Dagblaðið Vísir - DV - 27.02.2013, Síða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 27.02.2013, Síða 23
Fólk 23Miðvikudagur 27. febrúar 2013 M ér líður vel og ég er pollró- legur, það þýðir ekkert annað,“ segir Ingólfur Júl- íusson ljósmyndari um líðan sína. Ingólfur fékk þær fréttir fyrir viku að lyfjameðferð- ir sem hann hefur gengist undir í vet- ur gegn bráðahvítblæði bæru ekki árangur og hann ætti nokkra mánuði eftir ólifaða. Reynir heilsufæði og grasalækningar Hann gefst ekki upp og ætlar að reyna óhefðbundnar lækningar til að vinna bug á meininu og hefur leitað til Kolbrúnar grasalæknis. Ingólfur er þekktur fyrir að vera léttur í lundu og með ríka kímni- gáfu. Lyfjameðferðir vetrarins hafa ekki haft áhrif á það. „Ég er hjá Kol- brúnu grasalækni og ætla að prófa ýmislegt. Ég tek mataræðið líka í gegn og fæ mér alls konar fínerí, granóla og svona. Ég óttast mest að þetta heilbrigðisfæði verði til þess að ég lifi mörg ár í viðbót, þá verður mjög pínlegt að hitta fólk úti á götu, hafandi verið dauðvona svona lengi, fólk á bara eftir að spyrja mig: Bíddu áttu ekki að vera dauður helvítið þitt?“ segir Ingólfur og hlær. Erfiðara fyrir fjölskylduna Í fullri alvöru segir hann það hafa verið erfitt að taka á móti fréttun- um. Kona hans og börn líði þján- ingar. Á sama tíma hafi fréttunum fylgt viss léttir. „Mér var sagt frá því að meðferðin væri ekki að virka og það væri ekki hægt að lækna þetta með lyfjum. Það var miklu erf- iðara fyrir þau að fá að heyra þetta en mig,“ segir Ingólfur. „Ég er bara feginn að það er einhver niður- staða komin í málið. Óvissan var verst.“ Faðmar samstarfsfólk sitt Ingólfur er þekktur ljósmyndari og hefur tekið ljósmyndir fyrir fjöl- miðla í áraraðir. Hann er þekktur fyrir að sýna samstarfsfólki sínu óvanalega mikla hlýju. „Þú faðm- ar alla og knúsar sem þú hittir,“ segir blaðamaður. „Já, hvort ég geri. Bæði karla og konur,“ segir Ingólfur og hlær. Honum finnst mikilvægt að sýna tilfinningar sínar. Síðast tók Ingólfur mynd af Baldri Þorsteinssyni í Skálmöld fyr- ir Mottumars. „Vonandi tek ég fleiri myndir, það væri gaman,“ segir hann, því jafnvel þótt vinnuþrekið sé lítið um þessar mundir þá er Ingólfur fullur af hugmyndum og lífi. „Það var ótrúlega gott að kom- ast í myndatöku eftir að hafa verið í einangrun á spítalanum.“ Tónleikar 28. febrúar til styrktar fjölskyldunni Það er erfitt að veikjast og þurfa um leið að hafa áhyggjur af fjárhag fjölskyldu sinnar. Ingólfur veiktist í október í fyrra og hefur dvalið á sjúkrahúsi að mestu síðan. Hann hefur starfað sjálf- stætt síðustu árin og því hafa veikindin gengið nærri fjárhag heimilisins. Hann segist vera að reyna að leysa sem mest af því sem hann ræður við. „Ég er að tala við umboðsmann skuldara, þannig að þetta er allt í ein- hverju ferli og ég vona það besta,“ segir hann. Ingólfur stendur ekki einn í bar- áttunni því vinir hans og vanda- menn ætla að styrkja hann og fjöl- skylduna með styrktartónleikum í Hörpu fimmtudaginn 28. febrúar. Á tónleikunum koma fram margir af þekktustu tónlistar- mönnum landsins og tónlistin sem flutt verður spannar mjög vítt svið, allt frá klassískri söngtónlist til þyngsta þungarokks. Allt það listafólk sem að þess- um tónleikum kemur gefur vinnu sína. Meðal þess eru Ari Eldjárn og Hörður Torfason og hljóm- sveitirnar og tónflokkarnir Bodies, Dimma, Fræbbblarnir, Hljómeyki, Hrafnar, KK, Nóra, ÓP-hópurinn og Q4U. Þess má geta að Ingólfur hefur lengi verið gítarleikari í Q4U en í hans stað leikur Egill Viðarsson úr Nóru á gítar með Q4U. Þeim sem ekki komast á tónleik- ana en styrkja vilja Ingólf og fjöl- skyldu hans er velkomið að leggja inn á eftirfarandi bankareikn- ing: 0319-26-002052. Kennitala: 190671-2249. n kristjana@dv.is n Lyfjameðferðir bera ekki árangur n Ingó leitar óhefðbundinna lækninga „Óvissan var verst“ Blaðaljósmyndari til margra ára „Vonandi tek ég fleiri myndir, það væri gaman,“ segir Ingólfur. Hér er andlit hans þakið ösku eftir návígi við eitt af eldgosum síðustu ára. Faðmar bæði karla og konur Ingólfur er þekktur fyrir ljúfa lund sína og leggur í vana sinn að faðma samstarfsfólk sitt. Hættur í lyfjameð- ferð Ingólfur gekkst undir þrjár lyfjameð- ferðir, þær báru ekki árangur. Nú er hann í eftirliti og leitar óhefð- bundinna lækninga. „Ég óttast mest að þetta heilbrigðis- fæði verði til þess að ég lifi mörg ár í viðbót, þá verður mjög pínlegt að hitta fólk úti á götu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.