Dagblaðið Vísir - DV - 01.03.2013, Síða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 01.03.2013, Síða 12
12 Fréttir 1.-3. mars 2013 Helgarblað Slitastjórnin fékk 236 milljónir n Gamli Glitnir greiddi 616 milljónir króna í laun árið 2012 L aun og launatengd gjöld starfs­ manna gamla Glitnis námu samtals 616 milljónum króna árið 2012 og hækkuðu um 9 milljónir frá árinu áður. Þrátt fyrir það fækkaði starfsmönnum milli ára úr 43 árið 2011 í 37 árið 2012. Svokallaður stjórnunarkostnaður hjá gamla bankanum nam rúmlega 7,6 milljörðum á síðasta ári og hækk­ aði um tæplega 2,2 milljarða frá því árið 2011 þegar hann var 5,4 milljarð­ ar rúmir. Munar mestu um aukinn kostnað vegna aðkeyptrar erlendrar sérfræðiráðgjafar sem nam 3,2 millj­ örðum króna í fyrra. Þetta kemur fram í ársreikningi gamla Glitnis sem birtist á miðvikudag. Í ársreikningnum eru sérstaklega sundurliðaðar greiðslur til slitastjórn­ arinnar sjálfrar sem samanstendur af Steinunni Guðbjartsdóttur og Páli Eiríkssyni. Greiðslur til þeirra nema samtals 236 milljónum króna en voru 229 milljónir árið 2011. Ef þeirri tölu væri skipt bróðurlega á milli þeirra myndi það gera 118 milljónir króna á mann. Rétt rúmlega 9,8 milljónir króna á mánuði. En heildargreiðslur gamla Glitnis til þeirra Steinunnar og Páls, frá því þau voru skipuð í slitastjórn Glitnis árið 2009, námu á síðasta ári 842 milljónum króna. Lífeyrissjóðirnir, sem eru í kröfu­ hafahópi Glitnis, hafa sent bréf til Héraðsdóms Reykjavíkur þar sem þess er krafist að Steinunn og Páll endurgreiði búinu 482 milljónir króna. Bréfið var unnið af Reimari Péturssyni hæstaréttarlögmanni. Þá upphæð reiknaði hann út með því að miða við eðlilegt tímagjald fyrir útselda vinnu lögmanns, átta tíma á dag, fimm daga vikunnar. Steinunn hefur haldið því fram að ekki sé um að ræða laun í neinum skilningi heldur kostnað. „Við skulum gera okkur grein fyrir að þessi tiltekt er ekki lítil,“ sagði hún. Þá benti hún jafnframt á að fall Glitnis væri tíunda stærsta gjaldþrot sögunnar og vinna slitastjórnarinnar færi ekki fram á eðlilegum vinnutíma. n solrun@dv.is Þ að er rétt að það var fjallað mikið um trúmál, um kristn­ ina og fleira á landsfundi Sjálfstæðisflokksins og við skömmumst okkar ekkert fyrir það,“ sagði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir í umræðum um störf þingsins í vikunni. „Við í Sjálfstæðis­ flokknum, við erum ófeimin við að undirstrika það að saga okk­ ar og samfélag er samofið kristn­ inni í gegnum árhundruðin. Við vilj­ um gjarnan að samfélag okkar byggi áfram á kristnum gildum.“ Gríðarlega athygli vakti þegar málefnanefnd um allsherjar­ og menntamál á landsfundi Sjálfstæðis flokksins samþykkti að í stjórnmálaályktun fundarins yrði setning um að öll lagasetning skyldi taka mið af kristnum gildum. Eftir fjaðrafok í netheimum var ákveðið að taka setninguna út úr ályktun­ inni áður en hún var samþykkt í heild sinni. Mótfallin niðurstöðu nefndarinnar Þegar Birgitta Jónsdóttir, þingkona Hreyfingarinnar, spurði Þorgerði Katrínu um þetta á þinginu sagði hún: „Það er rétt að við ræddum mikið og það kom út úr nefndinni þannig að við vildum líka að kristin gildi, kristin trú, yrðu viðmiðin í lagasetningunni. Mér fannst það persónulega algjörlega óásættanlegt. Ég hef verið talsmaður þess að við segjum ófeimin: Já, við erum þjóð. Við erum kristin þjóð sem byggir á þessum kristnu gildum. En þegar kemur að því sem snertir okkar ást­ kæru stjórnarskrá sem við sjálfstæð­ ismenn höfum svo sannarlega barist hér á þingi fyrir að verja, þegar kem­ ur meðal annars að trúfrelsiskaflan­ um, þá er óásættanlegt að yfir þau mörk verði farið. Eftir stendur að við erum ófeimin við að segja að við Ís­ lendingar erum kristin þjóð.“ Kristin gildi þjóðinni til góðs Þrátt fyrir að dregið hafi verið í land með fyrrnefnda setningu er enn að finna klausu um kristileg gildi í landsfundarályktun Sjálfstæðis­ flokksins: „Sjálfstæðisflokkurinn tel­ ur að kristin gildi séu þjóðinni til góðs nú sem aldrei fyrr og að hlúa beri að kirkju og trúarlífi. Sjálfstæðis­ flokkurinn vill standa vörð um þjóð­ kirkju Íslands samkvæmt stjórnar­ skrá. Landsfundur telur mikilvægt að ríkisvaldið standi full skil á félags­ gjöldum (sóknargjöldum) þjóðkirkj­ unnar og annarra trúfélaga.