Dagblaðið Vísir - DV - 27.02.2013, Page 14
Sandkorn
Þ
essa dagana keppast stjórn
málaflokkar á Íslandi við að lofa
kjósendum því að ef þeir kom
ist til valda verði það fyrsta verk
þeirra að lækka íbúðaskuldir
þeirra landsmanna sem eru með verð
tryggð íbúðalán.
Nú síðast lét Bjarni Benediktsson,
formaður Sjálfstæðisflokksins, þau orð
falla í ræðu við setningu landsfundar
Sjálfstæðisflokksins að flokkurinn vilji
veita fólki sérstakan skattaafslátt til að
lækka húsnæðislán sín.
Fyrir rúmum tveimur vikum setti
Framsóknarflokkurinn fram ályktun um
að stökkbreytt verðtryggð húsnæðis
lán verði leiðrétt. Stjórnmálahreyfingin
Dögun vill afnema verðtryggingu á
neytendalánum og leiðrétta húsnæð
islán. Hægri grænir vilja lækka verð
tryggð íbúðalán um 45 prósent. Björt
framtíð vill að á Íslandi ríki efnahagslegt
jafnvægi með stöðugum gjaldmiðli og
þar með lækki húsnæðisvextir og verð
trygging verði lögð af. Vinstri græn telja
mikilvægt að skoða verðtrygginguna
og hugmyndir um að setja tveggja pró
senta vaxtaþak á hana.
Í ályktun Samfylkingarinnar frá
landsfundi flokksins fyrir rúmum
þremur vikum segir að flokkurinn vilji
inngöngu í ERM IImyntsamstarfið
og síðan verði tekin upp evra í sam
vinnu við Evrópusambandið. Aðild að
Evrópusambandinu og upptaka evru
sé mikilvægasta skrefið fyrir bættum
rekstrarskilyrðum heimila.
Allar þessar tillögur bera þess merki
að stjórnmálaflokkar á Íslandi vilji
ekki horfast nægilega mikið í augu við
raunveruleikann. Engin stjórnmála
flokkur leggur fram tölur um það hvað
þessar aðgerðir muni kosta íslenska
skattgreiðendur. Loforð Samfylkingar
innar um himnaríki fyrir lántakendur
við inngöngu í Evrópusambandið er
heldur ekki trúverðugt. Til þess að svo
verði þarf flokkurinn að setja fram tíma
áætlun um mögulega inngöngu sem á
sér meiri stoð í raunveruleikanum en
þegar frambjóðendur flokksins lofuðu
því fyrir síðustu alþingiskosningar vorið
2009 að Evrópusambandið væri tilbúið
að semja við okkur um inngöngu á níu
til tólf mánuðum. Aðrir flokkar ættu
hins vegar að ræða meira um ástæð
urnar að baki stökkbreytingu verð
tryggðra íbúðalána. Má þar nefna við
varandi verðbólgu þar sem ónýt íslensk
króna er aðalsökudólgurinn.
Staða Íbúðalánasjóðs er þegar skelfi
leg. Í árslok 2011 munaði 200 milljörð
um króna á gangvirði eigna og skulda
sjóðsins. Ofan á þetta bætist síðan að
Íbúðalánasjóður á í dag yfir 2.000 íbúðir
auk þess sem um 13 prósent lána sjóðs
ins eru í vanskilum. Ef sjóðurinn yrði
gerður upp í dag þyrfti ríkið því líklega
að greiða með honum hundruð millj
arða króna.
Stjórnmálamenn ættu því að byrja á
því að leggja fram tillögur að því hvern
ig bæta eigi þá skelfilegu stöðu sem
Íbúðalánasjóður er í í dag áður en þeir
ræða um það hvernig á að gera stöðu
sjóðsins enn verri. Þannig greindi Við
skiptablaðið frá því í síðustu viku að
uppsafnaðar verðbætur Íbúðalána
sjóðs frá upphafi árs 2008 væru líklega í
kringum 260 milljarðar króna en sumir
stjórnmálaflokkar hafa viljað afnema
umræddar verðbætur.
Fáir hafa hins vegar vakið athygli
á því að þeir sem myndu tapa mestu
á aðgerðum stjórnvalda til að koma
til móts við íbúðaeigendur eru þeir
sem búa á landsbyggðinni. Skattgreið
endur á Norðurlandi eystra myndu
tapa mest á slíkum aðgerðum en
íbúar í Reykjanesumdæmi hagnast
mest. Tillaga Sjálfstæðisflokksins um
skattaafslátt til að lækka húsnæðislán
landsmanna og ályktun Framsóknar
flokksins um að stökkbreytt verð
tryggð húsnæðislán verði leiðrétt eru
því tillögur um milljarða króna skatt á
landsbyggðina til að niðurgreiða fyrir
fasteignabólu höfuðborgarsvæðisins
á árunum 2004 til 2008. Hvernig ætlar
Sigmundur Davíð að útskýra það fyrir
tekjuháum sjómanni á Eskifirði sem
er í kjördæmi formanns Framsóknar
flokksins að honum beri að niðurgreiða
íbúðaskuldir einbýlishúsaeiganda
í Garðabænum sem er í kjördæmi
Bjarna Benediktssonar?
