert komið fram sem styðji þær. Mennirnir gætu átt yfir höfði sér allt að 10 ára fangelsi verði þeir fundnir sekir. Fíkniefnalöggjöfin í Sameinuðu arabísku furstadæmunum er hörð og hafa fjölmargir breskir ríkis- borgarar fengið að kynnast því. Þannig var Nathaniel Lees, 23 ára, dæmdur til dauða í júní í Abu Dhabi fyrir að selja kannabisefni. n Dúbaí Fíkniefnalöggjöf í Sam- einuðu arabísku furstadæmunum er almennt mjög hörð eins og fjölmargir Bretar hafa fengið að kynnast. MynD ReuteRs „Ég hÉlt að Ég myndi deyja“ n Gripnir með dóp sem var nýlega bannað n Ásakanir um pyntingar Einar Þór Sigurðsson blaðamaður skrifar einar@dv.is Í haldi Grant Cameron, Karl Williams og Suneet Jeerh eiga allir þunga dóma yfir höfði sér. „Ég var í haldi í 86 daga og þetta voru verstu dagar ævi minnar. Erlent 13Miðvikudagur 27. febrúar 2013 Allt í húsinu er úr viði Ítalski listamaðurinn Livio De Marchi ákvað fyrir nokkrum miss- erum að byggja sér hús. Það væri ekki í frásögur færandi nema fyrir þá hugmynd hans að hafa allt hús- ið, líka húsgögn og aðra innan- stokksmuni, úr viði. Nú er hús þessa 69 ára listamanns tilbúið og er óhætt að segja að niðurstaðan sé forvitnileg. Það eru ekki bara húsgögnin og húsið sjálft sem er úr viði heldur er allt annað, jafn- vel hnífapör, diskar, glös og jafn- vel bókakápurnar í bókahillunni, úr viði. De Marchi segir í samtali við ítalska fjölmiðla að hann hafi íhugað að nota önnur efni, eins og brons og marmara, við gerð hússins en á endanum farið aðra leið. „Viður er uppáhaldshráefnið mitt til að vinna með. Viðurinn er lifandi og fullur af orku og færir mér miklu ánægju að vinna með.“ Glæpsamlegur glaðningur Fertugur karlmaður frá Flórída í Bandaríkjunum gæti verið í vondum málum eftir að hafa gert heiðarlega og rómantíska tilraun til að gleðja sína heittelskuðu á dögunum. Maðurinn, Anthony Brasfield, ákvað að sleppa 12 hjartalaga helíumblöðrum upp í loftið við Dania-ströndina fyrir konu sína. Það sem Brasfield vissi væntanlega ekki var, í fyrsta lagi, að lögreglumaður í nágrenninu sá til hans og, í öðru lagi, að sleppa blöðrunum út í loftið var brot á umhverfisverndarlögum. Er Brasfield því komin í þá ótrú- legu stöðu að geta átt yfir höfði sér fimm ára fangelsi – sem að vísu er hámarksrefsing. Fóru í verkfall – svo í fangelsi Fjórir strætisvagnabílstjórar í Singapore hafa verið dæmdir í sjö vikna fangelsi fyrir að skipu- leggja fyrsta verkfall í landinu í um 26 ár. Verkfallið sem um ræðir stóð yfir í tvo daga en um var að ræða kínverska innflytjendur sem höfðu tekið að sér að aka fyrir ríkisrekna samgöngufyrirtæk- ið SMRT. Mennirnir voru ósátt- ir við kaup sitt og kjör og brugðu því á það ráð að fara í verkfall. Þar sem ólöglegt er að fara í verkfall í Singapore voru mennirnir ákærð- ir og hafa þeir nú hlotið dóm fyrir brot sitt. Einn úr hópnum fékk refsiþyngingu fyrir að hvetja aðra strætisvagnabílstjóra til að taka þátt í verkfallinu. Mennirnir ját- uðu allir brot sitt. Mótfallinn evrópusambandinu Flokkur gamanleikarans Beppes Grillo er mótfallinn Evrópusambandinu og vill að Ítalía taki upp líru á ný. Útlit fyrir stjórnarkreppu á Ítalíu n Gamanleikari er ótvíræður sigurvegari kosninganna M iðvinstrimenn, undir for- ystu Piers Luigis Bersani, unnu meirihluta í full- trúadeild ítalska þings- ins þegar gengið var til kosninga þar í landi í vikunni. Hægriflokkur Silvios Berlusconi náði hins vegar meirihluta í öldungadeildinni. Sam- kvæmt Reuters er þar með kom- in upp nokkurs konar pattstaða á þinginu enda verður ekkert frum- varp að lögum nema báðar deildir þingsins samþykki það. Óhætt er að fullyrða að gaman- leikarinn Beppe Grillo og Fimm- stjörnuflokkur hans séu sigurvegar- ar kosninganna, en flokkurinn hreppti fjórðung atkvæða og er nú stærsti einstaki flokkurinn í fulltrúa- deildinni. Flokkur Grillos er mótfallinn Evrópusambandinu og niður- skurðarstefnu og vill Grillo skipta út evrunni fyrir líru og hægja á endur- greiðslu opinberra lána. Þótt mið- vinstrimenn séu með meirihluta þingsæta þurfa þeir að reiða sig á stuðning Fimmstjörnuflokksins til að geta komið málum í gegn. Talið er ólíklegt að Fimmstjörnuflokk- urinn gangi til samstarfs við flokk Berlusconis og að sögn þingmanns í fyrrnefndum flokki krefðist slíkt stjórnarsamstarf kraftaverks. Ótti við stjórnarkreppu á Ítalíu hefur nú þegar valdið verðfalli á hlutabréfamörkuðum í Evrópu og Bandaríkjunum, enda er Ítalía þriðja stærsta hagkerfið í Evrópu- sambandinu. Svo virðist sem úr- slit kosninganna hafi velgt ráða- mönnum í Evrópu undir uggum. Til dæmis fullyrti fjármálaráðherra Frakklands, Pierre Moscovici, að niðurstöðurnar sköpuðu ákveðin vandræði. Oliver Bailly, talsmaður framkvæmdastjórnar Evrópusam- bandsins, telur hins vegar að Ítalía muni standa við þær skuldbindingar sem gerðar hafa verið, greiða skuld- ir sínar og draga úr ríkishallanum. „Framkvæmdastjórnin hefur fulla trú á lýðræðinu á Ítalíu og mun vinna náið með næstu ríkisstjórn til að auka hagvöxt og atvinnusköpun í landinu á ný,“ sagði hann. n johannp@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.