“ Geir Jón Þórisson, þingframbjóð­ andi Sjálfstæðisflokksins, tjáði sig um trúmál á Facebook eftir lands­ fundinn. Sagði hann að það hefði verið „tjón fyrir þjóð okkar að hverfa frá kristnum gildum“ og bætti því við að þess vegna hefði „hatur og harka gerjast í samskiptunum í stað þess að við ræðum málin af kærleika og ein­ lægni. Það er einmitt það sem hin kristnu gildi ganga út á.“ Þá vitnaði Geir Jón sérstaklega í þjóðsönginn. „Ætliði að halda upp á jólin?“ Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, hefur lýst því yfir að hann vilji hafa Þjóð­ kirkju á Íslandi. Í viðtali sem tekið var við hann í útvarpsþættinum Harmageddon í september síðast­ liðinn velti hann því fyrir sér hvort aðskilnaður ríkis og kirkju myndi ef til vill leiða til þess að krossin­ um yrði kippt úr úr þjóðfánanum. Þá spurði hann þáttastjórnendur: „Hvað með frídagana? Ætlið þið að halda upp á jólin?“ Þegar bent var á að jólin væru heiðinn siður sagði Bjarni: „Áður en kristnin kom? Hvar ætlið þið að botna þessa vísu?“ Af­ staða sjálfstæðismanna í trúmál­ um er nokkuð umdeild meðal yngri flokksmanna og frjálslyndra hægri­ manna, enda hvöttu fulltrúar Sam­ bands ungra sjálfstæðismanna á landsfundinum til þess að setn­ ingin um að lagasetning tæki mið af kristnum gildum yrði felld út. Til­ laga þeirra var felld en að lokum varð þeim að ósk sinni. n Jóhann Páll Jóhannsson blaðamaður skrifar johannpall@dv.is n Segir að flokkurinn skammist sín ekki fyrir umræðuna á landsfundi „Við erum kristin þjóð“ Vill kristilegt samfélag „Við viljum gjarnan að samfélag okkar byggi áfram á kristnum gildum,“ sagði Þorgerður Katrín í umræðum á þinginu. Stefnir í óefni vegna óánægju „Ég veit að það er mikil óánægja á meðal þeirra, sem hefur verið að byggjast upp í svolítið langan tíma,“ segir Ómar Sigurvin Gunnarsson, formaður Félags al­ mennra lækna, í samtali við DV.is en DV hefur heimildir fyrir því að margir almennir læknir á lyflækn­ ingasviði Landspítalans hafi sagt upp störfum. „Þeir eru margir orðnir mjög þreyttir og ég hef heyrt þessar óánægjuraddir og veit til þess að einhverjir hafa sagt upp, aðallega vegna launakjara,“ segir Ómar Sigurvin sem bendir á að laun al­ mennra lækna hafa hækkað um 8,7 prósent frá árinu 2007. „Það nær engan veginn upp í neina verðbólgu eða neitt. Það hefur ver­ ið gríðarleg kjaraskerðing frá árinu 2007 samhliða gífurlegri aukningu á álagi. Fólki finnst það ekki fá laun sem skyldi fyrir þá menntun, álag og ábyrgð sem fylgir þessu starfi. Þessi óánægja er að aukast til muna þegar aðrar stéttir eru að fá launahækkanir sem sitja í raun og veru við sama borð og við þegar kemur að álagi.“ Ekkert nauta- kjöt fannst í nautabökum Rannsókn Matvælastofnunar á kjötinnihaldi 16 íslenskra matvara sýnir að Gæðakokkar í Borgarnesi hafa framleitt og markaðssett tvo rétti sem sagðir eru innihalda nautakjöt en niðurstöður rann­ sóknarinnar sýna að svo er ekki. Niðurstöður rannsóknarinnar sýndu að Nautabaka frá Gæða­ kokkum í Borgarnesi sem sögð var innihalda 30 prósent nautahakks í fyllingu, sem átti að vera helm­ ingur af þyngd vörunnar, innihélt ekkert kjöt (ekkert dýraprótein). Lambahakkbollur framleiddar af sama aðila fyrir Kost og sagðar innihalda lamba­ og nautakjöt innihéldu eingöngu lambakjöt. Frá þessu er greint á vef stofn­ unarinnar en þar segir einnig að engin vara sem skoðuð var í rann­ sókninni hafi uppfyllt allar kröfur um merkingar. Matvælastofnun lét nýverið rannsaka kjötinnihald 16 íslenskra matvara á markaði til að kanna hvort þær innihéldu hrossakjöt án þess að þess væri getið á umbúð­ um. Niðurstöður rannsóknarinn­ ar sýndu að hrossakjöti hafði ekki verið blandað í vörurnar. Hins vegar kom í ljós að engin þessara vara uppfyllti allar kröfur um merkingar og reyndust tvær vörur ekki innihalda nautakjöt þrátt fyrir merkingar þar um. Góð laun Páll og Steinunn fengu 236 milljónir króna í laun á síðasta ári.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.