Og hvað með 190 milljarða króna
verðtryggð námslán hjá Lánasjóði ís
lenskra námsmanna sem hafa stökk
breyst líkt og íbúðalánin. Á ekki líka að
leiðrétta þau á kostnað skattgreiðenda?
Margir myndu telja að menntun ungs
fólks væri arðbærari fyrir ríkið en fast
eignakaup landsmanna.
Í komandi kosningabaráttu ættu
kjósendur að gera þá kröfu til stjórn
málamanna að þeir ræði af ábyrgð um
tillögur sínar. Enginn heldur því fram
að vandi þeirra heimila sem tóku verð
tryggð íbúðalán fyrir bankahrunið sé
ekki mikill. Stjórnmálamenn ættu hins
vegar ekki að ræða þennan vanda án
þess að minnast á orsök hans sem með
al annars liggur í hruni íslensku krón
unnar. Að lofa síðan íbúðaeigendum
óraunhæfum töfrabrögðum án þess
að greina frá kostnaði þeirra er ekkert
annað en lýðskrum sem einungis er
sett fram í þeim eina tilgangi að veiða
atkvæði hjá örvæntingarfullum kjós
endum.
Frægir á 365
n Þeir sem ráða för hjá 365
kalla ekki allt ömmu sína
þegar kemur að umfjöll
un. Í síðustu viku var í Ís
landi í dag ítarleg nærmynd
af starfsbróðurnum Birni
Braga Arnarssyni sem var
svo heppinn að vera valinn
sjónvarpsmaður ársins á
Eddunni. Niðurstaðan var
að starfsbróðirinn væri snill
ingur. Á fæstum fjölmiðlum
er ekki talið við hæfi að fólk
sé að fjalla um hvert um
annað og búa til frægðar
menni innanhúss. Allt ann
að er uppi á teningunum í
sumum afkimum 365 þar
sem frægir faðmast fyrir
augliti þjóðar.
Klerkaveldi
n Gamlir og grónir sjálf
stæðismenn hafa áhyggjur
af lausatökum forystunnar á
málefnavinnu flokksins. Sem
dæmi um rugltillögur sem
samþykktar eru „óviljandi“ er
samþykktin um að kristin gildi
skuli vera til grundvallar laga
setningum. Áköfustu stuðn
ingsmenn þessa er að finna
á meðal sanntrúaðra á borð
við Geir Jón Þórisson og séra
Hjálmar Jónsson. Tillagan var
reyndar útvötnuð en tilhneig
ingin til að koma á íslensku
klerkaveldi er til staðar.
Sveinn Andri
ringlaður
n Lögmaðurinn Sveinn Andri
Sveinsson er ekki par ánægður
með afstöðu Sjálfstæðisflokks
ins til aðildarumsóknar að
Evrópusam
bandinu.
Lýsti hann
því í samtali
við Eyjuna að
hann myndi
sitja heima á
kjördag frem
ur en kjósa slíkan flokk. Björn
Bjarnason, fyrrverandi þing
maður, bendir á það í blogg
færslu að Sveinn hafi tekið
fullan þátt í landsfundinum á
seinasta degi án þess að gera
tilraun til að breyta samþykkt
inni um ESB. „Annaðhvort var
samtalið á Eyjunni tilbúning
ur ritstjórnar hennar eða ekk
ert er að marka Svein Andra
…“ bloggar Björn.
Moggaritstjóri
á styrk
n Fram kom í máli ung
liða á landsfundi að ófært
þyki að Þráinn Bertelsson al
þingismaður sé á heiðurs
launum samhliða annarri
launavinnu. Sami ungliði
gerði alvarlega athugasemd
við að Hallgrímur Helgason
fái laun sem listamaður.
Ljóst er að sjálfstæðismenn
hafa gleymt því að Matthías
Johannessen, ritstjóri
Moggans, var um árabil á
heiðurslaunum, og er enn,
án þess að landsfundur
snerti á því máli.
Þær eru all-
margar hjá mér
Þetta er bara
ömurlegt
Listakonan Kolbrún Róbertsdóttir er hrifin af Búddastyttum. – DV María Ósk Jónasdóttir, þriggja barna móðir, neyðist til að flytja í húsbíl. – DV
Töfrabrögð í boði landsbyggðar„Ef sjóðurinn
yrði gerður
upp í dag þyrfti ríkið
því líklega að greiða
með honum hund-
ruð milljarða króna
V
igdís Hauksdóttir hefur lagt
fram á Alþingi fyrirspurn um
málefni flóttamanna.
Fyrirspurnin lýsir áhyggjum af
meintri eftirsókn flóttamanna eftir
óverðskulduðu hæli á Íslandi ásamt
þeirri hugmynd að flóttamenn séu
öðrum glæphneigðari. Þingmaður
inn spyr hvort komi til greina að láta
menn sem reyna að flýja land ganga
með ökklabönd.
Laumufarþegar eru ekki umfangs
mikið vandamál á Íslandi en þessar
áhyggjur virðast spretta af máli ung
menna sem ítrekað hafa reynt að
komast úr landi – tveggja manna af
þeim hundruðum sem sótt hafa um
hæli á Íslandi á umliðnum árum og
flestir verið sendir á áframhaldandi
vergang.
Félag áhugafólks um málefni
flóttamanna beinir eftirfarandi
spurningum til Vigdísar:
1. Veit þingmaðurinn hversu
margir þeirra flóttamanna sem lent
hafa á Íslandi á síðustu árum hugðust
ekki að sækja um hæli á Íslandi held
ur voru stöðvaðir á leið til Ameríku?
2. Veit þingmaðurinn að flótta
mannasamningur Sameinuðu þjóð
anna kveður á um að allir menn hafi
rétt til að flýja ofsóknir þótt þeir þurfi
að ferðast ólöglega og nota fölsuð
skilríki?
3. Hvað hefur þingmaðurinn fyrir
sér í því að flóttamenn líti á Ísland
sem „stökkpall“ til annarra landa?
Hvernig virkar eyríki sem „stökkpall
ur“ og hversu margir flóttamenn hafa
notað Ísland sem „stökkpall“?
4. Telur þingmaðurinn að ef Ís
lendingur ferðast með lest erlendis,
án þess að kaupa farmiða, væri eðli
legt að hann yrði látinn bera ökkla
band eða er það eingöngu fólk sem
býr við ofsóknir og örbirgð sem verð
skuldar slíka meðferð?
Ef fyrirspurn Vigdísar kæmi frá
leikmanni væri hún hlægileg. En Vig
dís er ekki leikmaður heldur ráð
herraefni Framsóknarflokksins.
Fólk, sem í örvæntingu reynir að
flýja margra ára bið eftir afgreiðslu,
vill ráðherraefnið beita sömu með
ferð og víða er notuð til að fylgjast
með dæmdum barnaníðingum. Nær
væri alþingismönnum að hvetja
innanríkis ráðherra til að afleggja
misnotkun á Dyflinnarákvæði flótta
mannasamningsins, veita fleiri flótta
mönnum hæli og bjóða þeim sem
vilja komast til annarra landa aðstoð
til að koma hælisumsóknum á fram
færi við þarlend yfirvöld.
Sá heimóttarháttur og fordómar
sem afhjúpast í fyrirspurn Vigdísar á
sér fáar hliðstæður meðal vestrænna
stjórnmálamanna. Helst eru viðhorf
hennar sambærileg við afstöðu for
hertustu Færeyinga til samkyn
hneigðra. Sömu viðhorf einkenna
Sverigedemokraterna, Dansk folke
parti og British National Party; flokka
sem sækja fylgi sitt til nýnasistahreyf
inga.
Félag áhugafólks um málefni
flóttamanna hvetur Vigdísi Hauks
dóttur til að endurskoða afstöðu sína
og lýsir hryggð sinni yfir því að á Al
þingi Íslendinga þrífist meiri áhyggj
ur af meintri glæpahneigð hælisleit
enda en þeim aðstæðum sem stökkva
fólki á flótta frá fjölskyldu sinni og
föðurlandi.
Fyrir hönd Félags áhugafólks um
málefni flóttamanna,
Eva Hauksdóttir
Ráðherraefnið og flóttamenn
Útgáfufélag: DV ehf. Stjórnarformaður: Ólafur M. Magnússon Ritstjóri: Reynir Traustason (rt@dv.is) Fréttastjóri: Ingi Freyr Vilhjálmsson (ingi@dv.is) Umsjón helgarblaðs: Ingibjörg
Dögg Kjartansdóttir (ingibjorg@dv.is) Umsjón innblaðs: Kristjana Guðbrandsdóttir (kristjana@dv.is) Framkvæmdastjóri og vefstjóri DV.is: Jón Trausti Reynisson (jontrausti@dv.is)
Sölu- og markaðsstjóri: Heiða B. Heiðarsdóttir (heida@dv.is) Umbrot: DV Prentun: Landsprent Dreifing: Árvakur DV á netinu: www.dv.is
F R J Á L S T, Ó H Á Ð D A G B L A Ð
Heimilisfang
Tryggvagötu 11
Hafnarhvoli, 2. hæð
101 Reykjavík
FRéTTASkoT
512 70 70 DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. Notkun á efni blaðsins er óheimil án samþykkis.
512 7000
512 7010
512 7080
512 7050
AÐALnúmeR
RiTSTJÓRn
ÁSkRiFTARSími
AuGLýSinGAR
14 27. febrúar 2013 Miðvikudagur
Leiðari
Annas Sigmundsson
as@dv.is
Aðsent
Eva Hauksdóttir
„Ef fyrirspurn
Vigdísar kæmi
frá leikmanni væri hún
hlægileg. En Vigdís er
ekki leikmaður held-
ur ráðherraefni Fram-
sóknarflokksins